Morgunblaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977
— Frystihúsin
Framhald af bls. 32
eða að einhvers konar gengistil-
færslur kæmu til eða þá breyting-
ar á innflutningsgjöldum látnar
vega upp á móti.
Þegar Mbl. spurði Ölaf, hvort
þessi mynd hefði verið ljós, þegar
gengið var frá kjarasamningum i
vor, sagði hann svo hafa verið.
„Samband fiskvinnslustöðva rit-
aði forsætisráðherra bréf um það
leyti sem sáttatillagan kom fram,
þar sem á þetta var bent og einnig
var gengið á fund sjávarútvegs-
ráðherra og honum skýrt frá mál-
inu, þegar mynd var að komast á
fiskverðið.
Hins vegar var sú staða, að fisk-
vinnslan varð að skrfa undir sam-
komulagið eins og aðrir. Það hefði
aldrei hjálpað fiskvinnslunni að
fá vinnuafl að vilja ekki greiða
sama kaup og aðrir og allir hljóta
að sjá, hvað það þýðir fyrir þjóð-
ina, ef undirstöðuatvinnuvegur-
inn er ekki samkeppnisfær um
vinnukraft," sagði Ölafur B.
Olafsson að lokum.
Þegar Mbl. ræddi við Ölaf í
gærkvöldi var hann fundarstjóri
á fundi i Keflavík, þar sem frysti-
húsamenn á Reykjanesi voru að
gera alþingismönnum Reykjanes-
kjördæmis grein fyrir málinu.
— Miklar
Framhald af bls. 3
dæmi fremur en öðru, en hitt er svo
annað mál að prófkjör geta haft
miklar breytingar í för með sér í
Alþýðuflokknum og á það á auðvit-
að eftir að reyna Enn er svo það að
margir kratar hafa verið þeirrar
skoðunar að timabært sé að gera
breytingar, m.a þær að Benedikt
flytji sig til Reykjavfkur og gefi kost
á sér i prófkjöri þar. Slíkar óskir
hlýtur maðurinn eðlilega að hug-
leiðá rækilega."
„Eins og málin
standa i dag".
„Að svo komnu máli hygg ég
aðeins á þátttöku i prófkjöri vegna
borgarstjórnarkosninga, eins og
málin standa i dag," sagði Björgvin
Guðmundsson fulltrúi um hugsan-
lega þátttöku sína í prófkjöri Alþýðu-
flokksins í Reykjavik vegna næstu
alþingiskosninga
Aðspurður um álit Benedikts
Gröndals sem fram kom I Mbl. i gær
varðandi framboð formanns i
Reykjavik, sagði Björgvin: „Mér
finnst það ekki nauðsynlegt að for-
maðurinn sé fulltrúi Reykjavikur, en
það kann að vera að honum finnist
það betra sjálfum Það að formenn
sumra flokkanna eru þingmenn utan
af landi sýnir að slikt er ekki nauð-
syn, en það kann þó að vera þaegi-
legra á ýmsan hátt og Benedikt
virðist meta það þannig."
— Fornleifa-
fundur
Framhald af bls. 17
eyraránni," sögðu Mjöll
og Guðmundur.
Guðmundur og Mjöll
sögðu aö næsta sumar
yrði grefti á svæðinu
fram haldið, og þá
kannaðar ýmsar fornleif-
ar í kring um sjálfan
skálann. Ekki kváðust
þau hafa fundið áhöld í
rústunum ef undan væri
skilið pottbrot úr klé-
bergi og smástykki úr
tálgusteini. „Fólk hefur
flutt í burtu rólega á
þessum tíma, og því tekið
allt meó sér,“ sagði Mjöll.
Hér á síðunni birtast
nokkrar myndir sem þau
þremenningarnir tóku í
sumar er þau unnu að
uppgreftinum.
— Sjúkur
skipverji
Framhald af bls. 2
velli og var læknir frá sjúkrahús-
inu í Keflavfk með í förinni.
Klukkan 21:15 var skipverjinn
kominn um borð í þyrluna og var
þá haldið til Islands. Klukkan
hálfellefu í gærkvöldi kom upp
vélartruflun í Hercules-vélinni og
var þá ákveðið að hún færi til
Woodbridge i Englandi og að það-
an kæmi önnur vél í staðinn með
eldsneyti handa þyrlunni.
— Flugleiðir
Framhald af bls. 2
lögð. Sagði Martin að þessi far-
gjöld Flugleiða væru aðeins
ákveðin i vetur í tilraunaskyni.
Loks gat Martin þess að hin
nýju fargjöld Flugleiða væru mið-
uð við 3—4% af sætaframboði
félagsins og yrði hætt að selja
þau, þegar því marki væri náð.
Þetta mark sagði Martin svipað og
væri hjá flugfélögunum á leiðinni
New York — London, sem eru sex
talsins, en þau hafa leyfi fyrir
2.900 sæti í viku á þessum lágu
fargjöldum og sagði Martin að til
dæmis hlutur Pan Am næmi
3—4% af sætamagni félagsins.
„Þetta er svona fyrst og fremst
hugsað til að við getum sagt að við
séum með eins fyrirkomulag og
aðrir," sagði M:rtin. „Hins vegar
dreg ég enga dul á það, að ég tel
þessi lágu fargjöld á flugleiðum
yfir Norður-Atlantshafið vera
millibilsástand. Það er þörf fyrir
fargjaldahækkun á þessum Ieið-
um og þar eru öll flugfélög á sama
báti, þannig að framtíðin er sú, að
fargjöldin hækki, nema menn
ætli sér að reka flugfélögin með
botnlausu tapi og það held ég að
enginn ætli sér til iengdar.“
Þegar Mbl. spurði Martin, hvort
þessi lækkun hefði engin áhrif á
flugfargjöld milli Norðurland-
anna, sagði hann, að Flugleiðir
hefðu reynt að aðiaga sig þeirri
þróun að fólk seildist eftir lægri
fargjöldum á þeim flugleiðum.
Sagði hann Flugleiðir hafa tekið
upp einfaldari reglur varðandi
flug milli Norðurlandanna, þann-
ig að fólk ætti nú kost á þeim sem
einstaklingar en þyrftu ekki að
vera í hópum, eins og áður var.
„Við erum með svokallað þrjá-
tíu-daga-sérfargjald, sem hefur
verið mjög vinsælt í sumar,“ sagði
Martin. „Og breytingin er fólgin í
því, að áður gerðist fólk félagar i
alis kyns kiúbbum til að ná þess-
um fargjöldum, en nú geta ein-
staklingar notfært sér þau sem
slikir."
— Gerði þetta
Framhald af bls. 3
unnar, þá átti Einar Hjörtur riff-
ilinn, en hann mun hafa fengið
byssuleyfi fyrir 2 árum.
Þau Einar Hjörtur og Halldóra
höfðu búið í Svíþjóð frá því í maí
á síðasta ári, en komu á ný til
íslands 1. júlf síðastliðinn. Einar
Hjörtur fór síðan aftur út um
miðjan júlí og kom aftur til lands-
ins með Smyrli s.l. laugardag. Að
sögn Arnar Höskuldssonar, full-
trúa hjá Rannsóknarlögreglu
ríkisins, mun Einar Hjörtur að
Ifkindum hafa starfað sem bíl-
stjóri í Nyköbing í Svíþjóð þann
tima sem þau bjuggu úti og þar
keyptu þau bílinn.
örn Höskuldsson sagði, að Ein-
ar Hjörtur hefði viðurkennt að
hafa skotið á Halldóru, þar sem
hún sat í framsæti bilsins hægra
megin. Hafði hann stigið út úr
bilnum, þar sem hann hafði stanz-
að á vegarkafla sem liggur i átt að
Elliðavatni skammt frá Norð-
lingabraut um 600 metra frá
Suðurlandsvegi. Er ekki ljóst,
hvort hann skaut á Halldóru þar
sem framhurðin stóð opin, eða
hvort hann opnaði vinstri aftur-
hurð og hleypti skotunum af, þar
fyrir utan.
Eftir að Einar Hjörtur hafði
skotið Halldóru til bana, mun
hann hafa setzt inn i bílinn og
hleypt skoti í gegnum brjóst sér,
en eins og áður sagði, ætlaði hann
einnig að stytta sér aldur. Skotið
fór i gegnum brjóst hans vinstra
megin neðarlega og gekk kúlan í
gegn án þess að særa Einar alvar-
lega. Þá skar Einar með rakvélar-
blaði á slagæðar á úlnliðum og ók
síðan í Rauðhóla, þar sem hann
segist hafa ætlað að deyja, en
hann sneri við og ætlaði til borg-
arinnar á ný. Við yfirheyrslur lét
hann ekki uppi hvort honum
hefði snúist hugur eða hvað það
var sem olli því að hann sneri við
úr Rauðhólum.
A staðnum þar sem Einar Hjört-
ur framdi verknaðinn fann lög-
reglan í gær nokkur tóm skot-
hylki, en annars var ekki að sjá
neitt rót á staðnum. Ekki lá held-
ur fyrir þegar Morgunblaðið
ræddi við rannsóknarlögregluna
hve langur tími leið frá því að
Einar Hjörtur skaut Halldóru,
þar til að komið var að bílnum á
fjárgirðingunni í Rauðhólum.
— Borgarráð
Framhald af bls. 32
aði með bréfi 12. ágúst sl. verkfall
hjá fjórum verkfræðingum í
framkvæmdadeild Rafmagns-
veitu Reykjavíkur, en alls starfar
31 almennur verkfræðingur hjá
Reykjavíkurborg.
Að sögn Jóns Tómassonar,
skrifstofustjóra Reykjavíkurborg-
ar, hafa þrír samningafundir ver-
ið með verkfræðingum, sá síðasti
9. ágúst sl. Staðan þá var sú að
sögn Jóns að tilboð Reykjavíkur-
borgar hljóðaði upp á 44.000
króna hækkun frá maíiaunum og
sömu áfangahækkanir og gildis-
tíma og ASl og VSI sömdu um.
Krafa verkfræðinganna hljóðaði
hins vegar upp á 66.000 króna
hækkun og vildu þeir hafa gildis-
tíma samnings til 15. marz n.k.
— Minning
Framhald af bls. 22
var alltaf syngjandi frjáls eins og
fuglinn í skóginum. Hinn yfir-
þyrmandi grái tölvuheimur kom
ekki mál við hann. Að þessu leyti
var hann hamingjumaður. Hann
var alltaf hinn sami, þó að árin
færðust yfir og hann ætti við
ýmsa erfiðleika og vanheilsu að
stríða, sumir orðuðu þetta svo, að
hann væri hinn eilífi bóhem, i
rauninni var hann hinn sann-
frjálsi maður. Og alltaf var hann
trölltryggur sínum gömlu vinum,
en liklega mat hann dr. Sigurð
Pálsson vígslubiskup mest þeirra
allra. Vinátta okkar gömlu bekkj-
arbræðranna hefur nú staðið i
meira en hálfa öld. En hópurinn
er nú sem óðast að þynnast. 1
sömu vikunni hafa horfið tveir af
okkar gömlu stúdentafélögunum
frá 1928, Hjörtur og Gústaf E.
Pálsson borgarverkfræðingur.
Með Hirti Halldórssyni er horf-
ínn maður, sem var engum öðrum
líkur og er ógleymanlegur sínum
gömlu vinum. Ég votta hinni
ágætu konu hans, Unni Árnadótt-
ur, og sonum hans samúð mina.
Ölafur Hansson.
— Grundvöllur
Framhald af bls. 32
komin i algjör greiðsluþrot og
munu þau flezt öll stöðvazt í þess-
um mánuði, ef ekkert verður að
gert. Likur benda til, að frystihús
annars staðar á landinu fylgi i
kjölfarið á næstu mánuðum.
Áætlað er að rekstrarhalli frysti-
húsanna i landinu á siðara miss-
eri þessa árs verði við núverandi
aðstæður 3 til 4 milljarðar króna.
Þar sem fiskfrysting er út-
flutningsiðnaður og hefur því
ekki aðstöðu til þess að velta
kostnaðarhækkun af sér innan
lands og engar skynsamlegar lik-
ur eru fyrir verðhækkun á er-
lendum mörkuðum umfram það
sem orðið er, er ljóst, að gera þarf
tafarlausar ráðstafanir af hálfu
stjórnvalda til þess að komast hjá
algerri stöðvun frystiiðnaðarins."
Morgunblaðið ræddi i gær við
Gunnar Guðjónsson, stjórnarfor-
mann Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna og spurði m.a. um tölur
um afkomu frystihúsanna eftir
landshlutum. Gunnar kvaðst ekki
hafa handbærar tölur til birtingar
að svo stöddu. Þjóðhagsstofnun
mun vera að vinna að könnun á
afkomu frystiiðnaðarins og vildi
Gunnar ekki tala um tölur, fyrr
en könnun Þjóðhagsstofnunar
lægi fyrir. Þá var Gunnar spurður
að þvi, hvers vegna þessar tölur
hefðu ekki legið fyrir fyrr á þessu
ári og áður en kjarasamningar
voru undirritaðir. Hann sagði:
„Þessar upplýsingar hafa alltaf
legið fyrir og þeim var slegið
fram á fundum í kjarasamning-
unum og ríkisstjórninni var gert
aðvart um það áður en skrifað var
undir samninga, hvaða afleið-
ingar samningarnir myndu hafa
og hækkað fiskverð í kjölfar
þeirra. Það hefur enginn gengið
gruflandi að því, að hverju
stefndi, en þvi miður hafa menn
ekki virzt hafa áhuga og andvara-
leysi hefur verið í þessum mál-
um.“
Þá var Gunnar Guðjónsson
spurður um verðlagsþróun á
Bandaríkjamarkaði. Hann kvað
hana hafa verið mjög góða og
ótrúlega, en það hefði þrátt fyrir
allt ekki dugað til þess að hamla
gegn þeim óskaplegu kostnaðar-
hækkunum, sem orðið hefðu
innanlands. Því næst spurði
Morgunblaðið, hvort ekki væri
unnt að bjarga frystiiðnaðinum
með breyttum greiðslum í verð-
jöfnunarsjóð. Gunnar Guðjónsson
sagði að viðmiðunarverð
greiðslna til sjóðsins hefði verið
sett fyrir ofan markaðsverð og
ríkissjóður tekið ábyrgð á því.
„Það kemur okkur því lítið til
góða,“ sagði Gunnar. Er hann var
spurður um það, hvort ekki væri
þá unnt að lækka greiðslur í sjóð-
inn sagði hann að auðvitað væri
unnt að leysa málið. Einhvers
staðar frá yrði þetta fjármagn að
koma og slík vandamál yrðu alltaf
leyst með fjármagnstilfærslum
milli hólfa í þjóðfélaginu. „En
það er ekki okkar að segja til um
það,“ sagði Gunnar, sem kvað
stjórn SH engar skoðanir hafa á
því, hvernig leysa ætti þetta
vandamál. „Stjórnin hefur lagt
fram skýrslu um staðreyndir og
gerir í sjálfu sér engar kröfur,
bendir aðeins á að menn séu að
gefast upp. Við erum að skýra frá
því, og svo verða aðrir :ð ráða
fram úr því,“ sagði stjórnarfor-
maður Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna.
Þá ræddi Morgunblaðið við Jón
Pál Halldórsson, framkvæmda-
stjóra Hraðfrystihússins Norður-
tanga á Isafirði. Blaðið spurði Jón
Pál, hvernig afkoma vestfirzkra
frystihúsa væri. Hann kvaðst ekki
vilja skýra frá því og væri ástæð-
an sú, að hann hefði hvað mest
haldið því fram innan samtaka
hraðfrystihúsamanna, að um væri
að ræða vandamál hraðfrystiiðn-
aðarins i heild en ekki einstakra
húsa eða landshluta. Ilins vegar
kvað hann það ekkert launungar-
mál að á siðastliðnu ári varð
sæmileg afkoma frystihúsa á
Vestfjörðum og á Norðurlandi.
Hins vegar væri reyndin sú nú að
málið væri mjög alvarlegs eðlis og
hann kvaðst halda að það væri
alvarlegra en menn hefðu í raun
gert sér grein fyrir. Hann sagðist
ekki búast við að neitt frystihús á
landinu væri rekið með hagnaði
— ekki einu sinni þau bezt reknu.
Hins vegar kvað hann það mundu
vera misjafnt, hve lengi frystihús-
in gætu þraukað og þar stæðu
húsin á Suðurnesjum langlakast.
Fyrr eða síðar kvað hann önnur
hús myndu stöðvast, ef ekkert
yrði að gert.
Þá spurði Morgunblaðið Jón
Pál Halldórsson, hvort ekki hefði
verið óráðlegt fyrir vestfirzka
vinnuveitendur að ganga fram
fyrir skjöldu eins og þeir gerðu i
kjarasamningunum i júni og
semja og þar með leggja línurnar
um kauphækkanir, þegar þessar
staðreyndir hefðu legið á borðinu.
Jón Páll kvað alrangt að vestfirzk-
ir vinnuveitendur hefðu markað
linuna i kauphækkunum. Það
hefði sáttanefndin gert með um-
ræðugrundvellinum, sem lagður
var fram 17. mai, þar sem kveðið
var á um 15 þúsund króna hækk-
un strax og 6 þúsund krónur um
áramót. Vestfirzku samningarnir
hefðu síðan verið undirritaðir 13.
júni og þá hefði upphafshækkun
verið 16 þúsund krónur, en hækk-
unin um áramótin 5 þúsund. Þvi
hefði vestfirzki kjarasamningur-
inn í raun aðeins fært 1.000 krón-
ur fram um hálft ár. Þvi yrði ekki
i móti mælt að stefnan hefði verið
mörkuð með sáttatillögunni, enda
kvað hann hafa komið i ljós að í
Reykjavík hafi samizt um 2 þús-
und króna hærri upphafshækkun
en fyrir vestan.
Samtök atvinnuveganna bentu
á, sagði Jón Páll, þegar er sáttatil-
lagan kom fram, að ekki væri
grundvöllur til að veita slika
kauphækkun. Þetta var aftur
gert, þegar fiskverðsákvörðun var
tekin. Akvörðun fiskverðs var
tekin með atkvæðum seljenda og
oddamanni gegn atkvæðum fisk-
kaupenda. Jón Páll kvað stjórn-
völdum hafa verið sent bréf á
sínum tíma og þeim bent á hætt-
una, sem þessu væri samfara.
Árni Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri samtaka Sam-
bandsfrystihúsa, kvað fréttatil-
kynningu SH ekki boða nein ný
sannindi. Hér væri um gamla
frétt að ræða, því að unnt hefði
verið að gefa þessar viðvaranir
þegar í júnimánuði og það hefði
verið geqt, þegar kjarasamningar
voru undirritaðir og fiskverð
ákveðið. Árni sagði:
„Fiskverðsákvörðunin, sem
óhjákvæmilega kom í kjölfar
kjarasamninganna, svo að sjó-
menn fengju sambærilega hækk-
un og aðrir launþegar varð 20%,
en hún samsvarar 12% hækkun
heildarútgjalda frystihúsanna.
Vinnulaunahækkunin varð meiri
en það, svo að vinnulaunahækkun
varð á bilinu 25 til 26%. Er þá
heildarútgjaldahækkunin orðin
eitthvað á bilinu 17 til 20%“.
Arni kvaðst ekki hafa tölur um
hversu afkoman skiptist á milii
landshluta og kvað hann Þjóð-
hagsstofnun vera að athuga þau
atriði. Þó kvað hann Norðurland,
Vestfirði og hluta Vesturlands
betur sett en aðra landshluta.
Ástæðan fyrir því er sú að þorsk-
ur hefur þar verið hlutfallslega
meiri í aflanum. Hefur útkoman á
honum verið betri. Árni var þá
spurður að þvi, hvort nokkurs
staðar væri nú hægt að finna
frystihús, sem rekið væri með
hagnaði. Hann kvað það hugsan-
legt við beztu aðstæður. Gæti slíkt
átt sér stað t.d. á Isafirði, Bolung-
arvik, Akureyri eða á Húsavik.
Hins vegar kvað hann það aldrei
verða lengi, sem slikt ástand yrði,
ef ekkert yrði að gert. Ef allt fer
saman, hagstætt, gott hráefni, góð
samsetning hráefnis og tiltölu-
lega litlar skuldir, þannig að
vaxtabyrði sé í lágmarki, þá er
hugsanlegt að þar sé hagnaður.
Hins vegar er ljóst, sagði Arni, að
staðan fyrir vestan og norðan hef-
ur verið betri á siðustu árum og
þess vegna þola þau hús þetta
ástand örlítið lengur. Hann kvað á
hinn bóginn rétt og nauðsynlegt
að fram kæmi, að verulegan þátt í
þessu ætti hlutfallsleg lækkun af-
urðalána, en afurðalán hafa á
undanförnum árum eða allt frá
1960, verið um 75% af verðmæti,
en eru núna að meðaltali um
68%, hafa lækkað um allt að 10%.
Vaxtahækkun á þessum lánum
kemur ekki inn í stöðuna eins og
hún er nú, þar sem hún kemur
ekki fram fyrr en um næstu mán-
aðamót.
Undir venjulegum kring-
umstæðum hafa afurðalánin dug-
að fyrir hráefni og vinnulaunum.
Eins og er duga þau rétt fyrir
hráefni. Hráefni og vinnulaun
eru nú nær 85% af söluverði, en
afurðalánin 68%. Hjá meðalhúsi
vantar því milljónir upp á í hverri
einustu viku. Fiskverðið er nú
fyrir 60% af heildarútgjöldum
frystihúss.
Að lokum sagði Árni Benedikts-
son framkvæmdastjóri: „Hver sá,
sem ekki vissi þetta undir mán-
aðamótin júni — júlí, hann hefur
sannarlega ekki etið af skilnings-
trénu."
AUM.VslNíiASIMINN KH:
22480
2tl*retiniili)bib