Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. AGUST 1977 radauglýsingar raðauglýsingar raöauglýsingar /o Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans h.f. Gjald- heimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 16. þ.m. verða lögtök látin fram fara fyrir van- greiddum opinberum gjöldum, skv. gjald- heimtuseðli 1977, er féllu í eindaqa þ. 1 5. Jxm. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignar- skattur, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, slysatryggingargjald, vegna heimilsstarfa, iðnaðargjald, slysatryggingargjald, at- vinnurekenda skv. 36. gr. 1. nr. 67/1971 um almannatryggingar, lífeyr- istryggingarfjald skv. 25. gr. sömu laga, atvinnuleysistryggingagjald, launaskatt- ur, útsvar, aðstöðugjald, iðnlánasjóðs- gjald, iðnaðarmálagjald og sjúkratrygg- ingargjald. Ennfremur nær úrskurðurinn til gjald- hækkana og skattsekta, sem ákveðnar hafa verið til ríkissjóðs pg borgarsjóðs svo og til skatta, sem innheimta ber skv. Norðurlandasamningi sbr. 1. nr. 1 1 1 /1972. Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostn- aði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættid í Reykjavík, 16. ágúst 1977. ] [ Lögtaksúrskurður Að kröfu sveitarsjóðs Gerðahrepps úr- skurðast hér með að lögtak má fara fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa, til tryggingar ógreiddum en gjald- föllnum fasteignagjöldum, aðstöðugjaldi, hreinsigjaldi og útsvari ársins 1977 til sveitarsjóðs Gerðahrepps. Kef/avík 12. ágúst 1977, Sýs/umadurinn í Gullbringusýslu. Ykkur, sem heiðruðuð mig á áttræðisaf- mæli mínu með veislum, gjöfum og skeytum, færi ég innilegar þakkir og bið ykkur heilla og blessunar um alla framtíð. Lýður Jónsson. FÉLAGSSTARF Málfundafélagið Óðinn efnir til skemmtiferðar sunnudaginn 21. ágúst. Farið verður að Búrfelli, í Sögualdarbæinn í Þjórsárdal. að Hrauneyjarfossum, og í Sigöldu. Farseðill fyrir fullorðna kostar 2500 kr. fyrir börn 1000 kr. Innifalið er hádegisverður. lagt verður af stað frá Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 8. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Upplýsingar um ferðina eru veittar á skrifstofu Óðins. milli kl 1 7 og 1 9 í Valhöll, sími 8292 7. Ferða- og skemmtinefnd. Stjórn kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi boðar til fundar fimmtudaginn 18. ágúst n.k. kl. 20.30 i Sjálfstæðishúsinu Keflavik. Fundarefni: Undirbúningur fyrir S.U.S.-þíng. Önnur mál. _ .. Stjornin. Ungir sjálfstæðismenn í Kópavogi Fundur í Sjálfstæðishúsinu. Hamraborg 1 fimmtudaginn 18. ágúst kl. 1 7:30. Fundarefni: 1. Staða ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi. 2. Þing SUS i Vestmannaeyjum 16.—18. sept. n.k. Fulltrúar frá stjórn SUS mæta á fundinn. Stjórnin. Undirbúningur fyrir þing SUS í Vestmannaeyjum 16. —18. sept. — Starfshópur um húsnæðismál. Fundur í Valhöll fimmtudaginn 1 8. ágúst kl. 20:00. Ritari: Þorvaldur Mawby, framkvæmdastjóri. Skemmtiferð Hvatar laugardaginn 20. ágúst Hvöt félag sjálfstæðiskvenna fer skemmtiferð n.k. laugardag. Lagt verður af stað frá Valhöll, Bolholti 7 kl. 9 f.h. Farið verður sem leið liggur austur að Selfossi og Mjólkurbú Flóamanna skoðað. Þá ekið að Laugarvatni og þar snæddur heitur hádegisverður. Eftir viðdvöl að Laugarvatni verður farið í Þjórsárdal og Þjóðveldisbærinn þar skoðaður ásamt Hjálpar- fossi. A leiðinni í bæinn verður ekið niður Hreppa, gegnum Biskups- tungur með smáviðdvöl í Skálholti og siðan á Þingvöllum. Þátttökugjald er aðeins kr. 2800 og er þá innifalinn hádegis- verðurinn að Laugarvatni. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir fimmtudagskvöld 18. ágúst i sima 82900 i Valhöll og þar verða seldir farmiðar. Allar sjálfstæðiskonur hvattar til þátttöku og taki með sér gesti. Sleppa lundapys junum tíl hafs Lundapysjuveiðar standa nú yfir af miklum móð í Eyjum, en fólk á öllum aldri safnar pysj- unum saman þegar þær fljúga á nóttinni á ljósin i bænum og næsta dag er þeim sleppt út á hafið blátt. Þessi venja hefur ávallt verið í Eyjum, en víðast annars staðar á landinu drepa menn pysjuna, til matar eða kofuna eins og hún heitir ann- ars staðar á landinu. Meðfylgj- andi myndir tók Sigurgeir í Eyjum af nokkrum unglingum sem voru að sleppa pysjum á Eiðinu í Eyjum, en þar er hundruðum pysja sleppt dag- lega um þessar mundir. Það er ekkert smá alvörumál að hafa Iff pysjunnar í hendi sér, en þegar búið er að sleppa, fær- ist bros yfir á ný. Syntu af stað vegna ævintýra- þrár Brighton, Englandi, 16. ág. Reuter. ÞRJU BÖRN, haldin ævintýra- þrá og löngun eftir að vinna sér frægð og frama, ákváðu í dag að synda yfir Ermarsund til Frakklands — en þeim láðist að gera foreldrum sínum við- vart. Vörður við Brightonströnd- ina, Ray Walters, var kvaddur út af vegfaranda sem hafði séð börnin leggja af stað. Fundust börnin sem voru systkini, 12 og 14 ára og fjórtán ára vinur þeirra, i mestu makindum á . sundi fjórar milur frá strönd- inni. Vörðurinn sagði að börnin hefðu haft mestar áhyggjur af því að fá ekki að halda áfram, en þegar hann hefði sagt þeim hversu langt þau hefðu synt hefði stúlkan Sara látið i ljós gleði sína og talið að hún myndi fá fyrir þetta viðurkenningu hjá sundkennara sinum. Voru þau því næst flutt til sama lands. Þar tóku þau upp klæði sín og gengu á brott eins og ekkert hefði i skorizt. Frá Brighton til Frakklandsstrand- ar eru 68 mílur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.