Morgunblaðið - 30.09.1977, Síða 10

Morgunblaðið - 30.09.1977, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1977 Opið bréf til félaga í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja frá Jóni Sigurðs- synif ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneyti, um stöðu í samningamálum BSRB og væntanlega atkvæðagreiðslu um sáttatillögu sáttanefndar ráðstöfun fjármuna til sérhópa, sem hún felur í sér, illa ráðna, sé litið burt frá þeim kostnaði, sem hún hefði í för með sér og leggja verður undir pólitiskt mat. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að hvert og eitt ykkar, sem at- kvæði greiðið um tillöguna haldið áttum þrátt fyrir áróðurinn, sem á ykkur dynur og hverju einu ykkar sé sem allra ljósast, hver ykkar afstaða er fyrir atkvæða- greiðsluna og eftir á, hvorn veg- inn sem hún fer. Hluti af þessari heildarmynd er stjórnmálaleg að- staða fjármálaráðherra í þessum samningum. Ég, sem þetta skrifa, hef fundið mig knúinn tii að freista þess að gefa hér hlutlæga mynd af þess- ari aðstöðu. Það er embættis- skylda mín gagnvart minum ráð- herra, en ég finn einnig til sömu skyldu gagnvart ykur, sem ég tel mig jöfnum höndum þjóna meðan ég gegni mínu núverandi starfi. Fyrir liggur, að sáttatillagan felur í sér almenna launahækk- un, sem er svipuð því, sem um var samið í almennu kjarasamningun- um á s.l. sumri, 26-27% frá maí- launum eða 9,1 — 16,2% hækkun á septemberlaun. Þar fyrir utan feiur tillagan í sér ýmsar sér- hækkanir og kjarabætur ein- stakra hópa, sem i heild eru métn- ar sem 5—6% hækkun launaút- gjalda ríkisins. Úr sá ttat il lðgu : Hakkun septemberlauna hjúkrunarfraeðings: 40.430 kr. e<5a 24,95 %. I Hjúkrunarfræðingur, sem gengur þrískiptar vaktir (40 klst. vinnuviku) fær septemberlaun (föst laun og vaktaálag) er nema 160.46*7 kr. Sambærileg septeraberlaun skv. sáttatillögu veróa 200.5Í0 kr. |í liö 1.4.2 i sáttatillögu segir svo: "Aö því er stefnt, aö próf, sem lögum samkvæmt veita starfsraönnum sömu starfsréttindi, veröi jafngild til launa án tillits til þess, á hvaöa tíma þau hafa verió tekin." Sé efni málsgreinar þessarar túlkaó meó varfærni ætti þaó aö þýöa til- færslu þeirra hjúkrunarfræöinga, sem eigi eru í efsta flokki upp um einn flokk. Hjúkrunarfræöingur, sem nú er í 12. lflj. ætti því aö lenda í 13. lf 1 • |t lió 1.6.1 í sáttatillögu segir, "aö vaktaálag skuli vera 45 % af dagvinnukaupi í lfl. B-ll á timabilinu frá kl. 0.00 til 8.00 svo og á laugardögum, sunnudögum og sérstökum fridögum, en 90 % á stórhátiöardögum." Skv. núgildandi samningi er vaktaálag 33,33 % þó tvðfalt á stórhátiöar- I dögum. Hjukrunarfræöingur, sem nú tekur laun skv. 3. þrepi 12. lfl. fær i föst septemberlaun 129.778 kr. Vaktaálag i september 30.689 kr. Sáttatillagan gerir ráö fyrir mánaóarlaunum í 13.1fl. 3.þr. Vaktaálag i september Samtals 160. 467 kr. 155. ,215 kr. 45. ,295 kr. 200. ,510 kr. Hækkun septemberlauna er 24,95 %. Laun hækka til viöbótar um 1,5 % 1. nóv. n.k. oq um 3 % bar til viöbótar 1. desember n.k. Hjúkrunarkonur og hjúkrunarmenn bera nú öll starfsheitiö hjúkrunarfræöingur. Þessa dagana fer fram mikii umræða meðal ykkar ríkisstarfs- manna, sem eruð aðilar að BSRB, um sáttatillögu sáttanefndar, sem inr.an fárra daga verður lögð til leynilegrar atkvæðagreiðslu í ykkar hóp. Fundir eru haldnir um allt land til að skýra tillöguna og trúlega er hún mikið rædd á hin- um ýmsu vinnustöðum. Öll fer þessi umræða hins vegar fram í ljósi þess, að forystumenn BSRB og einstakra félaga þess hafa skorað á hina almennu félags- menn að fylkja liði og fella tillög- una og þar með ryðja úr vegi síðustu fyrirstöðunni, sem lögum samkvæmt er fyrir víðtæku verk- falli ykkar ríkisstarfsmanna, sem hér eigið í hlut. Kjaradeilur og verkföll vilja gjarna verða mikil hita- og tilfinn- ingamál. Þetta á ekki hvað síst við um þessa deilu eftir að forystu- menn samtakanna ákváðu að beita sér gegn sáttatillögunni. Er hætt við, að þessa dagana sé þeim meira mál að tillagan sé felld en nákvæmlega hvað í henni stendur eða af henni leiðir. Sér þessa greinileg merki í fjölmiðlum hina siðustu daga. Nú kann vel að vera, að sáttatil- lagan eigi enga betri meðferð skil- ið en vera felld. Svo mikið er víst, að þeir embættismenn, sem tillög- una hafa gerst skoðað, telja ýmsa Þá snýst tillagan eínungis um aðalkjarasamning. Sérkjarasamn- ingar við einstök félög mundu óhjákvæmilega leiða til ein- hverra kjarabóta einstakra manna eða starfshópa. Loks hefur verið lítið haldið á loft, að tillagan gefur ávinning i samanburði við ASÍ-samningana vegna hlutfallslegra hækkana launa og verðbóta. Ekki er ljóst, hversu þungt þetta atriði vegur. Við höfum þó dæmi til vísbend- ingar um þennan ávinning. Sé gert ráð fyrir 8% breytingu vísi- tölu hinn 1. desember, og borin saman laun tveggja starfsmanna, sem i maí höfðu jöfn laun, sem svöruðu til hámarkslauna í 13 lfl. BSRB, annar eftir ASÍ samningi, en hinn BSRB samningi, verða mánaðarlaun í desember, 149.727 kr. fyrir ASI manninn, en 175.251 kr. fyrir BSRB félagann, eða sem svarar rúmum 25 þús. kr. mismun á mánuði. Með bréfi þessu eru birt nokkur frekari dæmi um hinar raunveru- legu launabreytingar, sem sátta- tillagan felur í sér. Þótt ekki sé ljóst hvernig fjár- málaráðherra greiðir atkvæði um sáttatillöguna, má telja fullvíst, hvernig sem það atkvæði fellur, að samþykki tillögunnar af hálfu ríkisstarfsmanna mundi tryggja þeim kjör hennar eða því sem næst, án nokkurra fórna af þeirra hálfu. Við það verður því mat hvers og eins ykkar ríkisstarfs- manna að miðast, þegar þið ákveðið afstöðu ykkar til sáttatil- lögunnar. Því sjónarmiði hefur verið hreyft, að ekki þurfi að koma til verkfalls þótt sáttatillaga yrði felld. Nýjum samningum mætti ná milli þess sem úrslit atkvæða- greiðslunnar lægju fyrir og verk- fall er boðað. Þetta tel ég mjög ótrúlegt. Ég tel með ólíkindum, að á örfáum dögum semjíst um neitt það, sem forráðamenn BSRB teldu sér fært að bjóða sínum félagsmönnum að nýfelldri sáttatillögu. Málið væri því í sjálfheldu og svor virðist sem samninganefnd BSRB hafi ekki neitt vald til að fresta verk- falli fram yfir þann dag, seth nú hefur verið ákveðinn af sátta- nefnd. Því tel ég ekki raunhæft, að telja annað en fallin sáttatil- laga muni leiða til verkfalls. Þá er að líta á, hver er fórn ríkisstarfsmannsins í verkfalli. Nærri lætur að hverjir tveir vinnudagar í verkfalli kosti ríkis- starfsmanninn 1% árslauna. 6 vinnudaga verkfall og samningur að því loknu um 3% kauphækkun umfram sáttatillögu gerir rikis- starfsmanninn þannig jafnsettan eftir árið eins og hann hefði ver- ið, ef sáttatillagan var samþykkt. Þriggja vikna verkfall og 7% hækkun frá sáttatillögu að því loknu gerði ríkisstarfsmanninn sömuleiðis jafnsettan eftir árið og sáttatillagan hefði verið sam- þykkt. Á samningstímanum mundu þessar hækkanir hafa heildaráhrif sem nemur 1,5% og 3,5% af launum. Á hinn bóginn væri upphafspunktur næstu samninga sem þessu næmi hærri. Þessi fórn ríkisstarfsmanna kæmi mjög misjafnt niður. Ýmsir félagar BSRB mega ekki leggja niður vinnu og missa því einskis i, en fá allan ávinninginn. Að því leyti er BSRB illa í stakk búið til verkfalls fyrr en því væri komið á, að þeir sem vinna, deildu laun- um með hinum, sem ekki vinna i verkfalli. Niðurstaða þessara bollalegg- inga er sú, að samningar, sem gerðir yrðu í lok verkfalls, yrðu að vera mjög verulega hærri en sáttatillagan tii að gefa ríkis- starfsmönnum umtalsverðan nettóávinning af verkfalli á samn- ingstímanum. 1 sáttatillaga: Dæmi um launabreytingar. BSRB laun hækka ura 51 % þegar ASÍ laun hækka um 29 %. Laun i mai 1977 skv. lfl . B-13, 3. þrepi voru 115.767 kr. Yfir- >; litiö’sýnir, hvernig þau laun veróa í desember mióaó viö spá um verölags- 1 1 þróun, hækki launin annars vegar eftir reglum um veróbætur og áfangahækkanir 1 er ASl samdi um og hins vegar i samranni vió samninga BSRB og ákvæöi sátta- 1 tillögunnar. 1 3604 stööugildi eru í launaflokkunum 11.- 15. jj ASÍ BSRB MAl-LAUN 115.767 115.767 7.791 6,73 % verólagshækkun JÚNÍ-LAUN 115.767 123.558 18.000 Grunnkaupshækkun 23. júni 4.942 4 % grunnkaupshækkiun 1. júli 20.745 Grunnkaupshækkun sáttatillögu JÚLÍ-LAUN 133.767 149.245 3.520 5.970 4 % veróbótahækkun S EPTEMBE R-LAUN 137.287 155.215 2.328 1,5 % grunnkaupshækkun skv. sátta- tillögu NÓVEMBE R-LAUN 137.287 157.543 7.440 12.603 8 % veröbót 1. desember 5.000 5.105 Grunnkaupshækkun 5000 kr. skv. ASÍ og 3 % skv. sáttatillögu DESEMBER-LAUN 149.727 175.251 [ Hækkun BSRB er 25.524 kr. umfraro ASl en báóir aöilar hðfóu Iðfn mai-laun. 1 dæmi þessi er ekki reiknaó með hækkunum vegna ákvæóa i * sérsamningum ASÍ- félaga né heldur áætluó hækkun vegna væntanlegra sérsamn- inga BSRB. Ór sáttati1lögu : Septemberlaun kennara vió 1.- 6. bekk grunnskóla i 12. lfl.| 3. þrepi voru: 129.778 kr. Septemberlaun skv. sáttatillögu veröi: 169.186 kr. Hakkun septemberlauna: 39.408 kr. eóa 30,37 %. 1 liö 1.4.2 i sáttatillögu segir svo: "Aó þvi er stefnt, aó próf, sem lögum samkvæmt veita starfs- mönnum sömu starfsréttindi, veröi jafngild til launa án tillits til þess, á hvaöa tima þau hafa veriö tekin". Sé efni málsgreinar þessarar ' túlkaó raeó varfærni ætti þaó aó þýóa til- færslu þeirra kennara, sera eigi eru i efsta flokki grunnskólakennara upp 1 um einn flokk. Kennari, sem nú er i 12. lfl. ætti þvi aö lenda í 13. lfl.J 1 liö 1.4.11 i skjali, er nefnist "Kennarar og skólastjórar" eru teknar upp greióslur fyrir leióréttingu skriflegra verkefna i grunnskóla en áöur voru slikar greiöslur einungis i 7.-10. bekk. í lió 2.2.2 i kennaraskjali er vikuleg kennsluskylda stytt um eina kennslu-| stund á viku. Liöur 2.2.12 i kennaraskjali er skilinn svo, aó hafi kennari umsjón meö meira en einura bekk, skuli lækka kennsluskyldu hans um eina einingu á viku I fyrir hvern bekk umfram einn. Kennari viö 1.- 6. bekk grunnskóla, sem nú tekur laun skv. 3. þrepi 12. lfl. fær i septemberlaun Sáttatillagan gerir ráö fyrir mánaöarlaunura i 13. ífi. 3. þrepi Yfirvinnu vegna minnkaórar kennsluskyldu (dreift á 12 mánuöi) Yfirvinnu vegna umsjónar meö tveimur bekkjum (dreift á 12 mánuöi. Ekki eru þó allir kennarar meö umsjón i 2 bekkjum). Yfirvinnu vegna leiöréttinga verkefna (dreift á 12 mán.) Samtals 129.778 kr. 4.656 kr. 4.656 kr. 169.183 kr. Hækkun septemberlauna er 30,37 %. Laun hækka til viöbótar um 1,5 % 1. nóv. n.k. og um 3 % þar til viöbótar 1. desember n.k. Auk þessa greióast veröbætur á laun þann 1. desember skv. prósentureglu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.