Morgunblaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977 3 „Miklar breytingar geta fylgt prófkjöri í Alþýðuflokkniun’ ’ MORGUNBLAÐIÐ hafSi I gær samband viS nokkra Alþýðu flokksmenn i Reykjavik. sem nefndir hafa veriS i sambandi viS væntanlegt prófkjör flokksins I Reykjavik vegna næstu alþingis- kosninga, og innti þi eftir ákvörS- un þeirra i þeim efnum og einnig spurSi blaSiS þá álits á þeim um- mælum Benedikts Gröndals for- manns AlþýSuflokksins aS hann telur eSlilegra aS formaSur flokks- ins sé umbjóðandi Reykjavikur á þingi en ekki kjördæmis úti á lan- di. Mbl náSi ekki sambandi viS þá Gylfa Þ. Gislason alþingsismann og Eggert G. Þorsteinsson al- þingismann. þar sem þeir eru báS- ir staddir erlendis. Fara svör hinna hér á eftir: „Ekki búinn að gera upp hug minn". „Að ég taki þátt i prófkjörinu hef- ur verið borið i tal við mig, en ég get ekki sagt að ég sé endanlega búinn að gera upp hug minn," sagði Sigurður E. Guðmundsson tram- kvæmdastjóri i samtali við Mbl i gær þegar hann var spurður um hugsanlega þátttöku i prófkjörinu i Reykjavík. „Ákvörðun mín," hélt Sigurður áfram, „fer eftir þvi sem á eftir að gerast á næstu dögum og vikum " Aðspurður um álit Benedikts Gröndals á framboði formanns Alþýðuflokksins i Reykjavík, sagði Sigurður: „Mér finnst það geta verið eðlilegt og æskilegt að formaðurinn sé fulltrúi Reykjavikur, en þegar maður litur til baka yfir þing- mennsku og formennsku formanna Alþýðuflokksins og annarra flokka, þá er það ekki nauðsynlegt. þótt það geti verið eðlilegt og æskilegt ef aðstæður leyfa." „Hef enga ákvörðun tekið". •„Ég hef enga ákvörðun tekið varð- andi mögulega þátttöku mina i próf- kjöri. enda langt i land að prófkjör fari fram," sagði Vilmundur Gylfa- son ritstjóri og kennari í samtali við Mbl. I gær og aðspurður um álit á ummælum Benedikts varðandi framboð formanns Alþýðuflokksins i Reykjavik. sagði Vilmundur: „Ég veit ekki um það hvort það er i sjálfu sér eðlilegt að formaður flokks gefi kost á sér i einu kjör- Framhald á bls 18. Alþýðuflokks- prófkjör í Norður- landi eystra: „Vitað um þrjá fram- bjóðendur” „ÞAÐ ER vitað um þrjá frambjóð- endur til prófkjörs í Norðurlands- kjördæmi eystra." sagði Þorvaldur Jónsson formaður kjördæmisráðs Alþýðuflokksins þar I samtali við Mbl. í gærkvöldi." en framboðsfrest- ur rennur út 31. ágúst og prófkjörið fer fram 15. og 16. október. Þessir þrír eru Árni Gunnarsson, Bárður Halldórsson og Bragi Sigurjónsson, en við biðum nú eftir listum frá þeim til staðfestingar framboði og verða þeir að hafa meðmæli 25 flokks- bundinna Alþýðuflokksmanna Kjör- stjórn mun síðan ákveða fyrirkomu- lag prófkjörsins, en um nánari kynn- ingu á því eða frambjóðendum hefur ekkert verið rætt." Sigurður E. Guð- Björgvin Guðmunds Vilmundur Gylfason. mundsson. son. Arnar- stofninn er 94 fuglar Var 122 fuglar í fyrra NU er vitað með vissu um 94 erni hér á landi; 62 fullorðna fugla, 25 erni og 7 unga, en á sama tíma í fyrra var stofninn 122 fulgar, seg- ir f frétt frá Fuglaverndarfélagi tslands. I vor gerðu 22 arnarpör tilraun til varps og heppnaðist það hjá fimm pörum og komust 7 ungar upp. Segir í frétt Fugiaverndar- félagsins að líklegt sé að varp hafi i mörgum tilfellum misfarizt vegna mannaferða um hreiður- svæðin og eru tilnefndir minnka- veiðimenn, selveiðimenn og fólk, sem hirðir æðarvarp. Við fjögur arnarhreiður fannst skurn af arnareggjum og úr einu hreiðri hvarf ungi. Þá er þess getið í fréttinni að með stöðugum áróðri gegn varg- Framhald á bls. 23 hefta blóðrás á úlnliðum Einars Hjartar. Kom lögregla og sjúkralið skömmu siðar á vettvang og flutti Einar Hjört og lik Halldóru á Borgarspítalann. Er lögreglan kom á staðinn fann hún strax 22 kalibera riffil í bílnum. Var þetta rússneskur riffill, nteð „6 skota magasíni" auk þess sem hægt er að setja sjöunda skotið i hlaupið. Við athugun kom i ljós, að 2 skot voru eftir í rifflinum. Að sögn lögregl- Framhald á bls 18. I>urfa að taka bílana heim til rannsóknar Rannsóknarlögregla ríkisins hefur engan bilskúr til afnota þegar þarf að rannsaka bifreiðar, eins og gera varð eftir morðið í fyrradag. Þar sem nauðsynlegt var þá að setja bifreiðina inn i bílskúr, lánaði einn af rann- sóknarlögreglumönnununi einka- bílskúr sinn og var bíllinn þar enn f geyntslu f gær. Að sögn rannsóknarlögreglu- manna, sem Morgunblaðið ræddi við f gær, er þetta ekki ný bóla og er ekki langt sfðan einn rann- sóknarlögreglumannanna geymdi bfl, sem kom við sögu í ntorðmáli f fimm mánuði í sfnunt einkabíl- skúr. A meðan stóð hans eigin bíll að sjálfsögðu utan d.vra. Nýtt og betra UttraBrite Hiröing tartnanna er t-kki einungis hreinlætis- og utlisatriði, heldur lika fjarhagsspursmál. N utimafolk gerir auknai t;- ,Hu um hreinla’ti og gotr utlit. öf Þess vegna nota þeir. sem étp* dagleg samskipti við aftra Ultra Brite með hinu patgiiegíi hressandi bragði. Ultra B’ ite er nu komið a markaðinn nytt og endu' ba’tt með fiuoi . sem J varnar tannskemmdum. UKraBrite med f luor gerir andardráttinn férskan og brosið bjart og heillandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.