Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18, AGÚST 1977 „Mitt bezta tíma bil í mörg ár" „ÞETTA var ekki eins gott og ég hafði vonað. 1 upphituninni kastaði ég tæpan 21 metra en ég fann mig ekki í sjálfri keppninni. Veðrið er engin af- sökun, eins og sást á upphitun- arkastinu." Þetta sagði Hreinn Halldórsson að lokinni keppn- inni í gærkvöldi. „Eg finn það grcinilega að fólk er alltaf að gera meiri og meiri kröfur til mín,“ sagði Hreinn. „Það skiptir mig þó ekki miklu máli, ég geri mitt he/.ta hverju sinni og það er varla hægt að ætlast til meira af manni.“ Eins og kom fram í samtali við Hrein í blaðinu í gær, hefur hann miðað æfingar sínar við það að vera á toppnum um þess- ar mundir. Hann keppir um næstu helgi í Skotlandi og þá verður síðasti möguleikinn til að ná toppárangri á árinu. Þetta er nefnilega síðasti „toppurinn" á árinu samkvæmt æfingaáætlun Hreins. „Ég á síður von á góðum árangri í Edinborg, því óvíst er hvort Capes getur verið með í kúl- unni þar vegna meiðsla. Ef hann verður ekki keppi ég bara við sjálfan mig og við slfkar aðstæður er erfitt að ná toppár- angri.“ En hvernig hefur keppnis- tímahilið verið að mati Hreins? „Þetta hefur verið mitt be/.ta tímabil í mörg ár. Ég hef bætt mig meira en í fyrra en samt hef ég ekki kastað eins langt og ég hafði stefnt að. Ég hafði stefnt að því að kasta lengra en 21.09 metra. En ég get ekki annað cn verið ánægður bæði með sumarið og þá ekki síður veturinn. Það var gleðileg til- finning að vinna Evróputitil- inn.“ En hvað tekur svo við? „Ég reikna með að verða hér heima f vetur, æfa vel og búa mig sem bezt undir sumarið, en næsta sumar verða mörg stórmót, m.a. Evrópumótið utanhúss. Þetta fer auðvitað mikið eftir vinn- unni, en að öllu óbreyttu mun ég byrja að keyra hægri hring- leið hjá Strætisvögnum Reykjavíkur 15. september." —ES. ORUGGUR SIGUR HREINS EN ÁRANGUR „SLAKUR" Það kom fram að slitnað hafði upp úr samningaviðræðum við Joe Hooley sem hefur þjálfað þá með mjög góðum árangri þett: keppnistímabil, en þá var liðs- mönnum heitið því að reynt yrði að fá þjálfara í fremstu röð. Docherty og forráðamenn félagsins lýstu því yfir að allar líkur væru á að samningar tækj- ust, en nú fyrir skömmu hafnaði Docherty boði frá Saudi-Arabíu örugglega og Ingunn Einarsdóttir sigraði eins og vænta mátti í 200 metra hlaupi. I langstökki vann gamalkunn keppniskona gullið, Björk Ingimundardóttir UMSB. Þá má skjóta því hér að í lokin til merkis um vinsældir Hreins Halldórssonar, að hann fékk skeyti sent á völlinn frá konu í Ólafsvík, Guðrúnu Blöndal, sem þakkaði honum unnin afrek í keppninni og árnaði honum allra heilla. Þessi hugulsemi Guðrúnar gladdi Hrein. —SS. Úrslit urðu þessi á Reykjavlkurleikunum I gærkvöldi KÚLUVARP,KARLAR: M 1 Hreinn Halldórsson KR 20.37 2. Terry Albritton USA 20.11 3. Al Feuerbach USA 19 27 4 Guðni Halldórsson KR 16 35 Framhald á bls 18. * ÞRtR afreksmenn í frjálsum íþróttum munu keppa erlendis um næstu helgi. Vilmundur Vilhjálmsson er þegar lagður af stað til Búlgaríu, þar sem hann keppir í 100 og 200 metra hlaupum á heimsmeistaramóti stúdenta, en mótið fer fram í höfuðborg- inni, Sofia. Þá eru Hreinn Halldórsson og Jón Diðriksson á förum til Edinborgar í Skot- landi, þar sem þeir taka þátt i frjálsíþróttamóti, sem kallast „Highland games“. Hreinn heppir að sjálfsögðu i kúlu- varpi en Jón i míluhlaupi. Ætlar hann að gera tilraun til að hnekkja íslandsmetinu, sem Svavar heitinn Markússon setti árið 1958, 4,07,1 minúta. Þess má geta til gamans, að á „Highland games“ er brugðið á leik og keppt i ýmsum óvenju- legum íþróttagreinum svo sem trédrumbakasti, steinkasti og einhvers konar sleggjukasti. Hreinn mun taka þátt í þessum greinum og hann verður klædd- ur eins og allir aðrir keppend- ur, i Skotapils! Það sveiflast pilsin þegar kapp- arnir henda drumbunum á „Highland games". ROK og rigning setti svið sinn á seinni hluta Reykjavfkurleikanna f frjálsum fþróttum í Laugardalsvellínum f gærkvöldi. Þrátt fyrir það náðist athyglisverður árangur f ýmsum greinum og tvfmælalaust verður þetta mót að teljast einn af meiriháttar fþróttaviðburðum ársins á tslandi. Er ástæða til að þakka Frjálsfþróttasambandi tslands fyrir að efna tii þessa móts, sem haldið er f tilefni 30 ára afmælis sambandsins á þriðjudaginn. Eins og vænta mátti var kúluvarpskeppnin hápunktur mótsins f gærkvöldi en þvf miður setti veðrið strik f reikninginn. Hreinn Halldórsson sigraði örugglega, varpaði 20,37 metra. Hreinn hefur staðið sig svo frábærlega vel f sumar að f augum okkar er þetta nánast „slakur" árangur. Það hefði einhverntfma þótt saga til næsta bæjar að menn væru hundóánægðir með fslending, sem kastaði 20,37 metra f kúluvarpi. En menn verða að gæta sfn, þetta er árangur á heimsmælikvarða, árangur sem vissulega er hægt að vera ánægður með. REYKJAVÍKURLEIKARNIR í GÆRKVÖLDI: Docherty tekur við af Hooley ALLAR líkur eru nú á því að Tommy Docherty, fyrrum þjálf- ari Manchester Unided, geri samning við norska félagið Lille- ström um að þjálfa hjá þeim á næsta keppnistímabili. Þetta kom fram er forráðamenn Lilleström og Docherty komu fram í norska sjónvarpinu í gærkvöld. upp á 500000 n. kr. í árslaun svo hér er ekki um neina smápeninga Geoff Capes tók ekki þátt í kúluvarpskeppninni í gærkvöldi vegna meiðsla i hné. Albritton og Feuerbach voru með og bættu sig báðir frá kvöldinu áður, Albritton kastaði lengst 20,11 metra og Fauerbach 19,27 metra. Hreinn átti fjögur köst gild, öll yfir 20 metra, en serian var 20,10—20,24—20,37 og 20,11. Guðni Halldórsson varpaði 16,35 metra, en hann er að hef ja keppni að nýju eftir mjög slæmt fótbrot. Rigning og hvass vindur var á meðan keppnin fór fram og hefur það vafalaust haft áhrif á keppendur, þótt Hreinn vildi litið úr því gera að keppni lokinni. Að öðrum greinum kvöldsins skal sérstaklega nefnt 3000 metra hlaupið, en þar var meðal keppenda Kenyabúinn Josyi Kimeto, sem á annan bezta tímann, sem náðst hefur i þessarri vegalengd í heiminum. Það var Iíka greinilegt að þarna var á ferðinni mjög góður hlaupari með góðan stfl. Hann fékk timann 8.10.0 minútur í kuldanum og rokinu og bætti vallarmetið um einar 13 sekúndur. 800 metra hlaupið var einnig mjög skemmtilegt, en Jón Diðriksson átti þar í harðri baráttu við Erik Mathisen frá Noregi og Mike Salamon frá Trinidad. Mathiesen vann en Jón tryggði sér annað sætið með mjög góðum endaspretti. Ef veður hefði verið hagstætt er aldrei að vita nema íslandsmetið hefði fokið. Charlie Wells sigraði örugglega í 200 metra hlaupi á 22.1 sekúndu og I kringlukasti náðu Erlendur Valdimarsson og Öskar Jakobsson ágætum árangri, Erlendur kastaði 59.24 metra og Óskar 58.86 metra. Guðni Halldórsson varð þriðji en Bandarfkjamennirnir Feuerbach og Albritton kræktu í 4. og 5. sætið, þótt óvanir séu kringlukasti. Hreinn H: lldórsson gerði öll köst sin ógild, enda voru þau flest beint upp í loftið. Var haft orð á því að Hreinn hefði líklega sett heimsmet í hæðarkasti en það var ekki mælt. I hástökki karla sigraði Guðmundur R. Guðmundsson að ræða. Hreinn keppir í Skotapilsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.