Morgunblaðið - 21.08.1977, Side 44

Morgunblaðið - 21.08.1977, Side 44
iLÝSINGASÍMINN ER: 22480 SUNNUDAGUR 21. AGÚST 1977 AUGLÝSINGASÍMrNN ER: 22480 Fiskvinnslunefndin á fund forsætisráðherra „VIÐ höfum óskað eftir viðtali við forsætisráðherra og munum ganga á hans fund á þriðjudag- inn“, sagði Hjalti Einarsson, framkvæmdastjóri, sem á sæti f fimm-mannanefndinni, sem full- trúar fiskvinnslunnar kusu til að taka upp viðræður við stjórnvöld um vanda frystihúsanna. Hjalti sagði, að nefndarmenn hefðu komið saman á föstudag og þeir myndu halda með sér annan Benny Good- man kemur r til Islands BENNY Goodman, jassistinn heimsfrægi, var væntanlegur til landsins í morgun með Flugleiðavél frá New York. Hingað kemur Goodman sér til hvfldar og hressingar, en hann hreifst mjög af Islandi, er hann kom hingað á sfðustu Listahátfð. Á þriðjudag mun Benny Goodman halda til laxveiða í Vatnsdalsá og Viðidalsá, en hér á landi dvelur hann út mánuðinn. fund á mánudaginn. „Annars er- um við nú að biða eftir gögnum frá Þjóðhagsstofnunni", sagði Hjalti. Þegar Mbl. spurði, hvort Þjóð- hagsstofnun væri búin að fá reikninga frystihúsa, sem hún bað um, svaraði Hjalti neitandi. „Hún mun fá þá á mánudag- inn", sagði hann. „Þetta verða reikníngar 15 frystihúsa innan Sölumiðstöðvarinnar og fimm Sambandshúsa. Við höfum beðið eftir reikningum Sambandshús- anna til að geta sent þetta allt i einum pakka. Annars hefur Þjóðhagsstofnun reikninga allra frystihúsa fyrir 1976. Afurðaverðið liggur líka Framhald á bls. 21 Y firborganir fiski þarf að á neta- kanna Borgarnes: „VIÐ höfum neyðzt til að yfirborga humarinn þann- ig að semja hreinlega um 55% f fyrsta flokk, 44% í annan flokk og svo er 1% svona upp á ruslið. Þetta urðum við að gera, þegar fyrir lá, að ýms frystihús á Suðurnesjum buðu uppá svona fyrirframumsamið fyrirkomulag. Og ég fæ ekki betur séð, en að sama sé uppi á teningnum með netafiskinn, honum sé landað meira og minna óflokkuðum og síðan yfir- borgaður af frystihúsum og saltfiskstöðvum með föstum samningum", sagði Páll Andreason, fram- kvæmdastjóri Meitilsins f Þorlákshöfn, f samtali við Mbl. í gær. Páll, sem var áður kaupfélagsstjóri á Þingeyri, en Kaupfélag Dýrfirðinga rekur þar út- gerð, sagði að hann þekkti ekki til svona vinnubragða á Vestf jörðum. Umferðarslys í Kaldalóni: 2 menn slas- ast alvarlega Baejum. 20. ágúst ÞRtR menn slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar fólkshfl frá tsafirði hvolfdi rétt utan við eyði- býlið Lónseyri f Kaldalóni f nótt. Voru mennirnir fluttir með flug- vél til Isafjarðar og sfðan voru tveir þeirra fluttir með sjúkra- flugvél þaðan til Reykjavfkur, eftir að meiðsli þeirra höfðu ver- ið könnuð. Mennirnir þrír höfðu verið á dansleik hér í sveitinni og voru á heimleið þegar slysið bar að. Bfll þeirra endastakkst á veginum og hafnaði á þakinu, eftir að hafa lent ofan f skarði sem er i vegin- um skammt frá Lónseyri. Fólk kom fljótlega á slysstaðinn og var strax fengin sjúkraflugvél frá tsa- firði til að sækja mennina. Bfll þremenninganna er stórskemmd- ur. Páll Andreason, framkyæmdastjóri Meitilsins: Ljósm. Mbl.: Ól. K.M. „... í góðu veðri að leika sér“. Annadhvort verdur að vík ja—vegarstæðið að brúnni eða vatnsbólið „ÞAÐ ER mikil hætta á að núver- andi vatnsból Borgarness eyói- leggist eða mengist mikið, ef fyrirhugaðri aðkeyrslu að Borgar- fjarðarbrúnni verður ekki breytt, en vatnsbólið er á Seleyri," sagði Guttormur Sigbjarnarson jarð- fræðingur í viðtali við Morgun- blaðið, en hann hefur að undanförnu unnið að rannsókn- um á vatnsbóli Borgnesinga ásamt starfsmönnum Rannsókna- stofnunar iðnaðarins. Guttormur sagði, að vatnsból Borgnesinga á Seleyri væri nokk- uð gott, en að visu takmarkað. Það væri á Seleyri við þann stað sem fyrirhuguð aðkeyrsla á að koma að Borgarfjarðarbrúnni. Nú undanfarið hefðu ráðamenn Borgarness og forráðamenn Vega- gerðarinnar rætt þessi mál, þar sem Borgnesingar vildu að vegar- stæðið yrði flutt, en samningar hefðu ekki náðst. Guttormur sagði að í sumar hefði veríö mjög lítið vatn í vatns- bólinu á Seleyri og Borgnesingar þurft að fá vatn úr fjallinu. í vor hefði komið í ljós, að búið var að dæla of miklu úr vatnsbólinu og efnasamsetning vatnsins þá verið slæm, t.d. hefði tæringarhætta í miðstöðvarkötlum aukizt vegna samsetningar vatnsins. Sagði Guttormur, að þurft hefði að verja Seleyri vegna athafna Vega- gerðarinnar í sumar og ef nota ætti vatnsbólið á eyrinni í fram- tíðinni yrði annaðhvort að víkja, fyrirhugað vegarstæði eða vatns- bölið. „Og það er ekki nóg með að við verðum að borga humarinn á framangreindan hátt, heldur verðum við lika að útvega veiðar- færin“, sagði Páll. „Ég tel að aðal- vandinn, sem frystihús hér syðra eiga við að glima, sé breytilegt hráefni. En stjórnvöld hljóta að taka þetta yfirborgunarmál fyrir i rannsóknum sinum nú á stöðu fiskvinnslufyrirtækjanna, því ég er ekki í nokkrum vafa um að of hörð og ósvífin samkeppni um fiskinn og ábyrgðarleysi i rekstri eiga einhvern þátt í því ástandi, sem ríkir“. Páll sagði það sína skoðun, að til að stjórna netaveiðunum, þyrfti að skylda alla netabáta til að gera að aflanum á sjó og koma með hann í kössum að landi. „Þetta myndi fækka netunum, þvf það er grátlegt, hvað mikið af vertíðarfiski fer í skreið af þvi hann er svo lélegt hráfeni, >egar í land er komið“. Skáksamband íslands: Fyrstu svör- in við kynn- ingu á fram- boði Frið- ríks að berast „ÞAÐ eru svona að koma fyrstu viðbrögðin við kynn- ingarbréfi okkar á fram- boði Friðriks og þau eru öll jákvæð“, sagði Einar S. Einarsson, forseti Skák- sambands fslands, er Mbl. spurði hann í gær, hvernig unnið væri að framboði Friðriks til forsetaemb- ættis Alþjóðaskáksam- bandsins. Einar sagði að kynningarbréfið hefði verið sent öllum skáksam- böndum innan FIDE, fréttastof- um og skáktímaritum. Svörin sem borizt hafa, eru öll frá V-Evrópu og túlka stuðning og traust á Frið- rik. Þá hefur Prentice, forseti skáksambands Kanada sent bréf, þar sem hann lýsir miklu trausti á Friðrik, en segir of snemmt að binda stuðning skáksambands Kanada við ákveðinn frambjóð- anda. Einar sagði að miðstjórnar- fundur FIDE yrði haldinn i Caracas i október. Þar verða mörg mál á dagskrá, meðal annars til- lögur um breytt fyrirkomulag keppninnar um heimsmeistara- tititinn, áskorendamót yrðu tekin upp aftur og svæðismótin endur- skipulögð, þannig að teflt yrði um heimsmeistaratitilinn þriðja hvert ár i stað fjórða hvers, eins og nú er. Skáksamband tslands mun ekki senda fulltrúa á mið- stjórnarfundinn, en formaður finnska skáksambandsins, Erik Helme, mun koma við hér á leið sinni til Caracas og sagði Einar, að hann myndi gæta hagsmuna S.I á miðstjórnarfundinum og vinna að framboði Friðriks Ölafs- sonar. Rekneta- veiðar byrja illa frá Hornafirði SÍLDVEIÐAR I reknet byrjuðu illa á svæðinu við Hrollaugseyjar og Ingólishöfða að þessu sinni. Þrlr Hornafjarðarbátar fóru út I fyrra- kvöld, en veiðamar máttu þá byrja á miðnætti. og urðu bátam- ir ekki varir við sild. Hins vegar hafa reknetaveiðar gengið mjög vel hjá bátum af Snæfellsnesi, en bátar þar fengu undanþágu til veiða frá 15. ágúst og máttu veiða 300 tonn fram til 20. Voru bátamir svo til búnir með þann kvóta I fyrradag. en þeir hafa fengið 150—250 tunnur I lögn siðustu daga. Sildin. sem veiðist við Snæfellsnes er mjög mögur og ný hrygnd að þvi er virðist. Er hún ekki nema 12—13% feit og þvi óhæf til söltunar sem stend- ur. Hefur sildin öll verið fryst til beitu. Samkvæmt þeim upplýsingum. sem Morgunblaðið aflaði sór i gær. þarf sildin að vera með 16—17% búkfitu, til þess að teljast hæf til söltunar og helzt feitari. Þess má geta að demants- sildin svokallaða. sem fókkst fyrir norðan og austan á sildarárunum. var oft með 25—27% búkfitu. þannig að mikið vantar á að Suðurlandssildin geti kallazt demantssild. þótt mikið hafi bor- ið á langri sild. ca. 36 cm. við Snæfellsnes.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.