Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGUST 1977 15 Hóta að loka 40 skólum í Soweto Jóhannesarborg, 16. ágúst — AP. RÁÐHERRA í stjórn Suður- Afríku hótaði því I dag að stjórn- in myndi láta loka 40 skólum í blökkumannabænum Soweto, en nemendur hafa ekki mætt þar í skóla svo vikum skiptir f mót- mælaskyni við lélegt skólakerfi fyrir svertingja. Það var ráðherra sá sem fer með málefni svertingja sem gaf út þessa viðvörun eftir að hann hafði átt viðræður við dómsmála- ráðherrann James Kruger, sem hefur hótað þvi að stjórnin muni gripa til harðra aðgerða láti nem- endur ekki af því að sniðganga skólana. Að þvi er lögreglan upplýsti voru 36 nemendur handteknir i skólum í Soweto i dag og eru þeir sakaðir um að hafa æst til óspekta. I gær, þriðjudag, hand- tók lögreglan yfir 130 unglinga í skólum i borginni. HRESSINGARHÆLIÐ GI. Skovridergaard — rammi um heilbrigði yðar 95 manns er mikil ánægja í því að gera yður lífið unaðsríkt: Læknar — hjúkrunarkonur — sjúkraþjálfarar, baðdömur og fjöldi annarra annast velferð yðar frá morgni til kvölds. Biðjið um bækling, sem segir yður allt um unaðsrikustu hressingardvöl Danmerkur. G/. Skovridergaard SILKEBORG . DANMARK . TLF. (06) 82 11 55 . POSTBOX 180 Alle mediclnske og fysiurgiske sygdomme . Kurlæge dr. Ib Kristiansen Trudeauhjónin aft- ur í eina sæng? Ottawa 17. ágúst — Reuter MARGRÉT Trudeau hef- ur áhuga á að taka saman við eiginmann sinn Pierre Trudeau forsætis- ráðherra, að nýju að því er blað í Ottawa skýrði frá. Trudeau hjónin slitu samvist- um í maí sl. að ósk frúarinnar sem kvaðst hafa hug á að vinna fyrir sér sem ljósmyndari. Trudeau fékk umfráð yfir þremur börnum þeirra hjóna. Blaðið hafði eftir vini Margrétar að hún hefði eytt mestum hluta júlímánaðar og fyrrihluta ágústs með manni sinum og börnum í sumarhúsi forsætisráðherrans og hefði hún hug á að taka saman við mann sinn að nýju. Leitað var staðfestingar á þess- ari frétt í ráðuneyti forsætis- ráðherrans en þar fengust þau svör að ráðuneytið fylgdist ekki með því hvað frúin tæki sér fyrir hendur. CONCORDE má lenda í New Y ork Kappler er í Luneburg Frú Kappler skildi eftir bréf til Ítalíuforseta Soltay, Vestur Þý/kalandi. Rómaborg 17. ág. — Reuter. AP. ÍTALSKA stjórnin sendi form- lega beiðni til Vestur-Þýzkalands í dag um að framseldur yrði Her- bert Kappler, striðsglæpamaður- inn aldurhnigni, sem komst úr sjúkrahúsi á Italíu til V- Þýzkalands. Vestur-Þjóðverjar hafa þegar látið í það skína að þeir muni ekki sinna þeirri beiðni, eins og fram hefur komið. Lögregla og fréttamenn hafa undanfarinn sólarhring verið á verði við hús eiginkonu Kapplers, sem er í Soltau, í um það bil 50 km. fjarlægð frá Luneburg. Reif- enberg, saksóknari Luneburg, staðfesti i dag að Kappler væri í Luneburghéraðinu, en hann kvaðst ekki vilja staðfesta hvort hann væri í húsi frú Kapplers eða Amin ásak- ar ísraela ekki. Reifenberg sagði að sam- kvæmt stjórnarskránni væri óhugsandi að Kappler yrði fram- seldur. Hann sagði ekki líklegt að vestur-þýzk yfirvöld myndu taka ákvörðun um að hefja málsókn á hendur frú Kappler fyrir að að- stoða eiginmann sinn við flóttann, Þá sagði Reifenberg að ekki væri heldur grundvöllur fyrir því að vestur-þýzka stjórnin krefðist þess að Kappler héldi áfram að afplána fangelsisdóm sinn þar i landi. Itölsk blöð eru uppfull af frétt- um um flótta Kapplers og þykir mörgum auðsætt að frúin hafi notið aðstoðar einhverra á sjúkra- húsinu. Krafizt er í flestum blöð- um að hann verði umsvifalaust framseldur. Frú Kappler skildi eftir sig bréf til Leone ítaliuforseta og var það skilið eftir á sjúkrahúsinu. 1 bréf- inu segir meðal annars: „. . .fyrir þrjátíu árum tókst föð- ur minum og mér að bjarga nokkrum Gyðingum frá því að lenda í gasklefunum og tókst okk- ur að stuðla að þvi að þær kæmust undan til Bandarikjanna, enda þótt við stefnduni með þessu lifi okkar i voða.. .Þessi hjálp var eðlileg og sjálfsögð og við vænt- um engra launa. Síðan hef ég aldrei látið tækifæri mér úr greip- um ganga sem til mannúðar mið- ar. Á þessari stundu er ég i sárri þörf fyrir skilning.. .þegar einnig er um lif og dauða að tefla, bið ég yður og þjóð yðar um þann skiln- ing.“ ítalska fréttastofan ANSA sagði að Leone hefði sagt ráðherr- unum tveimur sem færðu honum Framhald á bls 18. New York, 17. ágúsl,— Reuter DÓMARI í Bandaríkjun- um kvað upp þann úrskurð í dag, að Concorde-þotunni hljóðfráu, sem Bretar og Frakkar standa sameigin- lega að, skuli heimilt að lenda í fyrsta sinn í New York innan tíu daga, en staðið hefur í málþófi um lendingarréttindi þessarr- ar flugvélategundar í lið- lega ár, þar sem hún þykir of hávær. Hefur almennt farþegaflug þessarrar vél- ar til New York því verið endanlega tryggt með þessum úrskurði. Forsvarsmenn bæði Birtish Airways og Air France fögnuðu þessum úrskurði í gær. Af hálfu British Airways var sagt að áformað væri að fara fyrstu ferðina á Concorde til New York þegar í næsta mánuði, en af hálfu Air France var sagt að það muni hefja ferðir með Concorde strax og nauð- synlegu reynsluflugi sé lokið. Fimm í gísl- ingu í Japan Tokvo 16. ágúst. AP. UNGUR maður hefur í röskan sólarhring haldið fimm konum sem gíslum í byggingu trygginga- félags í borginni Kochi í suð- vesturhluta Japans. Upphaflega voru gíslarnir sex, allt konur, en maðurinn mun síðar hafa sleppt einni konunni, þar sem hún átti við vanheilsu að striða. Lögreglan hefur ekki til þessa viljað segja deili á manninum. Östaðfestar fréttir herma að til- gangur mannsins sé að vekja at- hygli á lélegum aðbúnaði í fang- elsum, en lögreglan hefur dregið i efa að þetta séu raunverulegar kröfur mannsins. HAFA------------- baðherbergisskápar Sérlegafalleg og vönduð smíði einkennirsænsku HAFA baðskápana. Margar gerðir eru fyrir liggjandi. Hagstætt verð. Fáanlegir úr TEAK, ASK og hvítlökkuðum ASKI. VALD. POULSEN HF., Suöulandsbraut 10 símar 38520 — 31142. Bandaríkin: Nairobi, Kenya 17. ágúst AP. IDI AMIN Úgandaforseti bar tsraela í dag þeim sökum, að 1500 skæruliðar væru við þjálfun þar í landi með það siðan að markmiði að gera innrás í Úganda og reyna að steypa stjórn hans. Hafði Úgandaútvarpið þetta eftir Amin og kvaðst hann og vita til þess, að skæruliðar væru einn- ig við þjálfun í Bandarikjunum og Bretlandi. Ekki skýrði hann frá hvort skæruliðar þessir væru Úgandamenn. Hann sagði að stöku úganskir herforingjar væru í vitorði með utanaðkomandi öflum, sem vildu öðru fremur koma honum frá völdum. Sovétmadur sviptur ríkis- borgararétti? Miami. 17. ágúsl — Rcuter. BANDARfSKA stjórnin ihugar nú að svipta sovézkan mann bandarískum ríkisborgararétti sínuni eftir að fólk, sem lifði af fangabúðavist nazista, hefur talið líkur á því að maðurinn hafi gegnt varðgæzlu þar. Maðurinn heitir Feodore Fedorenko og er sjötugur að aldri. Hann býr i Miami og hefur mál verið höfðað á hendur honum fyrir að hafa fengið rikisborgara- rétt í Bandarikjunum á fölskum forsendum. Átta manns, sem voru í Treblinkabúðunum í Póllandi, hafa gefið sig fram og telja að Fedorenko hafi verið þar varð- maður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.