Morgunblaðið - 14.08.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. AGÚST 1977
7
Glaður hlustar litli hópur-
inn, hin litla hjörð, á meistara
sinn. Hérerfriður, hér er
öryggi í friðsælli byggð. En
þá bregður upp fyrir innri
sjónum meistarans annarri
sýn: Hann sér þyrniveginn,
sem bíður þessara manna.
Hann sér hina friðsælu
byggð breytast í blóðvöll.
Hann sér þessi glöðu augu
fella tár i kvölum pislarvætt-
isdauðans, sem sumra þeirra
bíður, og varnaðarorð falla af
vörum hans: „Vertu ekki
hrædd, litla hjörð, þvi að
yður hefur þóknazt að gefa
yður ríkið".
Ekki hræddur. Ottastu
eigi. Oft lágu þessi orð Jesú
á vörum, en eiga þau erindi
við mig og þig?
Er nokkur sá, að hann hafi
ekki komizt i kynni við ótt-
ann? Er nokkur sá, að ekki
hafi þurft að þreyta glimu við
hann? Er nokkur von svo
sigrandi sterk, að broddur
kvíðans leynist ekki við henn-
ar hlið?
Sumir þeir, sem við þau
mál hafa fengizt, telja óttann
orsök fleiri voðaverka en alla
mannvönzkuna i heiminum
samanlagða. Og trúlega er
hann orsök sálsýki í ríkari
mæli en nokkur veit. Ekkert
lamar viðnámsþrek manna
eins og hann. Hann spillir
sambúð stétta og þjóða.
Stundum verður hann veik-
um manni hvati til að veita
þeirri
orku til góðs, sem í honum
sefur. En hann vekur þrá-
sinnis hið illa og verður orsök
illsku- og óhæfuverka.
Hverjir hafa herjað með
mestum árangri á vígi óttans
í mannlífinu? Þar verður okk-
ur núttmamönnum tamast að
nefna vísindin. Þó vitum við
börn atómaldar, að jafnframt
hafa vísindin margfaldað ótt-
ann og sett okkur andspænis
hrikalegri staðreyndum en
nokkur kynslóð hefur áður
horfzt í augu við. En þó má
hinu ekki gleyma, að undan
margskonar fargi óttans, sem
feður og mæður þjáði, hafa
vísindin leyst okkur. Framfar-
irá svið læknavísinda hafa
gert okkur örugg gagnvart
ýmsum þeim sjúkdómum,
sem voru ægilegt kvíðaefni
feðrum og mæðrum fyrir fá-
um áratugum. Og jafnvel
þeir sjúkdómar sumir, sem
enn hefur ekki tekizt að
vinna sigurá, eru ekki líkt því
eins ægilegir og þeir voru
áðurfyrr, meðan lítil eða
engin tök voru á að stilla
líkamlegar kvalir svo að
nokkurru næmi. Flughraðar
framfarir hafa veitt okkur
meira vald yfir voða og
grandi höfuðskepnanna, sem
forfeður okkar stóðu varnar-
lausir andspænis eins og
vanmáttug börn.
Því stórkostlega ber vissu-
lega ekki að gleyma, sem
hefur unnizt á I baráttunni
gegn ótta og kvöl. Mér er I
minni það, sem gamall mað-
ur sagði mér fyrir löngu, um
dauðastrlð föður sins, hrylli-
legt og langt, kvalir, sem
engin tök voru á að lina.
Hann kvaðst enn eftir öll
þessi ár geta heyrt kvalaópin
I baðstofunni, og hafði faðir
hans þó verið mesta karl-
menni.
Þessu megum við ekki
gleyma, en hitt fær okkur
ekki dulizt, að óttaefnin I
mannlifinu eru ótal mörg,
sem engar uppgötvanir vis-
indanna megna að sigrast á
meðan þau einbeita orku
sinni, vitsmunum og fjár-
munum að því, sem fyrir ut-
an manninn sjálfan er, að
gefa því lítinn og tíðum eng-
an gaum, að hið innra I
mannssálunum búa óttaefnin
langsamlega flest, að óttinn,
sem þar fæðist og grefur um
sig unz hann hefur sýkt allt
sálarlífið, sviptir miklu fleiri
menn sálarfriði en allar
likamlegar meinsemdir
manna.
Hér stoða ekki vísindin,
eins og þau eru rekin, — hér
stoða þau ekki, enda hefur
mannkynið um óraaldur
gengið aðrar götur til að yfir-
vinna óttann, götur, sem nú
eru orðnar gamlar.
Þær götur eru margar, ég
hef ekki rúm til að minnast
nema á eina þeirra lauslega í
dag, en þar á ég við þær
gömlu götur, sem grísku
spekingarnir gengu fyrir þús-
undum ára.
Hin heimspekilega rósemi,
sem þeir tömdu sér sjálfir og
mynduðu skólana gömlu í
Aþenu og viðar til að kenna
öðrum að finna hina heim-
spekilegu hugarró, var í sinni
hreinustu mynd aðdáanleg.
Sitt hvað í kenningum
Platós, „konugs heim-
spekinganna" stagast á við
sumar kenningar kristinnar
kirkju. En það þarf ekki að
vera rangt fyrir því, þótt slikt
sé i háskóladeildum kennt og
í helgum ritum skráð. Er ann-
að hægt en að fyllast lotn-
ingu andspænis spekingnum
Sókratesi, sem drakk í
fangelsinu með óhagganlegri
rósemi eiturbikarinn og
ræddi alla nóttina um háleit
efni við lærisveina sína með-
an eitrið var að gegna hlut-
verki „réttvísinnar" og binda
enda á líf hans?
Ræðu Sókratesar, Varnar-
ræðuna, telja margirvitrir
menn eina þeirra þriggja
mestu, sem fluttar hafa ver-
ið. Þeirra fyrst er Fjallræða
Krists, önnur er ræða
Búddha við Benares og þriðja
erVarnarræða Sókratesar.
Spekin forna, sem leið til
sálarrósemi og sálarfriðar,
var dásamleg í sinni klass-
ísku mynd. Hún afsannar þá
staðhæfingu trúarbragða, að
enginn veiti lausn frá skelf-
ingu óttans, enginn veiti
sálarfrið, nema þau.
En hvorttveggja er, að
heimspekin forna, sem raun-
ar var þó öðrum þræði trú-
speki, gat aldrei orðið al-
menningseign, helduraðeins
lífslind fárra útvaldra, — og
svo einnig hitt, að hún var að
verulegu leyti byggðá fors-
endum, sem nútímamaður
byggir ekki lifsviðhorf sín á,
nema að litlu leyti. Þótt griski
menntaheimurinn að fornu
liggi mörgum nútimamanni
næren sá hebreski, gyðing-
legi
Á aðrar leiðir til að sigra
óttann mun ég minnast í
næstu sunnudagsgrein.
Ekki
hrædd
litla hjörð
JCIZZBaLLödGSKÓLÍ BÚPU,
Dömur athugið
líkamsrækt
líkcun/mkl
•jf Opnum aftur eftir sumarfri 1 5. ágúst :
+ Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri. ,
■jf 3 vikna námskeið (
■jf Morgun-, dag- og kvöldtímar. ■
•jf Timar tvisvar eða fjórum sinnum í viku. !
•ff Sérstakir matarkúrar fyrir þær, sem eru i megrun.
■jf Sturtur, sauna. tæki, Ijós,
NÝTT — NÝTT (
+ Nú er komið nýtt og fullkomið sólaríum . Hjá okkur skín
sólin allan daginn, alla daga
Upplýsingar og innritun i síma 83730, |
JazzBQLLeCdsKóLi bópu
T résmíðavélar
Einkaumboösmenn:
Stóra sambyggða trésmiðavélin.
Hjólsög: 1 70 mm
Bandsög: 145 mm
Slipidiskur: 250 mm þvermál
1 fasa 220 V 1,1 hestafl
Verð m/söluskatti:
Vélin kr. 1 52.000
Borðgrind ki. 22.000
Fáanlegir fylgihlutir:
Fræsari, rennibekkur,
afréttari. hulsubor,
sllpibelti og borbarki.
emcostan SUPEP
verkfœri & járnvörur h.f.
DALSHRAUNI 5. HAFNARFIRÐI SIMI 53332
11 Vörusýningar undir sama þaki
Frankfurt
International Fair
Er alltaf arðbær
fjárfesting
Einkaumboð á íslandi:
Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9
Reykjavík Símar: 11255 og 12940
Frankfurt
Intemational Fair
28-31/8/1977