Morgunblaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977 31 Varpaði lengst 21,02m og setti nýtt vallarmet Hreinn er einbeittur á svipinn og rétt á eftir flaug kúlan 21.02 metra, nýtt met á Laugardalsvelli. Hreinn átti ur lengstu fjög- köstin ÖH/ETT er að segja að kúluvarpseinvfgi Hreins Halldórssonar, Geoff Capes, Al Fauerbach og Terry Albritton hafi stolið senunni á Reykja- vfkurleikunum f frjálsum fþróttum, en fyrri dagur leikanna var háður á Laugardalsvellinum f gærkvöldi. Hreinn var f miklu stuði og vann yfirburðasigur, kastaði kúlunni 21,02 metra, hans næst bezta kast og vallarmet á Laugardalsvelli. Capes varð annar með 20,60 metra og Albritton þriðji með 19,89 metra. Fleiri mjög góð afrek náðust en þau féllu f skuggann af sigri Hreins, sem var geysivel fagnað af þeim tæplega 1500 áhorfendum, sem voru f Laugardalnum f gærkvöldi. Auk kúluvarpsins voru sett vallarmet f 400 og 1500 metra hlaupum og hástökki kvenna og stangarstökki karla, en þar stökk Bandarfkja- maðurinn Larry Jersee hvorki meira né minna en 5,30 metra og bætti vallarmetið um 30 cm. Þá má ekki gleyma 100 metra hlaupi Vilmundar Vilhjálmssonar, 10,6 sekúndur f mótvindi en hann sigraði örugglega kappa eins og Charlie Wells, sem hlaupið hefur á 10 sekúndum sléttum. Kisakast f fyrstu tilraun Þátttakendur i kúluvarpinu voru 6 að tölu en i hópinn vantaði einn erlendu gestanna, Finnann Reijo Stáhlberg, sem forfallaðist á siðustu stundu vegna veikinda í fjöiskyldu hans. Af erlendu keppendunum kastaði Terry Albritton fyrstur og flaug kúlan 19,89 metra. Capes var næstur í röðinni og hann náði góðu kasti, 20,25 metrum. Fauerbach var næstur en hann átti mislukkað kast, 18,05 metrar. Næstur í röð- inni var Hreinn og héldu áhorf- endur niðri í sér andanum á kúlunni 17,75 metra, sem er per- sónulegt met og Guðni Halldórs- son varpaði 16,40 metra, sem er alllangt frá hans bezta. I kvöld verður annað kúluvarpseinvígi og þá gæti jafnvel Norðurlandamet- ið fallið. Hreinn er nefnilega i toppformi og stóra kastið gæti komið hvenær sem er þótt Hreinn hafi ekki viljað gefa nein loforð eftir keppnina í gærkvöldi. Texti: Sigtryggur Sigtryggsson. Myndir: Friðþjófur Helgason. Vilmundur kemur í mark í 100 metrunum, öruggur sigurvegari. meðan hann var að undirbúa sig. Hreinn náði risakasti strax i fyrstu umferð, 20,75 metrar og áhorfendur hrópuðu og klöppuðu af hrifningu. Þetta mikla kast setti hina keppendurna alveg út af laginu, þeir náðu sér ekki á strik og Capes var næst þvi að ógna sigri Hreins þegar hann kastaði 20,60 metra í 3. umferð. En Hreinn var fljótur að svara fyrir sig og í sömu umferð kastaði hann 20,93 metra og augljóst var að hann stefndi að sigri. í fjórðu umferðinni kom sigurkastið, 21,02 metrar og áhorfendur kunnu virkilega að meta afrek Strandamannsins sterka. I fimmtu umferð gerði Hreinn ógilt en í sjöttu og siðustu umferðinni varpaði hann 20,61 metra. Þetta er frábær árangur, fjögur gild köst hjá Hreini og jafnfram fjög- ur lengstu köst keppninnar. Kastserían 20,75 — 20,93 — 21,02 og 20,61 er vissulega glæsileg og hún sýnir vel þá yfirburði, sem Hreinn hafði yfir aðra keppend- ur. Capes stóð sig einnig vel, en Bandarikjamennirnir, og þá sér- staklega Fauerbach ollu von- brigðum, en þessi fyrrverandi heimsmeistari I greininni varpaði aðeins 18,54 metra. Oskar Jakobs- son stóð sig með ágætum, varpaði Gott hjá Walker NÝSJALENDINGURINN John Walker náði frábærum tíma f 1500 metra hlaupi á stórmóti f Briixell í Belgfu I gærkvöldi. Hann hljóp á 3.32,7 mfnútum, að- eins hálfri sekúndu lakari tfma en heimsmet Filbert Bayi frá Tanzaníu. öruggur sigur Vilmundar Fyrsta greinin í gærkvöldi var 100 metra hlaup kvenna, sem Ing- unn Einarsdóttir vann með yfir- burðum. Strax á eftir var 100 metra hlaup karla, en þar átti Vilmundur Vilhjálmsson i höggi við tvo svarta hlaupara, þá Charlie Wells frá Banda- rikjunum og Mike Salamon frá Trinidad. Vilmundur náði mjög góðu viðbragði og hafði náð öruggri forystu strax á fyrstu metrunum og henni var ekki ógn- að. Timi Vilmundar, 10,6 er mjög góður, þvi hafa ber i huga að nokkur mótvindur var. I 1500 metra hlaupinu, sem var minning- arhlaup um Svavar heitinn Markússon, háðu Norðmaðurinn Erik Mathiesen og Josyi Kimeto harða og skemmtilga keppni og hafði Norðmaðurinn betur á endasprettinum og setti nýtt vall- armet 2:45,7 mínútur. I heildina var árangur góður í hlaupinu. I hástökki kvenna hafði sovézka stúlkan Klementjenk yfirburði, stökk 1,80 metra og setti nýtt vall- armet. I langstökki voru aðeins tveir keppendur og Friðrik Þór Óskarsson veitti Sovétmanninum harða keppni, stökk 7,21 metra en sá sovézki 7,49 metra. Salomon frá Trinidad hafði mikla yfir- burði í 400 metra hlaupi og setti vallarmet, 47,3 sekúndur, og í stangarstökkinu fékk Jersee áhorfendur til að hrópa hátt af hrifningu þegar hann flaug létti- lega yfir 5,30 metra. Að öðru leyti vísast til lista yfir árangur einstakra keppenda, sem birtist hér á eftir. ÚRSLIT I einstökum greinum Reykjavtkurleikanna f gærkvöldi ur- 8u þessi: 100 M HLAUP KVENNA: Sek. 1. Ingunn Einarsd ÍR 12.5 2. Sigurborg GuSmundsd. Á 12.8 3. Lára Sveinsdóttir Á 13.1 4. SigrfSur Kjartansd. KA 13.1 5. Rut Ólafsdóttir FH 13.5 6. Björk Ingimundard. UMSB 13.5 100 M HLAUP KARLA: 1. Vilmundur Vilhjálmss KR 10.6 2. Charlie Wells USA 10.9 3. Mike Solomon Trinidad 11.0 4. Magnús Jónasson A 11.3 5. GuSlaugur Þorsteinss. ÍR 11.5 6. Jón S. ÞórSarson ÍR 11.5 1500 M HLAUP KARLA: (A-hlaup) Minningarhlaup um Svavar Markús- son. Mfn. 1. Erik Mathisen Noregi 3:45.7 2. Josyi Kimeto Kenya 3:47.1 3. Jón DiSrikss. UMSB 3:53.6 4. Gunnar P. Jóakimss. ÍR 3:57.8 5. Sigfús Jónsson ÍR 3:58.4 LANGSTÖKK KARLAR: M 1. Ivan Lobatsch USSR 7.49 2. FriSrik Þ. Óskarss. ÍR 7.21 400 M HLAUP KARLA: Sek. 1. Miko Solomon Trinidad 47.3 2. Jón S. ÞórSars. ÍR 51.1 3. Einar P. GuSmundss. FH 51.2 KÚLUVARP KARLAR: M 21.02 20.60 19.89 18.54 17.75 16.40 Mfn. 1. Hreinn Halldórss. KR 2. Geoff Capes Engl. 3. Terry Albritton USA 4. Al Feuerbach USA 5. Óskar Jakobss. ÍR 6. GuSni Halldórsson KR 1500 M HLAUP KVENNA: HÁSTÖKK KONUR: M 1. Guðrún Ámad. FH 5:03.6 1. Larisa Klementjenek USSR 1.80 2. Thelma Björnsd. UBK 5:03.7 2. Lára Halldórsd FH 1.55 3. Hjördis Armannsd. 3-4. Hrafnhildur Vallbjörnsd. Á 1.55 UMSB 5:27.3 3-4. Ragnhildur Sigurðard. 4. Bára FriSriksd. FH 5:27.8 UMSB 1.55 STANGARSTÖKK, KARLAR: 400 MHLAUPKVENNA Sek. 1. Larry Jersee USA M 530 1. Ingunn Einarsd. ÍR 56.1 2. Jeff Kingstad USA 5.01 2. SigrlSur Kjartansd. KA 58.3 3. Guðmundur Jóhanness. 3. Sigurborg GuSmundsd. Á 59.8 UMSK 4.00 4. Sigrún Sveinsd. Á 60.7 4. Karl WestUBK 4.00 Hvað gerir Hreinn í kvöld? Reykjavíkurleikunum lýkur í kvöld og verður þá háð annað kúluvarpsein- vlgi á Laugardalsvellinum. Keppnin hefst klukkan rúmlega 19.30 og er óhætt að hvetja áhorfendur til að flykkjast á völlinn og hvetja Hrein. Að sjálfsögðu verða flestallir erlendu gest- irnir með I kvöld. Tlmaseðillinn I kvöld er þessi: kl. 1930 100 m grindahlaup n Capes eftir keppnina í gærkvöldi: Hreinn er næst heiminum" beztur í „Það er mfn skoðun að Hreinn sé næst bezti kúluvarp- ari heimsins f dag, aðeins Austur-Þjóðverjinn Udo Bayer er betri. Ég spáði þvf f fyrra að Hreinn yrði toppmaður og það hefur rætzt. Hann á örugglega eftir að verða betri og þess vegna þyrftu lslendingar að gera meira fyrir hann. Rfkis- stjórnin á að sjá til þess að hann þurfi ekki að stunda neitt nema kúluvarpið og borga hon- um 10 þúsund dollara f kaup á ári.“ Þetta mælti hinn geðfelldi brezki kúluvarpari Geoff Capes að lokinni keppninni f gær- kvöldi, þegar blm. Mbl. ræddi stuttlega við hann. Capes kvaðst ánægður með árangur sinn, þetta væri hans bezta kast f þrjár vikur. „Vandamálið hjá mér er að ég hef kastað of mik- ið. Eg er slæmur f hné og það hefur háð mér en það er engin afsökun fyrir þvi að tapa fyrir Hreini. Hann var einfaldlega langbeztur okkar hér f kvöld. Eg ætla að leita hér læknis en vonandi get ég verið með á mið- vikudagskvöld. Það gæti orðið virkilega skemmtileg keppni.“ ' 4S' Capes býr sig undir að varpa. Langstökk kvenna Kúluvarp karla kl. 1 940 800 m hlaup karla B kl. 19.50 800 m hlaup kvenna Hástökk karla kl. 20.00 3000 m hlaup karla kl 20.20 200 m hlaup karla Kringlukast karla kl 20 30 200 m hlaup kvenna kl. 20.40 800 m hlaup karla kl. 20.50 400 m grindahlaup Jóhannes, Teitur og Matthías ekki með gegn Belgíu NU liggur ljóst fyrir að þeir Jóhannes Eðvaldsson, Teitur Þórðarson og Matthías Hallgrfms- son geta ekki leikið með íslenzka landsliðinu gegn Belgfumönnum í heimsmeistarakeppninni laugardaginn 3. september n.k. Þann dag á lið Jóhannesar, Galscow Celtic, að leika gegn erki- óvininum Rangers og fullvíst að Jóhannes verður að leika þann leik. Og daginn eftir eiga þeir Teitur og Matthias báðir að leika með félögum sínum i 2. deildinni sænsku. Óvíst er hvort Guðmund- ur Leifsson getur leikið með, en líklegt er að Asgeir Sigurvinsson og Marteinn Geirsson geti leikið og einnig má reikna með að flestir íslenzku atvinnumannanna geti leikið gegn Hollendingum mið- vikudaginn á undan. Leikið verð- ur ytra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.