Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 7
sem bölvaldur mannanna, og af leiðum, sem menn hafa farið til að sigrast á honum og finna sálarfrið og rósemi hugans, renndum við hug að hinni fornu speki, sem and- ans jöfrar Forngrikkja iðkuðu og mynduðu skóla og stefnur til að kenna mönnum sína leið Hin heimspekilega ró- semi, eins og hún birtist í sinni klassísku mynd, var dá- samleg. En hitt er Ijóst, að almenningseign gat hún ekki orðið, og að þessi leið var aldrei öðrum en fáum fær. Þá komu til áhrif frá aust- rænni dulhyggju, og laun- helgaátrúnaðurinn, sem síðar mótaði sumar kenningar kristninnar, fann miklu greið- ari leið með dulhyggju sinni og sínum hátíðlegu, dulræðu vígslum til miklu fleiri manna í grísk-rómverska heiminum, sem leituðu lausnar undan fargi óttans og lausnar á lífs- gátunni. Til þeirrar lausnar vísaði' veg ein leiðin enn: Hin gamla gata guðstrúarinnar, og á Vesturlöndum hefur fram til þessa dags enginn slíkur boðskapur náð verulegum hljómgrunni nema sá, sem meistarinn flutti, ersagði: „Vertu ekki hrædd, litla hjörð", og mælti þessum orð- um við veikan vinahóp, vini sem hann vissi að áttu eftir hans dag að standa i storm- inum og jafnvel að Ijúka lífi sínu með pislarvættisdauð- anum, — sumir. Leiðin til rósemi Hann byggði á sannfær- ingu, sem hann vartil innstu grunna altekinn af: Óttist eigi, því að þótt allar vítis- ógnir veraldar æði, vakir ykk- ar himneski faðir yfir örlög- um ykkar Ekki hræddir, þótt allur heimur rísi gegn hann Skelfist eigi, jafnvel í kvalastríði andlátsins heldur í hönd ykkar sá himneski fað- ir, sem leiðir ykkur gegnum stundar þjáningu þangað inn, þangað upp, sem sigur- laun bíða ykkar, dásamlegri en ykkur dreymir um! Menn hafa farið þessa leið og fundið sálarfrið í stormum stærstu rauna. Eigum við að hafa að engu vitnisburð þeirra, þótt lifað hafi á liðn- um öldum og árum? Er ekki mannssálin í innsta grunni eins og hún var þótt liðið hafi aldir og ár? Margt hefur breytzt í aldanna rás, og sálarfriðar, rósemi hugans leita menn á ýmsum öðrum leiðum en leitað var. Áður fyrr fóru menn pilagrimsferðir til helgra staða til að finna sál sinni frið Björn bóndi Einars- son i Vatnsfirði fór til Jórsala og hlaut viðurnefni af, og tvívegis til Rómaborgar Þangað fór Sturla Sighvats- son og aðrir fóru til Compostella á Spáni og víðar. Gögn hafa fundizt fyrir því, að ótrúlega margir Is- lendingar fóru á miðöldum pilagrímsferðir suður um lönd, bæði karlar og konur. Nú fer fjölmenni suður til sólarlanda, en trúlega fæstir þeirra erinda, sem menn fóru héðan i suðurveg á fyrri öldum til að finna sál sinni friðá slóðum helgra manna og atburða. Menn fara aust- ur til Moskvu eða í vesturveg til New York og annarra borga. En sækja menn þangað þann sálarfrið, sem menn sóttu áður fyrr til helgra staða? Læra menn í austri eða vestri lausn úr fjötrum ótta og hræðslu? Læra þeir ekki fremur þar að óttast hverannan. Og þann óttg eru vísindi nútímans að magna jafnhliða þvi, að þau hafa leyst okkur undan fargi óttans á ýmsum sviðum. Var ekki Einstein að senda frá sér skömmu fyrir andlát sitt neyðaróp til stjórnmála- mannanna, valdhafanna i velferðarríkjum ríkustu, um að stöðva framleiðslu vetnis- sprengjunnar? Sendi ekki Schweitzer, sömu áskorun valdhöfunum og vísinda- mönnunum sjálfum? And- spænis eigin „afrekum" hrópa fleiri og fleiri vísinda- mannanna: Hættið! Við skulum ekki gleyma þvi, að fyrir mörgu því erum við óhult nú, sem feðrum og mæðrum bjó kvíða- og ótta- efni. En eru ekki þau efni nógu mörg enn, óvissan, ör- yggisleysið? Þau virðast þó víða um lönd meiri, risavaxn- ari en hér. En vitum við það? Höfum við ekki ríka þörf þess að við okkur verði sagt með guðspjallsorðunum gömlu, og sagt með þunga svo að við yrðum að hlusta og trúa: „Vertu ekki hrædd, litla hjörð"? „Vér köllum ferju á hnatta- hyl" (E.Ben.), — ferjan er fengin og hefir margoft leyst landfestar, en hvern vanda leysa geimfarirog hnatta- flug? Örlitlum skika tilver- unnar er bætt við svið þekk- ingarokkar, óendanlegar fjarlægðir eru ókunnar samt, ómælisveraldir, sólkerfi svo voldug, vetrarbrautir svo víð- feðma, að milljónir sólna geta komizt fyrir á stjörnunni Betelgeuse einni og er þó ein sól risaheimur hjá jarðarkorn- inu, sem við byggjum. Þess- um sindrandi sólkerfum hef- ur heimssmiðurinn sett lög- mál svo örugg, að þeir fáu, sem þeim kynnast standa fullir lotningarótta andspæn- is þeim. Fyrst sandkornið litla glat- ast ekki, heldur tekur mynd- breytingum í aldanna rás, eru þá örlög þín, jarðnesk og eilíf, á valdi ógnþrunginna duttlunga? Gleymir þú öllu því, sem meistarinn frá Naz- aret hafði um það mál að segja? Speki trúartraustsins hafa margir smælingjar Drottins lært og lært hana svo vel, að sálarfrið hafa þeir fundið og sigur á valdi óttans, þann sigur sem efnisvísindin geta ekki unnið fyrir mannsálina, en mannshjartað, titrandi, órólegt og veikt, hefur þús- und sinnum unnið: Ekki hrædd, litla hjörð Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. A Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu AIRWICK Ferskur ilmurallan daginn. Endurbætir andrúmsloft í híbýlum ogá vinnustöðum. AMANTI H/F. SIM125933. Notaðir ( u - / i 1 A \h r/ i / 1 ■ A r bílar FIAT 126 árg. '74 og '75 FIAT 127 árg. '72, '73, '74, '75, '76, '77 FIAT 128 árg. '71, '72, '73, '74, '75, '76 '77 FIAT 131 árg. 76 FIAT 132 árg. '73, '74, '75, '76 FIAT 125p árg. '72, '73, '74, '75, '76 Davíð Sigurðsson SÝNINGARSALUR VíÖ erum flutt Vió erum flutt af Skúlagötu 51 í Ármúla 5 (gengið inn frá Hallarmúla) Og við höfum fengið spánýjan síma, 86020 (vinsamlegast athugið að númerið erekki í símaskránni) Verlcsmiöian MAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.