Morgunblaðið - 14.08.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.08.1977, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. AGUST 1977 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGUST 1977 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri A uglýsinga stjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm GuSmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. ASalstræti 6, slmi 10100. ASalstræti 6. slmi 22480. Áskriftargjald 1300.00 kr. i mánuSi innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakiS. að kemur alltaf betur og betur í ljós, að í vissum landshlutum eru fyrir hendi staðbundin vandamál í atvinnulífinu, sem nauðsynlegt er að tak- ast á við. í Morgunblaðinu í fyrradag var frá því skýrt, að fiskvinnslustöðvar á Suður- og Vesturlandi stæðu nú frammi fyrir gífurlegum taprekstri og þá fyrst og fremst frysti- húsin. Hafa talsmenn frystihúsanna á þessu svæði gengið á fund Geirs Hallgrímssonar, forsætis- ráðherra og Matthíasar Bjarnasonar, sjávarútvegs- ráðherra, til þess að gera þeim grein fyrir þessum vanda. í viðtali við Morgunblað- ið í fyrradag gerir Guð- mundur Karlsson, forstjóri Fiskiðjunnar í Vestmanna- eyjum grein fyrir ástæðun- um fyrir þessum erfiðleik- um og mismunandi aðstöðu frystihúsa í þessum lands- hlutum og t.d. á Vestfjörð- um og Norðurlandi, þar sem frystihúsin ganga miklu betur. Guðmundur Karlsson segir: „Þeir stunda nú veiðar svo til eingöngu með nýjum tog- urum og hafa þar af leið- andi miklu jafnara hráefni. Hráefnið sem þeir fá er líka ódýrara en það, sem við kaupum. Þorskurinn, sem þeir fá á þessum stöð- um er að mestu millifiskur en hjá okkur stórfiskur, sem 20% hærra verð þarf að greiða fyrir. Þá er aflinn fyrir norðan og vestan svo til eingöngu þorskur, sem er verðmætasti fiskurinn. Hjá okkur er þorskur hins vegar ekki nema um 30% af aflanum, ýsa er 20%, ufsi 30% og síðan koma aðrar tegundir eins og karfi. Þá erum við enn þá með árvissar vertíðar- sveiflur, þar sem við byggj- um hráefnisöflunina á minni bátum. Það er mest um að vera í janúar-apríl og síðan júní og júlí. Allt þetta þýðir hærri launa- kostnaö og útheimtir um leið meiri fjárfestingu í tækjum, húsum og öðrum búnaði, því húsin verða að geta tekið við þessum sveiflum.“ Guðmundur Karlsson segir í þessu viðtali, að ef stefnan í sjávarútvegsmál- um eigi að verða sú, að breyta alveg yfir í togara- útgerð frá bátaútgerð verði það ekki gert án mik- illa samfélagslegra breyt- inga viö suðurströndina og segir síðan: „Þá verðum við að ætla, að útfærslan í 200 mílur og sú friðun, sem hún hefur í för með sér, gefi aukinn afla og því verður að skapa minni bát- um starfsvettvang en með þeim verða grunnmiðin vafalaust nýtt á komandi árum. Byggðastefnan svo- kallaða hefur jafnvel haft einhver áhrif til hins verra fyrir okkur, eða að aðrir landshlutar hafa átt greið- ari aðgang að lánum. En ég held, að nú þurfum við að fá úr því skorið, hvort reka á fiskvinnslu áfram á Suðurlandi og við Vestur- land éða þá hvort við eig- um að snúa okkur að ein- hverju öðru.“ Eins og sjá má af þessum ummælum Guðmundar Karlssonar, er við mikinn vanda að etja í fiskvinnslu á Suðurlandi og Vestur- landi, vanda, sem ekki er eingöngu við suðvestur- hornið heldur nær *hann allt austur til Hornaf jarðar og vestur á Snæfellsnes. Fiskvinnslan er undirstaða atvinnulífs og lífskjara og hefur áhrif á flestar aðrar atvinnugreinar. Ef mikil grózka er í fiskvinnslu og útgerð og rekstur fyrir- tækja í þessum greinum gengur vel er hægt að ganga út frá því sem vísu, að afkoma almennings sé góð og einnig afkoma fyrir- tækja í öðrum atvinnu- greinum. Fiskvinnsla og útgerð er svo mikil upp- spretta auðs í þessu landi, að það skiptir í raun sköp- um fyrir nálega allar aðrar atvinnugreinar, hvernig staðan er í þessum undir- stöðugreinum. Með sama hætti dregur það niður aðr- ar atvinnugreinar og lífs- kjör, ef fiskvinnslan geng- ur illa. Vissulega er það rétt, sem Mathías Bjarnason sjávarútvegsráðherra seg- ir í viðtali við Morgun- blaðið í gær um þessi vandamál, að ekki má ein- vörðungu horfa á nei- kvæðu hliðarnar. Þannig er auðvitað alveg ljóst, að miklum hluta loðnuaflans er landað í þessum lands- hlutum og unninn í verk- smiðjum þar og það hefur auðvitað þýtt mikla búbót fyrir fólkið, sem ekki ber að vanmeta. Engu að síður er það svo, frystihúsin skipta sköpum um afkomu fólks og afkomu margra þjónustufyrirtækja. Þess vegna er óhjákvæmilegt, aö nú verði tekizt á við vandamál atvinnulífsins á Suðurlandi og Vesturlandi. Það verður að finna leiðir til þess að tryggja fisk- vinnslustöðvum á þessum svæðum jafnara hráefni og greiða fyrir því að annars konar samsetning aflans verði ekki jafn óhagstæð í rekstri og raun ber vitni. Nú er þörf endurskipu- lagningar og endurnýjun- ar atvinnulífs á Suður- og Vesturlandi, sérstaklega í útgerð og fiskvinnslu. Það er fyrir löngu orðið tíma- bært aö hnignandi atvinnu- lífi í þessum tveimur lands- hlutum verði meiri gaum- ur gefinn. Þess er að vænta, að stjórnvöld og Alþingi láti ekki sinn hlut eftir liggja í þessum efn- um. Vandamál frystihúsa á Suður- og Vesturlandi THE OBSERVER <&&& THE OBSERVER iSfe THE OBSERVER Mk Frakklandsforseti vill efla samstöðu Evrópu gagnvart Bandaríkjunum PARÍS — Árás Giscard d’Estaing Frakklandsforseta á Carter Bandaríkjaforseta vegna afstöðu hins síðarnefnda til samskipta austur- og vestur- veldanna, bendir til þess að vesturveldin verði ekki ein- huga um ýmsa þætti i viðræð- um við Sovétríkin um endur- skoðun Helsinki-sáttmálann, sem fram eiga að fara í Belgrað nú i haust. Frakklandsforseti lýsti ný- lega yfir því, að i Evrópu gætti sivaxandi samstöðu um slökunarstefnuna i heimsmál- unum. Ennfremur sagði hann að Helmut Schmidt kanslari liti slökunarstefnuna sömu augum og Frakkar og teldi nauðsyn- legt að virða siðareglurnar. En sama dag og franski for- setinn snæddi hádegisverð með Schmidt skammt frá Stras- bourg, hitti hann forsætisráó- herra ítaliu, Giulio Andreotti, og reyndist hann hlynntur mál- flutningi Carters. Frakkar eru þeirrar skoðunar, að Bretum sé það mjög þvert um geð að angra Bandarikjamenn bæði vegna innanlandsmála og alþjóða- mála, en hvað sem þvi líður hefur enginn stjórnmálaleið- togi i Evrópu annar en Giscard gagnrýnt málflutning Carters. Er því augljóst, að sú samstaða, sem hann talar um, er ekki fyrir hendi. Yfirlýsing Giscard kom fram í tveggja klukkustunda viðtali, sem bandaríska vikuritið News- week átti við hann. í raun réttri var henni bezt tekið í Moskvu, og telja menn að hún hafi bætt fyrir ýmsar veilur í samskipt- um Frakka og Rússa, sem fram hafa komið eftir heimsókn Leonid Brezhnevs forseta til Parisar i júní. Rússar tóku undir þá ásökun Giscards i garð Carters, að hann hefði brotið gegn siðareglum slökunarstefnunnar, sérstak- lega varðandi mannréttinda- mál, þannig að það jafngilti ihlutun i innanrikismál annars ríkis. Krafa Giscards um vaxandi samstöðu Evrópuríkja gagnvart Bandaríkjunum er þó hvorki fljótfærnisleg né furðanleg. Hún ber merki um sannfær- ingu hans þess efnis, að haldi Carter fast við stefnu sína i mannréttindamálum og i þróun nýs vopnabúnaðar, verði Evrópuriki að fara rólegar í sakirnar en Bandarikjamenn við endurskoðun Helsinkisátt- málans. Giscard telur, að Bandaríkja- menn geri sig nú seka um reginmistök, sem Evrópumenn verði líklega að súpa seyðið af, og Schmidt er sama sinnis, enda þótt hann hafi ekki látið það eins berlega i ljósi. Þeir óttast, að Bandaríkjamenn reiti til reiði frjálslyndisöfl i Austur- Evrópu, sem leitt gætu til þess að Rússar gripu til ráðstafana, er skaðlegar gætu reynzt fyrir vaxandi tengsl austur- og vesturveldanna á viðskipta- og stjórnmálasviðinu. Franski forsetinn lýsti yfir i viðtalinu, að hann teldi engan vafa leika á því að kalt stríð væri í uppsiglingu, þar setn Rússar teldu sér stafa stór- aukna hættu af Bandaríkja- mönnum bæði í stjórnmálalegu og hernaðarlegu tilliti. Hins vegar kvað hann Frakka sann- færða um, að Rússar væru nú í svipinn reiðubúnir til að draga úr vígbúnaði. Giscard er eini stjórnmála- leiðtoginn á Vesturlöndum, sem hefur átt viðræður við Brezhnev á þessu ári, og hefur því einstæða aðstöðu til að meta viðbrögð þessa aldna leiðtoga, sem hefur aukið völd sin til að storka þeim, er telja valdaferil hans senn á enda vegna sihrak- andi heilsu. A meðan Brezhnev dvaldist i París ræddi hann aðeins tæpan stundarfjórðung við Giscard einslega. Þessum skamma tíma varði hann til áð gera hinum franska þjóðarleiðtoga ljóst, að hann sæi ekkert sakleysislegt við mannréttindabaráttu Carters né heldur við tillögur Bandaríkjamanna um takmörk- un vígbúnaðar annars vegar og þróun nýs vopnabúnaðar hins vegar. Taldi hann Sovétrikjun- um stafa stórhætta þar af. Giseard varð því vitni að þvi, að algers skilningsleysis er tek- ið að g'æta í samskiptum risa- veldanna tveggja, þar sem það er viðurkennt, að Carter sér ekkert sakleysislegt við aukinn vígbúnað Sovétrikjanna, og tel- ur hann miða að hernaðarsigr- um, enda þótt Frakkar séu ekki á sama máli. Frökkum þótti það einkenni- leg tilviljun, að Rússar skyldu sýna fram á meinbugi i sam- skiptum þjóðanna tveggja með því að reka úr starfi sex franska fyrirlesara i sama mund og viðtalið við Giscard kom út. Um 10 ára skeið hafa Rússar og Frakkar haft með sér sérstakt samstarf, og hafa Rúss- ar vísvitandi grafið undan ein- um helzta þætti þess, þ.e. menn- ingartengslum. Þetta viðvörunarskot varð til þess að Giscard varð enn sann- færðari en áður um þörfina á að koma sér fyrir á öðrum bás en Carter. Það kom fram f för Schmidts til Washington fyrir skömmu, að Carter er enn stað- ráðinn í að halda til streitu þvi, sem Frakklandsforseti kaliar brot á „siðareglum” slökunar- stefnunnar. Valery Giscard d’Estaing Frakklandsforseti. En þótt Giscard og Schmitd séu sammála i grundvallar- atriðum. er líklegt að þeir beiti ólikum vinnubrögðum I þessum málum. Þjóðverjar hafa lýst yfir skoðunum sínum og munu nú vilja fara sér hægt til að komast hjá iilindum við annað hvort risaveldanna. En óliklegt er hins vegar, að Frakklands- forseti fari að halda í land, heldur er líklegt að hann vilji taka dýpra í árinni, og til þess hefúr hann aðstöðu, þegar Raymond Barr fer til Banda- ríkjaanna í september. Með þvi að ráðast gegn Carter hefur Giscard að leiðarljósi hugmyndina um sameiginlega stefnu Vestur-Evrópuríkja gagnvart kommúnistaríkj- unum, og af þeim sökum er ekki hægt að áfellast hann fyrir þjóðarrembing og þröngsýni i anda de Gaulle. Gaullistar hafa orðið þess áskynja, að stefna forsetans er ekki einungis mið- uð við þjóðarhagsmuni og ásakað forsetann fyrir bragðið, en sameiginlegt átak Evrópu- ríkja í slökunarstefnunni svo- kölluðu gæti verið veigamikill skerfur til að styrkja einingu Evrópuríkja nú þegar fyrstu kosningar til Evrópuþings eru í nánd. Giscard miðar að þvi að vera álitinn merkur stjórnmálaskör- ungur á alþjóðavettvangi og sú stefna sem hann hefur nú tekið, er ótvirætt I þeim anda. Bæði Frakkar og Þjóðverjar hafa æ meir fundið til þess á undanförnum árum, að Banda- rikjamenn hafa leitazt við að þröngva sinum viðhorfum í utanrikismálum upp á Evrópu ríki — lagt fyrir þau línurnar í hermálum og stjórnmáium og vísvitandi reynt að þrengja kosti þeirra. Bandaríkjamenn bera ægishjálm yfir Þjóðverja og Frakka í Atlantshafsbanda- Framhald á bls. 35 j Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 13. ágúst 1977 ♦♦♦♦♦♦♦* Lárus Jóhannesson Á unglingsárum las höfundur þessara orða bókina Ég kaus frelsið eftir Kravsjenko. Sú bók hafði mótandi áhrif á skoðanir og viðhorf lesandans til alþjóðamála og þess þjóðfélagskerfis, sem kennt er við sósíalismá. Þessa bók þýddi Lárus Jóhannesson sjálfur og gaf út og hlýtur það að hafa verið gífurlegt verk samhliða öðr- um störfum enda bókin mikil að vöxtum. Vafalaust hefur svo farið fyrir fleirum, að Ég kaus frelsið hefur haft afgerandi áhrif á skoð- anir þeirra á þeim átökum milli þjóðfélagshugmynda, sem sett hafa mark sitt á þessa öld. Með þessum hætti hafði Lárus Jóhann- esson meiri áhrif á þá, sem á þeim tíma voru á mesta mótunarskeiði en menn gera sér grein fyrir. Lárus Jóhannesson sat á Al- þingi fyrir Seyðfirðinga og Sjálf- stæðisflokkinn í nærfellt einn og hálfan áratug. Einn þeirra sem var samtíma honum á þingi allt þetta tímabil, dr. Gunnar Thor- oddsen segir í minningarorðum í Morgunblaðinu sl. þriðjudag: „í nefndarstörfum þar nutu sín vel skarpleiki hans i hugsun, víðtæk þekking og samstarfslipurð. Á þingi og í þingflokki var hann manna vinsælastur”. Vinsældir og virðing Lárusar Jóhannesson- ar voru ekki bundnar við þing- flokk Sjálfstæðismanna. Mann- eskjuleg afstaða hans og fram- koma við stjórnmálaandstæðinga á timum, þegar stjórnmálabarátt- an var harðari en nú og enn var til staðar tilhneiging til persónu- legra ofsókna og hatursherferðar á hendur einstökum mönnum, urðu þess valdandi, að stjórn- málaandstæðingar báru hlýjan hug til Lárusar Jóhannessonar. Mörgum hefur reynzt þingseta og stjórnmálaafskipti meira en nóg starf. En bersýnilegt er, að vinnuþrek Lárusar Jóhannesson- ar hefur verið mjög mikið og kem- ur ekki á óvart þeim, sem þekkja til hans fólks. Lárus Jóhannesson var ekki aðeins umsvifamikill lög- maður samhliða öðrum störfum, heldur vann hann sér slíkt álit og traust sem starfandi lögmaður, að hann var skipaður hæstaréttar- dómari. Mikill meirihluti dómara við Hæstarétt íslands hafa komið úr röðum dómara við lægri dóms- stig eða prófessora við lagadeild Háskóla íslands, mun færri úr röðum starfandi lögmanna. Það segir sína sögu, að Lárus Jóhannesson var einn úr þeim tiltölulega fámenna hóp, sem skipaður var dómari við Hæsta- rétt Islands. Auðlindir láðs o g lagar Því er stundum fram haldið að við Islendingar lifum á mörkum hins byggilega heims. Það kann rétt að vera í vissum skilningi. Engu að síður er land okkar gjöf- ult, auðlindir láðs og lagar nægar, ef við aðeins kunnum að nýta þær réttilega. íslenzk fiskimið og islenzk gróðurmold hafa sin nýtingar- mörk, sem ekki má fara yfir, án þess að ganga á höfuðstólinn og rýra framtíðarkost þjóðarinnar. Hyggilega nýttar verða þessar auðlindir hins vegar ómetanlegir fjársjóðir bæði samtíð og framtíð. Utfærslur fiskveiðilandhelgi okk- ar, margþættar fiskverndarað- gerðir (friðunarsvæði, skyndilok- anir veiðisvæða, ákvæði um möskvastærðir, takmórkun veiði- sóknar — og brottför brezkra úr fiskveiðilandhelginni) og land- ræktarákvörðun Alþingis á 1100 ára byggðarafmæli í landinu bera þess ljósan vottinn, að ræktunar- sjónarmiðin eru að sækja á með þjóðinni, rányrkjusjónarmiðin að vikja, þó að sennilega megi enn betur í þvi ístaðinu standa. Þriðja auðlindin, innlendir orkugjafar, í fallvötnum og jarð- varma, skapar þjóðarbúskapnum tækifæri til iðnvæðingar; til að skjóta nýjum stoðum undir verð- mætasköpun i landinu. Þeir möguleikar, sem orkan og iðnvæð- ingín fela í sér, hyggilega nýttir, gera þjóðinni hvorttveggja kleift: 1) að tryggja atvinnu- og afkomu- öryggi á komandi áratugum, þrátt fyrir fyrirséðan þjóðarvöxt (80.000 einstaklinga aukning fram til komandi aldanióta) — og 2) að stefna að sambærilegum þjóðartekjum á hvurn einstakling — og þar með sambærilegum lifs- kjörum — og þjóðir velmegunar- ríkja V-Evrópu og N-Ameriku búa við. Hér hefur verið talað um mögu- leika orku og iðnvæðingar, hyggi- lega nýtta. Þá er átt við það að iðnvæðingu þjóðarinnar þurfi að fella að ströngum kröfum um náttúruvernd og mengunarvarn- ir, sem og þeim kringumstæðum og þörfum, sem hefðbundnir at- vinnuvegir, landbúnaður og sjávarútvegur, setja, m.a. varð- andi byggðajafnvægi og trygging- ar gegn óeðlilegri röskun í til- færslu' vinnuafls. Það er hvort- tveggja jafn fávíslegt, að ana áfram í þessum vettvangi án til- lits til séríslenzkra aðstæðna eða tiltækrar reynslu annarra, — og að loka með öllu dyrum fyrir ávöxtum æskilegrar iðnþróunar. Án hyggilegrar nýtingar orku okkar og iðntækifæra nær þjóðin naumast sambærilegum lífskjör- um og bezt þekkjast með nágrönn- um okkar. Innlend jarðefni og endurvinnslu- iðnaður Þegar rætt er um iðntækifæri er að sjálfsögðu um margþætta möguleika að ræða. Fyrst og fremst ber að gjörnýta þá mögu-* leika, er felast í fullvinnslu þeirra hráefna er landbúnaður og sjáv- arútvggur leggja til. Þessir hefð- bundnu atvinnuvegir þjóðarinnar verða áfram um fyrirsjáanlega framtið burðarásar i þjóðarbú- skapnum, m.a. sem hráefnagjafar iðnaðar. Nauðsyn þess að nýta áfram gæði lands og lagar, fyrir ítarlegri, vísindalegri rann- sókn á nýtingarhæfni ýmiss konar tiltækra jarðefna hér á landi sem og arðsemi vinnslu þeirra. Hann færir sterk rök að því að hér sé um mikilvæg verðmæti að ræða, sem eigi eftir að færa þjóðinni mikla björg í bú. — Þá telur Ing- ölfurað hér falli til mikið af úr- gangi og afgöngum, sem nýta megi til endurvinnslu: brotajárn, pappír, viður, gúm o.fl. Bendir hann á að í ýmsum löndum, sem búi þó við allsnægtir, sé endur- vinnsluiðnaður kominn á hátt stig. íslendingar hafi fyrrum ver- ið nýtnir og hirðusamir á verð- mæti, þegar þrengra var í búi þeirra. Tímabært sé að endur- vekja þessa nýtni i formi endur- vinnsluiðnaðar, sem fjölgi at- vinnutækifærum, spari gjaldeyri, auki þjóðartekjur og hreinsi um- varlega í stóriðjuáform. Betra er að fara of hægt en of hratt á þeim vegi. En rétt er að hafa augu opin og kanna til hlítar alla þá mögu- leika, sem aðlagazt geta íslenzk- um aðstæðum, Islenzkum sjónar- miðum og íslenzkum hagsmunum. Nýting jarðvarmans Á síðast liðnum þremur árum hafa verið stigin stærri spor í nýtingu innlendra orkugjafa, einkum jarðvarmans, en nokkru sinni fyrr á jafn skömmum tíma; e.t.v. með einni undantekningu. Sú undantekning er þó áratuga- gömul. Frumkvæði og framtak borgar- yfirvalda í Reykjavík fyrir ára- tugum, er Hitaveita Reykjavikur þegar olíukreppan skall yfir með margföldun olíuverðs. Stórvirkir jarðborar hafa nú verið keyptir til landsins, sem fært hafa mörgum byggðarlögum hitaveitumöguleika, er áður voru taldir vonlaus í þvi efni. Má í því sambandi nefna Tálknafjörð og raunar fleiri staði á Vestfjörð- um — og Akureyri, höfuðstað Norðurlands. Hitaveita Akureyr- ar, svo eitt dæmi af mörgum sé tekið, á að jafngilda 45—50 mw. orkuveri fullgerð. Til samanburð- ar skal þess getið að fullgerð Kröfluvirkjun verður 70 mw. Stærsta átakið á þessu sviði er þó sennilega sú framkvæmd Hita- veitu Reykjavíkur, er leiddi heitt vatn til Garða, Kópavogs og Hafnarfjarðar. Þar fengu um 6000 heimili heitt vatn. Hér var um gagnkvæmt samstarf að ræða, kyrrstöðutimum svokallaðrar vinstri stjórnar. Annmarkar þjóðfélags Enginn vafi er á því, enda þar um áþreifanlegar staðreyndir fyr- ir hendi, að borgaraleg þjóðfélög V-Evrópu og N-Ameriku bjóða í senn upp á víðtækari og marktæk- ari þegnréttindi hvers einstakl- ings, hverrar tegundir sem eru, meira félagslegt réttlæti og ör- yggi — og síðast en ekki sizt veru- lega betri almenn lifskjör en þau riki, er búa við sósíalíska þjóð- félagshætti. Engu að siður eru ýmsir annmarkar á borgaralegum samfélögum, sem réttilega hefur verið og er deilt á. En það er höfuðkostur hins borgaralega lýð- gróðurmoldar og fiskistofna, að þeim mörkum sem höfuðstóll þeirra leyfir, undirstrikar þörfina á því að halda landinu' öllu i hyggð. Sérhver sveit og hvert eitt sjávarpláss leggur sinn skerf til verðmæta- og gjaldeyrissköpunar þjóðarbúsins; þeirra þjóðartekna, er bera eiga uppi lífskjörin í land- inu. Þvi næst ber að nefna tvö bar- áttumál Ingólfs Jónssonar, fyrr- verandi iðnaðarráðherra; annars- vegar nýtingu innlendra jarð- efna, hinsvegar endurvinnsluiðn- að. Ingólfur Jónsson hefur ítrek- að flutt tillögur til þingsáiyktunar um þessi efni. Hann gerir m.a. ráð hverfið af hvers konar rusli og afgangsefnum. Stóriðja er hugtak, er spannar viðfeðmt svið. Fyrsta stóriðja á íslandi var sennilega síldariðnað- ur, er vann lýsi og mél úr silfur- fiskinum. Nýrri dæmi eru: sem- entsverksmiðja, áburðarverk- smiðja, kisilgúrverksmiðja, ál- verksmiðja og væntanleg járn- blendiverksmiðja í Hvalfirði. Álið eitt gaf um 17% af gjaldeyristekj- um þjóðarinnar á sl. ári. Sum þessara stóriðjufyrirtækja vóru liðir í rafvæðingu þjóðarinnar, gerðu henni kleift að virkja stórt og ódýrt, fyrr og hyggilegar en ella. Engu að síður ber að fara var stofnuð, var timamótafram- kvæmd og vísaði veginn um nýt- ingu jarðvarmans i landinu. Fróð- legt væri ef einhver reiknings- glöggur aðili drægi það fram í dagsljósið, hve mikið fé þetta framtak Reykjavikurborgar hef- ur sparað þjóðinni i gjaldeyri og heimilum i borginni i hitunar- kostnað, miðað við olíuhitun, sem obbinn af þjóðinni hefur Iengst af búið við. Á tímum vinstri stjórnar gerð- ist bókstaflega ekki neitt varð- andi nýtingu jarðhitans í landinu. Það aðgerðaleysi reyndist þjóð- inni og fjölmörgum heimilum sem bjuggu að oliuhitun dýrt, er færði öllum hagnað: þjóðarbú- inu, viðkomandi heimilum og hitaveitunni. — Hitaveita Suður- nesja, sem komin er vel á fram- kvæmdaveg, nær til flestra þétt- býlissveitarfélaga á Reykjanesi (og væntanlega einnig til Kefla- víkurflugvallar). Hún er mikil- væg framkvæmd og merkilegt framfaraspor sveitarfélaga og rikisvalds. Hitaveita er komin i Siglufirði og ýmsum öðrum strjál- býlisstöðum og viðtækari rann- sóknir en nokkru sinn fyrr I sögu þjóðarinnar hafa verið gerðar á hugsanlegum hitaveitumöguleik- um. Hér er staðið að málum á annan og jákvæðari hátt en á ræðis þjóðfélags, að það hefur og getur þróazt á friðsaman og heil- brigðan hátt frá annmörkum sín- um og til meiri fullkomnunar fyr- ir meirihlutaáhrif almennings. Sumum finnst þessi þróun að visu hæg — og hún er það á köflum. En hún étur ekki börnin sín — eins og byltingin; og hún leiðir ekki til frelsisskerðingar, fá- mennisstjórnar, miðstýrðra lífs- hátta einstaklinganna, sem verða nafnlaus og réttlitil núll i samfél- aginu. Borgaralegt lýðræði er, þrátt fyrir annmarka sina, langbeztur kostur þjóðfélagsforms. Þar af leiðir að rétt er að varðveita það og þróa til meiri fullkomnunar. Mikill meirihluti almennings á Vesturlöndum styður og lýðræðis- öfl í viðkomandi þjóðfélögum, sem og samstarf lýðræðisþjóða: á sviðum öryggismála, efnahags- mála, menningarmála og mann- réttinda. Þetta hefur leitt til þess að flokkar, sem stefna að þjóðfélags- byltingu: inn i myrkviðu marx- ismans, eins og þeir blasa við i Sovétríkjunum og öðrum A- Evrópuríkjum, telja sér nú og sums staðar henta að villa á sér heimildir, klæðast skikkjum lýð- ræðis og þegnréttinda i orði kveónu. Þessi látbragðsleikur fellur að visu að leikreglum lýð- ræðis. Hann hlýtur þó að mæta varnarvegg heilbrigðrar dóm- greindar, siðferðismats og rétt- lætisskynjunar fólks, sem betur veit.. Það er borgaraleg skylda hvers og eins að standa vel á varðbergi gegn þeim hættum, sem lýðræðinu eru búnar, hvort held- ur sem er utan frá eða innan þjóðfélagsins. Það, sem hefur gerzt annars staðar, getur einnig gerzt hér, ef andvara- og kæru- leysi ræóur afstöðu minni og þinni til stjórnmála. Þau kunna að vera óskemmtileg á stundum en spanna engu að siður allt það, er mótar lífskjör þín, umhverfi þitt, sveitarfélag þitt og þjóðfélag þitt. Þau ráða og vegarvali og markmiðum, þegar horft er til framtíðarinnar. Þú berð því einn- ig ábyrgð gagnvart barni þinu og framtíð þess; hvers konar þjóðfé- lagshættir falla þvi í skaut. Og hver kýs barni sinu vist i Gulag- eyjaklasa ráðstjórnarskipulags- ins? Arðsemi og lífskjara- samanburður Fámenn þjóð i stóru og strjál- býlu landi, sem hefur aðeins stig- ið öðrum fæti inn i forstofu iðn- væðingar, og á að sjálfsögðu mun fleiri verk óunnin en gamalgrón- ar iðnaðarþjóðir, stendur af eðli- legum ástæðum höllum fæti i lifs- kjarasamanburði. Þegar þar við bætist, að þjóðartekjur eru veru- lega lægri hlutfallslega en meðal þeirra, er bezt eru settar, verður ljóst, að framkvæmdahraði hlýtur að verða hér minni. Fjárhagsget- an ræður för. — Það er deilt i þjóðfélagi okkar um skiptingu á takmörkuðu fé, m.a. til fram- kvæmda. Ljóst er að hagsmunir allra stétta, atvinnugreina og byggðarlaga geta ekki i öllum til- fellum fallið í sama farveg, þó að svo sé á heildina og til lengri tima litið. í þessu efni þarf að velja og hafna, raða verkefnum niður eftir þörf og arðsemi, með heildar- og framtíðarhagsmuni í huga. Það er auðveit að ala á óánægju og sundrung við þessi skipti — erfiðara að tryggja samstöðu um, að tiltæku fé verði hverju sinni varið með hliðsjón af efnahagsað- stæðum í þjóðarbúskapnum og með það í huga, að það skili sér sem fyrst og bezt aftur. til að mæta öðrum þörfum í þágu þjóð- arinnar. Arðsemi framkvæmda skiptir í þvi höfuðmáli, þegar tak- mörkuðu fé er ráðstafað. Arðsem- in skilar fénu aftur og aftur til nýrra viðfangsefna. Öarðbær framkvæmd getur að vísu átt rétt á sér — en hún skilar fjármagn- inu seint og illa aftur, stundum alls ekki, þann veg að keðjunýt- ing þess stöðvast. Lifskjör þjóðarinnar á komandi árum hljóta að mótast af þvi, að hún kunni hyggilega að nýta þá möguleika er felast i auðlindum láðs og lagar: fiskistofnum, gróðurmold, orku og iðnaðartæki- færum. Að þvi ber að stefna að tryggja þjóðinni sambærileg lífs- kjör og þær þjóðir búa við, sem bezt eru á vegi staddar í dag. Enn skortir nokkuð á, að þjóðartekjur okkar beri slík lifskjör. Aðeins bezt settu og rikustu iðnaðarþjóð- ir heims búa þó að betri lifskjör- um en við íslendingar i dag. Við erum þegar mjög ofarlega í vel- ferðartröppunni. Almenn lifskjör hér eru t.d. áratugum á undan aðbúnaði almennings i rikjum sósialismans. Um lífskjör okkar Framhald á bls. 43.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.