Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGUST 1977 5 Brotizt inn hjá ísaf old 1 Siglufirði Siglufiröi 17. ágúst. UM HELGINA var brotizt inn í frystihúsið og söltunarstöðina ísa- Reynt að brjótast inn hjá Neytenda- samtökunum UM HELGINA var reynt aö brjótast inn hjá Neyt- endasamtökunum að Baldursgötu 12 hér í Reykjavík. Ekki tókst inn- brotsmönnum þó að kom- ast inn á skrifstofuna, en þeir brutu rúðu og skemmdu hurð mikið. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar virðist hér miklu fremur skemmdarfíkn hafa ráðið ferðinni en hagnaðarvon. fold og þaðan stolið ávísun að upphæð kr. 166.457. Var ávísunin á eyðublaði frá Utvegsbanka is- lands, Siglufjarðarútibúi, og talið er að ávísunin hafi verið nr. 3507, en svo faglega hefur þjófurinn farið að, að hann hefur rifið svuntuna úr ávísunarheftinu en skilið það eftir. Var ávísunin stíl- uð á Póst og sima. Hér er nú bezta veður, og skip á leið til lands með loðnu. Víkingur var að melda sig með 1000 tonn, en ekki liggur fyrir hvort hann kemur hingað eða fer annað. Dagný landar í dag 130 tonnum af stórum og góðum fiski, mest þorski. © INNLENT Garðar póstmeislari ( Hveragerði, rúðuna sem brotin var ( pósthúsinu. Óspektir gerði um Hvcragcrði 17. ágúst. MIKIL læti eru hér í Hveragerði um helgar. Lætin byrja yfirleitt á föstudagskvöldum og hafa þeir sem búa við aðalgötu þorpsins, Breiðumörk, vart Borgin býður 24,3% hækkun en verkfræðingar vilja fá 36,9% —segir í greinargerð skrifstofu borgarstjóra MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi greinargerð frá skrifstofu borgarstjóra vegna kjaradeilunnar við Stéttarfélag verkfræðinga: „Kjarasamningur milli Reykja- víkurborgar og Stéttarfélags verkfræðinga rann út 10. júlí s.l. Hjá borginni og stofnunum henn- ar starfar nú 31 verkfræðingur samkv. þessum kjarasamningi. Launamálanefnd Reykjavíkur- borgar hefur gert Stéttarfélaginu tvö tilböð. Hið fyrra var um 7.5% hækkun á júlíkaup og samnings- tíma ti_l 1. nóvember n.k. Er það i samræmi við nýgerðan samning Bandalags háskólamenntaðra manna og fjármálaráðherra svo og samninga sjúkrahúsalækna. Eftir að samninganefnd Stéttarfé- lagsins hafði hafnað þessu tilboði bauð launamálanefndin 12% hækkun á júlíkaup, áfangahækk- anir í samræmi við kjarasamn- inga aðila vinnumarkaðarins frá 22. júni s.l. og samningstíma til 1.12 1978. Visitöluákvæði skyldu vera öbreytt frá fyrri samningi, þ.e. hlutfallsleg hækkun. I þessu síðara tilboði launa- málanefndar felst, að vegin með- allaun verkfræðinga verða kr. 43.875 hærri en meðallaun þeirra i maímánuði námu. Nemur hækk- unin um 24.3%. Byrjunarlaun verða kr. 161.504 á mánuði (maí- laun voru kr. 129.910), en hæstu laun kr. 258.979 (i stað kr. 208.318 í mai). Vegin meðallaun verða kr. 224.293 á mánuði (í stað kr. 180.418). Á þessar tölur bætast síðan áfangáhækkanir. Launakröfur Stéttarfélagsins, eins og þær nú liggja fyrir, fela hins vegar i sér 23.3% hækkun að meðaltali á júlikaup, en það er 36.9% hækkun frá meðallaunum í maímánuði. Hækkunin i krónu- tölu frá þeim tíma nemur að með- altali kr. 66.509. Stéttarfélagið krefst auk þess áfangahækkunar í hlutfallstölum og samningstíma til 15. marz 1978. Byrjunarlaun samkv. kröfugerðinni yrðu kr. 177.792, hæstu laun kr. 285.408, en vegin meðallaun kr. 246.927. Þegar þessi staða lá fyrir eftir fund samningsaðila 9. ágúst s.l. boðaði Stéttarfélagið með bréfi 12. þ.m. verkfall hjá fjórum verk- fræðingum, sem starfa við verk- áætlanadeild Rafmagnsveitunn- ar, og á verkfallið að hefjast 22. ágúst. 1 kjaradeilu aðila fyrir u.þ.b. ári siðan beitti Stéttarfélagið svipuðum vinnubrögðum, þ.e. að boða verkfall örfárra verkfræð- inga á vinnustöðum, þar sem slík- ar aðgerðir geta verið sérstaklega viðkvæmar, annaðhvort gagnvart starfsemi borgarinnar sjálfrar eða einstaklinga í borginni. 1 þessu sambandi er minnt á, að þá var reynt með verkfalli 2 verk- fræðinga í skrifstofu byggingar- fulltrúa að draga úr eða stöðva byggingarframkvæmdir i borg- inni. Með hliðsjón af því sem hér hefur verið rakið telja borgaryfir- völd ekki rétt, að Stéttarfélagið ráði eitt ferðinni i þessari kjara- deilu og telji félagið, að nauðsyn beri til að gripa til verkfallsað- gerða til að knýja á um lausn Framhald á bls 18. með stein, sem hent var I aðra Ljósm. Mbl.: CcorR. í Hvera- helgar svefnfrið. Nú um síðustu helgi urðu þrjú fyrirtæki fyrir barðinu á pörupiltum þessum, en þá voru unnin spjöll á pósthúsinu meðal annars. Voru þar brotnar 2 stórar rúður, sem kosta um 100 þús. kr. Hvergerðingar hafa lengi reynt að fá lög- gæzlu á staðinn, en án árangurs. Engu að síður stendur lögregluvarðstofa tilbúin til notkunar. Um helgar er hér mikil umferð og finnst Hvergerðingum ekki lengur hægt að búa við núverandi ástand í lög- gæzlumálum. — Georg. Vestfirzkir náttúruvemd- armenn ferð- ast og funda AÐALFUNDUR Vest- firzkra náttúruverndar- samtaka verður haldinn á ísafirði á sunnudaginn. Gestur fundarins verður Jakob Björnsson, orku- málastjóri, sem flytur er- indi um stefnu og valkosti í orkumálum Vestfirðinga. 1 sambandi við aðalfund- inn verður efnt til ferðar í Jökulfirði, sem farin verð- ur á laugardaginn. Skemmtiferð Óðins á Suðurland MALFUNDAFÉLAGIÐ Óðinn efnir ti! skemmtiferðar að Sögu- aldarbaMium í Þjórsárdal og að Hraune.v jarfossum og Sigöldu n.k. sunnudag, 21. ágúst. I.agt verður af stað frá Valhöll við Háaleitisbraut 1. kl. 8 ásunnu- dagsmorgunn. Fargjald fyrir full- orðna er kr. 2500. en í þvi er innifalinn hádegisverður á leið- inni. Gjald fyrir börn er kr. 1000, en ferðin er opin öllu sjálfstæðis- fólki. 0 II PIFCO LOFTRÆSTIVIFTUR Á undanfömum tveimur áratugum höfum við byggt upp stcerztu og reyndustu sér- verzlun landsins með loftrcestiviftur í hibýli, skrifstofur, skóla, samkomuhús, verksmiðjur,vörugeymslur, gripahús og aðra þá staði þar sem loftrcestingar er þörf. Veitum tceknilega ráðgjöf við val á loftrcestiviftum. Nýlega tók iil starfa hér I Keykjavfk fyrirtæki, sem sérhæfir sig (gerð eldhúsinnréttinga. Nefnist það Eldhúsval s.f. og eru aðaleigendur Þórarinn Valgeirsson og Haraldur Jónsson. — Fyrirtækið er til húsa að Njálsgötu 22 og hefur þar sérstakan sýningarglugga með innréttingum. — Hér á myndinni eru þeir Þórarinn og Haraldur ( einu af „eldhúsum" sfnum. Innréttingin er úr litaðri eik. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Fálkinfi póstsendir allar nánari upplýsingar, sé þess óskað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.