Morgunblaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977
17
Fornleifafundurinn við Hrafnseyri:
ft
Þarna hefur
verið reisu-
legur bær"
SEM Kunnugt er af frétt-
um hafa þrír starfsmenn
Þjóðminjasafns íslands
unnið að uppgrefti og
rannsóknum á bæjartóft-
um sem fundust nálægt
Hrafnseyri við Arnar-
fjörð. Ekki er enn hægt
með vissu að segja hvaða
bær hafi þarna verið, né
hverjir voru þar ábúend-
ur, og ekki er enn ljóst
hvenær búið hefur verið
á þeim bæ sem að hluta
hefur verið grafinn
þarna upp. Morgunblaðið
spjallaði í gær lítillega
við Mjöll Snæsdóttur og
Guðmund Ólafsson, en
þau voru tvö þriggja sem
unnu að uppgreftinum.
Með þeim var Kristín
Sigurðardóttir, en þeir
þremenningarnir eru
annaðhvort útlærðir eða
nemar í fornleifafræði.
,,í sumar grófum við
upp sjálfan bæinn, þ.e.
íbúðarhúsið, en það er
einn skáli með einu af-
hýsi og langeldi. Auk
þess grófum við upp jarð-
hús, sennilega baðhús, en
það var rétt við skálann,
og einnig litum við á
smiðju sem var rétt við
aðalhúsið.
Það má segja að þarna
hafi verið nokkuð reisu-
legur bær, miðað við það
sem gerst hefur á þessum
tíma, en við teljum bæ-
inn vera frá 10 öld. Skál-
inn er 13 metrar að lengd
að innanverðu, og við
giskum á að afhýsið hafi
haft að geyma lokrekkju.
Staðurinn ber í dag
nafnið Grélutóftir, og
tímans vegna gæti staðist
að þetta væri bær þeirra
landsnámshjóna Áns og
Grélaðar, sem Landnáma
getur um. Þau byggðu
Eyri við Arnarfjörð segir
í Landnámu, en þessar
tóftir eru í um tíu mín-
útna gang vestur frá
Hrafnseyrarbæ, niður
undir sjó við flugvöllinn
og vestur undir Hrafns-
Framhald á bls 18.
. __________... . -;*«■ '2, " ~
—
' . - ' -
' ’p- „ L "
Langeldurinn.
—...—.— -----
Á þessum uppdrætti má sjá lag bæjarins sem grafinn
hefur verið upp við Hrafnseyri. Fyrir miðju er lang-
eldurinn og út af innri enda skálans gengur afhýsið,
sem fornleifafræðingarnir telja hafa verið lokrekkju.
Að nokkru leyti má ráða stærð skálans af stærð mannsins á myndinni, en sá er
Guðmundur Ólafsson, einn þremenninganna er unnu að uppgreftinum.
..... • ■ •-■ •' "''•
S,.;
^ y&S&áJSN .
' A ' ~-V,
\ ^ v,
'• ^ «••■■' . • '■ ■ i.'V- , I., •> . >s,,\ ., >:'■> • 'V''í~ <X ' ■'•
' r - >* , ' > CV < V v
.. . . s... y. V
- ■ í-V ' i' -'v ■ % . . ,m
' j ' | 'H* % ■ y r '/••».'
Séð frá Grélutóftum að Hrafnseyrarbæ. Fyrir miðju má sjá langeldinn, til vinstri
mótar fyrir afhýsinu og fremst hægra megin sér á innganginn.
Inngangurinn í bæinn. Fremst eru hellurnar á hlaðinu.