Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. AGUST 1977 Jón Gunnlaugsson læknir; Heilsugæzla á Seltj amamesi Sú var tíðin, að sjúkir menn og örkumia iitu vonaraugum til Sel- tjarnarness. Eins og alþjóð er kunnugt sátu landlæknar að Nesi við Seltjörn hver fram af öðrum um 71 árs skeið, frá haustinu 1763 er Bjarni Pálsson fyrsti landlækn- irinn fiytur þangað og til þess tíma er Jón Thorstensen land- læknir flytur þaðan ti! Reykjavik- ur haustið 1834. Þar stóð því vagga þeirrar læknisþjónustu, sem við njótum í dag, þaðan komu fyrstu læknarn- ir er dreifðust um fjórðunga landsins. og því fjölgaði smám saman greinum á þeim meiði, sem Bjarni Pálsson gróðursetti með starfí sínu í Nesi. Ég mun ekki í þessari stuttu grein dvelja lengur við þessa Iöngu liðnu tíð, þótt mér sé það hugleikið. Frá haustdögum 1834 hafa því íbúar Seitjarnarness sótt læknis- þjónustu sína til Reykjavíkur, og ég efa ekki, að þeir hafa á hverj- um tíma notið þeirrar beztu læknisþjónustu sem völ var á, þvi að ■ Reykjavík hafa setið auk landlæknis hinir færustu læknar sem hafa látið nágrannabyggðir Reykjavíkur njóta starfskrafta sinna til jafns við íbúa borgarinn- ar. En ölium er okkur kunnugt, að á síðustu áratugum hafa átt sér stað mikiar breytingar í íslenzku þjóðlífi, sem jafna má við stökk- breytingu hin siðustu árin. Gamla bændaþjóðfélagið, sem lifði fram á þessa öld er nú horfið, en i stað þess er komið vélvætt iðnþjóðfé- lag með gjörbreyttum heimilis- háttum og það svo mjög, að vissir hópar i þjóðfélaginu hafa orðið utangátta í þessu mikla umróti. Hinir mjög svo breyttu atvinnu- hættir og þjóðfélagsvenjur hafa líka kallað á miklar breytingar í heílbrigðisþjónustu, svo miklar, að við höfum ekki hugað að okk- ur, og því hefur á vissum sviðum heilsugæziu skapazt hálfgert neyðarástand, og mun ég koma að þvi síðar. Með lögum um heilbrigðisþjón- ustu frá 16. april 1973 er gert ráð fyrir að iandinu verði skipt í 5 Iæknishéruð. Þessum stóru læknishéruðum er svo aftur skipt niður í heilsugæziuumdæmi með heilsugæziustöðvum og sérstök- um heilsugæzlulæknum. Seltjarnarneskaupstaður er í Reykjavíkurhéraði eins og áður og því er héraðslæknir okkar borgarlæknirinn í Reykjavik. Reykjavíkurhéraði mun í náinni framtið verða skipt niður í nokk- ur heilsugæzlusvæði með heilsu- gæzlustöð á hverju svæði, og er þegar kominn vísir að þessari skiptingu með nýj’u heilsugæzlu- stöðinni í Arbæjarhverfi. Við hér á Seltjarnarnesi höfum því s.l. 3 árum unnið að því sem koma mun, það er að hér á Sel- tjarnarnesi rísi heilsugæzlustöð og að til hennar verði ráðnir heilsugæzlulæknar, eins og lögin gera ráð fyrir. Heilsugæzlan fyrir ibúa Seltjarnarness mun þá að mestu flytjast heim, þótt við mun- um áfram njóta vissrar þjónustu frá Reykjavíkurborg, t.d. slysa- þjónustu, ef um stærri slys er að ræða, jafnvel berklaeftirlits og e.t.v. einhverrar þjónustu á öðr- um sviðum, enda gera lögin beint ráð fyrir því, að viss samvinna eigi sér stað milli heilsugæzlu- stöðva innan sama læknishéraðs. Þessi mál standa nú þannig, að fengið er leyfi heilbrigðisyfir- valda fyrir byggingu stöðvarínnar og ráðinn hefur verið arkítekt, Jes Einar Þorsteinsson. Hann hef- ur undanfarið unnið að hönnun heilsugæzlustöðvarinnar i sam- vinnu við nefnd frá Seltjarnar- neskaupstað og í nánu samráði við Pál Sigurðsson, ráðuneytis- stjóra, Örn Bjarnason, skólayfir- iækni og Skúla Johnsen borgar- lækni. Bæjarstjórn Seltjarnarness hef- ur ákveðið þetta verkefni sem næsta stórverkefni í bænum og staðsetning hefur verið ákveðin með samþykki allra aðila, sem þar eiga hlut að máli. Vonir standa til, að vestasti hluti Reykjavíkur muni tengjast þessari stöð þegar fram líða stundir. Við stefnum að þvi, að hægt verði að hefja framkvæmdir á komandi hausti og við getum tekið i notkuii að minnsta kosti hluta stöðvarinnar að 2 árum liðn- um. Það væri verðug gjöf til minn- ingar um Bjarna Pálsson, ef hægt væri að opna heilsugæzlustöðina á 200 ára dánardægri hans 8. september 1979 og að því munum við stefna. En heilsugæzla er meira en móttaka sjúklings á stofu. Heilsu- gæzla er samstarf margra aðila sem bæði lýtur að heilsuvernd og lækningastarfi. Hún á að geta náð til allra utan sjúkrahúsa sem á þurfa að halda, jafnt ungra sem aldráðra. A heilsugæzlustöðvum verður því unnið fjölþætt starf þar sem hinar ýmsu heilbrigðis- stéttir sameina krafta sína og þekkingu að því lækna sjúkdóma og fyrirbyggjaþá. Ég mun ekki frekar ræða hina ýmsu þætti þessa starfs, en snúa mér í þess stað með nokkrum orð- um að þeim þáttum, sem ég í upphafi greinar minnar minntist á að hefðu orðið utangátta í um- róti breytts þjóðlifs. Ég átti þar fyrst og fremst við umönnun lang- legusjúklinga og þá aðallega gam- alla og aldraðs fólks yfirleitt. Á undanförnum áratugum hef- ur öldruðu fólki fjölgað mjög mik- ið i landinu og munu nú um 8% þjóðarinnar vera 67 ára og eldri. Á sama tima hafa þau störf, sem aldraðir önnuðust áður fyrr, lagzt niður og kemur þar til mikil búseturöskun ásamt breyttum at- vinnuháttum og vélvæðingú á öll- um sviðum. Dreifing þessara aldursflokka er líka mjög misjöfn. Aldraðir hafa flutzt mjög mikið hin síðari ár til þéttbýlisins við sjávarsíðuna og þá aðallega til Reykjavíkur, oft í von um betri aðhlynningu og til þess að vera nær skyldmennum sinum. Því hefur Reykjavik nú mjög hátt hlutfall aldraðra eða um 9% 67 ára og eldri á sama tima og nágrannabyggðirnar eru með um helmingi lægra hlutfall. Það má búast við auknum kvill- um hjá öldruðu fólki bæði vegna hækkaðs aldurs og eins vegna þess, að margir verða fyrr að sitja auðum höndum en þeir óskuðu eða æskilegt væri. Einnig hefur það færzt mjög í vöxt að aldraðir búi einir, einstæð gamalmenni eða öldruð hjón, og njóti því ekki þeirrar aðstoðar sem nauðsynleg væri frá þeim, sem yngri eru. Allt þetta skapar aukna erfið- leika, er huga skal að lausn þess vanda, sem aldraðir búa við i dag, og mestir eru erfiðleikarnir í Reykjavík. Þar eru fiestir aldr- aðra eins og áður var getið. Aldr- aðir þurfa á meiri umönnun að halda og marga vantar hentugra húsnæði þar sem hægt væri að veita þeim nauðsynlega aðstoð, og þá, sem sjúkir eru, vantar marga varanlegt pláss á hjúkrunarheim- ilum. Til skamms tíma hefur ekkert verið hugsað um það að byggja hjúkrunardeildir fyrir aldraða við sjúkrahúsin, sem fyrir eru i landinu eða annars staðar og því hefur skapazt neyðarástand hjá sjúkum gamalmennum. Riki og bæjarfélög hafa með fáum undan- tekningum látið þessi mál sitja á hakanum. Lengi var Elli- og hjúkrunar- heimilið Grund eina stofnunin á Reykjavíkursvæðinu, sem sinnti málefnum aldraðra, stofnun sem reist var af fáum áhugamönnum. Alkunna er starf Gisla Sigur- björnssonar forstóra Grundar, sem hefur árum saman brýnt þjóðina til átaka fyrir aldraða en oftast talað fyrir daufum eyrum. Síðan hafa komið til góðar stofn- anir eins og Hrafnista og Sólvang- ur í Hafnarfirði og Skjaldarvík við Akureyri og sjálfsagt nokkrar fleiri, en þetta hefur ekki leyst allan vandann. Hrannazt hafa upp langir biðlistar við þessar stofnanir, að minnsta kosti í Reykjavík og skipta þær umsókn- ir hundruðum og þvi biða hinir öldruðu, þeir sem ættu að sitja í öndvegi í þjóðfélaginu. Stærst er vandamálið í Reykjavík, enda hef- ur Reykjavík fengið nokkuð af þeim vanda sem landsbyggðinni bar að leysa. Stórátak er nú gert af hálfu Reykjavíkurborgar með byggingu hentugra íbúða fyrir aldraða á mörgum stöðum i borginni og þeim er veitt margvísleg þjón- usta. Á næstunni verður opnuð hjúkrunardeild aldraðra í Hafn- arbúðum, en mjög vantar ennþá á að nægilegt sé og sérstaklega vantar ennþá aukið hjúkrunar- rými. Við hér á Seltjarnarnesi höfum hugsað um þetta og þótt hlutfall aldraðra sé lágt hjá okkur nú, þá snýst timans hjól hratt og stefna okkar er sú, að vandamál aldraðra eigum við að leysa sjálfir með þeirri aðstoð, sem ríkið veitir á hverjum tíma og þannig er því bezt borgið. Því hefur bæjarstjórn Sel- Framhald á bls. 19 Nesstofa á Selt jarnarnesi þar sem landlæknac sátu f yfir 70 ár. m \ A * k M B k * n HHO K mlli WfmMk WjBBKk m wm 1 wWm ' .jm Mynd þessi er tekin í lok Norðurkolluráðstefnunnar. Á Norðurkolluráðstefnunni hitti Morgunblaðið að máli Lars Dahlgren sem kemurfrá Luleá í Norður-Svíþjóð. Fyrst var Lars að þvi spurður hvers vegna hann sækti slíka ráðstefnu. — Ég kem hingað á vegum lands- stjórnarinnar í Norður-Svíþjóð. En meginmarkmiðið með slíkri ráðstefnu er að huga að sam- eiginlegum vandamálum þess- Lars Dahlgren, einn sænsku þáttakendanna. Mjög viðburðarík vera hér á landi ara norðlægu landshluta land- anna þriggja að viðbættu ís- landi í þetta skipti. Hér á ráð- stefnunni hefur mest verið rætt um byggðamál, atvinnumál og annað þeim tengt Við eigum við töluverð vandamál að stríða þar sem öll stjórnun fer fram svo langt í burtu sem raun ber vitni og sambandið milli lands- stjórnar og miðstýringarinnar í Stokkhólmi verður nánast ekki neitt. Þið eruð nokkuð fjölmennir Svíarnir hér? — Ja, við erum þrettán hér saman frá nokkrum stöðum í Norður-Svíþjóð. Hafið þið eitthvað ferðazt hérum? — Já við fórum til Þingvalla og að Gullfossi á sunnudaginn var og á morgunn verður hópnum skipt upp og farið á fjóra mis- munandi staði, þ e Vest- mannaeyjar, Akureyri, Reykja- vík og Litlu-Sandvík I Flóa, en á föstudag og laugardag halda þátttakendur hver til síns heima eftir mjög viðburðaríka veru hér á íslandi, sagði Lars okkur að lokum. Gestrisni mjög mikil hér það sem kom mér mest á óvart er sú mikla gestrisni sem hér ríkir og allt fólk almennilegt i viðmóti, sagði Lars Sunna, skartbúinn Svii frá Kiruna f Norður-Svíþjóð, er hann var tekinn tali á Norðurkolluráð- stefnunni í gær. Á hvers vegum kemur þú hér Lars? — Við sem komum frá Svíþjóð komum flestir á vegum landsstjórnarinnar heima. En hvað starfar þú? — Ég vinn við skrautmunasmíði og útskurð. Við smíðum m.a. hnifa sem þennan sagði Lars* og sýndi okkur forláta hníf sem hann bar i belti og hafði Lars einrrig skorið út beltissylgjurnar. Þú ert mjög skrautlega bú- inn, er þetta einhvers konar þjóðbúningur ykkar í Norður-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.