Morgunblaðið - 21.08.1977, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. AGUST 1977
Trelkovsky (Polanski) gengur berserksgang í íbúð vinkonu sinnar, Stellu (Adjani), þegar
hann grunar hana um að vera þátttakanda í samsærinu gegn sér.
Le Loctaire (Leigjandinn),
frönsk, 1976.
Leikstjóri: Roman Polanski.
Meðan Polanski beið eftir því
1 975 að byggð yrði gríðarmikil
sviðsmynd fyrir Pirates (sjó-
ræningjastórmynd, sem hann
Joseph Losey. Val þessarra
tveggja mynda vakti nokkra
úlfúð meðal franskra kvik-
myndagerðarmanna, þar sem
leikstjórarnir voru báðir erlend-
ir. í Cannes var Polanski spurð-
ur að því, hvers vegna hann
staðsetti Le Loctaire i Paris
Hann svaraði því til, að hann
hefði búið í mörgum höf-
uðborgum heims og hefði kom-
ist að þeirri niðurstöðu, að
„Frakkar eru óvingjarnlegri og
hræddari við ókunnuga (og út-
lendinga sérstaklega) en annað
fólk". Þetta svar er ef til vill
lykillinn að þessari mynd
Polanskis, en það kemur þó
nokkuð á óvart þegar þess er
gætt, að Polanski hafði sjálfur,
líkt og aðalpersónan, sem hann
leikur i myndinni, nýlega feng-
ið franskan ríkisborgararétt.
Hvers vegna sækist hann eftir
frönskum ríkisborgararéttind-
um, úr þvi fólk alls staðar ann-
ars staðar í heiminum er vin-
gjarnlegra en í Frakklandi?
Xe Loctaire er næsta mynd
Polanskis eftir Chinatown. Þar
réð raunsæið meir ríkjum en þó
mátti finna í henni dulinn
óhugnað, innra óöryggi, sem lá
í loftinu i hverfi því, sem kallað
var „Kínahverfið" I Le
Loctaire er þó að finna meiri
samjöfnuð við eldri myndir
Polanskis, bæði Rosemary's
Baby (þar taka ungu hjónin á
leigu ibúð í sambýlishúsi, þar
sem margir nágrannarnir eru
æði grunsamlegir, fyrrverandi
leigjandi i ibúðinni (kona) hafði
fyrirfarið sér og ung kona í
næstu íbúð stekkur fljótlega út
um gluggann og deyr) og
Repulsion (1965) ekki síður,
sem segir frá belgískri stúlku
(Catherine Deneuve), sem býr í
leiguíbúð í London og lokast
smám saman algjörlega inni í
sjálfri sér, hún læsir að sér og
imyndunaraflið nær yfirhönd-
inni. Út frá ýmsum hljóðum,
sprungum í veggjum og blakt-
Polanski tekur upp þráðinn eftir Rosemary’s Baby
hafði í undirbúningi), las hann
bók Roland Topors Le Loctaire
Chimérique, sem segir frá
væskilslegum skrifstofu-
manni, sem er aðnnaðhvort
haldinn ofsóknarbrjálæði eða
er fórnarlamb samsæris, sem
nágrannarnir í leiguhúsnæði í
Paris búa honum. Innan sex
vikna hafði Polanski fullgert
handrit eftir bókinni og undir-
búið framleiðslu myndarinnar
fjárhagslega. Le Loctaire var
ein af fjórum frönskum mynd-
um sem opinberlega voru vald-
ar til sýninga á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes 1976, en
meðal þessara mynda var einn-
ig Mr. Klein, mynd um gyð-
ingaofsóknir í Frakklandi i
seinni heimstyrjöldinni, gerð af
bandaríska leikstjóranum
Isabelle Adjani og Polanski í LE LOCTAIRE.
andi gluggatjöldum að nætur-
þeli birtast henni ógnvekjandi
sýnir. í Le Loctaire er að
finna alla þessa efnisþætti, þar
sem óvingjarnleg veröld þreng-
ir svo að hinum viljalausa
Trelkovsky, að hann hættir að
lokum að þora að hreyfa sig, af
ótt við að verða öðrum til
ónæðis og fá á sig kæru.
(„íbúðir vaxa ekki á trjánum
hér" segir húseigandinn Zy,
sem þýðir einfaldlega, að það
er betra fyrir þig að gera eins
og við segjum, annars rekum
við þig út).Ótti og tilfinning
fyrir þvingunum verður allsráð-
andi hjá Trelkovsky, sem finnst
að allir séu að reyna að troða
upp á hann persónuleika stúlk-
unnar (Simone), sem áður bjó í
íbúðinni, en fyrirfór sér, með
því að stökkva út um glugg-
ann. Á nærliggjandi kaffistofu,
þar sem Simone hafði verið
fastagestur, er hann settur við
sama borð og hún var vön að
sitja, honum er fært súkkulaði
(eins og henni), þó hann hafi
beðið um kaffi og litlu seinna
fellst hann á að reykja sömu
vindlinga og hún gerði. Hús-
eigandinn ráðleggur honum
einnig að gera eins og Simone,
að ganga á inniskóm eftir kl.
10, af tillitssemi við aðra leigj-
endur. Persónuleiki Simone
nær smám saman tökum á
Trelkovsky og án þess að segja
hér frá hinu óhugnanlega loka-
uppgjöri Trelkovskys við sam-
býlisfólk sitt, geta lesendur far-
ið nærri um það.
Le Loctaire er „ekta"
Polanski-hryllingur, bráðvel
gerð, bæði hvað snertir hljóð
og mynd og Sven Nykvist nálg-
as í opnunaratriðinu (samfelld
mynd af húsakynnunum, skoð-
að utan frá með stöðugri hreyf-
ingu á myndavélinni) hina
klassísku opnum i mynd Orson
Welles, Touch of Evil (nafnið
er einnig velviðeigandi). Pol-
anski stendur sig einnig vel
sem leikari, og sannar þá hæfi-
leika sína best í þessari mynd,
þó hann hafi einnig leikið í
fyrstu myndum sínum (stuttu
myndunum) pg Dance of the
Vampires. Le Loctaire er tví-
mælalaust á yfirborðinu jafn
óhugnanleg mynd og
Repulsion og Rosemary's
Baby (og þvi ef til vill óheppi-
leg fyrir myrkfælið fólk) og
undir niðri er hún sannari og
trúverðugri en hinar fyrr-
nefndu.
SSP.
Alvin Purple —
r
Aströlsk kvikmyndagerd á
uppleid, en kynórarnir þeir
sömu og annars staðar
Alvin Purple (Kvennabósinn),
áströlsk, 1973.
Leikstjóri: Tim Burstall.
Oft og iðulega er jagast yfir
þeirri áráttu kvikmyndahúsanna
að sýna nær eingöngu amerískar
myndir og réttilega bent á, að þær
séu milli 70 og 80% af ölium
sýndum myndum. Það er þess
vegna ánægjulegt að sjá, að Aust-
urbæjarbíó hefur að undanförnu
sýnt allmargar myndir frá öðrum
löndum. Gailinn á gjöf Njarðar er
hins vegar sá, að margar af þess-
um myndum eru aðeins kynlífs-
kómedíur og skiptir þá litlu hvort
þær eru franskar, ítalskar,
ástralskar eða danskar. Efnið, til-
gangurinn og árangurinn er í
meginatriðum sá sami. Þó er
hugsanlegt að lita á sýningar
þessara mynda með jákvæðu
hugarfari og segja sem svo, að
með sýningum á svona léttmeti
frá þessum löndum sé hægt að
venja áhorfendur við að horfa á
annað en amerískar myndir og
ryðja þar með brautina fyrir bita-
stæðari myndir frá þessum
löndum. Slik þróun væri ekki
aðeins ánægjuleg, heldur æskileg.
Alvin Purple er því miður
aðeins enn ein kyn-kómedían,
sem gæti hafa verið gerð í hvaða
heimshorni sem er, þar sem
áhrifa amerískra kvikmynda
hefur gætt. Myndin fer allvel af
stað og tekst best í lýsingum
sínum á hinum unga Alvin, á
flótta undan skólastúlkunum, í
fylgsnið til kennarafrúarinnar.
Smám saman slakna þó tök leik-
stjórans á efninu og síendurtekin
notkun á myndhröðun („speed-up
motin") hættir að vera fyndin.
Myndin rennur fljótlega algjör-
lega í sama farveg og Ævintýri
ökukennarans (og öll sú syrpa)
og ekki er hægt að sjá í henni
nein áströlsk séreinkenni.
Alvin Purple naut gífurlegra
vinsælda í Astralíu 1973—’74 en
myndin er framleidd af fyrirtæk-
inu Hexagon í tengslum við
dreififyrirtækín Warner Bros og
American International. Vmsar
hræringar hafa átt sér stað í
ástralskri kvikmyndagerð á und-
anförnum árum en hún hefur,
eins og víða annars staðar átt
erfitt uppdráttar vegna skipulags-
leysis og peningaskorts. Samt sem
áður er kvikmyndamarkaðurinn í
Astraliu sá fjórði stærsti í heimi.
Arið 1973 setti ástralska stjórnin
amerískum dreifingarfyrir-
tækjum stólinn fyrir dyrnar og
sagðist mundu neyða þau til að
festa fjármagn í ástralskri kvik-
myndagerð ef þau gerðu það ekki
sjálf, ótilneydd. Jafnframt jókst
opinber styrkur til áströlsku kvik-
myndastofnunarinnar til muna og
árangurinn hefur ekki látið á sér
standa. A siðasta ári urðu tvær
ástralskar myndir, Picnit* at
Hanging Rock (eftir Peter Weir)
og Caddie (Donald Crombie),
jafn vinsælar og best sóttu
amerísku myndir ársins, en það
voru Jaws og One Flew Over thc
Cuckoo’s Nest. Gideon Bachman
sem hefur kynnt sér þessa þróun
(Sight & Sound, vetur 1976/77)
telur myndirnar verða gerðar
undir miklum áhrifum amerískra
mynda, að þær stefni um of að
alþjóðlegum (amerískum) mark-
aði og að enn vanti öll séráströlsk
einkenni I þessar myndir. Það er
þó ekki óeðlilegt, að myndirnar
muni smám saman hneigjast meir
að áströlsku þjóðlifi og þessi að-
lögurnartími er ef til vill mjög
heppilegur fyrir t.d. íslenska
áhorfendur, ef kvikmyndahúsin
sæju sér þarna leik á borði til að
gera efnisval sitt fjölbreyttara.
SSP.