Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. AGUST 1977
|| O
Sandá á Kili hefur reynzt mörgum ferða-
löngum erfið viðureignar síðari ár eftir að
hún breytti lítillega farveg sínum. Á með-
fylgjandi mynd má sjá hversu mikið vatn er
í henni en hér áður fyrr var hægt að aka
þarna á litlum fólksbílum.
J>,-
•* ■ hemfrr'. " >
-
Loðnuaflinn orðinn
helmingur þess sem
fékkst í fyrrasumar
Fá allt að 200
tunnum í lögn
REKNETABATAR frá Snæfells-
nesi fengu mjög góða síldveiði í
fyrrinótt út af Jökli og fékk t.d.
Steinunn SH 200 tunnur, en sfld
hefur ekki fengizt í reknet á þess-
um árstíma við Snæfellsnes í
fjölda ára. Eins og Morgunhlaðið
hefur sagt frá mega síldveiðar í
reknet ekki hefjast fyrr en 20.
þ.m., en sjávarútvegsráðuneytið
heimilaði Snæfellingum veiðar í
tilraunaskyni á tímahilinu 15. til
Sáttafundur
ekki boðaður
SATTAFUNDUR hefur ekki ver-
ið boðaður enn í kjaradeilu
B.S.R.B. og ríkisins Kristján
Thorlaeius, formaður Bandalags
starfsmanna rikis og bæja, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að hann væri nú farinn að vona að
sáttafundur yrði boðaður hvern
næsta dag, enda hefðu viðræður
dregizt nógu lengi.
Ráðizt á
Islending
í London
FYRIR nokkru var ráðizt á
rösklega tvítugan Islending í
London og liggur hann nú
þungt haldinn á sjúkrahúsi
þar. Er búið að gera tva*r mikl-
ar aðgerðir að piltinum, en
Morgunblaðinu er ekki kunn-
ugt um hvort hann er enn í
lífshættu.
Samkvæmt þeim upplýsing-
um, sem Morgunblaðið hefur
aflað sér, var pilturinn í fríi i
London ásamt unnustu sinni.
Eitt kvöldið fóru þau út að
skemmta sér og fóru þá á
diskótek. Þar munu þau hafa
hitt nokkra araba, sem síðan
buðu þeim heim. Islenzki pilt-
urinn og einn arabanna munu
hafa átt einhver orðaskipti á
frönsku, þannig að aðrir við-
staddir munu ekki hafa skilið
hvað þeim fór á milli. Skyndi-
lega réðst arabinn á íslending-
inn og í átökunum á milli
þeirra meiddist Islendingur-
inn mjög mikið.
20. ágúst og mega Snæfellingar
veiða 300 lestir.
Helgi Kristjánsson, fréttaritari
Morgunblaðsins í Ölafsvík, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að fyrstu tvo dagana hefði aðeins
einn bátur verið við veiðarnar.
Lítið hefði fengizt í fyrstu lögn-
inni, en 70 tunnur í þeirri næstu
og í fyrrinótt hefðu síðan þrír
Ólafsvíkurbátar verið á miðun-
um. Þá hefði fiskazt vel Steinunn
hefði fengið 200 tunnur í lögn-
inni, Matthildur 160 tunnur og
Halldór Jónsson eitthvað minna.
Að sögn Helga er síldin, sem
bátarnir fá, stór og falleg, og færi
hún öll í frystingu til beitu.
Kvað Helgi það vera mjög
óvenjulegt að síld væri veidd í
reknet á þessum slóðum á þessum
árstíma. A meðan reknetaveiði
hefði verið stunduð frá Snæfells-
nesi, hefði bezti veiðitíminn verið
í júli, en menn hugsuðu nú gott til
glóðarinnar í sambandi við rek-
netaveiði síðla sumars við Jökul.
Þá sagði, að hann að Ölafsvíkur-
bátar hefðu fiskað vel að undan-
förnu í troll og dragnót og fiskur-
inn sem þeir fengju væri að
mestu stór og fallegur þorskur.
200 landar
utan á hesta-
mannamót
EVRÓPUMÓT íslenzkra hesta
verður haldið um helgina í Skiv-
eren sem er vinsæll sjóbaðs- og
útivistarstaður á Norðvestur-
Jótlandi milli Skagen og Hirts-
hals. Hefur keppnissvæði mótsins
verið útbúið á baðströndinni en
þar koma til keppni sveitir frá 10
Evrópulöndum. Hver þjóð sendir
7 hesta og eru hestarnir héðan
þegar komnir á staðinn en þeir
voru allir kynntir í Morgunblað-
inu í gær ásamt knöpum.
Vitað er að um 200 íslendingar
fara héðan á mótið og fara flestir
þeirra utan í dag.
Evrópumót íslenzkra hesta eru
haldin annað hvert ár og að þeim
stendur Evrópusamband eigenda
íslenzkra hesta. Keppt er m.a. í
fjórgangi, fimmgangi, skeiði og
fram fer sérstök keppni í hlýðni-
æfingum.
SUMARLOÐNUVEIÐIN er nú
orðin um 51 þúsund lestir eða
tæplega helmingur þess, sem
veiddist á sumar- og haustloðnu-
vertíðinni í fyrra, en þá veiddust
alls tæplega 110 þúsund lestir.
Verðmæti þess loðnuafla er nú
hefur verið landað mun vera á
milli 550 og 600 milljónir króna.
Allgóð loðnuveiði hefur verið
síðustu daga á miðunum við Hala
og norður af Straumnesi. Þar
hafa loðnuskipin fengið góðan
afla, mörg hver en alls eru rúm-
lega 30 skip við veiðarnar. Flest
skipanna hafa farið til Siglufjarð-
ar með aflann, en sum til Faxa-
flóa og eitt skip, Sigurður RE, fór
með 1200 lestir til Vestmannaeyja
og Börkur NK fór með 1050 lestir
til Neskaupstaðar.
Frá því síðdegis á mánudag
fram til kl. 16 í gær tilkynntu 18
loðnuskip afla, alls 10250 lestir og
eru skipin þessi: Gísli Árni RE
400 lestir, Fífill GK 500, Stapavík
SI 460, Loftur Baldvinsson EA
430, Gullberg VE 500, Börkur NK
1050, Keflvíkingur KE 220, Hilm-
ir SU 540, Jón Finnsson GK 540, af hverjum líkið væri.
Norðf irðingar fá
síld í þorskanetin
Rauðsey AK 440, Árni Sigurður
AK 380, Sigurður RE 1200, Svan-
ur RE 320, Súlan EA 720, Guð-
mundur Kristinn SU 260, Huginn
VE 470, Bjarni Ólafsson AK 500,
Arsæll Sigurðsson GK 220 og Vík-
ingur AK 1100.
Lík fannst
á reki við
Akurey
SIÐDEGIS í gær urðu skipverjar
á togaranum Þormóði goða varir
við lík á floti skammt fyrir utan
Akurey, þegar togarinn var á
leið frá Reykjavík á miðin. Var
haft samband við Slysavarnafélag
Islands og tilkynnt um fundinn.
Hafnsögubáturinn Jötunn fór
síðan á staðinn ásamt lögreglu-
mönnum og sótti líkið. I gær-
kvöldi var ekki hægt að fullyrða
AÐ UNDANFÖRNU hafa norð-
firzkir bátasjómenn orðið varir
við töluvert af síld í Norðfjarðar-
flóa og eins skammt utan við
Norðfjarðarhorn. Hafa margir
bátanna fengið slld 1 þorskanet og
hefur síldin verið stór, 34—35
cm. að lengd. Þá hafa menn einn-
ig séð vaðandi síldartorfu inni á
miðjum Norðfjarðarflóa.
Holallí samt lag
t FYRRADAG datt hola 11 á
Kröflusvæðinu skyndilega niður,
eins og hún hefur raunar gert
stundum áður. 1 fyrrinótt tókst
síðan að koma holunni upp aftur
og í gær var unnið á ný að ýmsum
prófunum á vélasamtæðum
Kröfluvirkjunar. Sagði Einar
Tjörvi Elíasson þegar Morgun-
blaðið ræddi við hann síðdegis í
gær að allar prófanir hefðu geng-
ið vel.
Þá sagði Einar Tjörvi að fyrir
nokkrum dögum hefði bandarísk-
ur borsérfræðingur komið að
Kröflu og kennt starfsmönnum
þar nýja aðferð í sambandi við
steypufrágang í holum. Maður
þessi hefði komið hingað til lands
frá Bergen, þar sem hann hefði
aðsetur og ynni við borholur á
botni Norðursjávar.
Morgunblaðið hafði samband
við Jakob Jakobsson fiskifræðing
í gær og spurði hann hvaðan þessi
síld kæmi. Sagði Jakob, að hann
hefði ekki
enn fengið sýni af sildinni, sem
reyndar væri nauðsynlegt að fá
sem fyrst. A hinn bóginn hefði
Hafrannsóknastofnunin fengið
sent sýni af síld sem veiddist í
Reyðarfirði fyrir skömmu. Við
rannsókn hefði komið i ljós, að
þar var sumargotssíld á ferðinni,
liklega síld sem nýbúin var að
hrygna við Hrollaugseyjar og
hefði síðan gengið norður með
Austfjörðum í ætisleit.
Annars sagði Jakob, að nauð-
synlegt væri að fá sýni af síldinni
sem fengist við Norður- og
Austurland, til þess að kanna af
hvaða stofni hún væri, menn
vissu aldrei hvort um væri að
ræða sumargotsild, vorgotsíld eða
hvort síld af norsk-islenzka stofn-
inum hefði slæðzt hingað til lands
á ný.
r
Olafur B. Thors, forseti borgarstjórnar:
Vilji borgaryfirvalda að
framkvæmdum á Ártúns-
höfða verði lokið sem fyrst
„ÞVt SKAL ekki neitað að framkvæmdir á Artúnshöfða hafa ekki
gengið eins hratt og æskilegast hefði verið og það er borgaryfir-
völdum Ijóst. En það á sfnar skýringar. Hins vegar vil ég
mótmæla því harðlega, að menn hafi ekkert fengið fyrir sín
gatnagerðargjöld, þvi það er rangt“, sagði Ölafur B. Thors, forseti
borgarstjórnar, er Mbl. hafði samband við hann vegna þeirrar
gagnrýni á borgaryfirvöld, sem fram kom í viðtali við Kristmund
Sölvason, formann Artúnshöfðasamt akanna, f Mbl. á þriðjudag.
„Vegna fyrirspurnar Morg- svarbréfi sínu getur borgar
hafi ekki verið neitt svar er
algjörlega röng og einnig hlýt
Framhald á bls 18.
unblaðsins hef ég kynnt mér
þetta mál í fjarveru borgar-
stjóra og þá lesið yfir þau
bréfaskipti, sem Kristmundur
getur um“, sagði Ólafur. „I
bréfi Ártúnshöfðasamtakanna
til borgarstjóra er beðið um
upplýsingar um það sem er á
döfinni varðandi framkvæmdir
í hverfinu, malbikun gatna, lýs-
ingu, strætisvagnaferðir og ak-
brautir að og frá hverfinu. I
stjóri um það sem fyrirhugað ei
á öllum þessum sviðum og býð-
ur félaginu til frekari við-
ræðna, ef því sýnist svo.
Mér er ekki kunnugt um,
hvort af þessum viðræðum
varð, en af orðum Kristmundar
í viðtalinu við Morgunblaðið
hlýt ég að álíta að félagið hafi
ekki þegið boð borgarstjóra um
frekari skoðanaskipti. En sú
fullyrðing, að bréf borgarstjóra
Olafur B. Thors