Morgunblaðið - 11.09.1977, Side 16
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977
m
I þessari grein segir
Elín Pálmadóttir
í máli og myndum
frá heimsókn sinni
að landamærum
Thailands og
Kambódíu, þar sem
átökin eru að harðna
og fólkið að hrekjast
Móðir litlu telpunnar og
systkini lágu eftir í valnum,
þegar Rauðu khmerarnir réð-
ust inn í þorpið þeirra og drápu
fólk, en amman greip þessa
litlu stúlku og bjargaðist út f
skóg.
Blaðamaður Mbl. var þar í
flóttamannabúðunum og tók
myndina af þeim.
við landamærín lifir í eilífum ótta
Gamla konan Som Si sat á veröndinni í
bambusstráhúsinu í flóttamannabúð-
unum í Aranayprathet með þriggja ára
dótturdóttur sina í fanginu og brosti svo
skein í tanngarðinn, eldrauðan af tuggu.
Kringum hana voru fleiri ættingjar og
allir tóku ljúflega á móti okkur, báðu
okkur blessuð að drffa okkur upp á
pallinn, i skjóli fyrir hitabeltisregninu.
Þetta var allt ákaflega eðlilegt. En það
var ekkert eðlilegt við aðstæður þessa
fólks. Merkilegt að barnið skyldi enn
geta brosað og gamla konan sagt okkur
frá þvi, sem fyrir hana hafði komið — og
sem blaðamaður norðan af íslandi var
kominn til að spyrja hana um með hjálp
thaimælandi landa hennar — árás
Rauðu khmeranna frá Kambódíu inn í
þorpið þeirra Ban Noi Parai 30. janúar
sl., þar sem þeir myrtu alla fjölskyldu
þessarar litlu stúlku. Móðir þess, sem
átti von á barni, lá eftir með upprifinn
kviðinn, litlu systkinin skorin á háls —
en amman hafði gripið litlu telpuna og
bjargaó henni með sér út í skóginn.
Þetta var sú fyrsta af næturárásum
kommúnistahermannanna frá Kambó-
díu inn i vopnlaus þorp Thailandsmegin
landamæranna til að drepa óbreytta
borgana og brenna hús þeirra. Þær hafa
siðan verið endurteknar.
Rauðu khmerarnir komu i skjóli myrk-
urs um klukkan 11 um kvöldið, öllum að
óvörum. Á eftir rifjaðist upp, að einhver
hafði heyrt gæsakvak, sem þeir seinna
áttuðu sig á að hafði verið Rauðu
khmerarnir að gefa hverjum öðrum
merki. Þeir höfðu ráðizt nokkuð sam-
tímis á þrjú fámenn þorp um 4 km frá
Arenayprathet, þ.e. Nong Dor, Kiong
Kor og Ban Noi Barai, og skildu eftir i
blóði drifnum valnum 33 þorpsbúa. I
þorpi gömglu konunnar brenndu þeir öll
10 húsin og drápu nokkur vinnudýr.
Hvernig hún hafði nákvæmlega komizt i
burtu var óljóst. Hún hafði bara gripið
barnið og hlaupið í myrkrinu og falið sig
í skóginum. Hún var svo heppin, að litla
stúlkan grét ekki.
Talið var að 500 Rauðir Khmerar
hefðu samtímis ráðizt inn í þessi þrjú
þorp. Eitt þeirra var ekki Iangt frá lög-
reglustöð, sem kallaði á hjálp hersins.
En böngulega tókst að komast á vett-
vang, því fyrsti skriðdrekinn stöðvaðist
er hann lenti á jarðsprengju og tæki
biluðu í flugvélinni, sem þá var send af
stað. Raunar hefði það ekki hjálpað þeim
þorpsbúum, sem lágu dauðir þar sem
þeir voru komnir í grasinu milli hús-
anna, en kom þó í veg fyrir að ráðizt væri
á fleiri býli. Þegar Rauðu khmerarnir
hörfuðu, drógu þeir að venju með sér
fallin félaga sinn í bandi, sem bundið
var um mitti liksins svo blóðslóðina
mátti rekja. Og kringum eitt þropanna
gengu þeir i jörðu frá plastsprengjum,
sem ekki finiast með málmleitara, svo
ekki var hægt að komast að og ná likun-
um fyrr en á þriðja degi.
Þeir sem eftir lifðu þarna og i nálægri
byggð urðu skélfingu losnir og tóku að
flýja burt. Létu lönd og leið hrísgrjóna-
og maísuppskeruna á ökrunum, sitt fá-
tæklega lifibrauð. Gamla konan var
ásamt 1100 öðrum flutt i flóttamanna-
miðstöð, sem i skyndi var komið upp
nálægum hofum, Wat Anukul Banpote
og Wat Luang. Þangað fór líka dóttir
hennar og tengdasonur, sem höfðu búið
skammt frá með sín fjögur börn 3ja til 8
ára þau sátu þarna öll í kringum okkur,
fallegur, brosmildur hópur. En hörm-
ungar þeirra voru ekki afstaðnar. Siður
en svo. Þetta fólk er í hópi þeirra íbúa á
svæðinu, sem hafa búið þarna við landa-
Amman kennir litlu dótturdóttur sinni, sem misst hefur alla sfna fjölskyldu, að
kveðja blaðamanninn að Thaisið, með þvf að leggja saman lófana og bera upp að
andlitinu. Móðursystur barnsins horfa á.
mæri Kambódíu og Thailands um langan
tíma, án þess að hirða um landamerki
eða hafa pappíra upp á þjóðerni sitt. Og
nú, eftir að slíkum árásum Rauðu
khmeranna inn í Thailand hefur fjölgað
sl. 8 mánuði og tíðara orðið að skærulið-
ar frá þeim finnist þeim megin, verður
allt það fólk, sem einhvern tíma hefur
búið í Kambodiu, tortryggilegt. Því hef-
ur þessu fólki nú nýlega verið smalað
inn í flóttamannabúðir i Araneyaprat-
het, til þeirra sem flúið hafa ógnar-
stjórnina i Kambodiu. Þetta vesalings
fólk, sem e.t.v. hraktist yfir til Thailands
undan ófriðinum á sínum tíma og í mörg
ár hefur getað haft í sig og á með hokri
Thailandsmegin, verður nú að skilja eft-
ir uxa sinn og akurspildu eða ávaxtatré
og flytja hús sin inn í flóttamanna-
búðirnar, þar sem það neyðist til að lifa i
aðgerðaleysi á flóttamannahjálp.
Gamia konan og fólkið hennar hafði
flúið frá Kambodiu fyrir hálfu öðru ári
og setzt að í þorpinu, sem nú var eyði-
lagt. Nokkrar fjölskyldur höfðu þá flúið
saman, gengið i 30 nætur um 70 km leið
frá þorpi 8 km utan við Battambang og
jafnan skipt sé i smáhópa á nóttunni.
Þetta var óbreytt bændafólk. Hvers
vegna hafði það flúið? Jú, það hafði
verið hrakið stað úr stað til að vinna á
ökrum og vissi varla hvaðan á sig stóð
veðrið eða hvar það hafði verið, sagði
það. Svo hafði það setzt, að I Thailandi,
þar til Rauðu khmerarnir réðust á þorp-
ið þeirra og það leitaði skjóls i hofinu og
var nú komið i flóttamannabúðirnar i
hópi 3000 annarra. Sá hópur kom þangað
seint i júlí og gengu undir nafninu „hin-
ir nýkomnu“. Starfsfólk hjálparstofn-
ananna er að reyna að liðka til þeirra
mál og Thailendinga, svo að einhver
hluti þeirra a.m.k. fái að fara frjáls ferða
sinna og geti séð fyrir sér. Þarna eru
þeim allar bjargir bannaðar og eiga
kannski eftir að bætast í hóp þess flótta-