Morgunblaðið - 14.08.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.08.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGUST 1977 33 Miðaverðið í Miðgarði Athngasemör vepa frásagnar af ieila nm miðaverð á hijémieika Ríó í Miðgarði í Skagafirði Athufíasemdirnar frá Þór- arni Magnússyni ritara Leikfél- ags Sauðárkróks bárust Morf’unblaóinu á meðan um- sjónarmaður Slagbrands var í sumarfríi og því hefur birting þeirra dregizt. 1 grein um hljómleikaferða- lag Ríós um landið, sem birtist á síðu Slagbrands sunnudaginn 3. júni sl., var m.a. greint frá ástæðunni fyrir því að hljóm- leikum Ríós í Miðgarði i Skaga- firði laugardaginn 25. júni var aflýst á síðustu stundu, þ.e. eins og liðsmenn Riós sögðu frá þessu í samtali við fréttamann Slagbrands. Ekki vilja allir sætta sig við frásögn Riós og hafa Slagbrandi borizt athuga- semdir frá formanni húsnefnd- ar Miðgarðs og frá ritara leik- félagsins á Sauðárkróki. En fyrst er rétt að lita á úrklippu úr fyrrnefndri grein og siðan koma athugasemdirnar á eftir: undirbúin I þaula 09 allur undirbúninu- ur uandaður eftir fremsta meQni Ekk- en átti að bregSast, allt byggt me8 eintómum krosstr(ám En Svo bregðast krosstré Fyrsta sióráfallið gerði vart við sig rétt^ áður en hl|ómleikarnir áttu að hefjast á iaugardagskvöldið fynr viku I Miðgarði í Skagafirði Upp kom deila milli húsvarðarins og Rfó um aðgöngu- miðaverð Húsvörðurínn kvaðst ekki geta samþykkt að RIó taeki hærri að gangseyn en 1500 krónur fyrir skemmtun sem þessa. en Rfó hafði alls staðar annars staðar látið menr. y.tfiða 2 000 krónur Deilan leystist ekki með samkomulagi, heldur varð endinnn sá. að Rfó pakkaði mður sfnu dóti og fór og þeir hljómleikagestir sem komnir voru á staðinn urðu að hverfa á braut með sárt ennið (Nei. það var enginn barinn.) „Við vorum með húsið á leigu og það er ekki húsvarðanns að ákveða miðaverðið í sfíkum tilvikum." segja þeir f Rfó um þetta mál ,.Ef við hefðum farið að sfá af þarna. þá hefðum við orðið að lækka rmðaverðið alls staðar annars staðar — og hel/t endurgreiða þvl fólki sem hafði komið á fyrri hljóm- leikana En hvað um þjónustuna við fólkið, spurði Slagbrandur Hvað um aummgja áheyrendurna sem stóðu fyr- ir utan húsið og vildu fá að komast á hljómleika hjá Rfó? Var ykkur alveg fsama að skella hurðinni á þá? ..Nei svo sannarlega ekki." svöruðti þeir Ríó-bræður ..Þetta var leiðmda mál að lenda í og voðalegt að þetta skyldi koma fyrir En það merkilega var. að þeir stóðu með okkur beir sögðu við húsvörðmn, að þeir vildu alveg borga þessar 2 000 krónur og þeir vildu bara fá að komast á hljóm- leikana Hann var bara I einkastrfði við okkur ..Maður verður líka að fá að hafa smásnefil af stolti.' sagði Helgi Péturs son ..Það kostar 2 000 eða 2 500 krónur á sveitaböllm og þarna hofðu bæði Skagfírzka söngsveitm og leikfél- ag af Sauðárkróki haldið sýnmgar og skemmtamr og selt mn á 2 000 krón- ur En bara af þvf að við komum að sunnan. þá voru viðbrogðm önnur Þeir Ríó-félagar bentu á, að svona hljómleikaferð væri miklu meira fyrir. tæki en menn almennt gerðu sér grein . ** ■ * — I *<Ann. Vegna greinar sem birlist á slagbrandssióu Morgunblaðsins 3. júli sl. um samskipti félags- heimilisins Miðgarös í Skaga- firði og Ríó-triós, þar sem réttu máli er verulega haliað, óska ég eftir að fá að birta eftirfarandí þessu til leiðréttingar og fólki til upoiýsinga. 1 örstuttu máli gekk sagan þannig fyrir sig. Laugardaginn 25. júni sl. voru auglýstir hljómleikar með Rio-triói í Mið- garði. Eg frétti það svo af til- viljun-aðeins um teimur tímum áður en hljómleikarnir skyldu hefjast að til sta*ði að selja að- gang á „okurverði" á okkar mælikvarða. Að höfðu samráði við húsvörð (sem að öðru leyti kom hér hvergi nærri og leið- réttist hér með fyrsta rang- færslan i fyrrnefndri Slag- brandsgrein) ákvað ég að reyna að komast að samningum við þá féiaga i Rió um að lækka verð aðgöngumiða. Eg mætti þvi á staðinn um það leyti sem miða- sala skyldi hefjast. Þar hitti ég fyrir framkvæmdastjöra hóps- ins, Eggert að nafni og var hann sá eini sem þá var ma'ttur af þeim félögum. Hann stað- festi að miðaverö skyidi vera kr. 2.000 fyrir fuilorðna og allt niður í 12 ára aldur og kr. 1.000 frá 12 ára og niður i fjögurra ára aidur! Ég benti honum á að þetta væri miklu hærra verð en við ættum að venjast á tveggja tfma skemmtun og er ekki að orðlengja það, aó við komumst fljótlega að samkomulagi um að lækka miðaverð niður i kr. 1.500 fyrir fullorðna og kr. 750 fyrir börn frá 12 til 4 ára. Þótti mér það reyndar meira en nóg. A þessu verði byrjuðum við svo að selja. Vegna þess hvernig málin þróuðust finnst mér rétt að það komi fram, að Eggert sýndi ávallt fyllstu kurteisi i okkar samskiptum. Rúmlega hálftima áður en hljómleikarnir skyldu hefjast mæta svo hinir félagarnir úr hópnum á staðinn og þykir sér vist freklega misboðið. Sala að- göngumiða var stöðvuð og ég boðaður á þeirra fund, sem ég reiknaði með að yrði annar samningafundur. En það virtist aldrei hafa verið ætlunin. Eg var ekki fyrr kominn i þeirra augsýn en ráðist var að mér með ókurteisi og frekjulegu orðbragði. Mér „húsverðartík- inni“ og „sveitaiubbanum" kæmi vist ekkert við hvað þeir seidu inn. Við lifðum i frjálsu landi og þeir hefðu húsið á leigu. Eg reyndi að beita sömu rökum og við Eggert fram- kvæmdastjóra hálftíma fyrr, en það var eins og að skvetta vatni á gæs. Fúkyrðin urðu bara enn magnaðri og lýstu þeir yfir að við mig væri ekki talandi og þeir væru bara farnir. Það kom lika fram hjá þeim skömmu sið- ar að þeir væru ekki lengur í skapi tii að skemmta fólki og hygg ég að þar hafi þeim ratazt rétt á munn. Það kom svo i hlut okkar Egg- erts að tilkynna fólkinu, sem inn var komið, þessi málaiok. Eftir það átti ég tvfvegis orða- stað við þá féiaga og varð orð- bragðið og kurteisin jafnan hin sama og fyrr. Gagnvart þeim sem kurteisari voru er þó rétt að taka það fram, að það voru þeir Helgi Pétursson og Gunnar Þórðarson sem helzt höfðu orð fyrir hópnunt, þótt fieiri legðu oró í belg. Þetta var sagan í stuttu máli og sný ég mér þá að beinum rangfærsium i fyrrnefndri slag- brandsgrein: 1. „Fyrsta stóráfallið" var í Miðgarði, segir þar. Það er raunar matsatriði hvað er stór- áfali, en svo mikið er víst að á Olafsfirði varð að kveðja til lög- reglu tii að fá þá Rió-menn til að greiða söluskatt af skemmt- uninni þar. 2. “En það merkilega var, að þeir (áheyrendurnir) stóðu með okkur. Þeir sögðu við hús- vörðinn, að þeir vildu alveg borga þessar 2000 krónur og þeir vildu bara fá að komast á hljómleikana." Elkki treysti ég mér tii að fullyrða neitt um, hve mikill hluti væntanlegra áheyrenda var á minu bandi eða Ríós. En hvernig þeir félagar hafa kom- izt að þessari niðurstöðu er mér hulin ráðgáta, þvi tæpast er hægt að segja að þeir hafi sýnt sig á meðal fólksins, ef fram- kvæmdastjórinn. Eggert, er undanskilinn og þá i fylgd með mér. Og ekki trúi ég að þeir hafi unnið neitt á sitt band með þeim málflutningi sem þeir höfðu í frammi. En e.t.v. talar það skýrustu máli í þessu sam- bandi, að á hijómleikum þeim, sem Riö hélt fimmtudaginn eft- ir þetta i félagsheimilinu Höfðaborg i Hofsósi, greiddu aðeins 140 manns aðgangseyri (uppiýsingar frá húsverði í Höfðaborg), en þaö er sam- dóma álit manna hér, aó ekki færri en 400 manns hafi komið i Miðgarð umrætt laugardags- kvöld. 3. Helgi Pétursson segir: „Það kostar 2.000 eða 2.500 krónur á sveitaböllin og þarna höfðu bæði Skagftrzka söng- sveitin og leikfélag af Sauðár- króki haldið sýningar og skemmtanir og selt inn á 2.000 krónur. Hér fer Helgi vísvitandi með rangt mál, svo oft var ég búinn að tiunda þetta og nota í minni röksemdafærslu fyrir lækkuðu miðaverói. Hið sanna í þessu máii er enn einu sinni: Leikféiag Sauðárkróks hefur ekki haldið leiksýningu i Mið- garði siðan haustið 1974. Skag- firzka söngsveitin hélt söng- skemmtun i Miðgarði i vor og seldi inn á kr. 1.000 fyrir full- orðna og kr. 500 fyrir börn. Karlakórinn Goói hélt söng- skemmtun hér i vor, verð að- göngumiða kr. 1.200 fyrir full- orðna. Hekla, samband norð- lenzkra karlakóra, hélt söng- skemmtun m.a. i Miðgarði nú í júni sl. Þar sungu sex karlakór- ar i rúma tvo tima án hlés. Miðaverð kr. 1.200 fyrir full- orðna, ókeypis fyrir börn innan fermingaraldurs. Leikfélag Skagfirðinga (það er ekki sama og Leikfélag Sauðárkróks), Leikfélag Hvammstanga og leikflokkur austan úr Þing- eyjarsýslu sýndu hér öll leikrit i vetur og vor og seldu inn á kr. 1.000 fyrir fuliorðna og kr. 500 fyrir börn. Verð aðgöngumiða á opin- bera dansleiki (4 timar) hér i Miðgarði hefur á árinu 1977 aldrei verið hærra en kr. 1.500, með einni undantekningu þó. Sunnanhljómsveitin Pókerspii- aði hér á dansleik i vor og var aðgangseyrir kr. 2.000. En þá voru einnig skemmtiatriði. Að lokum þetta: Ég er sam- niáia þeim Rió-félögum um að þetta var leiðindamál, fyrst og fremst vegna hinna fjöimörgu, sem fóru snuðtúr í Miðgarð þetta kvöld. En má vera að nokkru jákvæðu hafi það einn- ig áorkað. Það er a.m.k. víst að á hljómleikum sinum í Höfða- borg i Ilofsósi. og mér er sagt einnig á Selfossi, höfðu þeir Rió-félagar breytt aldursmörk- unum þannig, að verð aðgöngu- miða var kr. 2.000 niður í 14 ára aldur, í stað 12 ára áður, og ókeypið innan 10 ára aldurs. Batnandi mönnum er bezt að lifa. Formaður húsnefndar félagsheiinilisins Miðgarðs, Þórarinn Magnússon. Af sama tilefni hefur ritari Leikfélags Sauðárkróks óskað að það komi fram hér að síð- unni, að Leikfélag Sauðárkróks hafi síðast haldió ieiksýningu i Miðgarði haustið 1975 og var þá sýnt leikrit Sigurðar Róberts- sonar. Stormur. undir leik- stjórn Gisla Halldórssonar. Að- gangseyrir var þá 400 krónur. Karnabær HjfMmii) Fyrir 2 plöturókeypis buröargjald. Fyrir 4 plötur10% afsláttur og ókeypis buröargjald. Disco — Tilboðkr. 1990 DISCOMIX DISCO FUN DONNA SUMMER • BL ACKSMOKE • PARLIAMENT GIORGIO UE ANNIE REYNOLDS • ROBERTA KELLY • M ARGARET SINGANA - 3» MíMUTeS AWD «7 StCOHOS Of COHT1M!!ö«S Pi.w Get Down and Boogie Jú, þú last rétt, þessi frábæra plata er fáanleg fyrir kr. 1990. A „Get Down and Boogie" eru 10 topp disco lög með topp — disco listafólki. Platan er sérstaklega Disco — Mixuð þannig að næsta lag byrjar inni i endingu lagsins á undan. TilboðiS stendur meðan birgðir endast. Aðrarsplunkunýjar Disco plötur T-Connection — Macing Ritchie Family — African Quens Cerrone — Cerrone s Paradise John Davis and the Monster Orchestra — Up jumped the Devil Munich Machine — Ný plata Eddie Drennon — Would you Dance to my Music Becket — Disco Calyps Whispers — Open Up Your Love Love and Kisses — Nv plata Aðrar nýjar vinsælar plötur Spilverk þjóSanna — Sturla Rut Reginalds — Ný plata Climax Blues Band — Gold Plated John Miles — Stranger in the City Ýmsir — 20 great heartbreakers Ýmsir — HitAction Yes — Going for the one Supertramp — Even in the Quietest Moments Manhattan Transfer — Comming Out KC& the Sunshine Band — Part 3 Donna Summer — I Remember Yesterday Al Stewart — Year of the Cat Shaun Cassiday — Ný plata Stanglers — Rutus Norvegur Leo Sayer — In Flight Prúðu leikarnir — The Muppet Show Smokie — Greatest Hits 10 CC — Deceptiva Bands Á mánudag tökum við nýja sendingu sem inni- heldur m.a. plötur, kassettur og 8 rása spólur með ABBA ARRIVAL OG ABBA - GREATEST HITS Karnabær — hljómdeild Laugavegi 66 Glæsibæ Austurstræti 22 S. 28155 S. 81915 S 28155. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.