Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. AGÚST 1977 lípróHlnl Framhald af bls. 30 1 10 M GRINDAHLAUP KARLA sek 1 Þorvaldur Þórsson (R 16 0 2 Jón S Þórðarson ÍR 16.3 800 M HLAUP KARLA (B-hlaup) — 1 riðill) Min 1 EinarP Guðmundss FH 1:58.4 2. Jónas Clausen KA 1:59.5 3 Steindór Helgason KA 2:00.0 4 Steindór Tryggvason KA 2:00 3 5 Hafsteinn Óskarsson ÍR 2:01 3 6 Þorgeir Óskarss. ÍR 2:01 6 7 Óskar Guðmundss FH 2:08.5 800 M HLAUP KARLA (B-hlaup — 2 riðill) 1-2 Guðmundur Ólafss IR 2:06 7 1-2. Vésteinn Hafsteinss HSK 2:06.7 3 Kristján Tryggvason KA 2:08 4 4 Jörundur Jónsson ÍR 2:13.2 5 Ingvi Ó Guðmundss FH 2:14 0 6 Karl Blöndal ÍR 2:15.8 7. Magnús Haraldss FH 2-17 3 8 Sveinn Þrastarson FH 2:20 3 LANGSTÖKKKVENNA 1. Björk Ingimundard. UMSB 5.28 2. Lára Sveinsdóttir Á 5 17 3. Matthildur Pálsd. FH 4.61 800 M HLAUPKVENNA: Min 1. Aðalbjörg Hafsteinsd. HSK 2:26.8 2. GuðrúnÁrnad FH 2:30.3 3 Anna Haraldsd FH 2:37.2 4 Bára Friðriksd FH 2:46.2 3000 M HLAUP KARLA: 1 Josyi Kimeto Kenya 8:10 0 2 Sigfús Jónsson ÍR 8:45.8 3. Ágúst Þorsteinss UMSB 9:11.8 200M HLAUP KARLA: Sek. 1 Charlie Wells USA 22.1 2 Guðlaugur Þorsteinss ÍR 23 2 3. Jón Sævar Þórðarson [R 23.9 HÁSTÖKK KARLA: M 1. Guðmundur Guðmundss FH 1 96 2. Stefán Þ. Stefánsson ÍR 1.85 3—4. Friðrik Þ Óskarss. ÍR 1.80 3—4 Þráinn Hafsteinss HSK 180 200 M HLAUP KVENNA: Sek. 1. Ingunn Einarsd ÍR 25.5 2 Sigurbtrg Guðmundsd Á 25 8 3. Sigriður Kjartansd KA 26 3 4 Rut Ólafsdóttir FH 27 4 800 M HLAUP KARLA: MÍN Erik Mathisen Noregi 1:52 4 2. Jón Diðrikss UMSB 1:52.6 3. Mike Solomon Trinidad 1:52.8 4 Gunnar P. Jóakimss ÍR 1:53.6 5. Gunnar Þ Sígurðss. FH 1:589 400 M GRINDAHLAUP KARLA Sek 1 Alexand Homtschik USSR 54.2 KRINGLUKAST KARLA: M 1 Erl Valdimarss KR 59 24 2 Óskar Jakobsson ÍR 58 86 3. Guðni Halldórss KR 43.18 4 Al Feuerbach USA 47 68 5. Terry Albritton USA 45.59 — Loðnuklak Framhald af bls. 32 fundið neitt að ráði af þorskseið- um enn, þá gefa þær upplýsingar ekki rétta mynd af hvernig klak þorsksins hefur heppnazt á þessu ári. Klakið heppnaðist t.d. mjög vel i fyrra, og þá fundum við lítið sem ekkert af seiðum fyrr en við komum á Húnaflóa, þá fórum við að finna seiði og síðan við allt Norðurland og Austfirði. Það má segja að allt seiðamagnið hafi ver- ið á þeim slóðum," sagði Hjálmar. Þá sagði Hjálmar að þegar þeir hefðu lokið rannsóknum á Húna- fióa héldu þeir þeim áfram austur með Norðurlandi og siðar suður með Austfjörðum, en seiðarann- sóknunum lýkur væntanlega um mánaðamótin. — Strásykur lækkar Framhald af bls. 32 Skagfjörð sagði þegar Morgun- blaðið ræddi við hann, að óhætt væri að segja að verð á sykri væri nú orðið ótrúlega lágt, en auðsætt væri að framleiðsla á sykri væri nú gífurlega mikil. Kvað Ingi, að nú væri í boði strásykur í 50 kílóa pakkningum á 197 dollara hvert tonn og væri þá miðað við októ- berafgreiðslu. Ef keypt væri fyrir þann tíma, væri verðtilboð frá 204 til 207 dollarar. Að sögn Inga myndi sykur, sem kostar 197 dollara hvert tonn fob. í erlendri höfn, kosta kominn til Islands um 54 krónur hvert kg og ætti því smávöluverð ekki að fara mikið yfir 70 krónur. Gat hann þess, að i byrjun ágúst hefði markaðsverð á strásykri verið i kringum 206 doilarar og reyndar allt upp í 218 dollara tonnið eftir gæðum sykursins. Þá sagði Ingi, að i aprílmánuði 1973 hefði fob. verð sykurs verið um 262 dollarar tonnið, þá hefði verið byrjað að stíga og um mitt ár 1974 var verðið komið í 657 dollara og í desember sama ár í 1480 dollara tonnið. Hjalti Pálsson, framkvæmda- stjóri innflutningsdeildar Sam- bandsins, sagði þegar rætt var við hann, að sykur, sem þeir ættu nú kost á að kaupa frá Danmörku væri á verðinu 128 danskar kr. pr. 100 kíló eða tonnið á rösklega 200 doilara. Kvað Hjalti að verðið hefði sigið að undanförnu, en bætti við að ósennilegt væri að þessi vara ætti eftir að lækka mik- ið meira. — Gylfi og Eggert Framhald af bls. 32 opinberlega. Til þessa hefur ekki enn unnizt tími. Margir forystumenn Alþýðu- flokksins í Reykjavík hafa sagt við mig að þeir teldu sjálfsagt að ég gæfi kost á mér i sama sæti á listanum i Reykjavík og ég hef skipað. Ég hef sagt þeim að mér væri kunnugt um að ýmsir teldu æskilegt að for- maður flokksins væri á listan- um í Reykjavík, en þetta væri hins vegar mál sem yrði að ræð- ast ítarlega innan flokksins í Reykjavik og það teldi ég ekki unnt fyrr en að loknum sumar- leyfum. Þetta er enn skoðun min. Ég tel hér vera um að ræða mál sem ekki eiga að ræða á opinberum vettvangi fyrr en að slíkum innri umræðum lokn- um. Það skal ég þó segja að lok- um, að ég hef ekki hugsað mér að hætta afskiptum af stjórn- málum í næstu kosningum.“ Morgunblaðið náði tali af Eggert G. Þorsteinssyni í gær þar sem hann var staddur í Hirtshals í Danmörku að kynna sér fiskvinnslu í hinum kunna útgerðarbæ. Spurningu blaðs- ins um ákvörðun á þátttöku i prófkjöri svaraði Eggert: „Ég svara því eindregið þannig að áður en ég fór í mitt sumarleyfi höfðu mér borizt all margar áskoranir um að verða i kjöri og því hef ég svarað játandi.“ Þá var Eggert spurður álits á þeirri skoðun sem Benedikt Gröndal lét í ljós í Morgunblað- inu, að það væri eðlilegra að formaður Alþýðuflokksins væri í framboði í Reykjavík, en ekki fulltrúi kjördæmis úti á landi. „Á þessu hefur verið allur gangur i Alþýðuflokknum eins og i öðrum stjórnmálaflokk- um“, sagði Eggert, „en ég efast hins vegar ekkert um persónu- legt mat Benedikts að það sé auðveldara að gegna for- mennsku með því að vera full- trúi í Reykjavik. Að mínu mati er það þó ekki neitt ófrávíkjan- legt né sjálfsagt nú fremur en áður.“ Um prófkjörsfyrirkomulagið sagði Eggert: „Mitt mat hefur alla tíð verið það að stefna ætti að sem allra lýðræðislegustum prófkjörsháttum. Hvort skrefið hefur verið stigið of langt nú í einu er spurning og ég hef reyndar verið einn af þeim Al- þýðuflokksmönnum sem hafa verið á þvi. Það er sitthvað að stefna ákveðið að marki eða taka áfangann í einu stökki. Þetta var niðurstaða meiri- hlutans og fyrir því ber að beygja sig.“ — Frystihús lokar... Framhald af bls. 32 þannig að það gæti reynt að út- vega sér annað starf, og i sumar hefðu mjög margir skólanemend- ur unnið i frystihúsinu og færu þeir brátt í skóla á ný. „Því miður fer það fólk sem vill vart í önnur frystihús hér á svæðinu, þar sem þau eru líka að stöðvast. Hins vegar vona ég að það birti til á ný, og á ég von á því að það verði fyrr en seinna, þá munum við hefja vinnslu þorsks og skyldra teg- unda á ný,“ sagði Einar. —Avextir hækka Framhald af bls. 32 Times kemur fram, að vegna frostskemmda verði ávaxta- framboð í löndum Efnahags- bandalagsins nú mun minna en síðustu árin og reyndar er talið að uppskeran verði sú minnsta siðustu 13 ár. Talið er að eplauppskeran verði aðeins um 5.4 milljón tonn, en í fyrra var hún 6.5 milljónir tonna og meðaltalið árin 1972—76 var 6.8 milljónir tonna. Segir blað- ið að aðeins í Italíu og Dan- mörku reikni menn með að fá svipaða uppskeru og fyrr. Þá virðist peruuppskera Efna- hagsbandalagsríkjanna ætla að verða á bilinu 2,05—2.15 milljónir tonna, en hún var 2.65 milljónir tonna á síðasta ári. Nokkur undanfarin ár hafa Efnahagsbandalagslöndin eyðilagt hluta eplauppsker- unnar, þar sem framleiðendur hafa haldið því fram að þeir næðu ekki viðunandi verði fyr- ir afuröir sínar. Þannig var fleygt 827,280 tonnum á síð- asta ári, um helmingi magns- ins í Frakklandi, 328 þúsund tonnum var fleygt á Italíu og afganginum í Hollandi, Belgíu og Vestur-Þýzkalandi. — ísraelsstjórn Framhald af bls. 1 svæðunum, en jafnframt verið ófáanlegur til að slá nokkuð af fyrirætlunum stjórnvalda í þess- um efnum, eins og kapp hefur verið lagt á af hálfu Bandaríkja- stjórnar í ljósi friðarum- leitananna sem nú standa yfir. I fréttum frá Washington í kvöld var frá því skýrt að stjórnin þar myndi bera fram mótmæli gegn ákvörðun Israelsstjörnar um búsetu á vesturbakkanum, og af- henti Samuel Lewis, sendiherra Bandaríkjanna þar, orðsendingu þessa efnis í dag. Lewis afhenti einnig Begin forsætisráðherra orðsendingu frá Carter Banda- ríkjaforseta í gær, og er ætlun manna að þar hafi Carter lýst áhyggjum sínum yfir fyrirætlun- um Israelsstjórnar varðandi bú- setu á herteknu svæðunum. Tals- maður Bandaríkjastjórnar gaf í skyn i dag, að hún hefði ekki fengið vitneskju um þessa ákvörð- un Israelsstjórnar áður en hún var formlega tilkynnt. Forsvarsmenn samtaka Palestínuaraba gáfu einnig út harðorða mótmælayfirlýsingu er fregnir bárust af ákvörðun Israelsstjórnar og sögðu að hún væri aðeins enn ein sönnun um ráðagerðir Israelsmanna um inn- limun þessarra umdeildu svæða í Israelsríki og um útþenslustefnu þeirra. — Vilji borgar- yfirvalda Framhald af bls. 2 ég að mótmæla þeirri fullyrð- ingu að menn hafi ekkert feng- ið fyrir sína peninga. Á þessum tíma var það stefna borgaryfirvalda að gatnagerð- argjöld skyldu duga til greiðslu á framkvæmdum við stofnlagn- ir og ræsi og undirbyggingu gatna. Þessar framkvæmdir fóru fram í Ártúnshöfðahverf- inu, þannig að fyrir sín gatna- gerðargjöld fengu menn það, sem til stóð. Síðan hefur verið reynt að láta gatnagerðargjöld- in hrökkva líka til malbikunar- framkvæmda, sérstaklega í ibúðahverfunum og eftir mætti i iðnaðarhverfum líka. En meðal skýringa á þvi hversu hægt framkvæmdir í Ártúnshöfðahverfinu hafa gengið má nefna að byggð þar er mjög dreifð og til skamms tíma voru þar byggingar á ýms- um framkvæmdastigum. Þá var það og viss hindrun i uppbygg- ingu svæðisins að um það lágu línur, sem torvelduðu bygg- ingaframkvæmdir. Þessar línur hafa nú verið fjarlægðar og líta má á þær framkvæmdir, sem gerðar verða í sumar, sem byrj- unarframkvæmdir á- lokafrá- gangi svæðisins. En óhjákvæmilegur niður- skurður á útgjöldum borgar- sjóðs bitnaði á framkvæmdum á Ártúnshöfða sem annars stað- ar, og því er framkvæmdum við Breiðhöfða frestað, svo og að setja yfirlag á Bildshöfða og Höfðabakka, en sett verður yfirlag á tvær siðast töldu göt- úrnar. Þessar götur verða malbikaðar, en sennilega verður að fresta siðasta slitlaginu á síðasttöldu áföngunum yfir á næsta ár. Eg legg á það áherzlu, að borgaryfirvöld vilja hafa gott samstarf við Ártúnshöfðamenn og það er vilji okkar að fram- kvæmdum á svæðinu geti lokið svo fljótt sem kostur er“, sagði Ölafur B. Thors. — Sovétríkin Framhald af bls. 1 Sovétríkin hafa ekki áður tekið svo afdráttarlausa afstöðu i átök- um þeim sem nú eiga sér stað í Ogadenhéraði innan landamæra Eþíópíu, þar sem stjórnarherinn hefur undanfarnar vikur átt í höggi við skæruliða, sem Sómalir styðja. Eþíópíustjórn hefur sakað Sómali um að hafa sent hersveitir inn fyrir landamærin skæruliðum til aðstoðar en Sómalir neita öllu sliku. i Izvestiagreininni er lögð á það áherzla, að bardagarnir standi milli hersveita úr Sómalíuher og eþíópiskra hersveita, og það sé staðreynd að átökin eigi sér stað á eþíópísku landsvæði og Eþiópía sé þannig fórnarlamb vopnaðrar innrásar. Náið samband hefur verið milli Sómalíu og Sovétríkjanna um langt skeið, þannig að i Sómalíu hafa Sovétmenn um árabil haft herstöðvar og lagt landinu til hernaðarráðunauta. Vestrænir sendiráðsmenn segja þó, að enn séu engin merki þess að sovézkir borgarar séu farnir að yfirgefa landið, þrátt fyrir að Sovétríkin hafi nú tekið að halla sér æ meira að Eþíópiumö'nnum, sem til skamms tima nutu hernaðarað- stoðar Vesturveldanna. Er nú svo komið að Sovétmenn sjá báðum hinum stríðandi þjóðum fyrir vopnum, en Sómalir hafa þó upp á síðkastið þreifað fyrir sér um vopnakaup frá Vesturlöndum. Sómalir hafa látið í það skína að Eþíópíumenn vænti beinnar hernaðaraðstoðar erlendis frá og þá einkum frá Kúbu, og sagði útvarpið í Mogadishu i dag að slíkt myndi leiða til beinnar styrjaldar milli ríkjanna tveggja. Skæruliðar eru nú sagðir hafa mestan hluta Ogadenhéraðs á valdi sínu, en það er um fjórðung- ur allrar Eþíópíu. Eþíópíumenn segja að skæruliðar hafi notið að- stoðar innrásarliðs frá Sómaliu, en því hefur verið harðlega neitað i Sómaliu og fullyrt að þarna berj- ist skæruliðar einir, sem vilja að- skilnað þessa landshluta frá Eþíópíu. Vestrænir menn í Sómaliu eru þó þeirrar skoðunar, að skæruliðum hafi ekki tekizt að hrekja herafla Eþíópíumanna úr héraðinu algerlega á eigin spýtur og hersveitir frá Sómalíu hljóti að hafa átt þar hlutdeild í. — 600 milljónir Framhald af bls. 3 gert hvort hann hefði áður lagt fram fé til skákviðburða, eða hvort áhuginn hefði vaknað með samningnum við Korchnoi, svar- aði hann því til að skákklúbbur- inn i Porz hefði haldi.ð uppi öfl- ugu skáklífi síðustu tuttugu árin. Ekki kvaðst Hilgert hafa heyrt neitt frá Fischer eða neinum á hans vegum, heldur væri áhuginn til kominn fyrir orð Korehnois, en hann skýrði frá þvi i viðtali við Mbl. fyrir skömmu, að hann væri á förum til fjölteflisferðar um Bandaríkin og vænti þess að hitta Fischer að máli í þeirri ferð. „Mér er til efs, að Korchnoi hafi nefnt einhverjar tölur“, sagði Hil- gert, þegar Mbl. skýrði honum frá þvi að upphæðin væri höfð eftir stórmeistaranum. „Hvað sem öðru líður hefur ekkert í þá veru verið rætt og sú upphæð, sem þarna er getið um, er i mínum augum alltof há“. — Kappler er í Luneburg Framhald af bls. 15 bréf frú Kapplers að persónuleg- ar tilfinningar hans yrðu að vikja þegar þjóðin sýndi svo augljósa fordæmingu á þeirri moðgun sem hún hefði orðið að sæta. Þýzka blaðið Bild Zeitung hafði eftir Anneliese Kappler, að hún hefði gripið til þess að hjálpa eiginmanni sínum við hinn fífl- djarfa flótta af sjúkrahúsinu vegna þess, að hann hefði hótað að fremja sjálfsmorð, þar sem ör- vænting hans hefði verið alger. Hún kvaðst ekki hafa notið að- stoðar eins né neins og spilað al- gerlega upp á eigin spýtur. „Ég tók hann bókstaflega undir hönd- ina og flúði með hann“ segir hún og bætir því við að Herbert Kappler sé sannkristinn maður og hefði því tilhugsun um sjálfsmorð i rauninni verið honum ógeðfelld, en hann hefði ekki séð neina aðra lausn. Bild Zeitung birti aðeins útdrátt úr viðtalinu, en það birtist i heild á morgun, fimmtudag. — Borgin býður Framhald af bls. 5 kjaradeilunnar sé eðlilegt, að þeir félagsmenn sem hlut eiga að máli, eigi þar jafna aðild að. Launa- málanefnd og borgarráð hafa því i dag ákveðið að setja verkbann á aðra meðlimi Stéttarfélags verk- fræðinga, sem vinna hjá Reykja- víkurborg eða stofnunum hennar. Verkbannið hefst frá og með 25. ágúst n.k. og stendur meðan áður- nefnd vinnustöðvun fjögurra verkfræðinga er ekki afturkölluð, eða þar til kjarasamningar milli Reykjavíkurborgar og Stéttarfé- lags verkfræðinga hafa verið gerðir. Að lokum skal áréttað, að Reykjavíkurborg er og hefur jafnan verið reiðubúin að ráða verkfræðinga til starfa á sömu kjörum og verkfræðingar i þjón- ustu rikisins njóta.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.