Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. AGUST 1977
19
Kristján Jónsson
fyrrum skólastjóri í
Hnífsdal - Áttræður
Kristján Jónsson f.v. skólastjóri
og hreppstjóri í Hnífsdal er 80 ára
í dag.
Hver skyldi trúa þvi sem sér
hann beinan og kvikan í spori.
Hann hefur alltaf veriö léttur í
lund. Hann er fæddur á Eyri,
Seyðisfirði, N. Is. 18. ágúst 1897.
Foreldrar hans voru Jón Jakobs-
son bóndi og smiður og kona hans,
Kristjana Kristjánsd. Kristján
lauk kennaraprófi 1919 og tók þá
við kennslu og skólastjórastarfi
við barnaskólann i Hnifsdal.
Hann kenndi þar til ársins 1968.
Einnig var hann hreppsstjóri í
Eyrarhreppi frá 1945 þar til
Hnífsdalur sameinaðist Isafirði.
Hann hefur starfað mikið fyrir
Hnífsdal, bæði að íþróttum og
söng og verið orgelleikari við
messur og í allskyns nefndum. A
yngri árum stundaði hann vor-
sildarveiðar og landbúnað. Ég
sem þessar linur rita minnist þess
hve okkur þótti vænt um að hann
kom alltaf heim á jólunum og
fylgdi honum þá alltaf mikil gleði
og góðgæti. Hann tók mikinn þátt
i leik með okkur börnunum og var
svo fljótur að hlaupa og stökkva.
Hann kvæntist fyrri konu sinni
15. maí 1932, Sigriði Kjartans-
dóttur kennara, hún dó 6. ágúst
1956. Þau eignuðust 5 efnileg
börn sem öll eru á lifi. Seinni
kona hans er Helga Jónsdóttir.
Jæja bróðir minn þú fyrirgefur
þessar fátæklegu línur.
A þessum tímamótum sendi ég
og fjölskylda mín þér hugheilar
afmælisóskir, og megir þú njóta
fjölskyldu þinnar um ókomin ár
og þeirrar gæfu sem þú helzt kýst.
Margrét Jónsdóttir.
Einn af merkari borgurum i
Hnífsdal, Kristján Jónsson fyrr-
um skólastjóri Barnaskóla Hnifs-
dals, er áttræður i dag.
Hann var siðasti hreppstjóri
Eyrarhrepps i Norður- Isafjarðar-
sýslu, hreppnum, sem nú er týnd-
ur og tröllum gefinn.
Kristján Jónsson er fæddur að
Eyri í Seyðisfirði í Súðavíkur-
hreppi, 18. ágúst 1897, en jörðina
Eyri hafa margir búhöldar fyrr og
siðar setið, enda talin vildisjörð,
Foreldrar Kristjáns voru
Kristjana Kristjánsdóttir og Jón
Jakobsson, mikil sæmdarhjón,
sem um langan aldur bjuggu
gagnsömu búi að Eyri og voru
mikilsvirt af nágrönnum sinum
og sveitungum sem og mörgu
öðru fólki i héraðinu.
Jón Jakobsson, faðir Kristjáns,
gerði út og var formaður á eigin
bát, eins og svo margir aðrir
bændur við ísafjarðardjúp á þess-
um árum. Seinna hóf svo Jón
Jakobsson síldveiðar á innfjörð-
um Isafjarðardjúps með góðum
árangri og seldi síldina í beitu til
hinna ýmsu veiðistöðva við Djúp-
ið.
Jóni á Eyri var margt til lista
lagt, þvi hann var völundarsmið-
ur bæði á tré og járn og mjög
eftirsóttur til 'þessara verka, en
mikill dugnaður var honum í blóð
borinn, þvi var ég persónulega
kunnugur. Foreldrar Kristjáns
eignuðust 5 börn, fjórar dætur og
soninn Kristján, er hér getur.
Af þessum Eyrarsystkinum eru
tvö á lifi, Kristján og Margrét
búsett í Reykjavik, gift Ragnari
Jakobssyni, fyrrum útgerðar-
manni og hraðfrystihússeiganda
frá Flateyri við Önundarfjörð.
A þeim tima er Kristján Jóns-
son var að alast upp, máttu börn
og unglingar snemma verða að
liði, við heimilisstörfin og búskap-
inn, því að mörgu var að hyggja á
stóru heimili, sem Eyrarheimilið
var, enda ekki vélvæðingu í
sveitabúskap til að dreifa.
Snemma mun hugur Kristjáns
hafa hneygzt til meiri menntunar
en farskóli i sveit gat veitt á þeim
tima. Kristján hóf nám við Flens-
borgarskóla i Hafnarfirði og lauk
þaðan prófi vorið 1915 og prófi
frá Kennaraskóla Islands lauk
hann vorið 1919.
Haustið 1919 var Kristjáni Jóns-
syni veitt skólastjórastaðan við
Barnaskóla Hnífsdals og gegndi
hann þeirri stöðu í samfleitt 48 ár
eða til vorsins 1967, er hann varð
að láta af störfum fyrir aldurssak-
ir, svo sem lög mæla fyrir um. Þó
er það svo, að ennþá veitir hann
nemendum barnaskólans tilsögn i
söng.
Þegar tekið er tillit til hins
langa kennslutímabils Kristjáns
við Barnaskóla Hnífsdals, gefur
auga leið, að Hnifsdælingar eiga
honum margt gott upp að unna,
enda hafa þeir við ýms timamót í
lífi hans sýnt honum góðan hug
sinn fyrir langt og giftudrjúgt
starf, með þvi að færa honum að
gjöf fagra gripi, sem mjög hafa
glatt hann og hafa hér verið að
verki bæði nemendur og foreidr-
ar þeirra. Kristján Jónsson hefur
jafnvel kennt 3. kynslóðinni í
Hnífsdal og munu þess fá dæmi.
Við lát föður sins árið 1923
gerðist Kristján fyrirvinna móður
sinnar á sumrum, ásamt systrum
sínum, en ekkjan hélt áfram bú-
skap að Eyri nokur ár eftir lát
manns síns, þar til hún fluttist til
dóttur sinnar, Margrétar, er bú-
sett var og gift á Flateyri við
Önundarfjörð. A þessu timabili
stundaði Kristján nokkur sumur
síldveiðar frá Eyri með góðum
árangri sum árin, en þennan
veiðiskap hafði hann stundað með
föður sínum og kunni vel til
verka. N
Árið 1932 gekk Kristján að eiga
kennaramenntaða stúlku, Sigríði
Ólöfu Kjartansdóttur frá Fremri-
Hnífsdal, en hún var dóttir Kjart-
ans Guðmundssonar bónda þar,
hreppstjóra og sýslunefndar-
manns sem á sinni tið var kunnur
maður fyrir vitsmuni og em-
bættisstörf. Með Sigriði konu
sinni eignaðist Kristján 5 börn,
sem öll eru á lifi og hið mannvæn-
legasta fólk og hafa sum þeirra
menntazt vel, svo sem einn sona
hans, Kjartan, sem er rafmagns-
verkfræðingur.
Sigriði konu sína missti
Kristján 6. ágúst 1956, en hún
hafði reynzt honum traustur lífs-
förunautur og góður uppalandi
barna þeirra, enda mjög greind
og vel menntuð, jafnvel utan-
lands.
Sigriður var einmitt samkenn-
ari hans, er þau kynntust og kvað
mikið að kennslu hennar.
Seinni kona Kristjáns er Guð-
rún Helga Jónsdóttir, austfirðing-
ur að ætt, hin mesta myndarkona,
sem búið hefir Kristjáni vini mín-
um aðlaðandi heimili.
Fundum okkar Kristjáns Jóns-
sonar bar fyrst saman i ung-
mennafélaginu „Þróttur" í Hnífs-
dal, haustið 1920, en ég var farinn
til náms i Reykjavík, er hann hóf
kennslu i Hnífsdal haustið 1919.
Með Kristjáni bættist ung-
mennafélaginu góður starfskraft-
ur, þvi bæði var það, að hann var
mjög greindur og hafði ríkan
áhuga á félagsmálum. Glaðlyndi
hans og grandvarleiki aflaði hon-
um fljótt vina í félaginu, enda
fundvis á margt það, er betur
mátti fara í félagsstarfinu.
Auk venjulegra félagsmála,
komu fram ýms mál er vörðuðu
viðgang og heill byggðarlagsins. í
ungmennafélaginu átti kveikjan
að byggingu bryggju i Hnífsdal
upptök sin, enda margir sjómenn
í félaginu. Mörgum okkar ung-
mennafélaga rann til rifja að sjá
sjómennina erfiða við að bera á
bakinu lóðastampana, oft eftir
erfiðar og langar sjóferðir, upp i
aðgerðarskúrana. Af því tilefni
strengdu félagarnir þess heit, að
verða hér að liði og fá á breyt-
ingu, þó það tæki sinn tíma.
Það var þvi fangaráð fyrst að
vekja athygli hreppsnefndar
Eyrarhrepps á þessu ófremdar-
ástandi og hvetja hana til fram-
kvæmda í þessu máli, sem og í
fleiri málum er vörðuðu viðgang
og heill Hnífsdalskauptúns.
Hreppsnefndin tók málaleitan
okkar vel, en hafði þann hátt á, að
velja fjóra ágæta ungmenna-
félaga til þess, að taka sæti í
nefnd um bryggjumálið undir for-
ustu þáverandi hreppsnefndar-
oddvita, Ingimars Bjarnasonar.
Það var ekki beðið boðanna, enda
átti þetta mikilsverða mál hug
allra útgerðarmanna og sjó-
manna, sem og annarra borgara í
Hnífsdal. 1 bryggjunefndina, því
að engin hafnarnefnd var þá til í
Hnífsdal, valdist Kristján Jónsson
skólastjóri og vann af miklum
áhuga ásamt okkur hinum að
framgangi málsins. Og bryggjan í
Hnifsdal varð að veruleika, því
smíði hennar hófst 18. júlí 1931,
en við tilkomu hennar skipti
margt sköpum til hins betra bæði
fyrir útgerð alla, sem og fyrir
sjómennina.
Þá var og i ungmennafélaginu
rætt um nauðsyn á því, að fá
talstöðvar í mótorbátana, en þær
voru þá að sjá dagsins ljós og
taldar nauðsynlegar til slysa-
varna.
Með komu Kristjáns Jónssonar
til Hnífsdals mátti heita, að nýr
og ferskur blær færi um félagslíf-
ið, því hann lá ekki á liði sinu, við
að glæða það meiri gleði með söng
og hljóðfæraslætti.
Kristján stofnaði fljótlega sam-
kór og var stjórnandi hans um
langt árabil. Þetta framtak hans
naut óskriftrar ánægju þorpsbúa,
bæði karla og kvenna, enda margt
ágætisvelgefið söngfólk í
byggðarlaginu, sem iðkaði jafnvel
söng á heimilum sínum, þar sem
góð hljóðfæri voru. Það fór ekki
hjá þvi, að Kristjáni yrðu falin
opinber störf, svo vel gerður og
greindur maður, sem hann var.
Hann var kjörinn í Hreppsnefnd
Eyrarhrepps árið 1925 og átti þar
óslitið sæti til ársins 1937 og kom
svo aftur i nefndina árið 1946 til
ársins 1954, að hann gaf ekki kost
á sér lengur.
Sem a líkum lét, reyndist hann
prýðilegur starfskraftur og léði
hverju því máli góðan stuðning,
er hann taldi vera sveitarfélaginu
til heilla og uppbyggingar.
Hreppstjóri Eyrarhrepps varð
Kristján fyrst árið 1923, en því
embætti tók hann við af tengda-
föður sinum Kjartani Guðmunds-
syni í Fremri-Hnifsdal, er verið
hafði hreppstjóri í full 25 ár, en
varð nú að hætta vegna heilsu-
leysis.
Árið 1954 var Kristján enn á ný
skipaður hreppstjóri og var í þvi
embætti, er sameining Eyrar-
hrepps og Isafjarðarkaupstaðar
varð. Sóknarnefndarmaður varð
Kristján árið 1942 og átti þar
langa setu. Þá var hann og kosinn
i fyrstu stjórn Sjúkrasamlags
Eyrahrepps og var í stjórn þess til
ársins 1958. Þá var Kristján lengi
úttektarmaður jarða i Eyrar-
hreppi.
Sem hreppstjóri var Kristján
lengi formaður skattanefndar
Eyrarhrepps, en siðar umboðs-
maður Skattstjóra Vestfjarðaum-
dæmis, eftir að það embætti var
stofnað.
Kristján átti lengi sæti-i bygg-
ingarnefnd Eyrarhrepps og sömu-
leiðis í hafnarnefnd Hnifsdals.
1 fasteignamatsnefnd Norður-
Isafjarðarsýslu átti hann sæti í
nokkur ár. Eitt af merkari störf-
um, er Kristján Jónsson hafði og
sem ég hygg að honum hafi þótt
verulega vænt um var organista-
starfið í Hnifsdalssókn, sem hann
gegndi í tugi ára við vinsældir
sóknarpresta og sóknarfólks og
lengi vel fyrir engin eða lítil laun.
Þetta gat þó verið ærið starf á
stundum við öflun söngfólks i
kirkjukórinn, ekki sizt hin síðari
ár, þótt margt sóknarfólk karlar
og konur, sýndu þessu sjálfboða-
starfi mikla rækt. Kristján hefir
nú látið fyrir nokkru af organista-
starfinu.
Þessi upptalning á embættis-
störfum Kristjáns Jónssonar er
sjálfsagt ekki tæmandi, þvi svo
víða kom hann við störf í heima-
sveit sinni, enda leitað fulltingis
hans um langa ævi.
Ef til vill er Kristján vinur
minn ekki að öllu sáttur við mig
fyrir alla þessa uppalningu á
störfum hans um langa ævi fyrir
sveit hans og þjóðfélag, sem þó er
sannleikanum samkvæm.
Af ævistarfi Kristjáns Jónsson-
ar verður það fyllilega ráðið, að
hann hefir verið sterkbyggður
maður og notið óvenjulegs trausts
samborgara sinna til hverskonar
trúnaðarstarfa, er hér hafa verið
tíunduð, þótt kennarastarfið beri
þar hæst þegar á allt er litið, sem
með eindæmum hefir reynzt
giftudrjúgt.
Ég vil að lokum þakka Kristjáni
vini mínum langt samstarf að
opinberum málum í sveit okkar,
óska honum hjartanlega til ham-
ingju á þessum merku timamót-
um í lífi hans og árna honum og
hinni ágætu konu hans allra
heilla á ókomnum árum með
þeirri einlægu ósk, að ævikveldið
megi verða honum blitt.
Einar Steindórsson.
— Heilsugæzla
Framhald af bls. 12
tjarnarness ákveðið að beita sér
fyrir byggingu hjúkrunarheimilis
fyrir aldraða og að það verði reist
í Nesi og að byggðar verði íbúðir
fyrir aldraða i tengslum við það.
Einnig er ákveðið að byggja dag-
heimili fyrir börn j næsta
nágrenni við þessar byggingar.
Svipaða stefnu hafa mörg
byggðarlög tekið, og von min er
sú, að nú sé þjóðin að vakna til
meðvitundar um, að þetta er
hennar vandi. Verkefnunum á að
skipta niður, hvert heilsugæzlu-
umdæmi þarf að leysa vandamál-
in heima fyrir með byggingu
hentugra ibúða fyrir aldraða og
með hjúkrunaraðstöðu fyrir aldr-
aða i tengslum við sjúkrahúsin og
heilsugæzlustöðvarnar. Auk þess
er það skoðun mín, að lítil hjúkr-
unarheimili dreifð um landið séu
hentugri og taki meira mið af
þörfum hvers héraðs, þvi að þar
vita menn bezt, hvar skórinn
kreppir.
Þessi stutta grein mín um
heilsugæzlu á Seltjarnarnesi er
öðrum þræði skrifuð til þess að
hvetja alla landsmenn til þess að
leysa vandamál aldraðs fólk
heima i héraði. Verkefnið er heill-
andi og ég held nauðsynlegt
hverju byggðarlagi, því að við
höfum gott af þvi að styðja þá sem
eru minni máttar og gefa af alls-
nægtum okkar.
Til þess að gefa orðum mínum
um heilsugæzlu á Seltjarnarnesi
aukinn þunga vil ég leyfa mér að
taka upp ummæli Magnúsar
Erlendssonar, forseta bæjar-
stjórnar Seltjarnarness, en hann
segir i viðtali við Dagblaðið 3.
ágúst s.l. meðal annars: „Nú snú-
um við okkur að heilsugæzlu.
Fyrsta skóflustungan að heilsu-
gæzlustöð verður væntanlega tek-
in í haust. Næsta verkefni verður
einnig málefni heilsugæzlu, það
er íbúðir aldraðra, hjúkrunar-
heimili og sundlaug ásamt stöð-
inni.“
Ég læt hér staðar numið með
þeirri ósk, að vandamál aldraðra
leysist sem farsællegast og að sem
flestra biði fagurt ævikvöld.
Jón Gunnlaugsson.