Morgunblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977
17
Eftirmmnileg ferð
og hin þarflegasta
sagði Geir Hallgrímsson forsætisráðherra
við brottförina frá Sovétríkjunum
Frá blm. Mhl. Magnúsi Finnssyni.
OPINBEKRI heimsðkn Geirs
Hallgrfmssonar forsætisráð-
herra til Sovétríkjanna lauk í
gær, en hann fór frá Moskvu f
gærmorgun kl. 10.45.
í samtali við Morgunblaðið
sagði forsætisráðherra m.a. að
hann hefði átt áhugaverðar við-
ræður við Kosygin forsætisráð-
herra Sovétrfkjanna, þar sem
skoðanir hefðu farið saman um
sum mál en verið skiptar um
önnur, eins og til dæmis varn-
armál.
Skömmu eftir að Aeroflot-
flugvélin hóf sig til lofts frá
Moskvu-flugvelli sendi Geir
Hallgrímsson skeyti til
Kosygins þar sem hann þakkaði
móttökurnar í sjö daga heim-
sókn sinni til Sovétríkjanna, og
árnaði hinum sovézka starfs-
bróður sinum allra heilla.
Orðrétt sagði Geir Hallgríms-
son í viðtalinu við Morgunblað-
ið:
„Ferðin var hin þarflegasta
íalla staði. Þótt ég hafi áður
komið til Sovétríkjanna, þá var
nú farið mun víðar og gafst því
betur tækifæri til að gera sér
grein fyrir vfðfeðmi og fjöl-
breytni Sovétríkjanna. Hins
vegar ber að fara varlega i að
draga altækar ályktanir af
reynslu í fárra daga heimsókn-
um. En móttökur allar og gest-
risni voru með afbrigðum.
Áhugaverðar viðræður áttu sér
stað, og i þeim viðræðum er ég
átti við Kosygin forsætisráð-
herra Sovétrikjanna komu
fram greinileg mörk milli
þeirra mála, er við vorum sam-
mála um, eins og t.d. verzlun og
viðskipti landanna, og hinna,
þar sem skoðanir voru skiptar
eins og t.d. varnarmála. Gest-
gjafar okkar hafa lagt sig fram
um að ferð þessi yrði okkur
eftirminnileg og vissulega hef-
ur hún verið það“
í skeyti Geirs Hallgrímssonar
forsætisráðherra til Alexei
Kosygins forsætisráðherra So-
vétrikjanna var lýst yfir
ánægju með það tækifæri sem
gefizt hafði til að skiptast á
skoðunum um hin ýmsu mál er
varða sameiginlega hagsmuni
ríkjanna, svo og alþjóðamál er
bæði ríkin láta sig varða. Geir
Hallgrimsson forsætisráðherra
þakkaði þá gestrisni sem auð-
sýnd hafði verió honum og
konu hans, frú Ernu Finnsdótt-
ur, um leið og hann árnaði
Kosygin allra heilla og flutti
honum persónulegar kveðjur.
Forsætisráðherrahjónin eru
væntanleg til íslands um helg-
ina.
Þolreið í slóð
r
Arna Oddssonar?
—Landsmót hestamanna 13.-16. júlí
AKVEÐIÐ hefur verið að næsta
Landsmót hestamanna verði hald-
ið f Skógarhólum f Þingvallasveit
13. til 16. júlf næsta sumar. Að
sögn Bergs Magnússonar, for-
manns framkvæmdanefndar
mótsins, er þegar hafinn undir-
búningur að dagskrá mótsins. Sú
nýbreytni verður tekin upp að
tveir til þrfr hringvellir verða á
mótssvæðinu og er ætlunin að
samtfmis geti tvö dagskráratriði
farið fram, þannig verði kynbóta-
hross sýnd og dæmd á einum velli
en gæðingar dæmdir á öðrum. Þá
fjallar framkvæmdanefndin nú
um þá hugmynd að efna til þol-
reiðar þvert yfir landið og endur-
taka þar með ferð Arna Oddsson-
ar forðum daga. Bergur sagði að
nefnt hefði verið að lagt yrði upp
frá Vopnafirði og farið í slóð
Árna og þolreiðinni lyki á Þing-
völlum. Hver knapi hefði f það
minnsta tvo hesta og leiðinni yrði
skipt f ákveðnar dagleiðir.
Einnig hefur komið til álita að
Hlöðubruni
á Ströndum
SNEMMA á mánudagsmorgun
kom upp eldur f fjárhúsi og hlöðu
að bænum Skarði f Kaldrananes-
hreppi á Ströndum. Brunnu hús-
in til grunna og 140—150 hest-
burðir af heyi, sem voru f hlöð-
unni, eru ónýtir taldir.
Að sögn sr. Andrésar Ólafsson-
ar, fréttaritara Mbl.'á Hólmavík,
er Skarð í eyði en jörðin hefur
verið nytjuð frá bænum Odda,
sem er þarna í grenndinni. Heim-
ilisfólkið á Odda varð vart við
reyk frá Skarði um sjöleytið á
mánudagsmorgun og brá skjótt
við en eldurinn var þá orðinn svo
magnaður að ekki fékkst við neitt
ráðið. Simstöðin opnar ekki fyrr
en klukkan niu og varð því engum
boðum komið til slökkviliðsins á
Hólmavik.
Utihúsin á Skarði voru gömul
timburhús og orðin léleg. Heytjón
Oddabænda, þeirra Arngrims
Ingimundarsonar og Baldurs
Sveinssonar, er tiífinnanlegt.
efna til póstferðar á hestum f
tengslum við mótið og sagði Berg-
ur að helzt væri á döfinni að
þarna yrði um að ræða ferðir frá
nokkrum stöðum á landinu, sem
viðkomandi hestaniannafélög
önnuðust og öllum lyki póstferð-
unum á Þingvöllum. Fram kom
hjá Bergi að fjölmargar fyrir-
spurnir um mótið hafa borizt er-
lendis frá til islenzkra ferðaskrif-
stofa og hafa þannig milli 300 til
400 manns skráð sig hjá einni
ferðaskrifstofunni. Væri nú unn-
ið að því að skipuleggja ýmsa
þjónustu við þessa ferðamenn.
Framkvæmdastjórn
SFV ályktar:
Landsfundur
tekur ákvörð-
unumframboð
MORGUNBLAÐINU barst I gær
eftirfarandi ályktun fram-
kvæmdastjórnar Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna, sem
samþykkt var á fundi stjórnar-
innar 21. september s.l.
í tilefni af ályktun kjördæmis-
ráðs Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna á Vestfjörðum ný-
lega um að standa ekki að fram-
boði í nafni Samtakanna vill
framkvæmdastjórn SFV taka
fram eftirfarandí:
Landsfundur SFV hefur verið
boðaður 25.—27. nóvember n.k.
Þar verður fjallað um stöðu og
hlutverk Samtakanna og endan-
ieg ákvörðun tekin um þátttöku
þeirra i Alþingiskosningunum að
vori. Á þessu stigi málsins vill
framkvæmdastjórnin einungis
leggja áherslu á þá afstöðu sina,
að þegar fyrir liggur ákvörðun
Samtakanna í heild um þátttöku i
Alþingiskosningunum, þá hafi
þeir félagar Samtakanna á Vest-
fjörðum, sem ekki eru sammála
niðurstöðu meiri hluta kjör-
dæmisráðsins þar, ótvíræðan rétt
til að taka ákvörðun um framboð
Samtakanna í þvi kjördæmi.
Heimsókn forsætisráðherra til Sovétrikjanna lokið:
Sameiginleg yfirlýsing Geirs Hallgríms-
sonar og Alexei N. Kosygins gefin út
EfTIRFARANDI er sameigin-
leg yfirlýsing Geirs Hallgrfms-
sonar forsætisráðherra og
Alexei N. Kosygins, forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna, sem
gefin var út f lok opinberrar
heimsóknar forsætisráðherra
tslands til Sovétrfkjanna:
Geir Hallgrímsson, forsætis-
ráðherra tslands, var í opin-
berri heimsókn f Sovétrikjun-
um dagana 20.—27. september
1977 í boði sovésku ríkisstjórn-
arinnar. Var þetta í fyrsta sinn
sem forsætisráðherra Islands
fer í heimsókn til Sovétrikj-
anna.
Auk höfuðborgarinnar
Moskvu heimsótti ráðherrann
ásamt fylgdarliði sínu einnig
Yerevan, Tbilisi og Kiev þar
sem tækifæri gafst til að kynn-
ast ýmsum þáttum i lffi Sovét-
manna og þróun á sviði efna-
hagsmála, vísinda og menning-
armála.
Viðræður fóru fram milli
A.N. Kosygins, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna og Geirs
Hallgrímssonar, forsætisráð-
herra Islands og tóku þátt i
þeim:
Af hálfu Islands: Hannes
Jónsson, sendiherra íslands i
Moskvu, Pétur Thorsteinsson,
sendiherra og Björn Bjarnason,
skrifstofustjóri forsætisráðu-
neytisins.
Af hálfu Sovétrikjanna: A.A.
Isjkov, fiskimálaráðherra, M.R.
Kusmin, fyrsti varautanríkís-
viðskiptaráðherra, I.N.
Semskov, varautanrikisráð-
herra, G.N. Farafonov, sendi-
herra Sovétrikjanna á Islandi
og V.M. Sobolev, deildarstjóri
Norðurlandadeildar utanrikis-
ráðuneytisins.
Viðræðurnar voru gagnlegar
og vinsamlegar og var rætt um
margvísleg alþjóðleg vandamál
sem eru ofarlega á baugi og mál
er snerta samskipti íslands og
Sovétrikjanna og horfur varð-
andi þróun þeirra samskipta.
Báðir aðilar lögðu áherslu á
nauðsyn þess að leggja sitt af
mörkum til að draga úr spennu
f alþjóðamálum og stuðla að
friðsamlegri samvinnu i
Evrópu og hvarvetna i veröld-
inni. Þeir telja að það sé sér-
staklega mikilvægt fyrir áfram-
haldaridi slökun spennu að
framkvæma til hlítar öll ákvæði
iokasamþykktar ráðstefnunnar
um öryggi og samvinnu í
Evrópu og tryggja árangursrík-
ar niðurstöður fundanna i Bel-
grad.
Sérstök áhersla var lögð á
nauðsyn þess að gera Samein-
uðu þjóðirnar virkari, svo að
þær geti á raunhæfan hátt
verndað frið og alþjóðlegt ör-
yggi og stuðlað að samskiptum
ríkja á milli á öllum sviðum i
fyllsta samræmi við stofnskrá
sína.
Rætt var um nauðsyn þess, að
þriðja hafréttarráðstefna Sam-
einuðu þjóðanna lyki sem-fyrst
störfum með heildarsamkomu-
lagi, er taki tillit til réttmætra
hagsmuna allra ríkja.
Aðilar lögðu áherslu á brýna
nauðsyn þess að gera ákveðnar
ráðstafanir til að stöðva vigbún-
aðarkapphlaupið og ná árangri
hvað snertir almenna og algera
afvopnun undir ströngu og
virku alþjóðlegu eftirliti.
Itarlegar viðræður áttu sér
stað um fjölmörg önnur alþjóð-
leg vandamál.
Hvað snertir viðræður um
mál varðandi tvíhliða samskipti
Islands og Sovétríkjanna sem
ávallt hafa verið vinsamleg var
af hálfu beggja aðila látin i ljós
ósk um aukin samskipti með
hag beggja landanna og eflingu
friðar fyrir augum.
Talið var að sú venja sem
skapast hefir að löndin tvö
greini frá viðhorfum sinum
m.a. á vegum utanrikisráðu-
neyta þeirra hefði gefið góða
raun, og að æskilegt væri að
halda þeirri venju ífram með
reglubundnum hætti.
Aðilar tóku fram, að sam-
skipti löggjafarþinga Islands og
Sovétrikjanna stuðli að góðri
sambúð landanna og að kynni
fulltrúa almennings séu mikil-
væg leið til aukins gagnkvæms
skilnings.
Nytsamlegar viðræður fóru
fram um þróun verslunarvið-
skipta. Aðilar létu í ljós ánægju
yfir hagstæðri þróun þeirra við-
skipta á grundvelli bókunarinn-
ar um gagnkvæmar vöruaf-
greiðslur milli Islands og Sovét-
rikjanna á tímabilinu
1976—1980 og voru sammála
um að fyrir hendi séu góð skil-
yrði til frekari þróunar gagn-
kvæmra verslunarviðskipta.
Lögð var áhersla á þýðingu
samskipta beggja landanna á
sviði sjávarútvegs á alþjóða-
vettvangi og á tvihliða grund-
velli eins og fram kemur i
samningi Islands og Sovétríkj-
anna sem gerður var i Reykja-
vik i apríl á þessu ári um vis-
inda- og tæknisamvinnu og
samráð á sviði sjávarútvegs og
rannsókna á lifandi auðæfum
hafsins.
Aðilar lýstu ánægju yfir
þróun íslensk-sovéskra sam-
skipta á sviði kennslumála, vis-
inda- og menningarmála, sem
eiga sér stað innan ramma áætl-
unarinnar um menningar- og
visindasamvinnu á timabilinu
1975—1979 sem gerð var á
grundvelli samningsins milli Is-
lands og Sovétríkjanna frá 1961
um menningar-, visinda- og
tæknisamvinnu.
Aðilar létu í ljós þá skoðun að
þær viðræður sem fram hefðu
farið meðan á heimsókn Geirs
Hallgrimssonar, forsætisráð-
herra, til Sovétrikjanna stóð,
hefðu verið gagnlegar og
myndu stuðla að frekari þróun
vinsamlegrar sambúðar Islands
og Sovétríkjanna.
Geir Hallgrimsson, forsætis-
ráðherra tslands, lét i ljós þakk-
læti við sovésku ríkisstjórnina
fyrir hlýja gestrisni og vinsam-
legar móttökur sem hann og
fylgdarlið hans hefir orðið að-
njótandi i Sovétrikjunum.
Fyrir hönd ríkisstjórnar ís-
lands bauð Geir Hallgrimsson
forsætisráðherra.dgin, for-
sætisráðherra Sovétríkjanna, i
opinbera heimsókn til íslands.
Var því boði tekið með þökkum.
Ákveóið verður siðar hvenær af
þeirri heimsókn getur orðið.
U tanríkisráðuney tið,
Reykjavik, 27. september 1977.