Morgunblaðið - 11.09.1977, Page 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977
„Glaðlyndi
er boðorð
númer eitt
hjá mér”
og þá er allt í lagi. Ég lá á Borgar-
spítalanum í 4 daga í vetur. Þar
var gott a<) vera, en það er betra
að vera á rólinu og snudda í
rollunum. Ég hef alltaf verió meó
rollur, komi/t upp í 100, en nú
eru þær fáar, eitthvað um 40. Ég
var lengi f jallkóngur í Stranda-
hreppi. Þaö var ágætt.
Aldrei kvæntur? spuröi ég.
Ég lét mér duga eina ráöskonu,
hún var góó. IIún er dáin blessun-
in. Nei, aldrei giftur.
Hví ekki svona reffilegur kall,
spurói ég?
Þaö var einhver fyrirtekt. Ég
snudda bara f kringum rollurnar
í staóinn fyrir aó hafa keliinguna.
Mér líkar vel einlífið, hefur
aldrei nokkurn (fma leiözt, veit
ekki hvaó leióindi eru. Það er
ágætt þegar manni leiðist ekki.
Annars líkar mér ágaptlega og
aldeilis Ijómandi vió konur, en ég
veit bara ekki hvað maóur á aó
gera vió þær úr því að manni
leiðist aldrei.
Berdreyminn?
Mig dreymir einstaka sinnum
hitt og annaó. Þaó er ekkert til aó
ráða í.
Nei, ég er ekki myrkfælinn,
veit ekki hvaö það er. Ég hef farið
yfir Stapann í brúnamyrkri og
heyrt eitthvað, en ekkert
almennilegt.
Sáttur f búskapnum?
Sambýlið með rollunum er
ágætt. Ég þekki þær og er fIjótur
að sakna þeirra þegar einhverja
vantar. Svo á ég hest, 12 vetra.
Hann heitir Jarpur. Ég rfð stöku
sinnum.
Nútímaþægindi, nei, ég hcf
oliulampa og olíuhitun frá einum
ofni sem ég elda einnig á. Ég er
ekki í neinum vandræöum með að
elda ofan í mig. Ég er viljugur að
clda, allt frá ýsu og upp f steik.
Ég hef verið kokkur svo ég ætti að
kunna þetta. Ég hef líka ágætis
vatn á flóðinu, en hrunnurinn
tæmist á fjiirunni. Þó er engin
selta í þessu og mér finnst vatnið
betra en úr Gvendarbrunnunum.
Það er verst aö ég verð að birgja
mig upp á flóðinu.
Ferðu á rall, spurði ég?
Já aldeilis, ég fer á böllin í
Keflavík til að dansa og ég fer
ekki upp á annaö en dansa. Ég tek
svona einn og einn af nýju
dönsunum, en gömlu dansana
kann ég alla. Mér er alveg sama
hvernig dömurnar eru, þær eru
allar góðar, en þó þykir mér betrai
að hafa þær þéttholda, svo takið
sé gott.
Ahyggjur af þjóðmálum?
Nei, engar áhyggjur af þjóð-
málum. Ég hef trú á þessu landi
og hana góða. Það hefur alltaf
verið boðorð númer eitt hjá mér
að vera glaðlyndur, það er drýgst.
Trúaður?
Nei, ekkert sérstaklega. Sumir
eru að velta því fyrir sér hvort
það sé annað líf. Ég veit það ekki,
bíð bara rólegur.