Morgunblaðið - 21.08.1977, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.08.1977, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. AGUST 1977 „Hér verður hægt að lækka vöruverð” Einn ntargra verzlunarsala hinna nýju verzlunar. Þegar m.vndin var tekin voru flestar hillur enn tómar og ýmis varningur á gólfinu. hjá Radíóhúðinni, bæði hvað snertir viðskiptavininn og starfsfólkið, sem nú telur um 20 manns. „Hér verður hægt að gera miklu betri innkaup en áður, og einnig verður hægt að lækka vöruverð eftir að starfs- semin er komin í aðstöðu sem þessa“, sagði Halldór Laxdal í spjalli við Mbl. 1 þeim húsakynnum sem Radíóbúðin er nú flutt í var áður danshúsið Röðull. Sagði Halldór nágrannana nú vera ákaflega ánægða með að fyrri starfssemi húsakynnanna skyldi lögð niður. „Hér verður eflaust einhver hávaði í fram- tíðinni, enda stærsta verzlun sinnar tegundar hérlendis, en hann verður aðeins að dcgi til og mun því ekki spilla ró nágrannanna sem fyrri umferð hér gerði", sagði Halldór. Með- fylgjandi Ijósmyndir tók Olaf- ur K. Magnússon á föstudag er verið var að Ijúka undirhúningi opnunarinnar. Innréttingar allar f verzlun- inni voru teiknaðar og settar upp af starfsmönnum Bang & Olufssen verksmiðjanna í Dan- mörku. A þessu gólfi hefur margt danssporið verið stigið, en í framtíðinni verður þarna hægt að prófa ýmis hljómtæki áður eii menn gera upp hug sinn um hvert þeirra er bezt. - segir eigandi Radióbúðarinnar sem opnað hefur nýja og stóra verzlun I anddyri verzlunarinnar verður hljómplötudeild, og verður þar hægt að hlusta á tónlist af fjórum plötuspilurum í einu. RADtOBÚDIN opnar á morgun nýja og stóra verzlun að Skip- holti 19, og verður þá á einum og sama staðnum í fyrsta sinn í langan tfma, boðið upp á alla þá þjónustu sem fyrirtækið veitir, að sögn Halldórs Laxdal, eiganda Rdfóbúðarinnar. Verða þarna til sölu hljóm- flutningstæki öll, hljómplötur. sjónvörp og útvörp, svo og önn- ur rafeindatæki. Undanfarin ár hefur þessi þjónusta verið dreifð um borgina, en fyrirtæk- ið var stofnað árið 1950. Að sögn Halldórs Laxdal skapar hið nýja húsnæði, en f þvf er verzlun á tveimur hæðum og verkstæði f kjallara, miklu betri aðstöðu en verið hefur Kartöflusprettan ekki rnikil enn nýjar á markaðinn í næstu viku „ÞAÐ ER of snemmt að spé nokkru enn um kartöfluuppskeruna, næstu þrjár vikurnar munu ráða úrslitum, ef frostnœtur koma fyrir 5.—7. september verður uppskeran léleg, en annars á hún að geta orðið nokk- uð góð,” sagði Magnús Sigurlásson fréttaritari Morgunblaðsins I Þykkvabœ I samtali við Morgunblað- ið F gær Magnús kvað ástæðuna fyrir því að brugðið gæti til beggja vona með kart- öfluuppskeruna vera, að í vor hefðu menn sett mjög seint niður, vegna holklaka i jörðu, hins vegar væri þvf ekki að neita, að tíðin síðustu 10 daga hefði verið mjög heppileg, og nú stækkuðu kartöflurnar með degi hverj- um Hann kvað grös hafa litið látið á sjá i frostinu á dögunum, aðeins efstu grös- in hefðu fölnað Jóhann Jónasson, forstjóri Græn- metisverzlunar ríkisins sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að þótt fólk ætti kannski von á mjög góðri kartöfluuppskeru að þessu sinni, þá væri staðreyndin sú, að sunnanlands væri uppskeran ekki mikil enn Kartöfl- ur hefðu verið settar niður 3—4 vikum síðar í vor en æskilegt gæti talizt, og allt væri því seinna á ferðinni. „En útlitið batnar með degi hverjum þ e á meðan veðrið helzt svona gott." Þá sagði Jóhann að vitað ✓æri, að menn væru byrjaðir að taka upp kartöflur á Norðurlandi ag þar væri ágætis uppskera, hins vegar væri ekki reiknað með að kartöfiur þaðan kæmu suður alveg strax, og ekki væri reiknað með að mikið framboð af nýjum íslenzkum kartöflum yrði fyrr en um mánaðarmót, en Grænmetisverzlunin myndi væntan- lega fá eitthvað af nýjum kartöflum í næstu viku. Engar bollaleggingar um annað einvigishald - segir Einar S. Einarsson, forseti S.í. „ÞAÐ eru nú engar bollalegging- ar uppi um frekara einvígishald í sambandi við heimsmeislara- keppnina í skák“, sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands lslands, er Mbl. spurði hann um það mál í gær. „Við höfum ekkert rætt þetta eða áformað neitt". Einar sagði, að slikt einvigis- hald krefðist mikillar vinnu og sagði, að það væri erfitt að brúa peningahliðina. „Þetta hafðist síðastliðin vetur með því að ganga mjög hart fram i betlinu og ég á ekki von á þvi, að við gætum gengið eins hart að fyrirtækjum aftur á sama árinu. Aðgangurinn gerir varla meira en að mæta verðlaunaupphæðinni og þá er mikill kostnaður eftir í sambandi við ferðir, uppihald og skipulagið allt. Þá erum við með stórmót í febrúar, þar sem Reykjavikurmótið er og undir- búningur að því krefst mikillar vinnu, auk þess sem við munum þurfa á allri mögulegri aðstoð að halda til þess móts. Hitt er svo aftur annað mál, hvað við gerum, ef ríkið, eða einhverjir aðrir aðilar telja íslandi hag að þvi að annað einvígi fari fram hér á landi". Þegar Mbl. spurði Einar, hvort hann hefði meiri áhuga á einvigi Spasskys og Korchnois eða einvíg- inu um heimsmeistaratitilinn, svaraði hann. „Ég á nú von á því að heimsmeistaraeinvigið verði of stór biti i háls, þar sem búast má við að hátt verði boðið i það og verðlaunin því stór. Hins vegar þyrfti úrslitaeinvig- ið um áskorendaréttinn ekki að fela í sér svo gífurlega há verð- laun. Þau verða ábyggilega áþekk þvi, sem við vorum með i einvígi Spasskys og Horts“. Ég vil ekki bæta á mig f ormennsku í Alþýðubandalaginu - segir Geir Gunnarsson, alþingismaður „ÞAÐ hefur aldrei hvarflað að mér“, svaraði Geir Gunnarsson, alþingismaður, er Mbl. spurði hann í gær, hvort hann hefði áhuga á að keppa að formanns- embætti Alþýðubandalagsins eða myndi gefa kost á sér i það ef eftir því væri lcitað við hann. 178 hval- ir á land I GÆRMORGUN voru 178 hvalir komnir á land hjá Hvalstöðinni í Hvalfirði og þá voru tveir hval- bátanna á leið til lands með sam- tals 5 hvali. Tvílembingar hættir veiðum Vestmannaeyjabátarnir Bylgja og Bjarnarey, sem undanfarnar vikur hafa verið við tilrauna- veiðar á kolmunna með svokallað tvílembingstroll munu nú hættir veiðum, samkvæmt því sem Morgunblaðið frétti i gær. Hafa veiðarnar með tveggja báta troll- inu gengið illa og að því er Morgunblaðinu var sagt i gær, munu bátarnir hafa fundið litið af kolmunna síðustu vikur. Guðlaug og Ólöf tefla ÞÆR Guðlaug Þorsteinsdóttir og Ölöf Þráinsdóttir munu tefla fjögurra skáka einvígi um réttinn til að tefla á kvennaborðinu í sex- landakeppninni i V-Þýzkalandi, og tefla þær fyrstu skákina á mánudagskvöld Guðlaug er nýbakaður Norður- landameistari kvenna í skák og Ölöf er íslandsmeistari kvenna og Reykjavíkurmeistari. Þrir slösuðust í umferðarslysi UM KL. 20.30 í fyrrakvöld fór leigubifreið úr Hafnarfirði út af veginum á norðanverðu Arnar- nesi og kastaðist þar á ljósastaur. Tveir farþegar voru i bílnum, auk bilstjóra, og slösuðust allir. Meðal annars var talið að tveir mann- anna hefðu lærbrotnað. „Við eigum nóg úrval manna, sem eru hæfir til að taka starfið að sér, en það er bæði krefjandi og bindandi og ég vil ekki bæta sliku á mig. Við höfum aldrei haft neinn slag milli manna út af þessu embætti og ekki held ég að til slíks komi frekar nú. Eins og ég sagði, þá er úryalið nóg. Vand- inn verður bara að velja". Þegar Mbl. spurði Geir, hvort hann hefði heyrt einhvern nefnd- an til formennskunnar öðrum fremur, sagðist hann hafa verið upptekinn við sáttanefndarstörf að undanförnu og að þeim frátöld- um verið fjarverandi. „En siðast þegar ég vissi var enginn sérstak- ur á oddinum. Þetta kemur bara í liós á sfnum tima“. Umferðarslys í Mosfellssveit UMFERÐARSLYS varð i Mos- fellssveit í gærmorgun og urðu þar lítilsháttar meiðsl á fólki. Tveir bilar voru á leið eftir Vesturlandsvegi og sá sem var á undan ætlaði að beygja inn á afleggjarann upp að Alafossi, er billinn á eftirskall aftan á honum og þeytti honum inn á afleggjar- ann. Tveir menn voru i bilnum sem ók aftan á og meiddust litil- lega. Voru þeir báðir grunaðir um ölvun. Prófkjör Alþýðu- flokks á Austurlandi: „Erum að ræða málin og undirbúa” „VIÐ ERUM rétt að hefjast handa í sambandi við væntanlegt próf- kjör Alþýðuflokksins i Austur- landskjördæmi í santbandi við næstu alþingiskosningar,” sagði Gestur Janus Ragnarsson formað- ur kjördæmisráðs í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Við erum ekki búnir að marka neina stefnu i þessum málum, en umræður og undirbúningur eru þó hafin og væntanlega verður prófkjör með haustinu. Engin framboð eru þó komin fram ennþá."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.