Morgunblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977 19 — Formósa Framhald af bls. 11. landsins. Stjórnin viðurkennir að 254 „glæpamenn" séu enn í haldi vegna undirróðursstarf- semi. Andófsmenn í landinu álíta töluna vera nær 800. Annað mál veldur einnig efa- semdum um dómstólak.erfið á Formósu. I júli á síðasta ári var Chen Ming-chung, 49 ára gam- all framkvæmdastjóri lyfja- framleiðslufyrirtækis, handtek- inn á heimili sinu í Taipei ákærður fyrir að starfa ásamt 6 öðrum andófsmönnum fyrir hið kommúnistiska Kína. Chen og kona hans, sem bæði eru þjóð- ernissinnar, voru á fimmta ára- tugnum dæmd í 10 ára fangelsi fyrir þátttöku i mótmælaað- gerðum gegn stjórn Chiang Kai-shek. I nóvember í fyrra var Chen stefnt fyrir herrétt og dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir að flytja inn vopn frá megin- landi Kína. Engin sönnunar- gögn voru færð fram í réttinum og komið var í veg fyrir að hann nyti aðstoðar lögfræðings. Eftir að hafa smyglað bréfi til konu sinnar þar sem hann bað hana að útvega lögfræðing í málið var gerð húsleit á heimili þeirra og eiginkonan höfð i haldi í 6 daga. Þegar hún var síðan látin laus, var henni til- kynnt, að réttarhöldunum yfir manni hennar væri lokið. Dóm- urinn var birtur 28. nóvember eftir að málið hafði verið gert opinbert í Bandaríkjunum. Þessi tvö dæmi gefa nokkra mynd af ástandinu á Formósu. Kuonintangflokkurinn heldur áfram að bæla niður alla and- stöðu við eigin stefnu. Dagblað- ið Taiwan Political Review, sem haldið hefur uppi gagnrýni á rikisstjórnina, hefur verið bannað. Kviði stjórnarinnar er ekki aðeins fólginn í hræðslu við áhrif kommúnista á meginlandi Kina, heldur við þá ólgu sem nú hefur gert vart við sig hjá þjóð- ernissinnum í landinu — sem enn eru undir stjórn 17% yfir- stéttarminnihluta aðkomu- manna frá meginlandinu. Þekktur blaðamaður á Formósu dró í stuttu máli saman niðurstöður sínar um ástandið í landinu: „stjórnin heldur því fram að ibúar Form- ósu njóti meira frelsis en íbúar Kína á meginlandinu. Það er rétt. Við getum ferðazt um landið okkar og til útlanda að vild. Við megum reka okkar fyrirtæki, og skemmta okkur á næturklúbbum. Stórkostlegt. En við megum ekki hugsa. Við erum frjálsir héðan og niður,“ sagði hann og benti á hálsinn á sér. — Concorde Framhald af bls. 3. inu beint niður til þess að flug- stjórarnir geti séð brautina. Alls hefur verið hafin smíði á 16 Concorde-þotum, en margar þeirra eru enn í smiðum. Smiði vélarinnar hefur kostað feiki- legar upphæðir, en Bretar og Frakkar hafa unnið saman að henni. Erfiðlega hefur gengið að fá kaupendur að þessari þotu, en eina fullbúna vél er búið að setja á safn í Bretlandi. Telja margir að þessi vél eigi aðeins eftir að vera safngripur i fram- tíðinni, en þeir sem standa að smíði hennar telja engin vand- kvæði á þvi að reka hana með hagnaði ef hún fær tækifæri til að fljúga á þeim flugleiðum sem gefa mest í aðra hönd og flytja mest af svokölluðum I. farrýmis farþegum. Vélin rúm- ar um 100 farþega. — Forsætisráð- herra Framhald af bls. 3. vöruskiptajöfnuðinn. Hann gat þess og að undirritaðir hefðu ver- ið samningar milli landanna um samstarf á sviði tækni og visinda, einkum þó á sviði fiskveiða og fiskrannsókna. — Skák Framhald af bls. 13 svartur h5 — h4 við tækifæri og fyrr eða siðar hlýtur eitt- hvað i hvitu stöðunni að láta undan) Dxd6, 43. Bc6 — Hd8, 44. Dd5+ — Kf6, 45. h4 — Bh6, 46. Dxd6 — Hxd6, 47. Bd5 — Hd8, 48. Kg2 — Hh8, 49. Kf3 — H8h7, 50 Hhl — Ha7! (Blindur annan hvíta hrókinn á a lín- unni, því svartur hótar a5 — a4) 51. Ha2 — Bf8, 52. Hel — Bd6, 53. Hhl — Hhg7, 54. Hh3 — Bb8, 55. Hhl — g5, (Loksins er tíminn kominn!) 56. hxg5 — Hxg5, 57. Hh3 — Hag7, 58. Hg2 e4+!, 59. dxe4 — f4, 60. Hgh2 — Hxg3+, 61. Kf2 — Hxh3, 62. Hxh3 — Hg5, 63. e5+ (Örvænt- irig) Bxe5, 64. Ba8 — Hg3, 65. Hxh5 — Hxb3. 66. Hh6+ — Kg5, 67. Hxb6 — a4 (Hér fór skákin i bið öðru sinni. Staða hvits er nú auðvitað gersam- lega vonlaus) 68. Ha6 — a3, 69. b6 — Hb2+, 70. Kf3 — a2, 71. Ke4 — He2+, 72. Kd5 — al=D, 73. Hxal — Bxál, 74. Kxc5 — Kf6, 75. Kd6 — Be5+, 76. Kd7 — Hd2+, 77. Kc8 — Ke7, 78. c5 — Hc2, 79. e6 — f3, 80. c7 — f2, 81. Bg2 — Bxc7 og loks hér gafst hvitur upp. Dömur á öllum aldri í Keflavík og nágrenn ath. Frá „Toppi til táar" er námskeið fyrir konur á öllum aldri eða frá 1 6 ára til sextugs. Þið lærið: rétt og betra göngulag, almenna framkomu, snyrtingu, rétt matar- æði, líkamsrækt o.fl. Frá „Toppi til táar" er námskeið sem hver kona ætti að notfæra sér, það hjálpar meðal annars til að auka sjálfsöryggið og er til ánægju. Uppl. og innritun er í síma 8443 frá 10 til 3 e.h. næstu daga. — Mál Hauks Framhald af bls. 2 aðist rannsókn beggja málanna og að rannsókn lokinni s.l. vor voru málin send saksóknara til af- greiðslu. Hauki Guðmundssyni var vikið úr stöðu rannsóknarlög- reglumanns í desember s.l. á með- an rannsóknin færi fram og hefur hann ekki tekið við stoðunni síð- an. Hefur Haukur verið á hálfum launum lögreglumanns allan tím- ann. , , , —„Fangi tímans” Framhald af bls. 1 það hafi verið örvænting og bræði yfir framkomu yfirvaldanna gagnvart Pesternak, sem hafi rek- ið hana til að skrifa bréfið og telja skáldið á að hafna verðlaununum. Ivinskaja lýsir á áhrifaríkan hátt ofsóknum sovézkra stjórn- valda á hendur skáldinu og til- burðum í þá átt að reka hann úr landi eftir að skáldsagan Sjívagó læknir, sem hann hlaut Nóbels- verðlaunin fyrir, kom út á Vestur- löndum. Bókin fékkst aldrei út- gefin í Sovét, þar sem valdhafarn- ir litu svo á að hún væri til þess fallin að ófrægja Októberbylt- inguna. Þegar fregnin um verð- launaveitinguna barst Pasternak voru fyrstu viðbrögð hans þau að hann tæki við verðlaununum „óumræðilega þakklátur, hrærð- ur, stoltur, undrandi og ringlað- ur“. Þessar tilfinningar breyttust þó skjótlega er ofsóknirnar hóf- ust. Honum voru valin nöfn eins og „svin, snákur, hlaupatik borg- araþýjanna í útlöndum og svartur sauður í spakri hjörð", auk þess látið var að þvi liggja að hann yrði rekinn úr landi. Það var Olga Ivinskaja, sem var fyrirmynd Pasternaks að „fanga tímans“, Löru, í skáldsögunni um Sjívagó lækni. DALE CARNEGIE ÆT Námskeiðið mun hjálpa þér að: ★ Öðlast meira hugrekki og sjálfstraust. ★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfær- ingarkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og viðurkenningu. ★ Starfa af meiri lífskrafti — heima og á vinnustað. ★ Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíða. Okkar ráðlegging er því: Taktu þátt í Dale Carnegie námskeiðinu. FJÁRFESTING í MENNTUN GEFUR ÞÉR ARÐ ÆVILANGT. fi^ 82411 ( r t T tk.ilry fi ,’i IslfffKli ím/ ST JÓRNUNARSKÓLIN N N.IU>Kh ll)l.\ Konráð Adolphsson 1 AUGLÝSINGASÍMINN ER: fflDl 22480 \ ÞU AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR | \ÞU AUGLÝSIR I MORGUNBLAÐINU ' JMtrgttitþbtfetb Nýr bíll á íslandi Komið og skoðið LADA 1600 Verð ca. 1585 þús. Hagstæðir greiðsluskilmálar Bilreiðar & Landbúnaðarvéiar hí. i Sudurlandsbraul 14 - lleykjavík - Sími 31IIHNI LADA ^^mwoo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.