Morgunblaðið - 21.08.1977, Síða 30

Morgunblaðið - 21.08.1977, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. AGUST 1977 Guðjón á Grímsstöðum. Rætt við Guðjón Sigurjónsson á Gríms- stöðum í Landeyjum Þurrheysböggunum raðar Guðjón upp í sérstakar stæður og breiðir yfir. Batt allt mitt vot- hey med bindivél” Grein og myndir: TRVGGVI GUNNARSSON — Ég bind allt mitt hey með bindivél og fellur það vel. Ekki sízt ræður þar hve miklu hand- hægara er að gefa þá á veturna heldur en laust hey. I sumar gerði ég einnig tilraun með að binda allt mitt vothey og alls er ég nú búinn að binda rúmlega 1000 bagga. Þetta hefur eitt- hvað verið reynt áður og að því er mér hefur verið sagt géfizt ágætlega en það verður bara að sjá hvernig þessi aðferð reyn- ist, þegar farið verður að gefa í vetur, sagði Guðjón Sigurjóns- son á Grímsstöðum í Vestur- Landeyjum en þar býr hann ásamt konu sinni, Þuríði Ant- onsdóttir. Bú þeirra er vel með- albú, 27 kýr og 200 kindur. — Heyskapur gekk stirðlega í sumar þar til við fengum góða þurrkinn, sem stóð i viku og þar með var okkur borgið. Ann- ars er ekkert gagn orðið að Veð- urstofunni, því oftast er búinn að vera þurrkur hér í tvo til þrjá tíma, þegar þeir fara að spá honum. Við spurðum Guðjón nánar um tilraun hans með að binda votheyið og hvaða kosti hann teldi því samfara. — Með því að binda það get ég notað alveg sömu tæki og við þurrheyið — sláttuþyrluna, rakstrarvélina, heybindivélina, sama vagn og fyrir þurrheys- bagganna og baggafæribandið til að koma þeim í turninn. Þetta sparar fé, því að öðrum kosti þyrfti ég að kaupa annan umgang af tækjum að mestu. Súrheysbaggarnir þenjast út við að hitna og það sígur með meiri hraða í turninum en venjulega. Þessir baggar eru lítið eitt þyngri en þurrheys- baggarnir en það ætti að vera auðveldara að ná þeim á vet- urna. Þetta er þó allt tilraun enn og eftir að sjá hvernig verkun heysins verður. Þegar við ókum heim að Grímsstöðum vakti það athygli okkar að heyböggum var raðað í reglulegar stæður úti á túnun- um og breitt yfir þær. Aðspurð- ur sagðist Guðjón hafa þann háttinn á að eftir að hann væri búinn að binda heyið, raðaði hann því upp í stæður, sem í væru um það bil 45 baggar. Stæðurnar væru mjóar, aðeins ein baggaröð og þess væri gætt að breiða yfir þær. Sagði Guð- jón að með þessu mætti koma íveg fyrir að það hitnaði í bögg- unum, því það blési í gegnum þá. Ekki væri þetta þó til að standa úti í stórrigningum en þessi aðferð hefði gefizt sér vel. — Það sem fer verst með okkur bændur er einfaldlega mjög langur vinnutími og litið kaup í samanburði við aðrar stéttir. Ég hef t.d. þá trú að kúabændum eigi eftir að fækka, því við fáum einfaldlega of litið fyrir mjólkina. Það er miklu skynsamlegra að hafa bara kindur og kartöflur og taka sér langt sumarleyfi, sagði Guðjón og við kvöddum en heimilisfólkið á Grímsstöðum hélt áfram að hirða þrátt fyrri að rigningardroparnir tækju aö falla ótt og titt. — Það verður víst að nota hverja þurrkflæsu til enda, og helzt betur varð einhverjum á orði og viðstaddir juku hraðann við vinnuna. 3 dagar SKYNDISALA 3 dagar •Ensk föt m. vesti, tízkusniði Kr. 19.500,- • Ensk föt vestislaus Kr. 17.000,- • Skyrtur frá Kr. 1.500,-•Peysur •Bolir •Náttföt • Stakar buxur litlar stærðir Kr. 1.000,- • Skyrtubolir litlar stærðir og m. m. fl. ATH. Aðeins: Mánudag — Þriðjudag — Miðvikudag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.