Morgunblaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977 19 Skák — Skák — Skák — Skák Eykur Spassky forskot sitt? BORIS Spassky, fyrrum heimsmeist- ari i skák. á nú góða möguleika á að tryggja sér sigur I einvígi sinu við Lajos Portisch i Genf i Sviss Staðan i einviginu er nú 7—6 Spassky i vil og auk þess á hann mun hagstæðari stöðu i biðskákinni ur fjórtándu um- ferð einvigisins Um fjórtándu skák- ina sem tefld var I gær komst Harry Golombek, yfirdómari einvlgisins og fréttaritari Morgunblaðsins I Genf. svo að orði. ..Sigur Spasskys i þrettándu skák- inni hafði greinilega mikil áhrif á gang fjórtándu skákarinnar Nú beitti heimsmeistarinn fyrrver- andi, sem hafði svart Nimzoind verskri vörn og reyndi hann mjög að einfalda taflið til jafntefl- is Honum tókst það með miklum ágætum og eftir 20 leiki hafði honum tekist að jafna taflið. Portisch sætti sig ekki við skipt- an hlut með hvltu. reyndi að flækja taflið. en tókst ekki betur en svo að hann fékk sjálfur lakari stöðu Skák- in fór nú út i endatafl með léttum mönnum þar sem Portisch hafði hrók og biskup, en Spassky hrók og riddara Spassky tefldi endataflið af mikilli nákvæmni. kom hrók sfnum upp á aðra linu. og er skákin fór i bið virtist sigurinn blasa við hon- um' Hvftt: Lajos Portisch Svart: Boris Spassky Nimzoindversk vöm 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6. 3. Rc3 — Bb4, 4. e3 — c5. 5. Bd3 — d5. 6. Rf3 — 0-0. 7. 0-0 — b6 Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON næsta leik sinum Portisch vill hins vegar meira) cxd4, 20. exd4 — Rc7! (Portisch hefur áreiðanlega ekki séð fyrir að veikleikinn á d4 mundi vega þyngra á metunum, en yfirráð hvlts yfir c-linunni) 203 — Rd6, 22. Bf2 (Mjög slæmt var 22. Hacl — Re6. 23. Bf2 — Rb5) Re6, 23. Rb4 — Hd7, 24. Hdl — Kf7, 25. Kf 1 (Mun öruggara var 25 Rxd5 — Rf5. 26 Rc3 — Rfxd4. 27. Hcd2 — Hed8, 28 Bxd4 — Rxd4, 29 Kf2 og hvitur ætti að halda jafntefli Portisch virðist hins vegar ofmeta stöðu sina og eftir hinn gerða leik verður stöðugt erfiðara að snúa við) Hc8 — Rxc8, 27. Bg3 (Staða hvíts er einnig örlltið lakari eftir 27. Hcl — Re7 Erfiðleikar hans stafa af þvi að riddarapar svarts ér sterkara en biskup og ridd- ari hvits) Re7. 28. a3 — Rf5. 29. Bf2 — a5. 30. Ra2 — Rd6 (Mun áhrifarikara en 30 Hc77 31 Rc3) (Fyrr i einviginu hefur Spassky ávallt leikið hér 7 Rc6. sem er mun algengari léikur) 8. cxd5 — exd5. 9. Re5?! (Öllu vænlegra framhald er hér 9 dxc5 — bxc5, 10. Re2 og leika slðan 11 b3og 12 Bb2) He8 (Spassky hefði einnig getað jafnað taflið strax með þvi að leika hér 9 Bxc3, 10 bxc3 — Ba6! og farið þannig að dæmi Friðriks Ólafs- sonar í skák hans við Matera á Reykjavíkurskákmótinu I fyrra. 9 Ba6 strax var hins vegar slæmt vegna 10 Rc6!) 10. Bd2 — Ba6, 11. Bxa6 (Eftir 11. Rc6 — Rxc6, 12 Bxa6 stendur peðið á d4 i uppnámi) Rxa6. 12. Da4 (Frumkvæðið er greinilega I hönd- um svarts eftir 1 2. Rc6 — Dd7, 13 Rxb4 — Rxb4, 14 a3 — Rc6, 15 dxc5 — bxc5) Dc8, 13. Hfcl (Hótar 14 a3 — Ba5?. 15 b4l —- cxb4, 16. Rxd5 Hins vegar virðist 13. Hac1 öllu eðlilegri leikur) Db7. 14. Dc6 (Annar möguleiki var 14 a3 Svart- ur má þá ekki leika 14 . Ba5? vegna 15. b4! — cxb4. 16 Rb5 — Re4. 17 axb4 — Rxd2. 18 Rd6 Staðan virðist hins vegar i jafnvægi eftir 14 a3 — Bxc3. 15 Bxc3 — Re4!) Hab8! (Öllu lakara var 14 Dxc6. 15 Rxc6, þvi riddarinn verður ekkí hrakinn á brott með góðu móti) 15. Hc2 — Bxc3 (Svartur gat ekki beðið lengur með þessí uppskipti, því að hvitur hótaði 16 Rb5) 16. Bxc3 — Re4, 17. Bel —- f6 18. Dxb7 — Hxb7, 19. Rd3?! (Eftir 19. Rf3 er staðan í fullkomnu jafnvægi. þvl þá á svartur ekki kost á 31. b3? (Hvíta staðan er að vlsu ekki ákjósanieg. en hann hefði varist mun betur með þvl að leika hér 31. Hd2 —- Rc4, 32. Hc2 -— Hc7, 33. Ke2 og vafamál er að smávægilegir stöðuyfirburðir svarts dugi honum til vinnings) Hc7. 32. Hd2 — Rb5! 33. a4 — Ra3, 34. Bg3 — Hc6. 35. Hd3 — Rbl! (Spassky gerir stöðunni skil á meist- aralegan hátt Mun lakara var 35 Hc2. 36 Rc3) 36. Hd1 —- Hc2. 37. Hxbl (37. Rb4 dugði skammt vegna 37 T . Rd2+) Hxa2, 38. Bf2 — h5. 39. Be3 — g5, 40. h4 (Örvæntingarfull tilraun, en hvitur var svo gott sem i leikþröng) gxh4. 41. b4!? (Hvitur ákveður að fórna öðru peði fyrir mótspil, þvi að dauðastriðið verður ekki langvinnt eftir 41 Bf2 —- Rf4 og síðan 42 . . . h3) Hér fór skákin i bið Svartur lék biðleik Biðskákin verður tefld i dag og þá verður fróðlegt að sjá hvort Portisch nær árangri með örvænt- ingarfullum peðsfórnum sinum und- ir lokin. — Amin Framhald af bls 1 enn sem komið er, þar sem hann á eftir að ganga á fund K.B. Ander- sens utanríkisráðherra, en þó hef- ur Extrablaðið eftir honum að hann sé að svipast um eftir húsi i Hellerup, þar sem flestir erlendir sendiráðsstarfsmenn búa. Hins vegar muni töluverður timi líða þar til sjálft sendiráðið tekur til starfa. — Tito fagnað Framhald af bls 1 Þetta er sextánda heimsókn Tit- os til Sovétríkjanna. Hann mun á morgun og fimmtudaginn eiga langar viðræður við Brezhnev og aðra sovézka leiðtoga og mun tal þeirra snúast um samskipti rikja þeirra tveggja, Evrópukommún- isma og almenn alþjóðamál. Júgóslavnesk blöð skrifuðu mikið um heimsókn Titos og létu i ljós ánægju með það hversu gott samkomulag væri orðið millum þessara rikja og sérstaklega væri gleðilegt að Júgóslövum hefði alltaf tekizt að fylgja sjálfstæðri stefnu sinni. Sovézk blöð skrifa og mikið um Tito, fara um hann forkunnafögrum orðum og telja hann með kærkomnari gestum sem að garði beri þar í landi. Að iokinni heimsókn sinni í Sovét- ríkjunum fer Tito til Norður- Kóreu og síðan til Kina, en þang- að hefur hann ekki komið áður. Helztu bandamenn Kína meðal austur-evrópskra kommúnista, Albanir, gagnrýndu Tito mjög harkalega I bæklingi sem dreift var til erlendra blaðamanna frá sendiráði Albana í Belgrad. Var í bæklingi þessum birt ræða Hoxha, flokksleiðtoga Albaniu, sem hann flutti árið 1965, þegar Chou En-lai kom í heimsókn til Albaniu, og i þeirri ræðu hvetur albanski leiðtoginn til að sam- vinnan við Kínverja miðist að því að standa vörð um hinn ómengaða kommúnisma, hreinleika marxisma-leninisma og halda bar- áttunni áfram gegi. -ovézkum og öðrum endurskoðui. irsinnuðu.n kommúnistaflokkum, þar á meðai endurskoðunarstefnu Titos, eins og það er orðað. ai)(;i.Vsin<;asíminn ER: 22480 J JHérgunblabib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.