Morgunblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977 VlEÍ> <C>>' kaff/no \ (!) "o i s—>. i > ',P Grani göslari Hann lærði suður á Italíu. Komdu niður, sprengingunum er lokið í bili. Mamma bað mig að nefna það við þig, að á morgun eru liðin 10 ár frá þvl þú réðst hana til þfn. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Reyndir keppnisspilarar tefla oft á tæpasta vað. Og oft má líkja spilaaðferðum þeirra og vali á lokasamningum við línudans. Þess vegna er heppni nauðsynleg til að ná góðum árangri í stórmóti — eða jafnvel hvaða móti sem er. Annars er það svo, að heppni, eða hamingjudisin, fylgir venjulega þeim sem sterkari eru þegar til lengdar lætur. Spilið í dag er frá Evrópumeist- aramótinu i sumar. Eitt af mörg- um góðum spilum sigurvegar- anna. Austur gaf, allir á hættu. Norður S. A10432 H. 53 T. K5 L. 8753 Vestur Austur Það er þessi maður sem kemur alltaf með fína konfektið! Notum reglur AA-samtaka til að forðast umferðarslys „I hönd fer nú dimmasti tími ársins — og um leið nótt hinna löngu hnífa í umferðinni. Það fer ekki fram hjá neinum, sem ekið hefur mikið erlendis, að akstursvenjur islendinga ein- kennast mest af frekju, frunta- skap, óbilgirni, aulahætti og van- kunnáttu i meðferð bíla. Hvað þessu veldur er ekki fljótlegt að svara. Manni dettur helst í hug, að bæði yfirvöld umferðarmála og ökukennarar séu stöðnuð og steinrunnin og leggi höfuð- áherzluna á þá hluti, sem eru þýðingarminni í umferðinni, svo sem umferðarrétt, smámunasemi í ökuhraða og áfengislykt, í samanburði við það sem máli skiptir: að keyra ekki á og verjast því að aðrir keyri á þig. Það ber brýna nauðsyn til þess að endurhæfa þjóðina í akstri. Erlendis getur maður ekið þúsun- dir kílómetra án þess að sjá árekstur. En þegar heim kemur kemst maður sjaldnast frá Kefla- víkurhliðinu að Grindavíkuraf- leggjaranum án þess að sjá einn ef ekki fieíri. Erlendis reyna ökumenn undantekningalítið að greiða fyrir umferðinni, hliðra til og hjálpa náunganum til að komast leiðar sinnar. Hér er eins og þeir reyni að hrella hann, hræða hann eða hreinlega reyni að láta helvit- ið hafa það — búms. Hver hefur ekki td. reynt að skipta um akrein með sannan íslending á eftir sér á hinni akreininni? Ég held að umferðaryfirvöld ættu að standa fyrir herferð, sem höfðaði til sálarlífs ökumanna fremur en að auka launfyrirsátir lögreglu, þó þær séu nauðsyn- legar lika. Hvernig væri td. að prenta miða til límingar í fram- rúður bíla, sem segðu eitthvað i AA stíl, svo sem: i dag ætla ég að reyna að lenda ekki í slysi. Sýnum umferðarþætti i sjón- varpinu. Sýnum hvernig umferðarslysin líta út. Sýnum hvernig afleiðingar þeirra líta út. Kannski gætum við bjargað ein- hverjum af þeim, sem annars munu mæta óhöppunum á kom- andi mánuðum. Allavega þyrfti að gera eitt- hvað. Og þetta eitthvað getur að- eins byrjað í höfðunum á öku- mönnunum sjálfum. Halldór Jónsson verkfræðingur“. 0 Nýtum kartöflurnar betur „Árlega verðum við íslen- dingar að flytja inn til landsins töluvert af kartöflum erlendis frá og til þeirra kaupa verðum við auðvitað að verja dýrmætum gjaldeyri. Það hefur verið áhugi fyrir og vilji að auka kartöflurækt innanlands að því marki að hún geti fullnægt innanlandsþörfinni svo fremi sem geymsluþol kart- aflnanna leyfir. Árangur af þessum áróðri hefur þó ekki orðið eins mikill og margur hefði viljað. Þó er sennilegt að á næstu árum aukist kartöflurækt heldur, svo fremi sem kartöflubændur verða ekki fyrir stóráföllum vegna veðr- áttunnar. En það var ekki ætlun min að bæta fleiri orðum i þann belg, sem þegar hefur nær verið fylltur með áskorunum um aukna kartöflurækt heldur hitt, að beina orðum mínum til neytenda. Fyrir skemmstu sat ég að snæðingi í veitingahúsi og sennilega hafa S. 7 S. D9865 H. 82 H. AKD64 T. DG108764 T. A3 L. ÁD10 L. G Suður S. KG H. G1097 T. 92 L. K9642 Sviar voru heldur betur heppn- ir í spili þessu. 1 örðu herberginu voru spiluð þrjú hjörtu í austur. Hann náði einhvernveginn ellefu slögum svo vörn Svíanna hefur verið heldur slök. En á hinu borðinu Svíinn í aust- ur á einum spaða. Vestur sagði tvo tigla og austur stökk í þrjú hjörtu. Og lokasögnin varð þrjú grönd spiluð í vestur. Spilið lá vel eins og sjá má. Þó hefði það sennilega tapast með spaða út. En norður var óhepp- inn. Hann valdi að spila út lágu laufi, gosi, kóngur og ás. Vestur svinaði tíguldrottningu og tók á tígulás. Síðan tók hann á þrjá hæstu í hjarta og suður fékk því- næst á gosann. Hann var í von- lausri aðstöðu. En gerði vel þegar hann spilaði spaðanum. Tók á kónginn og blindur fékk næsta slag á spaðadrottningu. Norður fékk síðan á spaðaás og tíu. Eftir óheppilega byrjun fékk vörnin þvi fjóra slagi en Svíþjóð fékk gameið. Æ Æ mm Æ Framhaldssaga eftir RETTU MER HOND ÞINA = 54 og þeir riðu á milli kofanna. Þeir stöðvuðu hestana á miðju halðinu. Töframaðurinn sat á hækjum sér yfir sjúklingi. Hann hrökk við og leit skelfdur upp. Þegar hann lyfti höfðinu, kom f Ijós hálsband úr litlum flöskum og svínsblöðrum. 1 þeim hafði hann lyf sín. Nokkrir aðrir sjúklingar sátu undir öðru tré lengra f burtu og biðu. Ung blökkukona lá endilöng á jörðinni fyrir framan sær- ingamanninn. Svertingi sat á fótum hennar, og tveir aðrir héldu f handleggi hennar, en sá fjórði reyndi að opna á henni munninn með valdi og notaði til þess prjón. Geit stóð bundin yfi henni — með magann heint fyrir ofan munn hennar. Hún jarmaði ámátlega og rcyndi að losna. Geitin hafðí verið rist á kviðinn og úr sárinu streymdi blóð og smáagnir af innýflum yfir andlit og opinn munn kon- unnar. Þrír ungir menn stóðu hlið við hlið rétt hjá. Þeir klæddust lendaskinni einu saman eins og töfralæknirinn og höfðu svfns- blöðruband um hálsinn. Þeir dönsuðu eins konar töfradans f takt við einfaldan /úlusöng. Töfralæknirinn dró hnffinn út úr kviði geitarinnar og reyndi að fela hann fyrir aftan hak, þegar hann sá Forss koma ríðandi. — Hvað eruð þið að gera, hrópaði örn. — Ekkert, umfundisi, svar- aði seiðmaðurinn f fáti. — Við ætlum bara að lækna þessa konu. Hún er veik í mag- anum, og við ætlum að gefa henni kraft geitarinnar. — Þetta er landareign kristniboðsins, og hé er það ég sem ræð. Slcppið konunni á augabragði, og hafið ykkur á brott! Þú veizt vel, að við leyf- um ekkert slfkt hér. Og dreptu geitina þegar í stað, svo að þessi misþyrming taki enda. Svipur Arnar var harður eins og steinn. Seiðmaðurinn virtist kunna vel við skipunartóninn, og hann hlýddi umyrðalaust. Svertingjarnir fjórir slepptu konunni. Hún velti sér á hliðina og snörlaði. Mikið af dökku blóði kom út úr munni hennar. , Örn sat enn á hestinum. Hann vildi sitja þar eíns lengi og tök voru á. Hann óttaðist, að hann missti vald sitt að ein- hverju leyti, ef hann færi af baki. Hann tók f beizlið og lét hest- inn snúa sér að ungu mönn- unum, sem voru að dansa. — Nfunani lapha? Phumani kuleplazi! Hvað eruð þið að gera hér? Hypjið ykkur í burtu af búgarðinum! Þremenningarnir hættu að syngja. Hreyfingar þeirra urðu hægari. Augnaráðið beindist að töfralækninum. Þeir biðu þess, hver skipun hans yrði. Jafnskjótt og söngurinn hljóðnaði, heyrðist annað hljóð frá kofanum, sem var lengst í burtu. Kveinstafir, sem engan enda tóku, hcldur hófust og hnígu. — Þetta er sjálfsagt sængur- konan. Komdu, við skulum fara og sjá, hvað við getum gert, mælti Örn. Hann stökk af baki og gekk að kofanum og Erik á hæla honum. Hann var feginn, að Erik var með honum, svo að hann þyrfti ekki að vera einn f þessu fjandsamlega andrúms- lofti. Erik fylgdi á eftir honum, án þess að segja orð. Hann var skjálfandi á beinunum og hug- deigur. Dyrnar á strákofanum voru varla metri á hæð. A kofanum var hvorki gluggi né reykháfur. Eldur logaði á moldargólfinu, og reykurinn inni var þéttur. Ólýsanlegur ódaunn frá rusl- inu á gólfinu þrengdi sér gegn- um reyklyktina. Örn skreið á fjórum fótumm inn um dyragættina. Hann fór eins hratt og hann gat. Erik kom á hæla honutn. Þungaða konan var nakin. Hún lá endilöng á sauðagærunt á gólfinu. Hún hreyfði höfuðið sitt á hvað og kveínkað sér með stígandí og hnígandi tónfalli og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.