Morgunblaðið - 21.08.1977, Page 15

Morgunblaðið - 21.08.1977, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. AGUST 1977 15 : stærra og tigulegra. En nær glittir á Skjálfandafljót, sem dregur sem óðast til sín allt það vatn, sem undan jöklunum kemur og rennur til norðurs. Nú höfum við ekið austur fyr- ir jökulinn og snarbeygjum til suðurs, suður í Vonarskarð. Á hægri hönd höfum við Tungna- fellsjökulinn en til vinstri Vatnajökul og Bárðarbungu, sem ber þar hæst. Nær, um skarðið sjálft, rennur svo Skjálfandafljót, sem er hér að hefja göngu sína tí sjávar. En framundan, í miðju skarði ris toppmyndað skriðurunnið fell, dökkt á litinn og lokar þvi að mestu. Háls einn tengir það við Tungnafellsjökul og á þann háls stefnum við, vinstra megin við fellið. Það er nefnt Valafell og hálsinn Gjósta. A Gjóstu endar bílvegurinn. Þar verðum við að stíga út úr bifreiðinni og senda hana sömu leið til baka. Við ætlum að ganga það sem eftir er að sæluhúsinu, þaðan, sem við lögðum upp í morgun. Af Gjóstu sjáum við yfir vest- urhiuta skarðsins, sem er breitt og slétt í botninn þaðan að sjá. Að vestan lokast skarðið því stór og mikil hnúkaþyrping *í liggur i boga frá Tungnafells- jökli í suðvestur allt að vestur- brún Vatnajökuls. Hafa þessir hnúkar verið nefndir einu nafni og kallaðir Ögöngur. Einn þeirra sker sig þó úr. Er hann fyrir miðju skarði, toppmynd- aður og ljós á litinn með marg- litum geirum, sem ganga niður eftir hliðum hans. Hefur hnúk- ur þessi fengið nafnið Skrauti og ber hann það með rentu. Um sandsléttuna i botni dalsins lið- ast margar vatnslænur til allra átta. Skarðið er hér marflatt á kafla og þvi erfitt að 'greina vatnaskii, en tvö stórfljót eiga hér upptök sín. Skjálfandafljót, sem rennur til norðurs og Kaldakvísl, er fellur í suður. Þrír toppmyndaðir hnúkar og standa i röð að norðanverðu í skarðinu. Að baki þeim, milli þeirra og jökulsins eru efstu drög Nýjadals. Við tökum stefn- una á vestasta, hnúkinn, sem nefndur hefur verið Eggja og er 1264 m á hæð. Vestan undir honum er smáskarð og þeg'ar við höfum það að baki stöndum við á suðurbrún efstu draga Nýjadals. Gangan vestur skarð- ið sækist heldur seint. Landið er ekki eins slétt og okkur virt- ist í fyrstu og svo er einnig á bratta að sækja. En við höfum nægan tíma og ekkert liggur á. Brátt tökum við eftir gufu- mekki, sem kemur í ljós sunnan undir Eggju. Við stefnum þang- að og athugum hann nánar. 1 ljós kemur, að hér er um all- mikið hverasvæði að ræða og eitt hið fegursta hérlendis þótt vatnsmagn þess sé ekki mikið. Þótt flatarmál hverasvæðisins sé ekki miklu meira en 1 hekt- ari er fjölbreytni þess ótrúleg. Hér eru litlir gufuhverir, sem blása gufu af miklum krafti, vatnshverir með tæru sjóðandi vatni og síðast en ekki síst eru hérna leirhverir með gráblárri leðju, sem malla og krauma hægt og rólega svo minnir á grautarpott. Allt þetta svæði er skreytt hinum fegurstu litum og svo margbreytilegum, að snjöllustu málarar yrðu að neyta allra sinna hæfileika til að ná þeim á léreft, ef þeir gerðu tilraun til þess. Lítili, heitur lækur rennur héðan og fellur niður á sand- sléttur. Við fylgjum honum eft- ir með augunum og sjáum, hvar hann beygir til suðurs. Grunur okkar verður að vissu. Hér er ein af upphafslænum Köldu- kvislar. Nafn fljótsins er í al- gjörri mótsögn við þann yl og varma, sem býr i þessum litla læk fyrir fótum okkar. Þannig eru þversagnirnar. Fljótið, sem ber kuldalegasta nafn rennandi vatns hér á landi, á upptök sín i sjóðandi hverum í Vonarskarði. Þótt margt sé hér að skoða, má ekki gleyma timanum. Við eigum drjúga leið eftir. Við snúum baki við þessum fögru hverum og göngum meðfram Eggju, í skarðið, sem áður hef- ur verið nefnt. Sumir i hópnum kjósa heldur að ganga upp á hnúkinn. Það borgar sig, þvi útsýnið þaðan er mikið og fag- urt. Af tindinum sjáum við yfir skarðið og helstu kennileiti blasa við augum. Að norðan sjá- um við yfir efstu drög Nýja- dals, og getum fylgt honum eft- ir, með augunum, þar sem hann liggur í boga meðfram suð- vesturhlíðum jökulsins. I norðri sjáum við yfir á Sprengi- sand, en í vestri á Hofsjökul . með Arnarfellin bæði sem þekktustu kennileiti. I skarð- inu hittast hóparnir aftur og nú hefst gangan heim í hús. Við skáskerum suðurhlíð dalsins, göngum utan í móbergsklöpp- um, sem oftast eru undir snjó, en hafa nú losnað við fanna- fargið, sem hvílt hefur á þeim. Það hallar undan fæti og gang- an sækist greitt. Ekki er ráðlegt að ganga niður dalinn. Hann dýpkar snögglega þar sem hann beygir til norðvesturs og þar eru klettar, sem erfitt getur verið fyrir ókunnuga að fara um. Þess vegna beinum við för okkar vestur á Mjóháls, sem myndar vestari brún dalsins. Eftir hálsinum er greið og þægileg leið alla leið niður í hús. Af dalbrúninni gefst okk- ur kostur á að horfa yfir dalinn. Þótt hann sé í 800—900 m hæð yfir sjó, er hann síðsumars víða gróinn upp i miðjar hlíðar og fagur á að líta, þar sem grænan feld hans ber við hvíta jökul- brúnina fyrir ofan. Af Mjóhálsi er víðsýnt, en kennileitin þau sömu, og við greindum af Eggju. Gangan eftir hálsinum reynist drjúg, enda er þreytan farin að segja til sín og gott að tylla sér niður við og við. En allir komast heilir i hús að lok- um um miðaftansbilið með lúa í limum en ánægðir eftir skemmtilegan og viðburðarik- an dag. Við höfum kynnst hluta af landinu sem áður var aðeins nafn á korti, en er nú orðin ljóslifandi staðreynd í huga okkar. Tómas Einarsson. á réttan hátt Geymid/og þér munid finna... tssnECÞ- ______________________/ í Kúptir kúlu eða pýramídalaga acrilþakgluggar frá FAGPLAST h.f., esu óvenjuleg <g> prýði,auk þess sem birtumagn innan þeirra er meira en innan sléttra glerglugga. 11 gerðir fyrirliggjandú Rammar úr járni, áli eða eir. Auk þess önnumst við sérfrágang við ýmsar gerðir þakklæðninga. Höfum auk þess: Kúpta hliðarglugga í Bronco jeppa og Wolkswagen. Vönduð framleiðsla — Islensk framleiðsla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.