Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. AGUST 1977 17 Jón E. Guðmundsson og Sigrfður Hannesdóttir með hluta leikbrúðanna sem ferðast um þessar mundir á milli leikvalla Reykjavfkurborgar. Ljósmynd Mbl. Kr. Ól. Leikvellir Reykj avíkurborgar: Allt að 800 börn á leikbrúðusýningum I DAG hefst fjórða umferðin á leikbrúðusýningum Jóns E. Guð- mundssonar á vegum leikvalla- nefndar Reykjavíkurborgar, en leikbrúðusýningarnar hafa verið á öllum leikvöllum borgarinnar frá 1. júlí s.l. 15 leikbrúður koma nú fram í síðustu umferðinni en börn á leikvöllunum hafa tekið sýningunum mjög vel og sýning- arfólk hefur fengið mikið þakk- læti foreldra fyrir starfið. Stærsti hópurinn sem fylgdist með einni sýningu var 800 börn í Suðurhól- um, en samkvæmt upplýsingum Jóns er algengt að 300—100 börn séu á sýningunum, sem eru orðn- ar alls um 100, en verða alls 128. Auk Jóns stjórnar Sigrfður Hann- esdóttir leikkona brúðunum og það er fslenzka brúðuleikhúsið Tvær góðar f heimsókn. Vatn á þvotta- plön um helgina FYRIR nokkrum dögum var lokað á ný fyrir vatn á bílaþvottaplön- um í Reykjavík, en þá var búið að vera vatn á plönunum í nokkurn tíma. Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitustjóri sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að ástæðan fyrir þvi, að lokað hefði verið á ný fyrir vatn á þvottaplönunum væri, að vatnsborð i Gvendar- brunnum hefði lækkað þegar ein af holunum i Bullauga hefði dott- ið út um tíma. Nú væri hins vegar byrjað að dæla úr holunni af full- um krafti á ný, — og ég á von á að vatni verði hleypt á plönin aftur um helgina, sagði Þóroddur. Fundað um síldarverð VERÐLAGSRAÐ sjávarút- vegsins kom saman til fundar i gær til að fjalla um verð á síld i haust, iem fara á til söltunar og til frystingar. Að sögn Sveins Finnssonar, fram- kvæmdastjóra Verðlagsráðs- ins, eru fundir um verðið rétt að byrja, og þvi óhjákvæmilegt að segja til um hvenær verð- ákvörðun liggur fyrir. sem sér um þessar brúðusýningar í sumar. Samkvæmt upplýsingum Jóns er það áberandi hvað barnafjöld- inn fer minnkandi á sýningum eftir því sem vestar dregur í borg- inni, mest voru 800 börn í Suður- hólum, en 75 börn voru vestast í Vesturbænum, í Faxaskjóli og Vesturgötunni. Leikhúsið sýnir á eftirtöldum leikvöllum: 18/8 Kl. 11:00 Suðurhólar “ 13:00 Vesturberg “ 14:30 Yrsufell 19/8 11:00 Arnarbakka “ 13:30 Blesugróf “ 14:30 Tunguvegur 22/8 11:00 Dalarland “ 13:30 Rofabæ I “ 14:30 Rofabæ II 23/8 11:00 Barðavog “ 13:30 Sæviðarsund “ 14:30 Kambsvegur 24/8 11:00 Ljósheimar “ 13:30 Hliðargerði “ 14:30 Hólmgarður 25/8 11:00 Safamýri “ 13:30 Hvassaleiti “ 14:30 Bólstaðarhlíð 26/8 11:00 Gullteigur “ 13:30 Stakkarhlíð “ 14:30 Engihlið 29/8 11:00 Háteigsvegur “ 13:30 Grettisgata “ 14:30 Skúlagata 30/8 11:00 Rauðalæk “ 13:30 Njálsgata “ 14:30 Freyjugata 31/8 11:00 Dunhaga 13:30 Hringbraut “ 14:30 Vesturvallagt 1/9 11:00 Vesturgata 13:30 Faxaskjól Trjávöxtur aldrei meiri Neskaupstað, 17. ágúst HÉR ER nú ákaflega fagurt veð- ur, stafalogn og um 20 stiga hiti, i gær var hitinn hér enn meiri. Gróður hefur sjaldan eða aldrei verið eggdrri hér í görðum og tré hafa hækkað mikið í sumar, víða hafa menn mælt 60 cm. árssprota, sem mun vera einsdæmi. Þakka menn þetta bæði hagstæðu sumri og hve vetur var góður fyrir trjá- gróður, ennfremur var s.l. sumar mjög gott. — fréttaritari Kajakræðararn- ir hafa lokið hringferðinni Seyðisfirði, 17. ágúst BRETARNIR tveir, sem i sumar hafa róið á kajökum hringinn í kringum landið, luku hringferð sinni í dag, er þeir komu til Seyð- isfjarðar. Ferðina hófu þeir hér í júnímánuði, en þeir komu með Smyrli til landsins. Ætla þeir ut- an á ný með næstu ferð Smyrils, sem verður á laugardag. Sveinn REKSTRARERFIÐLEIKAR FRYSTIIÐNAÐARINS Jónas Haralz, bankastjóri: Áhrifa erfiðleikanna ekki farið að gæta í viðskiptum Landsbanka „VIÐ TELJUM hér í bankanum, að afkoma sjávarútvegsins og staða fyrirtækja hans hafi verið góð á sfðastliðnu ári og betrí en oftast nær áður," sagði Jónas Haralz, bankastjóri Landsbanka íslands, er Morgunblaðið ræddi við hann í gær um vandamál frystiiðnaðarins. Jónas sagði að fyrirtækin hefðu sem sagt náð sér eftir hið erfiða tímabil, sem stóð frá árinu 1974 og fram á '75. Auðvitað hefði þó verið mikill munur eftir landssvæðum og jafnvel milli fyrirtækja innan þessara svæða eða á sömu stöðum. Jónas Haralz sagði, að þau nýju viðhorf, sem hefðu skapazt við kaupgjaldshækkanirnar, fiskverðsákvörðunina og áframhaldandi aflaleysi, hlytu að hafa miklar afleiðingar i för með sér, en hann kvað áhrifa vegna þessa ekki farið að gæta í viðskiptum fyrirtækjanna við Landsbankann Hann kvað það hins vegar ofur eðlilegt. að stjórnendur þeirra reyndu að átta sig á því, hvað framundan væri og að þeir mörkuðu stefnu sina eftir því ..Fyrirtæki hér á Suðvesturlandi hafa látið bankann vita af því, að þau þurfi að hætta rekstri i lok þessa mánaðar, en möguleikar bankanna til þess að auka lánveitingar til sjávarútvegsins eru ekki fyrir hendi. Þar er hvorki heilbrigður viðskiptalegur grundvöllur til sliks né leyfir lausafjárstaða bankanna það,” sagði Jónas og bætti við að samkomulag viðskiptabankanna við Seðlabankann um útlánaþak kæmi þar einnig i veg fyrir auknar lánveitingar Bankarnir væru þegar búnir að fylla þær heimildir, sem Seðlabankinn hefði veitt „Útlán bankanna til sjávarútvegs hafa verið í mjög föstum skorðum á undanförnum árum og frá þeim reglum, sem hafa verið i gildi er ekki hægt að hvika " Þá gat Jónas Haralz þess, að á Suðurnesjum væri ekki aðeins stundaður frystiiðnaður. heldur margs konar iðnaður í tengslum við útgerð Mörg fyrirtækjanna hefðu þar fleiri en eitt járn í eldinum og mætti þar t.d nefna saltfiskverkun, sildarsöltun, loðnuútgerð og bræðslu og tengdist þetta allt meira eða minna saman. Þessar greinar hefðu áhrif hvc á aðra og það ylli erfiðleikum i sambandi við það að meta frystiiðnaðinn einan sér „Við i viðskiptabönkunum höfum ekki aðstöðu til þess að mynda okkur skoðun á málinu i heild Það er hlutverk Þjóðhagsstofnunar og Seðlabankans að gera slikt, en eins og ég hef lýst snúa málin að okkur og þannig kynnumst við þeim i daglegum viðskiptum bankanna," sagði Jónas Haralz, bankastjóri. Bjarni Guðbjörnsson, bankastjóri: Útvegsbankinn hefur orðið var aukinnar rekstrarfjárþarfar „ÞAÐ hefur komið fram I viðskiptum við bankann, að mjög verulegir erfiðleikar hafa verið hjá frystihúsum, sérstaklega á Suðvesturlandi og I Vestmannaeyjum," sagði Bjarni Guðbjörnsson, bankastjóri Útvegsbanka íslands, er Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Bjarni sagði að erfiðleika hefði hins vegar síður gætt á öðrum stöðum landsins. Þrátt fyrir það hefði bankinn orðið var við aukna þörf fyrir rekstrarfé alls staðar á landinu. Bjarni Guðbjörnsson sagði að bankinn hefði verið þess mjög vanbúinn að veita frystihúsunum lán, en þó kvað hann þau hafa fengið eitthvað. Hann kvað afla á Suðvesturlandi og í Vestmannaeyjum vera mun óhagstæðari , sem hefði í för með sér að rekstur Björn Jónsson, forseti ASÍ: húsanna gengi verr. I Vestmannaeyjum kvað hann menn enn ekki vera búna að bita úr nálinni eftir gos, enda hefðu flutningar á vélum til og frá meginlandinu verið kostnaðarsamir. Bjarni kvað bankann fá upplýsingar um erfiðari stöðu frystiiðnaðarins. Hann kvað Sigurð Stefánsson, hagfræðing, sem væri helzti sérfræðingur á þessu sviði. telja að 7% tap hafi verið á fyrstu 6 mánuðum þessa árs hjá frystihúsum á Suðvesturlandi. Er þá miðað við heildarveltu frystihúsanna Sé þetta tap hins vegar reiknað fram til ársloka, er um að ræða 1 7 til 1 8% tap miðað við veltu fyrirtækjanna á þeim tima. Bjarni kvað þetta óhugnanlega staðreynd á meðan markaðsverð erlendis væri í slikum toppi, sem aldrei áður hefði verið. Ekkert hefur brey tzt MORGUNBLAÐIÐ spurði Björn Jónsson, for- seta Alþýöusambands Islands, í gær um álit sambandsins á samþykkt stjórnar Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna, sem birt var i gær, en þar er m.a. sagt að orsakir þess, hve illa sé komið fyrir frystihúsum landsins sé að kaupgjalds- hækkun og fiskverðsákvörðun hafi verið hærri breytihgar hefðu átt sér stað frá undirskrift samninga og væru sömu forsendur i gildi og hinn 22. júní, er samkomulagið var undirritað. Verðbótavísitala hefði og ekki enn hækkað kaupgjald i landinu. Þvi kvaðst hann hljóta að líta svo á að fulltrúum frystiiðnaðarins hefði átt að vera þetta ljóst er þeir undirrituðu kjara- en rekstur húsanna þyldi. Björn sagði, að engar samninginn. Lítið fé í frysti- deild Verðjöfnunarsjóðs STAÐA frystideiidar VerSjöfnunarsjóSs sjðvarútvegsins hefur ekkert breytzt undanfarnar vikur og eru nú til i henni 1.500 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum ísólfs SigurSssonar, bankafulltrúa og starfsmanns Verðjöfnunarsjóðs. hafa menn þó reynt að gera sér grein fyrir hvað vertiðin myndi gefa i sjóðinn og hefur verið áætlað að það yrði um 50 milljónir króna. Þó hefur gengissig og annað haft þau áhrif að þessar tölur verða ef til vill hærri og er búizt við að endanleg tala verði eitthvað nær 100 milljónum króna. „Þetta eru þó mjög óljósar tölur," sagði ísólfur, en þær eru fengnar samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og frystihúsum Sambands islenzkra samvinnufélaga í raun, sagði isólfur, að frystideildin i Verðjöfnunarsjóði hefði verið tóm um áramót, en hins vegar hefðu humarfrystarar átt þar inni nokkra upphæð Á siðasta ári ábyrgðist rikissjóður greiðslur úr sjóðnum en timabil á hverju ári eru þrjú Greiðslur úr frystideild voru inntar af hendi siðasta timabilið, í október, nóvember og desember og vantaði þá 83 til 84 milljónir króna til þess að endar næðust saman Saltfiskdeildin var hins vegar mun betur stæð, þvi að um áramót voru i henni um 2,1 milljarður króna Könnun hraðað eftir föngum „OKKUR hefur verið falið að kanna vandamál frystiiðnaðarins. Það erum við að gera og mun- um hraða könnuninni eins og frekast er kostur,“ sagði Ölafur Davíðsson, hagfræðingur hjá Þjóð- hagsstofnun, um leið og Morgunblaðið spurði hann um álit stofnunarinnar á vandamálum frystiiðnaðarins, sem skýrt var frá í blaðinu i gær. „Meira getum við ekki sagt að sinni og ekki fyrr en niðurstöður liggja fyrir,“ sagði Ölafur. Jónas Haralz Bjarni Guðbjörnsson Björn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.