Morgunblaðið - 14.08.1977, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. AGUST 1977
HUSTLE
Thcy’re hot.
Shc's thc caH áirl. Hc’s thc cop.
Thcy both taKc thcir lobs scríously.
BURT REynOLDS
CATHERine DCflEUVE
“HUSTL^
BCfi JOHfttOM PAU.winneuD
HLHM BREMMAM ICDDie ALBCÖT]. CRMEST BORGMHIC
Vnnown-
cs.-^JACK CARTER Wfitianbf STEVE SMAGAN p.od
HoBurl ProOuclKX' InCokx
RlWtSTHICTEDÆB’
K)*ndOi'ici*dfrr ROBERT ALDRICH mmc Scorodb» FRANK D*VOL
* Parwnounl Pidurp
kvik
mund
/íoon
SÆBJÓRN VALDIMARSSON
HASKÖLABlÖ: EKKI ER
ALLT SEM SVNIST
(„Hustle")
Leikstjóri og framleiðandi:
Robert Aldrieh. Handrit: Steve
Shagan. Kvikmvndataka.
Joseph Biroc. Tónlist: Frank
DeVol. Paramount 1975,
sýningartími 118 mín.
Gaines lögregluforingja er
fengið það hlutverk að kæfa í
fæðingu líkfund ungrar stúlku.
Lík hennar finnst í óheppilegu
borgarhverfi, þar sem að kosn-
ingar eru á næsta leiti. í upp-
hafi virðist avo sem málið sé til
lykta leitt því allt bendir til að
hún hafi framið sjálfsmorð.
Faðir stúlkunnar ásakar lög-
regluna um linkind í málinu,
þar sem að hann sé aðeins peð i
þjóðfélaginu, sem eigi i höggi
við valdið.
Þegar Gaines og félagi hans
fara að ieita uppi þætti málsins
í frumskógi stórborgarinnar
reynist ýmislegt óhreint undir
felldu yfirborðinu.
Inn i myndina blandast
óvenjuleg sambýlisvandamál
Gaines og innsýn er gefin í
harðneskjulegt starf hans og
spillinguna sem ræður ríkjum á
æðri stöðum.
Phil Gaines (Burt Reynolds)
er búinn að koma sér að ýmsu
leyti þægilega fyrir í lögregl-
unni í L.A. það er búið að flytja
hann i notalega eftirlitsdeild og
hann er í góóu áliti hjá yfir-
manni sínum og ýmsum máls-
metandi mönnum i borginni,
sem létta starf hans á ýmsan
hátt. Hann er t.d. nýkominn úr
Rómarreisu, sem farin var
undir því yfirskyni að um em-
bættisferð væri að ræða, en var
þó í rauninni „skenkur" af
hálfu yfirboðara hans. Þá býr
Gaines með ægifagurri vændis-
könu, Nieole Britton
(Catherine Deneuve), og er
samband þeirra látið óátalið af
lögreglunni. En ástasamband
þeirra er komið á viðkvæmt
stig, af beggja hálfu.
Þó að Gaines láti sér vel líka
fríðindi þau sem honum eru
boðin í starfi, og kunni vel að
meta aðstöðu sína, þá er hann
inn við beinið harður á mein-
ingunni. Þrátt fyrir skynsam-
lega sveigjanlegt yfirborð er
réttlætiskennd hans skýlaus
þegar til kastanna kemur.
Myndin fjallar annars vegar
um baráttu Gaines og félaga
hans, Belgrave (Paul
Winfield), við sýkla þjóðfélags-
ins og soralíf stórborgarinnar
og hins vegar um persónuleg
vandamál hans í daglega lífi.
Sú mynd sem dregin er upp
af lífi lögregluforingja í stór-
borg er ekki harla glæsileg og
þar fara þeir félagarnir á kost-
um; sannfærandi harðjaxlar
sem þekkja lögmál frumskógar-
ins: auga fyrir auga — tönn
fyrir tönn. En hvaö víðvíkur
einkalífi Gaines og sambúð
hans og Britton, þá fellur
myndin oft niður í langlokuleg
tilfinningamál þar sem höf-
undum tekst illa að komast að
raunsærri niðurstöðu.
Undirritaður hafði nýlokið
við bókina CITY OF ANGELS,
sem myndgerðin er byggð á,
þegar kvikmyndin var tekin til
sýningar hérlendis. Og ekki
verður því neitað að ýmis nauð-
synleg atriði úr bókinni þykir
mér á vanta í myndgerðinni. í
bókinni er t.d. lýst nokkrum
smáatvikum sem lýsa mæta vel
í hvers kyns fúlapytt Gaines
starfar. Samband hans við
Nicole er mun raunsærra og
óvæmið. Lýst er nánar hatri
blönduðum kunningsskap hans
við lögmanninn Leo Sellers
(Eddie Albert) — sem er,
þegar betur er að gáð, örlaga-
valdur persóna bókarinn-
ar/myndarinnar. I bókinni
kemur skýrt fram að þegar fað-
ir stúlkunnar (Ben Johnson)
myrðir Sellers, þá er það að
yfirlögðu ráði Gaines.
En það er erfitt aó gera svo
öllum líki á 118 minútum —
sem er, þrátt fyrir allt, sýn-
ingartími vel yfir meðallagi. En
manni finnst sem það hefði
mátt nota þær betur undir
átakameiri atburði en langa, of
útskýrða sambýlisárekstra —
þrátt fyrir að næstum fyrir-
fram dauðadæmd sambúð lög-
regluforingjans og gleðikon-
unnar sé önnur þungamiðja
myndarinnar. Einkanlega þar
sem í hlut á kempan Aldrich
sem við eigum að venjast að
gangi að hlutunum með kreppt-
um hnefum. En um leið tekst
honum í HUSTLE að slá á við-
kvæmari strengi en í flestum
fyrri myndum sínum og er það
ánægjuleg tilbreýting. Því
HUSTLE er fyrst og fremst um
samskipti fólks, skilning og til-
lit hvers til annars i eymdar-
bæli vansældar, spillingar og
valds. Mynd, sem öðru fremur
fjallar um mannlegar tilfinn-
ingar, en þær gerast nú æ fátíð-
ari.
Að venju fær Aldrich til liðs
við sig hóp úrvals skapgerðar-
leikara. En val hans á „typum“
í bæði litil sem stór hlutverk
einkennist löngum af einstakri
smekkvísi.
Með aðalhlutverkið, Gaines
liðsforingja, fer ein af „super-
stjörnum" áratugarins, Burt
Reynolds. Hann lék nýlega svo
ummælt að hann væri hinn
eini, sanni „good old boy“, í
kvikmyndaheiminum vestan
hafs í dag. Nokkuð til í því. En
eins og dæmin sanna um einn
af hans þekktustu fyrirrenn-
urum, Clark Gable, þá reynir
ekki svo mikið á leikhæfileik-
ana, frekar á dýpt persón-
unnar, þann sterka, órjúfandi
sjarma sem tengir manninn
hlutverki sinu og hrífur áhorf-
andann. Og liklegast stendur
þar enginn jafnfætis Burt
Reynolds í dag.
1 hlutverk gleðikonunnar var
valin ein fegursta leikkona okk-
ar daga, Catherine Deneuve.
Það geislar af henni kvenlegur
yndisþokki, eins frönsk og
„feminine“ að yfirbragði og
hægt er að ætlast til af nokk-
urri Parísarstúlku.
I minni hlutverkum fara
gamalkunnir leikarar undan-
tekningarlaust vel með sína
hluti; Paul Winfield í hlutverki
Belgrave, aðstoðarmanns
Gaines — og oft hans betri sam-
viska; Ben Johnson og sérstak-
lega Eileen Brennan skila
erfiðum hlutverkum sem for-
eldrar látnu stúlkunnar, eftir-
minnilega vel. Eddie Albert og
Ernest Borgnaine eru báðir
Valinkunnir skapgerðarleikar-
ar sem aldrei bregðast. En þið
ættuð líka að taka eftir andlit-
unum sem bregður fyrir útí
gegnum myndina, þau eru
undantekningarlaust vandlega
sniðin að tilgangi þeirra.
Allt ytra borð myndarinnar
er vandað óg gert af smekkvísi
og kunnáttusemi. Og þar sem
sama má segja um innihald
hennar og efnismeðferð, má
fullyrða að EKKI ER ALLT,
SEM SÝNIST er í sérflokki
sem vönduð afþreyingarmynd,
þar sem nánar er fjallað um
mannlegar hliðar persónanna
en í hinni venjulegu lögreglu-
mynd.
Wilderness splendor and animal fury.
Ráðgáta
LAUGARÁSBÍÓ;
VILLIHESTURINN
(„Mustang Country")
Hvað liggur að baki þeirri
ákvörðun að sýna VILLIHEST-
INN á almennum sýningum,
vefst örugglega fyrir fleirum en
mér Þetta er rétt þokkaleg mynd
fyrir yngstu aldursflokka, sem
enn hafa hvorki aldur né þroska
til að gagnrýna þann afkáraskap
og hroðvirkni sem blasir a.m.k.
við augum þeirra áhorfenda sem
sækja almennar sýníngar
3örn velta því t d. yfirleitt ekki
fyrir sér þó að söguhetjurnar séu
jafnan hreinar og stroknar uppi í
óbyggðunum; stálvír sé brugðið
á bjarndýrið; merkurlíf dýra sé
viðvaningslega klippt inní efnis-
þráðinn; þótt að glampi á skeifur
veljárnaðrar ótemjunnar, o.s.frv
Ég vil þó benda á að áður-
nefnd atriði, er sýna dýr merkur-
innar, eru sum hver ágætlega
gerð og nægileg ástæða til að
hvetja foreldra til að senda börn
sín á þessa kvikmyndasýningu.
En hvers vegna myndin var
ekki eingöngu sýnd á barnasýn-
ingum er mér hulin ráðgáta.
Og hvers vegna í ósköpunum
hvíldir þú gamla vestrakempa,
Joel McCrea, ekki frekar í friði?
m-
ilQEh PIcCREH
“MVSTANC COVNTÍZY''
ROBCRT FULJLER * Ml'RlCK WAVNE * NIKA MÍNA
* untvhcjaí. ncrúiÆ rrcwiraí** í