Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. AGUST 1977 7 „Horft eftir mönnum” Morgunblaðið birti i gær stutt viðtal við Svein Guðmundsson, bankastjóra á Akranesi og formann kjördæmis- ráðs Alþýðuflokksins þar í bæ. Hann sagði m.a.: „Benedikt (Gröndal) hefur nýlega tilkynnt okkur að hann muni verða í Reykjavík, og við þurfum því að fara að horfa eftir mönnum til framboðs fyrir Alþýðuflokkinn á Vesturlandi." Ennfrem- ur sagði Sveinn: „Það er ekkert farið að á- kveða um prófkjör hjá Alþýðufloknum f Vest- urlandskjördæmi enn- þá.“ Þessi yfirlýsing for- manns kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Vesturlandi virðist þýða það, að Benedikt Gröndal hefur brotið brýr að baki sér á Vesturlandi. Það þýðir jafnframt, að hann hyggst taka þátt í próf- kjöri um efsta sæti á ^Jramboðslista Alþýðu- flokksins í Reykjavík. Enn þýðir þetta að ann- ar af tveimur, sem nú skipa þingbekki Al- þýðuflokks fyrir Reykjavfk, Gylfi Þ. Gíslason (móðurskip Alþýðuflokksins í síð- ustu þingkosningum) eða Eggert G. Þorsteins- son (eini fulltrúi verka- lýðshreyfingar í þing- liði Alþýðuflokksins) verður að standa upp fyrir Benedikt. Auðvit- að er líka fyrir hendi sá möguleiki, að Benedikt Gröndal einfaldlega falli í prófkjöri og væri þá komin upp býsna sérstæð staða fyrir Al- þýðuflokkinn. Það vekur athygli, að framangreindar yfirlýs- ingar um það, að Bene- dikt Gröndal hyggist hasla sér völl í Reykja- vík, koma á meðan Gylfi Þ. og Eggert G. eru erlendis, sem þó getur verið tilviljun ein. Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag Þjóðviljinn hefur ítrekað látið að því liggja undanfarið, að endurskoðunarsinnar í röðum róttækra sósfa- lista á tslandi séu höf- undar svokallaðs „evrópukommúnisma" þegar grannt er skoðað. Umræddur Evrópu- kommúnismi snýst um það, a.m.k. í orði kveðnu, að komm- únistaflokkar Italíu, Frakklands og Spánar varpa fyrir borð kenn- <ngunni um „alræði ör- Gylfi Þ. Gíslason — Eggert G. Þor- steinsson. Hvor þeirra afsalar sér þing- sæti í Reykjavík fyrir Benedikt Grönd- al? Eða verður það Benedikt sem missir af strætisvagninum? eiganna", tengslum við framkvæmd sovézks marx-leninisma og þjóðnýtingaráformum að vissu marki — en taka upp hliðhylli við leikreglur borgaralegs lýðræðis, Nató-aðild þjóða sinna og efna- hagssamstarf V- Evrópurfkja. Þessi blíðmælgi Þjóð- viljans við „evrópu- kommúnisma" er f raun viðurkenning á því, að klofningur Alþýðu- flokksins íslenzka árið 1930, þegar Komm- únistaflokkur Islands var stofnaður, hafi ver- ið söguleg mistök, enda nú — a.m.k. í orði — strikað yfir þau ágrein- ingsefni, sem þá vóru talin réttlæta klofning- inn. Þessi viðbrögð Þjóð- viljans, hvort sem þau stafa af slægð eða aftur- bata, eru í raun viður- kenning á því, að lýð- ræðislegur sósfalismi Alþýðuflokksins sé það, sem blaðið vilji, þó það hafi ekki breytt í sam- ra'mi við þann vilja: Það góða, sem ég vil, það geri ég ekki. Það illa, sem ég ekki vil, það gjöri ég. Hér hefur Þjóðviljinn lagt Alþýðuflokknum sterkt vopn f hendur á vinstra væng íslenzkra stjórnmála. Er hér máske komin skýringin á því hvers vegna mað- ur eins og Björn Jóns- son, forseti ASl, yfirgaf Alþýðubandalagið og gekk yfir í Alþýðu- flokkinn. Eða á þvf að Magnús Torfi Ólafsson yfirgaf sama flokk (og raunar Þjóðviljann líka) og stofnaði SFV? Minna má einnig á nöfn eins og Héðin heitinn Valdimarsson, Áka heitinn Jakobsson og K:rl heitinn Guðjóns- son. Allir hurfu þeir Sósíalistaflokknum eða Alþýðubandalaginu reynslunni rfkari. Margt bendir til þess að Alþýðubandalagið muni nú standa frammi fyrir útbrciddri vantrú og efasemdum fólks, sem til þessa hefur kos- 1 ið það f góðri trú. Sumarvertíð lokið á Höfn Hornafirði 17. áMÚst Á HORNAFIRÐI lauk sumarvertíð 26. júlí, er þorskveiðibannið tók gildi. Hófust þá sumarfrí skips- hafna og um leið undirbún- ingur undir síldarvertíð. Alls lögðu 34 bátar ein- hvern afla á land á Höfn á timabilinu frá 25. maí til 26. júlí. Þar af voru humar- bátar sem lönduðu reglu- lega 15 talsins og hand- færabátar 10. Heildarafl- inn á þessu tímabili var 128.7 tonn af slitnum humri og 1335 tonn af öðr- um fiski. Þar af öfluðu handfærabátar 267 lestir. Heildarverðmæti upp úr sjó var röskar 208 millj. kr. Allir heimabátarnir, 15 að tölu, búast nú til síldveiða. Gunnar ■ ? 4- Það er 5. september sem námskeiðin hefjast að nýju eftir sumarfrí. 3ja vikna námskeið, dag- og kvöldtímar. Leikfimi, sturtur, sauna, Ijós, sápa, shampoo, olíur og kaffi innifalið í verðinu. Nudd á boðstólum. Strangir megrunarkúrar 4 sinnum í viku. Haustnámskeiðin eru fljót að fyllast hjá okkur. Færri hafa komist að en vildu. Pantið því tímanlega í síma 86178. Eldri pantanir óskast ítrekaðar. Á staðnum eru einnig hárgreiðslustofan Hrund og snyrtistofan Erla til þæginda fyrir viðskiptavini okkar, sími 44088. ei»a Heilsuraektin HEBA Auðbrekku 53 sími 42360 Snyrtistofan & Hótel Loft/eiðum sími 25320 i Helga Þóra Jónsdóttir, fótaaðgerða og snyrtisérfræSingur. Heimasimi 36361 Andlitsböð, húðhreinsun, litun, fjarlægi óæskileg hár af fótleggjum og andliti. Líkamsnudd — partanudd. 1. flokks aðstaða. Dag- og kvöldtímar (sama verð), vinn aðeins með og sel hinar viðkukenndu SANS — SOUCIS snyrtivörur. Kennsluhúsnæði vantar sem allra fyrst. Mjög hljóðlát starfsemi. Þarf að vera í strætisvagnaleið, 70 — 1 00 fm. Sími 85752. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjoöleildnisinu kaup: Notaðir F ! A T Eigum til geysilegt úrval af notuðum Fiatbifreiðum. Kynnið ykkur verð og greiðsluskilmála Við eigum örugglega Fiatbíl sem hentar yður Davíð Sigurðsson SÝNINGARSALUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.