Morgunblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977 Ekki slíka hörku - eru fyrirmæli þjálfara Glentorans til sínna manna fyrir leikinn í Belfast Frá Colin McAlphin, fréttamanni Mbl. í Belfast. MIKILL áhugi virðist rikjandi á leik Vals og Glentorans í Evrópu- bikarkeppni meistaraliða i knatt- spyrnu, en leikur þessi fer fram á velli Glentorans á morgun. Er jafnvei búizt við 9—10 þúsund áhorfendum, sem vitanlega gera sér vonir um að Glentoran vinni upp eins marks forskot Vals frá leiknum í Reykjavik, eða vel það. Það eykur einnig bjartsýni áhang- enda Glentoran-liðsins að það er nú að ná sér á strik og vann góðan sigur í 1. deildar keppninní s.l. laugardag, eða 4—1. Valsmenn sögðu í viðtali við Morgunblaðið í gær, að þeir væru hinir bjartsýnustu á að halda sín- um hlut, ef leikin yrði knatt- spyrna I leiknum á miðvikudags- kvöldið, og ekki yrði sama harkan og í leiknum i Reykjavík af hálfu leikmanna Glentorans. Þjálfari Glentorans, Arthur Stewart, sagði við Morgunblaðið i gær, að það væri rétt að Ieikurinn i Reykjavík hefði verið nokkuð grófur, og þar hefðu sézt ljót brot. — Islendingar áttu þar einnig hlut að máli, sagði Arthur, — en ég vona að þetta endurtaki sig ekki, og ég hef gefið leikmönnum Glentorans ströng fyrirmæli um að forðast að fara út i hörku. Arthur lauk annars lofsorði á Valsliðið, og sagði að það hefði yfir mjög sterkri vörn að ráða, sérstaklega á miðjunni. — Ég geri ráð fyrir að Valur leiki varnarleik hér i Belfast, sagði hann, — og freisti þess að halda markinu, en auðvitað vona ég að mínir menn skori í leiknum og komist áfram í aðra umferð. Valsmenn voru í gær gestir borgarstjórnar Belfastborgar, en fóru að þvi loknu á völl Glentor- ans, þar sem þeir kynntu sér flóð- ljósin, en á Glentoran-vellinum hafa nú verið sett upp ný flóðljós sem i fyrsta sinn verða notuð i leiknum á fimmtudagskvöldið. ÞRtR UNGIR FH-ingar kepptu á miklu unglingamóti f frjálsum íþróttum sem fram fór í Miinchen fyrir skömmu, en þangaó fóru þeir í boói framkvæmdaaóila mótsins. Yngi O. Guómundsson keppti f 800 metra hlaupi og hljóp á sínum bezta tíma 2:09,5 mfn. Einar K. Hermannsson keppti f kúluvarpi (6 kg kúla) og varpaði 12,76 metra. Varð hann 6. Start-markið. Fór knötturinn framhjá markverðinum, en Krist- inn Jörundsson sem var kominn í dauðafæri náði ekki að skalla knöttinn og hann barst framhjá. Start-mörkin. Startmörkin komu i sitt hvorum hálfleiknum. Fyrra markið kom á 26. minútu og var það Helge Skuseth sem það gerði. Fékk hann sendingu frá Preben Jörgensen fyrir Frammarkið, og áttu fleiri en einn Framari mögu- leika á að hreinsa frá. En þeir misstu knöttinn frá sér og eftir- leikurinn var auðveldur fyrir Skuseth, sem var þó það seinn á sér að litlu munaði að Guðmund- ur Baldursson i Frammarkinu næði að bjarga. 2—0 kom svo á 20. minútu seinni hálfleiks. Eftir fyrirgjöf frá vinstri fékk Odd Magne Olsen, sem komið hafði inná sem vara- maður í seinni hálfleiknum knött- inn úti við vítateigslínu og skaut hann góðu skoti á Frammarkið. Framarar voru mióur sfn. Einhverra hluta vegna voru Framarar algjörlega miður sin í þessum leik. Liðið náði aldrei upp baráttu hvað þá meir. Auðvitað er erfitt að ganga til leiks sem þessa með sex marka ósigur á bakinu, en maður hefði vonað að Framar- arnir reyndu að berjast i leiknum og vinna sigur — það hefði þó verið svolitil uppreisn fyrir þá. Bezti maður Framliðsins í leiknum, og raunar sá eini sem eitthvað kvað að var Ásgeir Elías- son, en hann mátti sin sjaldnast við margnum. Þá atti Guðmundur markvörður nokkuð góðan leik og START BÆTTITVEIMUR MÖRKUM í SAFN SITT í SLÖKUM EVRÓPULEIK af 18. keppendum. Hann keppti einnig í spjótkasti og kastaði 40,44 metra. Varó hann þar í 11. sæti. Þorsteinn G. Aðalsteinsson, keppti f hástökki, stökk 1,70 metra og f spjótkasti, kastaói 46,56 metra og varó hann í átt- unda sæti í þeirri grein. I móti þessu tóku þátt ungling- ar víðs vegar aó úr Evrópu, allir undir 17 ára aldri. Dæmigert fyrir þófið f leiknum í gærkvöldi. Sigurbergur Sigsteinsson reynir að skalla, en á við tvo leikmenn Start að etja og nær ekki til knattarins. Eitt af fáum færum Fram f leiknum. Eftir hornspyrnu kom knötturinn vel fyrir Start-markið, en sigldi þar sfðan framhjá leikmannaskaran- um. 1 LÉLEGASTA Evrópubikar- lcik sem leikinn hefur verið hér- lendis til þessa, sigraði norska liðið Start frá Kristiansand Fram- ara á Laugardalsvellinum f gær- kvöldi með tveimur mörkum gegn engu. Leikur þessi á einna helzt hliðstæðu í lélegum 2. deild- ar leik og var að vonum að flestir fullorðnir áhorfendur yfirgáfu leikvanginn löngu áður en dómar- inn gaf merki um leikslok, en segja má að sá atburður hafi ver- Jón í KR ÁRMENNINGURINN Jón SigurSsson, einn snjallasti leik- maðurinn i islenzkum kórfuknatt- leik um þessar mundir, hefur nú tilkynnt félagaskipti og mun leika með KR-ingum i vetur. Hefur Jón þegar hafið æfingar með hinu nýja félagi sinu, og er ekki að efa að hann verður þvi mikill styrkur. Ástæðan fyrir þessum félags- skiptum Jóns mun fyrst og fremst vera sú, að hann var óánægður með æfingasókn fél- aga sinna i Ármanni, svo og það að KR-ingar hafa nú fengið er- lendan þjálfara og mikill áhugi er rikjandi i herbúðum þeirra. Er það mikið áfall fyrir Ármenn- inga að missa Jón, en auk hans hafa tveir aðrir góðir leikmenn félagsins, Bjöm Magnússon og Simon Ólafssson gengið i önnur ið einna gleðilegastur f þessum leik. Sigur norska liðsins i leiknum í gærkvöldi var fyllilega verðskuld- — Texti: Steinar J. Lúðvfksson. Myndir: Friðþjófur Helgason. s_____________________/ aður, þar sem þeir voru allan tím- ann skárri aðilinn, og sú litla knattspyrna sem sást í leiknum var öll frá þeim. Ljóst má þó vera að Start-liðið er aðeins miðlungs- lið og það á islenzkan mælikvarða. Það, að liðið kemur út úr 1. um- ferð UEFA-bikarkeppninnar með hvað stærstan sigur allra liða, 8—0 samaniagt, er ekki því að þakka að þarna sé gott lið á ferð- inni, heldur fyrst og fremst vegna þess hve andstæðingurinn var slakur. Hefur undirritaður aldrei séð Framliðið leika verr en það gerði á Laugardalsvellinum í gær- kvöldi og hafa Framarar þó átt allmarga slaka leiki í sumar. Leikurinn einkenndist öðru fremur af miklu miðjuþófi, og gekk knötturinn tímanum saman á milli mótherja. Var oft furðu- legt hvað leikmennirnir sýndu mikla nákvæmi i að senda beint á andstæðinginn, sérstaklega þó Framarar, sem náðu ekki að leika knettinum milli sin nema einu sinni í leiknum, og þá fengu þeir einnig sitt eina umtalsverða marktækifæri. Skeði það seint í leiknum, að Framarar náðu óvænt sókn upp hægri kantinn og þaðan kom mjög góð sending fyrir er þar greinilega mikið efni á ferðinni. Beztu leikmenn norska liðsins voru Stein Thunberg og Helge Skuseth, en í heild virðist lið þetta nokkuð jafnt og getur örugglega miklu meira en það gerði í gærkvöldi. 1 stuttu máli: UEFA — bikarkeppnin á Laugar- dalsvelli. Úrslit: Fram — Start 0—2 (0—1) Mörk Start: Helge Skuseth á 26. mín og Odd Magne Olsen á 65. mín. Áminning: Enginn. Dómari: M. Moffat, Irlandi og dæmdi hann vel. Áhorfendur: Um 600. Lið Fram: Guðmundur Baldurs- son, Símon Kristjánsson, Ágúst Guðmundsson, Gunnar Guð- mundsson, Rafn Rafnsson, Sigur- bergur Sigsteinsson, Rúnar Gísla- son, Kristinn Jörundsson, Sumar- liði Guðbjartsson, Ásgeir Elías- son, Pétur Ormslef, Gunnar Orra- son (varam). Lið Start: Roy Amundsen, Reid- er Flaa, Thorgny Svensson, Svein Kaalaas, Cay Ljosdal, Audun Myhre, Svan Otto Birkeland, Svein Mathiesen, Helge Skuseth, Preben Jörgensen, Odd Magne Olsen (varam) og Geir Jörgensen (varam). FH-INGAR í ÞÝZKALANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.