Morgunblaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977 KAFP/NÖ ^>)V„ * Vv') BRIDGE Djúpur kraftur Velvakanda hefur borizt eftir- farandi bréf undir ofangreindri fyrirsögn: — Rithöfundurinn Arthur Conan Doyle var af samlöndam sínum er bezt til þekktu, talinn sjálfur hafa verið meíri Sherlock Holmes, en sá sem hann sagði frá í leynilögreglusögunum. Hæfi- leikunum beitti Doyle við rann- sóknir dularfullra fyrirbrigða I mörg ár. Hann kemst svo að orði í einni af ritgerðum sínum um and- leg mál: „Guðfræðin og kreddurnar hverfa úr sögunni. Menn munu fara að gera sér þess grein, að önnur eins atriöi og talan á per- sónum guðdómsins, eða það, með hverjum hætti fæðing Krists hafi gerzt, skipta alls engu máli um þroskun mannsandans, sem er eini tilgangur lífsins. Öll trúar- brögð munu verða jöfn, því að öll framleiða þau óeigingjarnar sálir, sem eru hinar útvöldu guðs. Kristnir menn, Gyðingar, Búdd- istar og Múhameðstrúarmenn munu fella niður þær kenningar, sem einkenna þá sérstaklega, fylgja sínum eigin kennurum á sameiginlegri siðgæðisbraut og gleyma öllum þeim fjandskap, sem hefir gert trúarbrögðin að bölvun fremur en blessun fyrir heiminn“. (Þýðing E.H.Kv.) Kristni og islamstrú hafa vissu- lega unnið þjóðkynjum sínum mikið gagn og svo sem Kristur óneitanlega tekur Múhameð fram að dýpt og víðfeðmi hugsana og tilfinninga, stendur kirkja Krists samt sem áður verr að vígi gagn- vart mannlifi hnattarins en islamskenningin, sökum marg- greiningar, sem ekki er til í islam, né í boðunaraðferðum bahíáa- stefnunnar, sem er endurskoðuð trúarbragðagrein. En islams- stefnuþjóðir streitast þó líkt og Kristsfylgjendur allt of almennt gegn þvi að endurskoða trúarbók sína. Mun Bahái-greinin vera þar eina undantekningin, að ógleymdri tilraun sjálfs Múhameðs, að breyta einu atriði í Kóraninum, en gafst upp við það. Ekki vegna þess, að hann sæi eigi glöggt hvað við ætti, heldur af skynsemi, byggðri á tilfinningu fyrir því, að sýna verður tillit þeim lýð, sem þroska skal, en kemst ekki alla leiðina í einu. Sem enginn skyldi öðrum lá. Enginn leikur mun það vera, að breyta villimönnum i siðmennt- aða þjóð. En verði spurt, hvort kristnin hafi þá ætlað að sýna tillit þeim sem seinfærir eru á veginum, með því að halda fast í kreddukenningar og bílstafstrú, þá kemur svarið: Kristinni kirkju bauðst tækifæri til að ganga feti framar en önnur trúarbrögð, þ.e. taka rétt rekinn spíritisma í þjón- ustu sína, vönduð sambönd við lifið handan „dauðans“, hvort Umsjón: Páll Bergsson Skiptingarspilum má oft líkja við skrímsli, sem enginn veit hvað gera á við né hvað stendur. Spilið hér að neðan er eitt það furðuleg- asta, sem ég hef séð. Vestur gaf, norður og suður voru á hættu. Norður S. KG108743 H. Á964 T. 953 L. — Vestur S. ÁD9652 H. K753 T. 1084 L. — Austur S. — H. 2 T. AKDG L. ADG109763 Suður S. — H. DG108 T. 765 L. K8542 Norður var að hugsa um hvort betra væri að opna á þrem eða fjórum spöðum þegar vestur opn- aði á einum spaða. Þá var það mál leyst. Norður skipti sér því ekki af sögnum. Austur stökk í þrjú lauf, sagði fjóra tígla yfir þrem spöðum vesturs og stökk síðan í sex lauf þegar vestur sagði fjögur hjörtu. Hann vissi auðvitað ekk- ert hvað gera átti, bjóst jafnvel við, að sjö stæðu. En hann gat verið heppnari með hendi blinds. Suður spilaði út hjartadrottn- ingu og norður sá strax eftir að hafa ekki doblað. Hann tók drottninguna meó ásnum og spil- aði lágum spaða. Þar með varð laufáttan þriðji slagur varnarinn- ar. Tveir niður þrátt fyrir, að austur héldi sig hafá átt ellefu örugga tökuslagi. Spilið kom fyrir I keppni tveggja sterkra sveita og norður suður spilararnir voru vissir um tap á spilinu þegar þeir bókuðu 100 sín megin á skorblaðið. En þetta reyndust ástæðulausar áhyggjur. A hinu borðinu sagði vestur pass en norður opnaði á einum spaða. Austur strögglaði á tveim laufum, sem hann vissi vel, að var mikil undirmelding. En hann vonaðist til að fá hærri loka- samning doblaðan. Sú von brást. Tvö lauf voru pössuð út í hvelii og hann fékk ellefu slagi. Auðvitað bjóst austur einnig við tapi á spil- inu og allir sveitarfélagarnir urðu hressari þegar i ljós kom, að sex imparnir voru þeim til tekna. RETTU MER HOND ÞINA Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi 18 ins, alveg eins og þegar við flat- möguöum á strönd Skotlands. Mannstu eftir litla sumarbú- staðnum? Blikur á lofti 29. apríl sama ár. „Dunvegan Castle" gaf frá sér langan, letl- legan bassatón. Ofurstór skips- skrokkurinn tók aó titra og sfga áfram. Brátt hvarf Southampton I þokuna, og skip- iö valt á löngum, þungum öld- unum á ferð sinni um Atlants- hafiö til Suður-Afriku. Farþeg- arnir tólf hundruð tóku upp föt sfn niðri i klefunum eöa gengu um uppi á þilfari. Margir virtu samferðamenn sína fyrir sér I laumi. Þeir mynduðu sér skoð- anir tii bráðabirgða um. hverj- ir væru leiðindaskjóður og hverjum gæti verið skemmti- iegt að kynnast á leiðinni. Erik Forss naut tilverunnar I rfkum mæli. Ifann hallaði sér yfir borðstokkinn og andaði djúpt að sér sjávarloftinu og freisinu. Hann var gagntekinn af þeirri dásamiegu tilfinn- ingu, að nú biðu hans ævin- týrín. Stöðugt jókst bilið milli hans og foreldra, félaga og kennara. sem höfðu nú I tuttugu og fjögur ár skipt sér af honum. Honum fannst hann vera frjáls og einn, hraustur og fullur af lífsþrötti. Ný tilvera og ný verkefni biðu hans hin- um megin á hnettinum. Hann fór að ganga um á þilfarinu. Vindurinn lék I Ijósu hári hans. Köld hafgolan var dýrleg. Hann hafði Utinn áhuga á að kynnast fólkinu. Það var ekkert eftirsóknarvert að fara að bind- ast nýjum böndum og skyldum. Bezt að njóta frelsins fyrst og bfða átekta. Sfðan gæti hann hugleitt f ró og næði, hverjir væru verðugir þess, að hann blandaði geði við þá. — Er ungi maðurinn á leið til Höfðaborgar? sagði rödd rétt hjá honum. Nú byrjar það, hugsaði Erik. Aldrei fá menn að vera f friði. Hann horfði kuldalega á ókunna manninn og virti hann fyrir sér. Sá var í góðum hold- um. — Nei, til Duban. — Heldur svalt veðrið, finnst yður ekki? — Neí, það er dásamiegt. Erik strauk hárið upp frá enninu, leit út yfir sjóinn og vonaði, að maðurinn færi sfna leið. Maðurinn var stórtenntur og útmynntur og með vörtu á enninu. Hann var sérlega óað- laðandi. Hann rauf kyrrðina einu sinni enn: — Ungi maður- inn’er ekki frá Suður-Afrfku? — Nei. — En ég er þaðan. Ég fædd- ist þar suður frá. Afi minn kom þangað frá Ilollandi. Þetta er dásamlegt land. Ég heiti Potgieter. — Einmitt, já. Ég ætla niður og taka upp farangur minn. Sælir á meðan. — Já, so long, við hittúmst sjálfsagt fljótlega aftur, býst ég við, ha, ha. Ekki, ef ég má ráða, hugsaði Erik. Hann hélt á braut, svo hratt sem hann taldi sæmandi og hvarf niður stigann. Niðri hitti hann klefafélaga sinn, sænskan kristniboða, sem horfði á hann með nokkurri gagnrýni. Nokkra daga iosnaði Erik við ónæðið af hálfu þess holduga og annarra áleitinna manna. Það var töluveróur blástur nokkrar klukkustundir eftir að þeir höfðu siglt frá Southampton, og suður f Biskaiaflóa varð allhvasst. Far- þegar hurfu fljótlega af þilfari og úr setustofum. Niðri f klef- unum stundu þeir hver i kapp við annan og f ýmsum tónteg- undum. Sterk angan af svína- kjöti barst úr eldhúsinu. Fölir þjónar þutu fram og aftur og hjálpuðu eínum og einum klefabúa. Tilveran blandaðist galli. Hún var tóm, tilgangslaus og blátt áfram ógeðsleg. Smám saman lægði veðrið. Hreyfingar skipsins minntu á sfðustu hnykki járnbrautariest- ar, sem fór um f jöll og dali. Farþegarnir skutu upp koll- inum, hver á fætur öðrum, fölir og teknir, og fóru að hugsa um iffið og fæðuna að nýju. Daðrið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.