Morgunblaðið - 14.08.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. AGÚST 1977 Kísiliðjan við Mývatn i fullum gangi (Ijósmynd Mbl. Sighvatur Blöndahl) Markadur fyr- ir kísilgúr er nú m jög góður — VIÐ munum í lok þessa mánaðar Ijúka við þær viðgerð- ir, sem nauðsynlega þurfti að framkvæma á tveimur af þrem- ur þróm verksmiðjunnar eftir jarðhræringarnar sem urðu hér í vor, sagði Vcsteinn Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Kísiliðjunnar við Mývatn, er Morgunblaðið ræddi við hann í síðustu viku. — Þessar viðgerðir hafa gengið fremur hægt, þvi þegar ein sprunga hefur verið þétt hefur sú næsta komið í ljós, en við vonum að okkur takist að Ijúka þessum viðgerðum nú í mánuðinum. Þá ættum við líka að standa jafn vel að vigi og fyrir jarðhræringarnar í vor. Nú telja jarðvisindamenn að einhverjar jarðhræringar séu í vændum í haust. Eruð þið ekki hræddir um að sama sagan endurtaki sig þegar þrærnar eru loksins komnar í samt lag? — Við erum nú að leyfa okkur að vera bjartsýnir, þar sem samkvæmt upplýsingum jarð- vísindamanna eru töluverðar líkur fyrir því að næstu hrinur verði ekki eins miklar, vegna þess að svæðið færist til. En auðvitað erum við alls ekki lausir við ótta um skemmdir þegar þetta dynur yfir. Hvernig er markaðurinn í heiminum í dag, fyrir kísilgúr? — Hann er bara nokkuð góður, með því betra sem gerist. Okk- ar stærstu viðskiptavinir eru í dag Vestur-Þjóðverjar en við seljum einnig til annarra Evrópulanda bæði austantjalds og vestan. Að lokum sagði Vésteinn að ef þeir yrðu heppnir þegar jarð- hræringarnar gengju yfir mætti segja að þeir væru orðnir ágætlega i sveit settir og þaðsízt verr en fyrir skemmdirnar í vor. r Islandsmótið í handknattleik: Úrslitaleikurinn í dag milli Vals og Víkings ÚRSLITAKEPPNI Islandsmöts- ins í handknattleik utanhúss fer fram vð Austurbæjarbarnaskól- ann í Reykjavík í dag, sunnudag. A meðfylgjandi mynd sést Jón Karlsson fyrirliði Vals sækja að marki Ármenninga á föstudags- kvöldið. Fjórir Norðmenn keppa í rathlaupi á Hallormsstað í DAG taka útlendingar í fyrsta sinn þátt í svo- nefndu rathlaupi á tslandi. Keppt verdur í Hallorms- staðarskógi og þangað eru mættir fjórir keppendur frá Noregi, með heims- meistarann í greininni í fararborddi. Norðmenn- irnir komu til landsins f gær og héldu austur á land í gærmorgun. Að sögn Helga Bovim, sem er fararstjóri hópsins, er Hallormsstaðarskógur eitthvert ákjósanlegasta svæði sem til er til að keppa í þessari grein, en Bovim sá um gerð nákvæms korts af Hall- ormsstaðarskógi í vor. Norðmennirnir fóru á æfingu í Heiðmörk í fyrra- kvöld og áður en þeir fóru þangað tók RAX þessa mynd af þeim fyrir utan Hótel Esju. í hópnum eru Egil Johansen, sem varð INNLENT heimsmeistari er keppt var í Skotlandi í fyrra, en hann er 26 ára, Svein Jacobsen sem varð nr. 3 á heims- meistaramótinu, Linda Verde, en hún varð í f jórða sæti á heimsmeistaramót- inu 1974, og hefur fimm sinnum orðið norskur meistari, Anne Berit Eid, sem er Norðurlandameist- ari og hefur 6 sinnum orðið unglingameistari Noregs, auk þess er hún er Noregs- meistari í göngu kvenna, Öyvind Mjöen, sem er landsliðsþjálfari Norð- mann í rathlaupi, en hann varð Norðurlandameistari 1965. Helgi Bovim er í stjórn Rathlaupssambands Noregs, auk þess sem hann er starfandi blaðamaður í Osló. 1 sumar hafa staðið yfir viðgeróir og breytingar á húsi Félags einstæðra foreldra í Skerjafirði; sem ætlað er sem neyðarhúsnæði þegar fullbúið verður. Unnið hefur verið að því að klæða húsið utan og senn verður byrjað á rishæð. Inni hefur verið unnið við að standsetja kjallara, og stúka hæðirnar tvær niður I litlar íbúðir. Ljósm. Mbl. Ól. K. Magn. Riðlakeppni mótsins lauk á föstudagskvöld og fóru leikar þannig að Valur bar sigur úr být- um í A-riðli, vann alla sína leiki og hlaut 8 stig. 1 öðru sæti urðu Haukar með 6 stig, FH hlaut 4 stig, Armann 2 stig og ÍR. I B-riöli hlutu Víkingur og Fram jafnmörg stig eða 5, KR hlaut 2 stig og HK ekkert stig. í B-riðlinum réð markahlutfall því hvort Víkingur og Fram færu í úrslit og hafði Víkíngur þar vinninginn og mætir því Val í úrslitaleik mótsins klukkan 17.15 í dag. Þessi tvö lið hafa verið í nokkrum sérflokki i handknatt- leiknum undanfarna mánuði og leikur því vart vafi á því að úr- slitaleikurinn verður höfku- spennandi. A undan úrsiitaleikn- um leika Haukar og Fram um bronsverðlaunin og hefst sá leik- ur kiukkan 16. Skemmtiferð Hvat- ar n.k. laugardag HVÖT, félas sjálfstæðis- kvcnna, fer í skemmtiferd n.k. laugardag, 20. ágúst. Lagt verður af stað frá Valhöll, Bolholti 7, kl. 9 f.h. Farið verður sem leið liggur austur að Selfossi og Mjólkurbú Flóamanna skoðað. Þá verður ekið að Laugarvatni og þar snæddur heitur hádegisverð- ur. Síðan verður haldið í Þjórsár- dal, þar sem Sögualdarbærinn verður m.a. skoðaður. Úr Þjórsárdal verður ekið niður Hreppa, um Biskupstungur með viðdvöl í Skálholti og síðan til Þingvalla. Þátttökugjald er 2800 krónur og er þá innifalinn hádegisverðuinn að Laugarvatni. Sjálfstæðiskonur eru hvattar til að tilkynna þátttöku sem fyrst í síma 8-29-00 í Valhöll, og þar verða farmiðar seldir. Er þeim heimilt að taka með sér gesti. Ferðin verður nánar auglýst í Félagsmáladálki Morgunbiaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.