Morgunblaðið - 30.09.1977, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1977
13
Minning:
Gunnar Vagnsson
framkvœmdastjóri
Gunnar Vagnsson fram-
kvæmdastjóri andaðiast 23. þessa
mánaðar og verður jarðsunginn i
dag.
Gunnar var Vestfirðingur að ‘
ætt og uppruna, fæddur 13. júlí
1918 og var því 59 ára að aldri, er
hann lézt. Undanfarin tiu ár átt-
um við Gunnar mikið og náið sam-
starf, þar sem hann fór með fram-
kvæmdastjórn fjármála Ríkisút-
varpsins og hafði með höndum
mörg mikilvæg mál þeirrar stofn-
unar.
Fráfall Gunnars Vagnssonar
var mér og öðrum samstarfs-
mönnum hans mikið reiðarslag.
Þó að hann hefði átt við vanheilsu
að stríða um nokkurt skeið, var
hann sá manna, sem fæstir hefðu
búizt við, að burtkallaður yrði
með svo snöggum hætti.
Gunnar Vagnsson var atorku-
samur svo af bar, og af honum
geislaði jafnan áhugi og athafna-
gleði flestum fremur, sem ég hef
kynnzt. Hann var lifandi maður í
orðsins fyllstu merkingu, kvikur í
hreyfingum, vel íþróttum búinn,
vaskur og starfsfús, viðbragðs-
fljótur og alltaf reiðubúinn til
átaka við margvísleg verkefni, og
hver dagur í Ríkisútvarpinu gerði
til hans miklar kröfur. Margs góðs
á ég að minnast um samskipti
okkar og samveru og margt gott
að gjalda. Gunnar var sérlega við-
felldinn í framkomu og aðlaðandi.
Hann stendur mér óvenju skýrt
fyrir hugskotssjónum. Rödd hans
og fótatak hljómar mér í eyrum,
og svo mun lengi verða, og alltaf
mun ég virða stórhug hans og
hreinskiptna karlmennsku, því að
hann bognaði aldrei, en brotnaði í
„bylnum stóra seinast'1.
Gunnar Vagnsson var
einstaklega félagslyndur maður
og eyddi miklum tíma og orku í
margvísieg félagsmál og vildi
hvarvetna láta gott af sér leiða.
En þess er síðast en ekki sízt að
minnast, að Gunnar var drengur
góður og framúrskarandi hjálp-
fús maður, einkum þeim, sem
voru lítils megandi og lagði sig
mjög fram við að leysa vanda
þeirra mörgu, sem leituðu á hans
fund með vandamál sin, og verða
nú margir, sem sakna vinar i stað.
Hjá Ríkisútvarpinu er orðið
mikið skarð ófyllt eftir hann. Það
finnum við bezt, sem næst honum
stóðum í hversdagsönnum og erli.
Konu Gunnars, Sigríði Bjarna-
dóttur, börnum þeirra, öldruðum
föður, og öðrum vandamönnum
færi ég innilegar samúðarkveðj-
ur. En mikil huggun er að minn-
ast góðs drengs.
Andrés Björnsson.
síðustu æviviku hans, þegar
kunnugt var orðið um islenzka
heimsmeistarann unga i skák.
Gunnar Vagnsson tók við stöðu
sinni hjá Ríkisútvarpinu, er
annar virtur embættismaður lét
af störfum fyrir aldurs sakir, Sig-
urður Þórðarson tónskáld. Sig-
urður var Dýrfirðingur, Gunnar
Arnfirðingur, báðir úrvalsmenn
að vestan. Þeir kvöddu báðir
heiminn skyndilega, langtum fyrr
en vænta mátti. Að þeim er mikil
eftirsjá.
Góðri konu Gunnars, frú Sigriði
Bjarnadóttur, og börnum þeirra
hjóna, samhryggist ég af heilum
hug.
Baldur Pálmason.
1 dag er Gunnar Vagnsson fram-
kvæmdastjóri til moldar borinn.
Lát hans bar brátt að laugar-
daginn 24. september. Að vísu
hafði hann kennt sér nokkurs
meins undanfarna mánuði og
þess vegna verið frá störfum i
nokkurn tíma. Að því loknu
virtist sem hann hefði náð heilsu
sinni aftur og hafði hann nýverið
hafið störf að nýju. Kom þvi
harmafregnin um lát hans okkur
vinum hans mjög á óvart.
Gunnar Vagnsson var fæddur
13. júlí 1918 að Horni í Arnar-
firði. Foreldrar hans voru Vagn
Þorleifsson, bóndi og sjómaður og
Kristjana Sigríður Jóhannes-
dóttir. Hann stundaði nám hjá
síra Böðvari Bjarnasyni á Hrafns-
eyri 1934—35, í Gagnfræða-
skölanum i Reykjavík 1936—7 og
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavik 1940.
Gunnar innritaðist síðan í við-
skiptadeild Háskóla islands og
lauk þaðan kandídatsprófi árið
1945.
Að námi loknu hóf Gunnar
Vagnsson störf sem framkvæmda-
stjóri Landssambands iðnaðar-
manna. Þá var hann bæjarstjóri á
Siglufirði 1946—49, síðan starfaði
hann við blaðamennsku og á
endurskoðunarskrifstofu þar til
hann gerðist starfsmaður hjá
Sambandi isl. samvinnufélaga
1953, fulltrúi i samgöngu- og iðn-
naðarráðuneytinu 1958, deildar-
stjóri þar 1963. Árið 1966 byrjaði
hann störf hjá Ríkisútvarpinu og
starfaði þar til dauðadags. Auk
aðalstarfs sins gegndi Gunnar
ýmsum opinberum trúnaðar-
störfum um ævina. Auk þess
starfaði hann að margs konar
félagsmálum og var alls staðar
virkur þátttakandi í starfinu.
Við áttum því láni að fagna að
kynnast Gunnari á skólaárum
okkar. Fyrst í Menntaskóla og síð-
an í Háskóla, en þá hófst sú vin-
átta, sem ætíð hefur verið órjúf-
anleg siðan. Sú trausta vinátta
var okkur mjög dýrmæt og átti
Gunnar ekki hvað sízt þátt í þvi að
hún hélzt óslitin í gegnum árin.
Okkur vinunum eru ógleymanleg-
ar margar ánægjustundir, ekki
sízt við spilaborðið að vetrarlagi á
heimilum okkar. Við fráfall
Gunnars leita minningarnar frá
þessum stundum sterkt á okkur
og er okkur efst í huga þakklæti
fyrir að hafa notið þeirra.
Við og fjölskylda okkar vottum
Sigríði Bjarnadóttur eiginkonu
Gunnars, börnum hans og vanda-
mönnum dýpstu samúð vegna
fráfalls hans og biðjum þess að
góður Guð leiði þau um ókomin
ár.
Benedikt, Bragi og Vilberg.
Nú munu vera rösklega 37 ár
frá því að fundum okkar Gunnars
Vagnssonar bar fyrst saman. Þá
vorum við báðir ungir að árum og
nýfluttir til borgarinnar. Hann
stundaði um þær mundir nám i
Háskóla íslands, en ég í öðrum
skóla hér í borg. Ég fékk fljótt
miklar mætur á þessum unga
vestfirska námsmanni og fann
brátt, að þaó var eitthvað trútt og
einlægt rikjandi í fari hans og
allri framkomu. Hann sýndi það
snemma að þar fór maður, sem
gott var að eiga að vini og blanda
geói við.
Árin liðu og leiðir okkar skildu.
Gunnar lauk háskólanámi sinu.
Strax að námi loknu voru honum
falin margþætt og þýðingarmikil
embættisstörf. Fyrst fyrir bæjar-
félög úti á landi og síðar á vegum
ríkisins. Öll störf sín rækti hann
af miklum dugnaði og stakri sam-
vizkusemi. Oft bar fundum okkar
saman á þessum árum og rifjuð-
um við þá upp gömul kynni.
Gunnar .var ráðinn fjármála-
stjóri Rikisútvarpsins árið 1966,
og gegndi hann þvi starfi til
dauðadags. Á fyrstu árum hans
þar féll það i minn hlut ásamt
fleirum að semja um kaup og kjör
fyrir félaga mína í Félagi is-
lenskra leikara við Ríkisútvarpið.
Gunnar Vagnsson sat þá ásamt
Framhald á bls. 23
vió Lækjartorg
Aóalstræti 4
Nýkomnar Lee Cooper
skyrtur með axlaspælum
og vasalokum
KÓRÓNA BÚÐIRNAR
Okkur útvarpsmönnum er
mikill sjónarsviptir af Gunnari
Vagnssyni. Hann tók við embætti
framkvæmdastjóra fjármála-
deildar útvarpsins fyrir 11 árum
og ávann sér fljótt traust og vin-
áttu samstarfsmanna, enda var
maðurinn vel gerður bæði að
hæfileikum og lunderni. Hann
var t.d. bráðfljótur að átta sig á
málum, sem fyrir hann komu, og
úr þeim vildi hann greiða eftir
beztu getu.
Viðræður okkar Gunnars, þegar
við hittumst i kaffitímum, voru
oftast um tvö hugðarefni okkar
beggja, islenzkt mál og skáklist.
Hann var næmur á hvaðeina, sem
varðaði tunguna og sárnaði tíðum,
hvað hún þurfti að þola marga
bögubósakárínu frá hendi skrif-
finna í blöðum og skrafara i út-
varpi. Þá var hann mikill áhuga-
maður um tafl og bridge og
fylgdist vel með hverju einu, sem
fram fór á þeim vettvangi. Hýrn-
aði yfir honum, þegar góðar
fréttir bárust af frammistöðu
íslenzkra skákmanna á mótum
erlendis, og er skammt að
minnast þess, að hann rétti mér
höndina brosandi án þess að segja
nokkuð nema með augunum
einum, mánudagsmorguninn i
ELVIS FOREVER
Platan með 32 vinsælustu
lögum rokkkóngsins t.<±:
Blue Suede Shoes
Love Me Tender
One Night
Its now or Never
Are You Lonesome Tonight?
Return to Sender
In The Getto
er nú fáanleg í
verzlunum okkar
OPIÐ TIL HÁDEGIS LAUGARDAG
AÐ LAUGAVEGI 24
FÁLKINN