Morgunblaðið - 21.08.1977, Page 20

Morgunblaðið - 21.08.1977, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. AGUST 1977 21. ágúst 1968 Svoboda og Dubcek. Myndin var tekin vorið 1968. ÞENNAN dag fyrir níu ár- um, laust eftir miðnætti, brunuðu hersveitir Var- sjárbandalagsins með sovézka liðsmenn i farar- broddi inn í Tékkó- slóvakíu. Morgunblaðinu tókst að skýra frá atburðin- um í blaðinu þann 21. ágúst og gaf þann dag einnig út síðdegisaukablað. I fyrstu tilkynningum um innrásina var tekið fram að herliðið hefði faxið inn yfir landamærin án vit- undar leiðtoga landsins og liti miðstjórn tékkneska kommúnistaflokksins þetta mjög alvarlegum augum; innrásin væri gróft brot á alþjóðalögum og auk þess algerlega andstæð grund- vallarreglum um samskipti sósíalískra ríkja. Innrásin vakti ekki að- eins heilaga reiði Tékkóslóvaka sjálfra, kvíða og ugg vegna þeirrar framtíðar sem þeir máttu nú sjá að væri þeim búin. Hún vakti og upp reiðiöldu um allan heim, að minnsta kosti í þeim hluta hans, þar sem frelsið skiptir máli. Þessi eindregna afstaða og augljósa fordæming hefur sjálfsagt í og með orðið til þess að Sovétmenn treystu sér ekki til að fara of geyst í sakirnar. Þeir réðust inn í landið og tóku það her- skildi og öll völd urðu brátt i reynd á þeirra höndum. En þeir treystu sér ekki til að svipta Alexander Dubcek og helztu stuðningsmenn hans öllum embættum í skyndingu, heldur unnu að því hægt en örugglega að bægja þeim frá. Það reyndust líka vera menn sem fúsir voru til að svíkja þá hugsjón sem Dubcek hafði barizt fyrir; Gustav Husak reið á vaðið fyrir allra sjónum og fleiri komu á eftir. Fyrstu dagana eftir inn- rásina ríkti alger ringul- reið í landinu, fréttir um afdrif leiðtoganna voru óljósar og stönguðust á, svo virtist sem hermenn inn- rásarherjanna væru ekki síður ringlaðir og haft er fyrir satt að sumir þeirra hafi ekki einu sinnGvitað hvar þeir voru niðurkomn- ir. Svoboda, forseti lands- ins, aldin kempa og virt, barðist fyrir því af mikilli hugprýði fyrstu dagana eftir innrásina og reyndar lengi á eftir að tryggja stöðu lands síns og ekki síður talaði hann máli Dubceks. Hann virtist að mörgu leyti fús til að semja við Sovétmenn, enda áttu Tékkóslóvakar engra kosta völ nema ná einhverju samkomulagi. Tilkynnt var síðan að innrásarliðið yrði um kyrrt þar ril „eðlilegt ástand“ eins og það var kallað ríkti á ný í landinu. Þetta ástand er sennilega ekki komið enn, að minnsta kosti er enn herlið vina- ríkisins í Tékkóslóvakíu. Reynt var að sannfæra al- menning um að frelsis- skerðing yrði engin gjör. Svoboda og Dubcek fóru báðir til Moskvu skömmu eftir innrásina. Þar áttu þeir viðræður við Kosygin og Brezhnev og komu heim með yfirlýsingar og loforð upp á vasann, sem þeir skýrðu þjóðinni frá, en hún trúði varlega. Svo fór líka að smátt og smátt voru Alexander Dubcek og sá stuðningsmaður hans sem lengst stóð við hlið hans, Josef Smrkovsky þingfor- seti, einangraðir. Það reyndist áhrifameira en hneppa þá í fangelsi eða vísa þeim strax í útlegð, enda hefði slíkt vakið upp reióiöldu sem ekki er víst að hernámsstjórarnir hefðu kært sig um og vitað sig myndu eiga fullt í fangi með að lægja. Fram eftir haustinu eftir innrásina reyndu umbótasinnarnir þó að halda í þá von að þeim yrði ekki bylt frá völdum. En sú von varð að engu og rúmu ári eftir inn- rásina var pólitískri aftöku þeirra Dubceks og Smr- kovskys lokið. Dubcek var gerður að sendiherra i Tyrklandi skamma hríð og síðan aö skógarverði og enn lækkaður í tign og gerður að skógarhöggs- manni. Af honum fréttist lítið nú. Smrkovsky andað- ist úr krabbameini fyrir nokkrum árum, saddur líf- daga. Innrásin í Tékkó- slóvakíu, sem er einhver svartasti atburður siðari ára á eftir Ungverjalandi, átti sér vissulega aðdrag- anda. Og í ljósi atburða- rásarinnar var ótrúlegt að Rússar hefðust ekki að. Alexander Dubcek hafði komizt til valda snemma árs 1968, að Novotny Stalínista frágegnum. Dub- cek ól með sér hugsjónir um nýjan sósíalisma í Tékkóslóvakíu „sósíalisma 32 SÍBUR j InnrMaroflin hnln oH i«W I Tékkójó.olrio: Dubcek bundinn á höndum og fótum 24 SfBVR * t OTTAZT DIVI LÍF DIBCEKS 185 sýrlenzkir herforingjar flúöu til bks á MIG-þotum Forsíður Morgunblaðsins daginn sem innrásin varð gerð og þá næstu á eftir. Myndir frá innrásinni og dögunum næstu áeftir. Frá forsetahöllinni í Prag, oktðber 1968. Þá höfðu þeir enn völdin að nafninu til: Smrkovsky Dubcek flokksleiðtogi og Cernik forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.