Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. AGUST 1977 flfaKgMllljftlfeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar R itstjórna rf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10100. Aðalstræti 6, sfmi 22480. Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakið. Vandi frystihúsanna Stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem segir, að rekstrargrundvöllur frystiiðnaðarins sé nú brostinn. Og síðan segir orðrétt: „Á þessu ári hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina, þar sem verðhækkun afurða hefur hvergi nærri dugað til að standa undir útgjaldahækkunum, einkum á hráefni og vinnulaunum. Athuganir sýna, að á fyrra misseri þessa árs hefur allur fjöldi frystihúsa verið rekinn með halla, þótt fyrst hafi kastað tólfunum við þær kostnaðarhækkanir, sem yfir dundu 1. júlí sl. Er nú svo komið, að frystihús á Suður- og Vesturlandi eru mörg komin i algjört greiðsluþrot og munu þau flestöll stöðvast i þessum mánuði, ef ekkert verður að ggrt. Líkur benda til, að frystihús annars staðar á landinu fylgi í kjölfarið á næstu mánuðum. Áætlað er, að rekstrarhalli frystihúsaanna i landinu á síðara misseri þessa árs verði við núverandi aðstæður 3—4 milljarðar króna. Þar sem fiskfrysting er útflutningsiðnaður og hefur þvi ekki aðstöðu til þess að velta kostnaðarhækkun af sér innanlands og engar skynsamlegar líkur eru fyrir verðhækkun á erlendum mörkuðum umfram það sem orðið er, er ljóst að gera þarf tafarlausar ráðstafanir af hálfu stjórnvalda til þess að komast hjá algerri stöðvun frystiiðnaðarins." Hér er að sjálfsögðu um mjög alvarlegt mál að ræða, þar sem frystiiðnaðurinn er ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar og afkoma hans skiptir sköpum um gang atvinnu- og efnahagslifs. Nokkrar spurningar vakna þó i sambandi við yfirlýsingu stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem nauðsynlegt er að fá skýrari svör við en nú þegar liggja fyrir. Það vekur sérstaka athygli, að í yfírlýsingunni segir, að athuganir sýni „að á fyrra misseri þessa árs hefur allur fjöldi frystihúsa verið rekinn með halla". Engum þarf að koma á óvart, þótt taprekstur blasi við frystihúsunum á næstu mánuðum i kjölfar þeirra kjarasamninga, sem gerðir voru i júnímánuði. Svo mikil kostnaðaraukning fylgir þeim kjarasamningum fyrir allan atvinnurekstur í landinu, að við þurfum að vera sérstaklega heppnir með verðlagsþróun á erlendum mörkuðum til þess að frystiiðnaðurinn geti tekið þær kostnaðarhækkanir á sig án annarra aðgerða. Hitt kemur mönnum meira á óvart, að allur fjöldi frystihúsa hafi verið rekinn með halla fyrri hluta þessa árs. I fyrsta lagi vegna þess, að almennt er talið, að afkoma frystihúsanna hafi verið mjög góð á árinu 1976, kannski einhver bezta afkoma, sem þau hafa búið við á síðari árum. Ekki er vitað til þess, að á fyrri hluta ársins eða fram að nýgerðum kjarasamningum hafi kostnaðaraukning orðið svo gífurleg, að skýri slík umskipti á fyrri hluta ársins. 1 öðru lagi vekur það óneitanlega athygli úr því að svo hefur verið að mati stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, að það skuli ekki hafa verið upplýst opinberlega miklu fyrr og áður en nýir kjara- samningar voru gerðir. Það hefði verið sjálfsagt og eðlilegt, að frystiiðnaðurinn hefði gert þjóðinni grein fyrir þessari stöðu sinni meðan samningaviðræður stóðu yfir til þess að menn gerðu sér enn gleggri grein fyrir því, hver staða undirstöðu- atvinnuveganna raunverulega væri og þá um leið raun- veruleg greiðslugeta þeirra. En það var ekki aðeins, að slikt væri ekki upplýst opinberlega, heldur gengu t.d. frystihúsin á Vestfjörðum fram fyrir skjöldu og tóku frumkvæði um gerð kjarasamninga á grundvelli, sem var talsvert umfram það, sem Vinnu- veitendasambandið á þvi stigi hafði boðið fram í hinum almennu samningum og er erfitt að skilja, hvernig frystihús, sem þegar eru rekin með tapi, geta haft forystu um slíka samningagerð sem þar átti sér stað. Allt eru þetta athugasemdir, sem nauðsynlegt er að gera nú, þegar yfirlýsing stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna liggur fyrir og eðlilegt að Sölumiðstöðin svari. Að þessum athugasemdum gerðum er hitt auðvitað alveg ljóst, að það verður að takast á við rekstrarvandamál frystihúsanna. Sjálfsagt er sá vandi, sem mest er aðkallandi bundinn þeim takmörkunum á afurðalánum, sem komið hafa til sögunnar sfðustu vikur og hafa valdið því að innlánsbindingin, sem stendur undir afurðalánunum dugar Væntanlega taka Seðlabankinn og viðskiptabankar sjávarútvegsins það til rækilegrar og skjótrar athugunar á hvern hátt hægt er að leysa þessi greiðsluvandamál. Það er engan veginn auðvelt fyrir bankana, því að innlánsbindingin, sem stendur undir afurðarlánunum dugar ekki fyrir hærri afurðarlánum en nú eru veitt. Og auðvitað gagnar lítt að auka lánveitingu ef um taprekstur er að ræða. Að öðru leyti mun Þjóðhagsstofnun nú þegar hafa byrjað könnun á rekstrarstöðu frystihúsanna og þegar niðurstöður þeirrar könnunar liggja fyrir er kominn grundvöllur til þess að taka á vandamálum þessarrar rniklu atvinnugreinar. Enginn má skilja þær athugasemdir, sem hér hafa verið gerðar við málsmeðferð Sölumiðstöðvarinnar á þann veg, að Morgunblaðið vilji loka augunum fyrir því, að um raunverulegan vanda sé að ræða. Hann er áreiðanlega til staðar. En sá vandi verður ekki einvörðungu leystur með því að gera kröfur á hendur ríkisvaldinu. Það skiptir meginmáli fyrir framtíð atvinnurekstrar í einkaeign í landinu, að hann geri ekki síður kröfur til sjálfs sfn heldur en annarra. Agi og aðhald þarf að ríkja í einkarekstri til þess að hann njóti þeirrar virðingar, sem honum ber. Vafalaust er það svo, að margt í uppbyggingu frystiiðnaðarins þarf endurskoðunar við. Það getur t.a.m. stuðlað að aukinni hagkvæmni í rekstri, að í frystiiðnaðinum skapist færri einingar en stærri, og hvað sem öðru líður er ekki viðunandi, að illa rekin frystihús dragi heildarafkomuna niður. Vandamál frystihúsanna eru áreiðanlega margþætt. Þau eru t.d. sérstaks eðlis á Suður- og Vesturlandi, þar sem hráefnisframboð hefur verið minna og ekki eins jafnt og fyrir austan, norðan og vestan. Þannig er í mörg horn að líta. En þjóðin verður að gera sér grein fyrir því, að þegar komið er að útflutningsframleiðslunni er með engu móti hægt að velta vandanum á undan sér eða koma honum yfir á herðar annarra, eins og hægt er í ýmsum öðrum atvinnugreinum. Þegar komið er að rekstrarvandamálum í frystiiðnaðinum er ekki hægt að hækka verðlag til þess að mæta auknum útgjöldum. Það er verðlagsþróunin á Bandaríkjamarkaði fyrst og fremst sem ræður ferðinni. Þess vegna er hér um að ræða vanda sem verður að takast á við og það fyrr en seinna. Frystíhúsamenn verða ekki síður að horfa í eigin barm en annarra í þeim efnum. Skákstfll Spasskys hefur tekið stórt stökk fram á við frá því í einvíginu við Hort í vor. (Hárréttur bióleikur. Hvítur hefði getað veitt meiri mót- spyrnu eftir 41 ... Ilxa4, 42. bxa5 — bxa5, 43. Hb5 — Rxd4, 44. Hxd5 — Rc2 — Bf2) 42. Bf4 (Eftir 42. bxa5 — bxa5, 43. Hb5 á svartur svo að segja rakta vinningsleið: 43 .. . Rf5, 44. Bf2 — Hxa4, 45. Hxd5 — Hal+, 46. Ke2 — Ha2 + , 47. Kfl — Ke6! 48. Hb5 — Rg3+, 49. Bxg3 — hxg3, 50. Hxh5 — Hf2+ og svartur vinnur eftir bæði 51. Kel — f5!, og 51. Kgl — a4, 52. Ha5 — Hd2! Staða hvíts er einnig harla vonlitil eftir 46. Bel — a4, 47. Kf2 — Rxd4, 48. Hxh5 — Rf5!) Rf5,43. Kgl (Svartur hótaði 43.. .Rg3 + ) Rxd4, 44. Bc7 Sigurinn blasir nú við Spassky BORIS Spassky knúði ung- verska stórmeistarann Lajos Portisch til uppgjafar í hið- skákinni úr fjórtándu einvigis- skák þeirra félaga 1 Genf í Sviss. Spassky hefur því hlotið átta vinninga gegn sex vinning- um Ungverjans og þarf því nú aðeins eitt jafntefli úr þeim tveim skákum sem eftir eru til þess að tryggja sér sigur í ein- viginu. Honum ætti að takast það án teljandi erifðleika og nú stefnir þvf allt 1 einvfgi á milli þeirra Spasskys og Korchnois um réttinn til að skora á heims- meistarann, Anatoly Karpov. Ekkert nema kraftaverk get- ur nú bjargað Lajos Portisch frá ósigri í einvíginu, en margir eru á þeirri skoðun að sú ákvörðun hans að taka sér viku hlé um miðbik einvigisins hafi verið byggð á röngum forsend- um. Flestir þeirra sem fylgdust með einviginu voru nefnilega á þeirri skoðun að Portiseh hafi þá verið í mun betra formi en Spassky og hvildin hafi verið kærkomin fyrir Spassky, sem var þá farinn að sýna þreytu- merki. Harry Golombek, fréttaritari Morgunblaðsins i Genf, sagði að taflmennska Spasskys i bið- skákinni i gær hafi verið aðdá- unarverð og hann hafi ekki gef- ið andstæðingi sínum hið minnsta tækifæri á mótspili. F'innig sagði Golombek, sem er forseti enska skáksambandsins og hefur fylgzt náið með öllum helztu skákmótum siðustu 30 ár, að Spassky hefði sjaldan verið betri en nú og glæsileg taflmennska hans i þessu ein- vígi hefði helzt minnt á sigur- göngu hans í áskorendaein- vígjunum 1965 og 1968. En lít- Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON um á lok fjórtándu skákarinn- ar. Biðstaðan var þessi: Svart- Rnric Snacclrv Hvítt: Lajos Portisch 41... Rg7! h3! (Smiðshöggið. Nú er vinningur- inn aðeins tæknilegt atriði) 45. gxh3 — Rxf3+, 46. Khl — Hxa4, 47. bxa5 — bxa5, 48. Hb5 — Hc4,49. Bg3 (Hvítur kemst ekki hjá manns- tapi eftir 49. Bxa5 — Hc2) Ke6, 50. Hxa5 — Rg5, 51. Ha6+ — Kf5,52. Hd6 — h4!, 53. Bh2 Hcl+. Hvítur gafst upp. Eftir 54. Kg2 — Hc2+, 55 Khl — Rf3, tapar hann manni. Spassky og Marina ciginkona hans sem cr eini aó- stoðarmaður hans í cinvíginu við Portisch.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.