Morgunblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977
3
Menn hafa haft á orði að það sé
eins og að fljúga í röri þegar
ferðazt er með Concorde.
CONCORDE-þota frá Air
France lenti á Keflavíkurflug-
velli í gær og er það i annað
sinn sem þota af þessari gerð
lendir á íslandi. Ferð þotunnar
hingað í gær var i tilefni þess
að vöruhús i Madrid stóð fyrir
Vinning-
urinn var
íslands-
ferð með
Concorde
happdrætti meðal viðskipta-
vina sinna og vinningarnir voru
íslandsferð með Concorde-þotu.
Alls komu 99 farþegar með vél-
inni og fóru þeir i skoðunarferð
um suðvesturland I gær.
Mjög tígulegt er að sjá Con-
corde-þotuna lenda, hún kemur
eins og ránfugl sem ætlar að
hremma bráð sína og rétt áður
en hún snertir braut breytist
nefstaða vélarinnar og er nef-
Framhald á bls. 19.
Concorde á Keflavfkurflugvelli f gær ásamt Boeing og DC-8 þotum
Flugleiða. Concorde tekur um 100 farþega eða heldur færri en
Boeing-þota Flugleiða og DC-8 vélarnar taka 250 farþega. Flugtfmi
Concorde frá New Vork til tslands er um 3 tfmar, cn flugtfmi DC-8
um 5 tfmar. Ljösmyndir Mbl. Friðþjófur.
Öslað brautina eins og stór vaðfugl.
Forsætisráðherra í við-
tali við sovézkt blað:
Góður mögu-
leiki á að auka
viðskipti
landanna
Á FERÐ Geirs Hallgrfmssonar,
forsætisráðherra, um Sovétríkin
hitti fréttamaður dagblaðsins
Sósfalfskur iðnaður hann að máli,
og var forsætisráðherra þar beð-
inn um að láta í Ijós álit sitt á
þróun verzluarsamskipta og vfs-
indasamstarfs milli Sovétrfkj-
anna og tslands.
1 viðtalinu sagði Geir Hall-
grímsson m.a. að verzlunarvið-
skipti milli islands og Sovétrikj-
:nna eftir síðari heimsstyrjöldina
hefðu þróazt stöðugt, ef frá væri
skilið nokkurra ára tímabil.
Hann benti á, að nú keyptu ís-
lendingar meira frá Sovétríkjun-
um en þeir seldu þangað, en hinn
óhagstæði vöruskiptajöfnuður
táknaði þó ekki endilega að fs-
lendingar yrðu að jafna viðskipt-
in við Sovétrikin. Munurinn á út-
og innflutningi væri greiddur í
frjálsum gjaldeyri, og sagði for-
sætisráðherra, að fslendingar
skildu það viðhorf Sovétmanna að
kaupa vörur þar sem þeim væri
hagstæðast.
Forsætisráðherra sagði einnig,
að af islendinga hálfu væru taldir
góðir möguleikar á því :ð auka
viðskiptin milli landanna, en í
viðræðum hans við Kosygin for-
sætisráðherra, hefði sú orðið
niðurstaðan, að grundvöllur við-
skiptanna yrði að byggjast á vöru-
verðinu i samræmi við hagsmuni
beggja aðila.
Geir Hallgrímsson sagði, að ef
bæði löndin notfærðu sér þá
möguleika sem fyrir hendi væru i
samræmi við gerða samninga
mundi það hafa jákvæð áhrif á
Framhald á bls. 19.
Mjog óhrelnn fatnaöur þarf mjög gott þvottaefm...
Með Ajax þvottaefnl veróur mislití
þvotturinn aíveg jafn hreinn og
suðuþvotturinn.
Hinir ttýju endurbættu
efnakljúfar gera þaó kieift
aó þvo jafn vel meó öllum
þvottakerfum.
Strax víð lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og
viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og blettalaus.
Við suðuþvott verður þvotturinn alveg hreinn og hvitur.
Ajax þvottaefni, með hinum nýju efnakljúfum sýnir ótvíræða
kosti sina. einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatiminn er
stuttur og hitastigið lögt. Hann verður alveg hreinn og litirnir
skýrast.
Hreinsandi efni og nýir. endurbættir efnakljúfar ganga alveg
inn i þvottinn og leysa strax upp óhreinindi og bletti i
forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök forþvottaefni.
Ajax þvottaefní þýóir:
gegnumhreinn þvottur meó ötlum
þvottakerfum.