Morgunblaðið - 11.09.1977, Síða 31

Morgunblaðið - 11.09.1977, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977 hermenn mannskap til að bera varning- inn yfir í sin farartæki. Þá kom fyrir að flutningamönnum tækist að flýja. En enginn Thailendingur fékk að fara lengra en að brúarsporðunum. Í júní 1976 fór forsætisráðherra með leynd að hitta Ieng Sary, utanríkisráðherra Kam- bodíu, í einbýlishúsi hans í nýlendustíl í bænum Sisophon, sem vopnaðar herkon- ur gættu, og fór vel á með þeim. Var ákveðið að bæta samgöngúrnar milli Ta Phraya og Aranyaprathet. Thailend- ingar segjast ekki þá háfa haft hugmynd um að Kambodíumenn mundu vefengja landamæralinurnar, sem Thailendingar og franska nýlendustjórnin höfðu dregið milli landanna eftir seinni heimsstyrj- öldina, enda hafði verið tekið fram í samningnum um að hefja stjórnmála- samband að hvor þjóðin um sig mundi virða fullveldi og rétt hinnar á grund- velli „núverandi landamæra“. Nú er þó ljóst, að Kambodíumenn hafa þarna skipt um skoðun, um leið og þeir eru líka farnir að deila við Viet Nama, um yfirráð yfir eyjum á mörkunum aust- an megin, að talið er vegna fiskveiðirétt- inda i framtíðinni. Þó samþykkt væri sl. september að opna verzlunarleið milli Iandanna, byrjuðu árekstrar syðst á landamærum Kambodíu og Thailands strax í nóvember og í héruðunum kring- um Aranyaprathet og Ta Phraya tóku kommúnistar i desember að sækja inn fyrir landamærin með skæruliðum að næturlagi. Átökin hörnuðu þar til i jan- úar sl„ að þeir hófu fyrstu innrásirnar í þorpin, sem fyrr er sagt frá. Síðan hafa engin samskipti verið milli landanna. Thailendingar hafa mótmælt í hvert skipti, sem ráðizt var inn i þorpin og óbreyttir borgarar myrtir. Janúarárás- inni i þorpin þrjú var svarað frá Phnom Penh á þann veg, að Kambodíumenn hefðu aðeins verið að „lagfæra sín eigin mál i þorpunum þremur". Þeir sökuðu Thailendinga lika um að hýsa skæruliða, sem gerðu innrás T Kambodíu. Siðan hafa Kambodíumenn gert innrásirnar skýringarlaust og fyrirvaralaust. I hvert skipti hafa embættismenn Thaistjórnar- innar reynt að nota beina símasamband- ið, sem komið var upp milli Aranyaprat- het og Piopet, þegar stjórnmálasam- bandi átti að koma á. En Rauðu khmerarnir svara ekki símanum. Mót- mælum gegn árásinni 2. ágúst reyndi Thanin Kraivichien forsætisráðherra að % *»> ___________________________ _ r rr " ' * *^r*r*- Pa Ong er einn hinna nýkomnu i flóttamannabúðirnar. Hann hafði búið i Thailandi síðan 1974 með sin sex börn. En nú hefur þessu vesalings fólki sem ekki veit hvort það eru Tahilendingar eða Kambodfumenn verið smaiað f flóttamannabúðirnar, af ótta við njósnara og hryðjuverkamenn. koma á framfæri gegnum sendiráðið i Vien Tien, en ekki var tekið við þeim. Voru blöðin i Thailandi full af spurning- um til ráðamanna, hvað þeir hygðust gera. Talað var um að kæra til öryggis- ráðsins og Thanin Kraivichien bar fram kvartanir á fundi forsætisráðherra SA- Asíubandalagsins i Kuala Lumpur. Óg nú hafa báðir aðilar safnað herliði að landamærunum. Thailendingar safn- að sínum herstyrk að Aranyaprathet með skriðdrekum, þyrlum og flugvélum, svo sem við augum blasti þar er ég var þarna. Siðasta daginn, sem ég var í land- inu, fluttu blöðin fregnir af þvi að Kam- bodíumenn væru að flytja mikið herlið að landamærunum sín megin, hefðu flutt liðstyrk frá landamærum Viet Nam, þar sem þeir eiga lika i útistöðum. Útvarpið í Phnom Penh skýrði nú líka i fyrsta skipti frá átökum Kambodíu- manna við bæði Thailendinga og Viet Nama. Fimmtudagskvöldið 16. ágúst sát- um við með frönsku læknishjónunum, sem starfa í flóttamannabúðunum, hjá kanadískri hjúkrunarkonu, sem þar vinnur á vegum flóttamannahjálparinn- ar, og heyrðum allt kvöldið fallbyssu- skothriðina í næturkyrrðinni. Hvað þar var að gerast vissum við ekki. Þeir sem búa á þessum slóðum sögðu mér, að það væri ekkert einsdæmi. En þrátt fyrir skothrið og jafnvel mannfall á stundum, er enginn opinberlega að stríða á þess- um slóðum. Thailendingar hafa löngum haft orð fyrir að vera beztu diplómatar heims. Enda tókst þeim með stjórnkænsku gegnum aldirnar og gjöfum á löndum til Englendinga og Frakka þegar í harð- bakka sló, að komast hjá því eitt landa að verða nokkurn tima nýlenda. Og i sið- ustu heimsstyrjöld tókst þeim einum þjóða á þessum slóðum að sleppa við hersetu með þvi að semja við Japani um að hleypa herjum þar í gegnum landið frá Burma til Malasiu, sem frægt er, en láta svo útlagastjórn segja Jöpunum stríð á hendur rétt i lokin. En nú er þeim vandi á höndum. Þeir eru greinilega hræddir virtust raunar reikna með því þá þegar 1970 og 1972, þegar ég var þarna, að eftir að stríði lyki í Viet Nam, Laos og Kambodiu, mundu átökin næst færast yfir þeirra lahd. Til að friðmælast við nágrannana hafa þeir vísað öllum bandariskum her á brott. Nú vilja þeir um fram allt að ekki skerist í odda með þeim og kommúnista- ríkjunum austan við þá, Laos, Kambodiu og Viet Nam með Sovétríkin og einkum Kinverja og bakhjarli. Kina liggur raun- ar að þeirra landi á kafla norðanmegin. Og ekki vilja þeir missa samúð heimsins, sem óneitanlega yrði i hættu ef hin 44; milljón manna þjóð Thailendinga réðist! á Kambodíumenn, sem aðeins töldu 7 milljónir en munu nú mun fámennari orðnir. En innrásir Rauðu khmeranna að undanförnu hafa vakið mikla reiði f landinu, ekki sizt dráp óbreyttra borgara i þorpunum. Og stjórnvöld geta varla látið fólkið óvarið á landamærunum. Þeir virðast þvi tvistíga, eru t.d. nýbúnir að kippa burtu of duglegum ungum hers- höfðingja frá landamærunum, sem vildi herða sóknina og var það mjög umdeilt i blöðum. Stefna Thailendinga nú virðist eftir ummælum stjórnmálamanna í blöðum og hegðun þeirra að undanförnu vera sú, að beita fallbyssuskothríð þegar ráðizt hefur verið inn i landið til að flæma Kambodiumenn frá landamærunum, en halda að sér höndum að öðru leyti, beita t.d. ekki flugvélum eða þungavopnum. En hermennirnir eru reiðir er þeir sjá félaga sína falla og myndir i blöðum af árásunum á þorpin tvö 2. ágúst vekja reiði og hræðslu almennings. Fólk flýr frá landamærunum, en Thailendingar vita að þeir verða að halda fólkinu þar, svo það skilji ekki eftir óbyggð svæði fyrir Rauðu khmerana, eins og gerðist raunar nokkru sunnar i upphafi átak- anna. — Við höfum lýst því yfir að stefna okkar sé friðsamleg sambúð við nágrannana, hvaða stjórnarhætti sem þeir hafa, sagði varnamálaráðherrann i blaðaviðtali i Bangkok Post, er hann var þýfgaður um hvað Thailendingar hygð- ust nú gera. Við verðum að reyna að útfæra þá stefu. Hvernig? Við að reyna samningaviðræður. Hvort sem þær verða beinar eða gegnum þriðja sterka aðilann (sjálfsagt átt við Kína,) þá verðum við að koma þeim í gang. En við verðum líka að styrkja varnir okkar. Ég held að varla fari milli mála, að þarna liggur við að strið sé að hefjast aftur — eða skelfilegt stríð að halda áfram, verði ekki einhver breyting. Hvað verður þá um þessa 7000 flótta- menn i flóttamannabúðunum í Aranya- prathet og þetta vesalings ráðvillta fólk, sem ég hitti þarna við landamærin? — Ekki er hörmungum þess þá lokið. — E.Pá. Opnum klukkan eitt í dag. Lokum klukkan 10 svæöiö opiö til 11. Missiö ekki at sýningar viöburöi HEIHILIÐ77 $ Takiö daginn snemma. Öllu því fólki er heimsótt hefur ,,stærsta heimili landsins“ þökkum við kærlega fyrir komuna, og bjóðum það, og þá er ekki komust nú, velkomið á næstu sýningu okkar. Kaupstefnan hf. s| f 5 5 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SEL JA? l'l U OI.YSIR VM AIXT I.AM) ÞEd AR M Al GLYSIR 1 MORGl NBLAÐIM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.