Morgunblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977 iltovgtt Útgefandi ttWWílJb hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, stmi 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6. stmi 22480. Áskriftargjald 1500.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 80.00 kr. eintakið. Gylfi Þ. Gíslason Gylfi Þ. Gislason, fyrr- verandi formaður Alþýðu- flokksins og formaður þing- flokks jafnaðarmanna, hefur kunngjört, að hann muni ekki gefa kost á sér til þingstarfa að liðandi kjörtimabili loknu Þessi ákvörðun telst til umtalsverðra tiðinda í íslenzkum þjóðmálum. Gylfi hefur senn setið á þingi í 32 ár. Þar af hefur hann gegnt ráðherraembætti i 1 5 ár. Gylfi Þ. Gíslason hefur á stundum verið umdeildur sem stjórn- málamaður, enda jafnan staðíð þar á þjóðmálavettvangi, sem átökin hafa verið hörðust. Hins vegar efast enginn, sem þekkir til íslenzkrar stjórnmálasögu siðustu áratuga, um hæfileika hans né heiðarleika. — Gylfi Þ. Gislason er tvimælalaust í hópi hæfustu þingmanna okkar á siðari áratugum. Það er fjölmargt úr þingferli Gylfa Þ. Gislasonar sem tína mætti til, til að varpa Ijósi á hæfileika hans og sérstæðan persónuleika. Nefna má feril hans í Viðreisnarstjórninni og þær efnahagsráðstafanir, sem hann og flokkur hans stóðu þá að, ásamt Sjálfstæðisflokkn- um. Á árinu 1960 og næstu árum þará eftir urðu gagngerð- ustu breytingar á skipan efna- hagsmála hér á landi, sem nokkru sinni hefur verið efnt til, sbr. ræðu Ingólfs Jónssonar, fyrrv. viðskiptaráðherra, sem birt er í Mbl. í dag. Þá var geysi víðtækt haftakerfi, sem tröllrið- ið hafði þjóðfélagsbyggingu okkar um langt árabil, skorið niður við trog. Flókið kerfi út- flutningsbóta og innflutnings- gjalda var afnumið. Gengi krónunnar var fært að raunvirði hennar. Gjaldmiðill okkar varð aftur, eftir þrjá áratugi, gildur i alþjóðaviðskiptum og skráður á sannvirði á gjaldeyrismörkuð- um. Utanríkisviðskipti voru smám saman gefin frjáls og höftum létt af fjárfestingu. í stað erlendra lausaskulda safn- aðist gildur gjaldeyrissjóður. Þessar aðgerðir höfðu í för með sér nokkra kjaraskerðingu fyrst í stað, en leiddu smám saman til bættra lífskjara og komu á efnahagslegu jafnvægi. Verð- lag hélst furðu stöðugt i meir en áratug. Þjóðartekjur uxu ört. Aðstæður sköpuðust til að af- nema úrelt kerfi verðlagshafta, þó ekki yrði nema að takmörk- uðu leyti í framkvæmd. Sá árangur, sem viðreisnarstjórnin náði, verður að sjálfsögðu ekki færður Gylfa Þ. Gíslasyni ein- um til tekna. En það þótti tíð- indum sæta að flokkur jafn- aðarmanna skyldi ganga til stjórnarsamstarfs um efna- hagsúrræði, þeirrar tegundar sem hér um ræðir. Það var hagfræðingurinn Gylfi Þ. Gísla- son, er stýrði liði sínu til sam- starfs um þessar ákvarðanir, er þá báru umtalsverðan árangur. Gylfi Þ. Gíslason hefur ætíð haldið upp málefnalegri gagn- rýni á hið frjálsa markaðskerfi og talið það þurfa að lúta vissri stjórnun almannavalds. Hann er þó óhræddur við að viður- kenna að markaðsbúskapurinn sé bezta undirstaða framleiðslu og viðskipta í samfélagi frjálsra manna sem þekkist í dag. Hann segir og óhikað um stjórnmálaþróun hér á landi á árunum 1 930 til 1 960, að hún hafi „mótast af haftabúskap. Ég álít," segir hann, „að hægt væri að leiða að því sterk rök, að haftabúskapur þessara ára- tuga, hafi dregið úr hagvexti og haft óheppileg áhrif á tekju- skiptingu." Hann segir enn- fremur að „það hafi verið ör- lagarík mistök, að verðfalli því, sem heimskreppan á árunum kringum 1930 olli, skyldi hafa verið mætt með gjaldeyris- og innflutningshöftum, sem síðar hlutu að leiða til verðlags- og fjárfestingarhafta, og um skeið jafnvel skömmtunar . ." Annað.dæmi má nefna. Gylfi Þ. Gíslason var, vægt orðað, hikandi, er þjóðin skipaði sér fyrst sess í varnarsamtökum vestrænna ríkja. í Ijósi þeirrar reynslu og þróunar, sem orðið hefur á sviði varnarsamstarfs vestrænna ríkja, hefur afstaða Gylfa þróast þann veg, að hann hefur um langt árabil verið einn helzti og bezti talsmaður sam- starfs lýðræðisþjóða í öryggis- málum á Alþingi íslendinga. Þjóðin hefur fundið að þar sem hann var, fór ábyrgur, traustur og heiðarlegur stjórnmálamað- ur — í þessum viðkvæma en þýðingarmikla málaflokki, sem við að hluta til deilum með öðrum lýðfrjálsum þjóðum heims. Gylfi Þ Gíslason segir sjálfur að ákvörðun hans um að hætta þingstörfum í lok þessa kjör- tímabils sé tekin sökum þess, að hann hyggist sinna öðrum áhugamálum betur hér eftir en hingað til, einkum ritstörfum. Engin ástæða er til að efast um sannleiksgildi þessara orða. Hitt dylst engum, að fleira hlýt- ur til að koma. Krafa Benedikts Gröndals, formanns Alþýðu- flokksins, um sæti á framboðs- lista flokksins í Reykjavík, þar sem fyrir voru Gylfi, Eggert G. Þorsteinsson og Björn Jónsson í efstu sætum, stefndi prófkjöri flokksins í vissa hættu. Senni- legt er að þessi staðreynd hafi haft sín áhrif á það að Gylfi kaus að draga sig í hlé frá þingstörfum nú, aðeins rúm- lega sextugur að aldri. Þessi ákvörðun Gylfa er efalaust tek- in til að styrkja innviði flokksins í Reykjavík — eins og mál stóðu. Hætt er þó við að hún veiki framboðslista hans út á við og dragi verulega úr þeim líkum, sem ýmsir töldu á því, að flokkurinn gæti náð kjós- endafylgi nú út fyrii þrengstu flokksmörk En úr því mun reynslan skera. Friðrik Ólafsson átti ekki sjö dagana sæla í fjórðu umferð Interpolis skákmótsins í Tils- burg í Hollandi. Hann átti í höggi við V-þýzka stórmeistar- ann HUbner og fékk upp heldur rýmra endatafl. I 25. leik urðu Friðrik hins vegar á hrapalleg mistök, eftir langa umhugsun, sem kostuðu skiptamun. Þegar er Friðrik hafði leikið, sá hann mistök sín og gafst þá upp án þess að bíða eftir svari and- stæðingsins. Friðrik Ólafsson hefur þvi hlotið einn og hálfan vinning úr fjórum skákum, en efstiur á mótinu er Karþov með þrjá vinninga. Næstir koma þeir Timman og Hort með 2'/i vinning. I fjórða til niunda sæti eru þeir Miles, Kavalek, Balashov, HUbner, Andersson, og Gilboric með tvo vinninga. í tiunda til eilefta sæti eru þeir Friðrik og Smyslov, en lestina rekur Sosonko með einn vinn- ing. önnur úrslit i fjórðu umferð urðu þessi: Miles vann Sosonko, en jafntefli gerðu þeir Timman og Kavalek, Anders- son og Balashov, Hort og Gligoric. Karpov vann skák sína við Smyslov eftir bið. Skák þeirra Friðriks Ólafssonar og HUbners gekk þannig fyrir sig: Hvftt: Friðrik Ólafsson. Svart: Robert Hubner. Enskur leikur. L c4 — Rf6, Rc3 — e6, 3. Rf3 — b6, 4. e4 — Bb7, 5. Dc2 (5. Bb3!? hefur notið mikilla vinsælda upp á síðkastið, en Friðrik hefur önnur áform á prjónunum) e5, 6. Be2 — Rc6, 7. 0—ö — d6, 8. Hdl — Rd4, 9. Rxd4 — cxd4, 10. Rb5 — Bxe4, 11. d3 — Bb7,12. Rxd4 — Be7, Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON 25. Hcl?? (Sennilega einhver grófasta yfirsjón Friðriks á skákferli hans. Bezta von hvits í stöðunni var að leika 25. Hb6 og eftir 25 . . . Rxc4, 26. Bxc4 — Hxc4, 27. Rc6 hefur hann bætur fyrir peðið. T.d. gengur ekki 27 ... Bc5 vegna 28. Bxc5 — Hxc5 29. Hxa6!. Samstundis og Friðrik hafði leikið leiknum urðu hon- um Ijós mistök sín og gafst hann þá upp án þess að bíða eftir svari andstæðings síns, sem hefði að sjálfsögðu orðið 25 . .. Ba3. gxf3 fær ekkert stöðvað fram- rás hvita f peðsins) 18. Rh4 — d4?! (Öruggara virðist 18 . . . Bg6) 19. Be4 — c6, 20. Dc2 — Bg6, 21. Hadl — Db6, 22. f4! — d3+, 23. Df2 — Dxf2 + , 24. Kxf2 — Bxe4, 25. Hxe4 — Rc5, 26. Hd4 — Had8, 27. Kf3 — h6, 28. Bf2! (Nú er svarta d peðið dæmt til að falla) Re6, 29. H4xd3 — Hxd3, 30. Hxd3 — g5 (Svartur vinnur riddarann, en Karpov hefur séð lengra). 31. f5 — Rf4, 32. Hd6 — Red5, 33. Bd4 — gxh4, 34. Hxc6 (Svörtu peðin falla nú eitt af öðru) f6, 35. e6 — Rh5, 36. Hxa6 — Rg7, 37. Ke4 — Re7, 38. Bxf6 — Rgxf5, 39. a4 — bxa4, 40. Hxa4 — Hd8, 41. Ha7 — Kf8,42. Hd7. 13. Da4+ (Friðrik telur hag sínum bezt borgið i endatafli. Eftir 13. Bf3 — Bxf3, 14. Rxf3 — 0—0, 15. b3 — Rd7, er staðan í fullkomnu jafnvægi) Dd7,14. Dxd7+ — Kxd7, (Lakara var 14 ... Rxd7 vegna 15. Rb5 — Kd8, 16. Bf4 ) 15. Be3 — d5, 16. Habl — Hhc8, 17. b4 (Eftir 17. Bf3 — Ke8, hótar svartur e6 — e5) Ke5,18. a4, — Rd7,19. a5?! (Þessi framrás er ekki tíma- bær. Mun eölilegra virðist 19. Hdcl) dxc4, 20. dxc4 — bxa5, 21. bxa5 — Be4,22.Hb2 (22. Hbcl var slæmt vegna Ba3 og hvort sem hvítur leikur 23. Hal eða 23. Hc3 á hann erfitt uppdráttar eftir 23 ... Bb2) a6, 23. f3 — Bg6, 24. Kf2 — Re5, Skák heimsmeistaranna, fyrrverandi, Smyslovs og nú- verandi, Karpovs tefldist þann- ig: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Vassily Smyslov Spænski lcikurinn 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0-0 — Rxe4 (Opna afbrigðið, sem sést nú æ sjaldnar. Smyslov beitir því þó alltaf af og til, oftast með góðum árangri) 6. d4 — b5, 7. Bb3 — d5, 8. dxe5 — Be6, 9. c3 — Bc5, 10. Rbd2 — 0-0, 11. Bc2 — Bf5, 12. Rb3 — Bg4, 13. Rxc5 — Rxc5, 14. Hel — He8, 15. Bf4 — Bh5, 16. Bg3 — Re6, 17. Dd2 — Re7 (Eftir 17...Bxf3? 18. 42 ... Hc8, 43. b4 — Ke8, 44. Ha7 — Rd6 + , 45. Kd3 — Rd5, 46. Be5 — Rb5, 47. Hh7 — Hc6, 48. Hxh6 — Rbxc3, 49. Hxh4 — Ra2, 50. b5 — Hxe6, 51. Hh5 — Hg6, 52. Bg3 — Hg4, 53. Kc2 — Rab4+, 54. Kb3 — Hd4, 55. Bf2 — Hd3+, 56. Ka4 — Hdl, 57. b6 — Rc6, 58. b7 — Kd7, 59. Bg3 og hér lýsti Smyslov sig sigraðan. Frábær viðureign tveggja skáksnillinga! 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Karpov X V2 1 v2 Miles 01 1 v2 V2 Sosonko V2 0 V2 0 Smyslov 0 v2 1/ 2 v2 Gligoric V2 V2 V2 V2 Balasjov V2 \ V2 V2 Híibner v2 V2 1 0 Kavalek V2 v2 v2 v2 Friðrik v2 v2 v2 0 Anderson 1/ 72 V2 v2 V2 Hort V2 1 V2 V2 Timman V2 V2 1 v2 1 þessari stöðu fór skákin I bið. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.