Morgunblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977
/
FIB undirbýr leigu-
flug í sambandi við
ferðir m.s. Bifrastar
Mál Hauks Guðmundssonar:
Ráðuneytið vill að dóm-
stólar f jalli um málin
FÉLAG íslenzkra bifreiðaeig-
enda vinnur nú að koma á reglu-
bundnum leiguflugferðum milli
Keflavfkurflugvallar og Rotter-
dam næsta sumar f tengslum við
ferðir bflaskipsins Bifrastar. Frá
þessu er skýrt í nýútkomnu
Fréttabréfi FÍB.
Ms. Bifröst, sem er 1625 tonn,
getur flutt 250 bfla neðanþilja og
50 bíla ofanþilja. Ákveðið er, að
yfir sumartímann sigli skipið
milli islands og Rotterdam í Hol-
landi og þaðan annaðhvort til
Ipswich eða Felixtowe f Englandi.
Heimahöfn skipsins hér á Islandi
verður í Hafarfirði. Reiknað er
með því að skipið verði hálsmán-
aðarlega í hverri höfn.
Þar sem ms. Bifröst flytur ekki
farþega verða þeir, sem flytja bila
með skipinu, að koma sér og sín-
um með öðrum hætti til áfanga-
staða skipsins í Evrópu og á þetta
auðvitað við þá, sem hyggja á
Þorsteinn Valdimarsson skáld.
ÚT ER KOMIN ný ljóðabðk eftir
Þorstein Valdimarsson, og nefn-
ist hún SMALAVÍSUR. Þetta er
nfunda Ijóðabók höfundar, en
hans fyrsta bók kom út 1942 og
var það „Vilt vor“.
Þorsteinn sem er löngu þjóð-
kunnur fyrir ljóða og sönglaga-
þýðingar sfnar lézt 7. ágúst s.l. og
er þessi bók að sögn útgefenda
hinzta kyeðja höfundar til allra
vina og til styrktar Erlusjóði, sem
er minningarsjóður um Guðfinnu
Þorsteinsdóttur, móður skáldsins.
ferðalög um álfuna i eigin bílum.
Aformar Félag íslenzkra bifreiða-
eigenda að koma á leiguflug-
ferðum til Rotterdam hálfsmán-
aðarlega og verður þá væntanlega
flogið fjórum dögum eftir að Bif-
röst hefur lagt úr höfn og biði þá
billinn á hafnarbakkanum eftir
eigandanum þegar hann kæmi út.
Lézt af völdum
áverka sem hairn
hlaut í London
AÐFARARNÖTT s.l. sunnu-
dags lézt á sjúkrahúsi f
London tvftugur piltur úr
Reykjavík, Pétur Sverrisson,
af völdum áverka sem hann
hlaut í ágústmánuði s.l. er ráð-
izt var að honum f húsi f
London.
Pétur heitinn var þá staddur
í umræddu húsi ásamt fleira
fólki þar á meðal nokkrum út-
lendingum. Skyndilega réðst
einn þeirra að Pétri með högg-
um og spörkum og stórslasaði
hann.
Pétur var fluttur í skynd-
ingu á sjúkrahús, þar sem'
gerðar voru á honum aðgerðir
til þess að reyna að bjarga lífi
hans en þær báru ekki árangur
og lézt hann á sjúkrahúsi að-
fararnótt sunnudagsins eins og
fyrr segir.
Brezka lögreglan fékk mál
þetta til meðferðar en ekki er
Mbl. kunnugt um niðurstöður
þeirrar rannsóknar.
Upphaflega átti bókin að koma
út 26. júní s.l. sem er afmælisdag-
ur móður skáldsins, en ýmsar taf-
ir urðu þess valdandi að svo gat
ekki orðið. Eigi að síður telst 26.
júní vera útgáfudagur þó eigi hafi
hún komið á almennan markað
fyrr en nú.
Menningarsjóður annast sölu
og dreifingu bókarinnar, en hún
verður til sölu fyrst um sinn á
sérstöku forlagsverði í Lindarbæ
hjá Gunnari Valdimarssyni.
DÓMSMALARAÐúNEYTIÐ hef-
ur sent rfkissaksóknara umsögn
um þau tvö mál, sem hafa verið í
rannsókn vegna Hauks Guð-
mundssonar rannsóknarlögreglu-
manns f Keflavfk, þ.e. ávfsanamál
Hauks sjálfs og handtökumál
Guðbjarts heitins Pálssonar bif-
reiðastjóra.
Rækjuveið-
um frestað í
Húnaflóa
RÆKJUVEIÐAR áttu að hefj-
ast i Húnaflóa f byrjun októ-
ber. Sjávarútvegsráðuneytiö
hefur nú frestað veiðunum um
óákveðinn tíma, þar sem at-
huganir hafa leitt í Ijós að
mjög mikið er um þorsk- og
ýsuseiði í Flóanum. Að sögn
Jóns B. Jónssonar deildar-
stjóra í sjávarútvegsráðuneyt-
inu eru þetta seiði af hinum
geysisterka árgangi frá 1976.
Búizt er við því að rúmlega 25
bátar stundi rækjuveiðar í
Húnaflóa að þessu sinni og er
vart að reikna með því að veið-
arnar geti hafizt fyrr en í nó-
vember.
Samkvæmt upplýsingum Ölafs
Volters Stefánssonar, skrifstofu-
stjóra i dómsmálaráðuneytinu,
var umsögn ráðuneytisins á þá
leið að eðlilegt mætti telja eftir
málavöxtum að mál Hauks Guð-
mundssonar gengju til dómstóla
til meðferðar.
Samkvæmt lögum ber
saksóknara að leita umsagnar hjá
viðkomandi ráðuneyti ef um er að
ræða meint brot opinbers starfs-
manns í starfi. Skal umsögn hafa
borizt áður en saksóknari tekur
ákvörðun um meðferð málsins.
Handtökumálið kom upp í des-
ember í fyrra og i framhaldi af
því hófst rannsókn á ávisanavið-
skiptum Hauks Guðmundssonar.
Steingrimur Gautur Kristjánsson
héraðsdómari I Hafnarfirði ann-
Framhald á bls. 19.
Hassmálið í Suður-Frakklandi:
Líklegt að íslend-
ingarnir þrír losni
út í næsta mánuði
ÞRlR ungir Islendingar hafa nú
um nokkurra mánaða skeið setið I
fangelsi í Suður-Frakklandi
vegna meints ffkniefnasmygls.
Eins og áður hefir komið fram í
Mbl. eru þetta tvær stúlkur og
einn piltur.
Dómur í málum þeirra féll fyrir
nokkrum vikum og var þeim m.a.
gert að greiða 60 þúsund franka í
sekt eða um 2.5 milljónir is-
lenzkra. Að sögn Péturs Eggerz
sendiherra hefur frönskum lög-
fræðingi, sem utanrikisráðuneyt-
ið fékk til að taka að sér mál
ungmennanna, nú tekizt að fá
sektina lækkaða niður í 5 þúsund
franka, eða liðlega 200 þúsund
íslenzkar krónur. Sektin hefur
verið greidd og kvaðst Pétur vona
að ungmennin losnuðu úr prís-
undinni í næsta mánuði.
Smalavísur
ný ljóðabók eftir Þorstein
Valdimarsson, komin út
Bæjarstjórnarmálin í Vestmannaeyjum:
Úrslitakrafa frá
framsóknarmann-
inum gerði útslagið
— segir Sigurður Jónsson
Vorum tilbúnir að
styðja sjálfstæðis-
mann í embættið
— segir Magnús H. Magnússon
„AFSAGNIR okkar Einars
voru á þeim tfma f fullri alvöru
og við vissum aldrei annað en
að þær yrðu teknar til greina,"
sagði Sigurður Jónsson, bæjar-
fulltrúi f Vestmannaeyjum, er
Mbl. ræddi við hann f gær. „Það
er svo allt annað mál, hvort það
var rétt að hlfta þeim úrskurði,
sem bæjarstjórnin felldi um að
taka ekki afsagnir okkar til
greina.
Hins vegar var það ekki að
tilhlutan Magnúsar H. Magnús-
sonar, að Páll Zóphóníasson var
kjörinn bæjarstjóri. Það var úr-
slitakrafa frá fulltrúa Fram-
sóknarflokksins um Pál sem
bæjarstjóra, sem gerði útslagið.
Við sjálfstæðismenn vorum f
meirihlutasamstarfi með fram-
sóknarmanninum og við Einar
mátum stöðuna þannig, að rétt
væri að leggja áherzlu á það
samstarf. Ég held helzt að hinn
armur Sjálfstæðisflokksins í
bæjarstjórn hafi ekki viljað
trúa þvf að um úrslitakost væri
að ræða, en við töldum okkur
hafa vissu fyrir því, að fram-
sóknarmaðurinn myndi bera
Pál fram til atkvæðagreiðslu,
hvað sem við segðum, og þá
myndum við sjálfstæðismenn
óhjákvæmilega lenda í minni-
hluta. Við töldum álit bæjar-
félagsins hafa skaðazt nóg áf
því, sem á undan var gengið, og
því væri ekki rétt að fara að
auglýsa bæjarstjórastarfið upp
á nýtt og láta ef til vill einhverj-
ar vikur líða enh án þess að
raunveruleg stjórn væri á mál-
efnum bæjarins. Ég gerði mér á
þessum tíma mjög vel Ijóst, að
afstaða mín kynni að valda mér
erfiðleikum í samstarfi mínu
við flokksbræður mína I Sjálf-
stæðisflokknum, en mér fannst
annað ekki rétt með hliðsjón af
hagsmunum bæjarins og þá
kaus ég að láta sitja í fyrirrúmi.
Það er svo alls ekki rétt, að ég
hafi starfað utan flokka siðan.
Enda þótt samstaða hafi náðst í
bæjarstjórninni um kjör Páls
þýddi hún ekki formlega meiri-
hlutamynd og reglulegir meiri-
hlutafundir hafa ekki verið
haldnir, heldur hefur bæjar-
stjórnin starfað eins og mál-
efnaleg samstaða hefur gefið
tilefni til og ég hef alla tíð litið
á mig sem sjálfstæðismann og
tekið afstöðu til mála með það í
Framhald á bls. 18
„FRA okkar sjónarhóli stóðu
málin þannig, að meirihluti
fulltrúaráðs sjálfstæðismanna f
Vestmannaeyjum þröngvaði
þeim Einari H. Eirfkssyni og
Sigurði Jónssyni til að segja af
sér f bæjarstjórninni og okkur
fannst það óviðfelldið. Hitt er
svo aftur, að við hefðum aldrei
staðið að tillögu um að taka
afsagnirnar ekki til greina,
nema við hefðum rökstuddan
grun um, að þeir Einar og Sig-
urður væru ekki á móti þeirri
málsmeðferð," sagði Magnús H.
Magnússon, stöðvarstjóri f
Vestmannaeyjum, er Mbl.
ræddi við hann í gær í fram-
haldi af frétt blaðsins um af-
sagnir Einars H. Eirfkssonar,
forseta bæjarstjórnar og skatt-
stjóra. „En auðvitað höfum við
alltaf litið á þá Einar og Sigurð
sem fulltrúa sjálfstæðismanna
f Vestmannaeyjum f bæjar-
stjórn," sagði Magnús. „Og ég
vil benda á, að bæði 1976 og ‘77
var Einar kjörinn forseti bæj-
arstjórnar, ekki aðeins með at-
kvæðum vinstri manna, heldur
hlaut hann f bæði skiptin öll
atkvæðin, nfu talsins, þannig að
trausts til embættisins hefur
Framhald á bls. 18