Morgunblaðið - 14.08.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.08.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. AGUST 1977 , - . •» - ■ ■ . • ; 'v. ■ „Stórsegttð fettt og siglt á fokkunni í snörpum vindi" Frá siglingu Siglunesmanna frá Nauthólsvík til Saltvíkur Það voru vígalegir siglinga- menn, ungir víkingar, sem söfnuðust saman í Nauthólsvík- inni einn laugardaginn fyrir skömmu, allir félagar I Sigl- ingaklúbbnum Siglunesi og markmiðið var að sigla þönd- um seglum til Saltvikur á Kjalarnesi Þetta var langþráð ferð því tvær helgar hafði för- inni verið frestað vegna óhag- stæðs veðurs. Þennan morgun var heppilegur byr og öðru hverju sprangaði sólin fram úr skýjaþykkninu. Daginn áður höfðu krakkarnir undirbúið bát- ana, yfirfarið útbúnað og fleira, en flestir siglingamennirnir voru á aldrinum 1 2-— 14 ára. Tilbúnir voru 8 bátar af flipper- gerð og þrír eftirlitsbátar áttu að fylgja flotanum mannaðir harðsnúnu liði undirstjórn Gísla Árna Eggertssonar sem veitir Siglunesi forstöðu af miklum dug, en i klúbbnum eru starfandi yfir 1 00 félagar og alls er búið að byggja yfir 40 báta á vegum klúbbsins undanfarin ár. Saltvíkurferðin er þáttur i starfinu fyrir þá reyndari í hópi klúbbfélaga, en undanfarnar vikur höfðu félagarnir verið á námskeiði í meðferð og sigl- ingu seglbáta við erfiðar að- stæður, sjógang og mikinn vind. Og siðan var ýtt úr vör, siglt vestur Skerjafjörð, fyrir Gróttu og stefnan tekin á Saltvík. Nokkru eftir að stefnan hafði verið tekin, jókst vindurinn til muna og var þá tekið til þess Gfsli Árni tekur strikiS á Esjuna, Hanna, einn af klubbfélögun- um er um boð, en nokkrar stúlkur eru I siglingaklúbbnum og láta ekki sinn hlut eftir liggja. ÖslaS um sæinn á fullri ferS og sígldur höfuSbitabyr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.