Morgunblaðið - 30.09.1977, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1977
15
Bókaútgáfa
fyrir útvalda?
Sissa Siguröar, verzlunarstjóri í
Bókaverzlun ísafoldar, skrifar
grein i Morgunblaðið 28/9. s.l.
undir ofangreindri fyrirsögn.
Af lestri greinarinnar mætti
draga þá ályktun, að hér sé
um stórhættulegan bókaklúbb að
ræða, en hér er að sjálfsögðu átt
við BAB, sem er bókaklúbbur Al-
menna bókafélagsins.
Bókaklúbbur Almenna bókafél-
agsins var stofnaður fyrir réttum
þremur árum og var tilgangurinn
með stofnun hans sá að gefa
félögum Almenna bókafélagsins
kost á fjölbreyttu úrvali bóka á
betra verði en yfirleitt gerist á
almennum bókamarkaði.
A þessum þremur árum hefur
klúbburinn gefið út 22 nýjar bæk-
ur sem eru aðeins falar félögum
bókaklúbbsins. Auk þessara bóka
geta félagsmenn valið um 35 aðr-
ar bækur sem við köllum einfald-
lega valbækur, en þetta eru yfir-
leitt eldri bækur AB, og er verðið
frá kr. 1.000.- og upp í kr.
1.300.-. Þar fyrir utan býður
klúbburinn af og til ýmiss konar
sértilboð, og til nýjunga má telja
plötur og kassettur.
Félagsskylda: Sú eina skylda er
lögð á herðar nýjum félögum
Bókaklúbbs AB, að þeir kaupi
einhverjar 4 bækur fyrstu 18
mánuðina, sem þeir eru félagar.
Félagsgjöld eru engin. Askriftar-
gjald Fréttabréfsins er ekkert.
Af ofanskráðu má sjá að kvaðir
á félagsmönnum eru ekki miklar,
enda má velja úr 57 bókum, auk
þess sem félagsmaður má kaupa
fleiri en eina bók af hverjum titli.
Bókaklúbbur AB gefur út 6—8
bækur árlega og komá þær út með
eins til tveggja mánaða millibili.
Þær eru eingöngu seldar meðlim-
um Bókaklúbbs AB.
Um það bil einum mánuði áður
en hver klúbbbók kemur út er
félögum bókaklúbbsins sent
Fréttabréf AB, þar sem bókin og
höfundur hennar er kynntur,
greint frá verði bókarinnar, stærð
hennar o.fl.
Félagar Bókaklúbbs AB eru
ekki skyldugir að kaupa neina
sérstaka bók. Þeir geta afþakkað
klúbbbækur með því að endur-
senda sérstakan svarseðil, sem
prentaður er í hverju Fréttabréfi
AB. Félagar bókaklúbbsins geta
valið sér aðra bók en þá, sem
boðin er hverju sinni í Fréttbréf-
inu, bækur sem við höfum kallað
Kjördæmisráð
sjálfstæðis-
félaganna á
Vesturlandi
AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs
sjálfstæðisfélaganna á Vestur-
landi verður haldinn að Hótel
Stykkishólmi þann 8. október
næstkomandi.
Á dagskrá verða venjuleg aðal-
fundarstörf en að auki mun
Sturla Böðvarsson sveitarstjóri
kynna málefni Stykkishólms og
umræður fara fram um undirbún-
ing alþingiskosninga.
— Franska
bókasafnið
Framhald af bls. 20
Þá mun franska sendiráðið
gangast fyrir ýmiss konar starf-
semi í safninu, svo sem sýningum
og ráðstefnum, sem auglýstar
verða jafrtóðum. í annan stað nýt-
ir Alliance Francaise húsakynni
safnsins og er að undirbúa vetrár-
starfið.
valbækur BAB en þær eru 35
talsins í dag. Þá er einnig hægt að
kaupa bækur samkvæmt sértil-
boði, sem veitt er öðru hvoru.
Ef bók er afþökkuð, önnur val-
in í hennar stað, eða aukabækur
pantaðar, þarf fyrrnefndur svar-
seðill að hafa borizt Bókaklúbbi
AB fyrir tilskilinn tíma. Að öðr-
um kosti er litið svo á, að félaginn
óski að eignast þá klúbbbók, sem
kyrint er i Fréttabréfinu. Bókin
er þá send heim til viðkomandi,
ásamt póstgiróseðli, sem greiða á í
næsta pósthúsi eða bankastofnun.
Ég hef hér að ofan gert lauslega
grein fyrir starfsemi Bókaklúbbs
AB og þá er komið að bréfi frúar-
innar.
1 upphafi bréfs síns fræðir
hún lesendur um, ,,að hún hafi
um langt skeið veitt forstöðu
einni helstu bókaverslun þessa
lands“, sem útaf fyrir sig er ekki i
frásögur færandi, og þar er ég
henni innilega sammála.
Ekki dreg ég í efa þjónustu
lund verzlunarinnar en finnst þó
lítil ástæða til að vekja athygli á
svo sjálfsögðum hlut.
Síðan kemur hún að útgáfu bók-
arinnar M-Samtöl I eftir Matthías
Johannessen og segir ,,að þessi
bók hefur ekki verið send á al-
mennan markað en seld hjá for-
laginu“. Þarna er bæði villandi og
rangt með farið. Þessi bók kom út
hjá BAB um miðjan ágúst, og var
að sjálfsögðu send til þeirra fél-
agsmanna sem höfðu ekki afþakk-
að bókina fyrir tilskilinn tima, og
bókin er föl hverjum sem er, gegn
inngöngu í BAB, en þá inngöngu
verður hver og einn að meta á
sinn hátt, og áfram heldur hún.
„Ýmsir viðskiptamenn verslun-
arinnar hafa óskað eftir að versl-
unin útvegaði þeim þessa bók“, og
get ég mjög vel skilið það, þvi
bókin er bæði skemmtileg og vel
unnin sem og aðrar bækur hjá
BAB.
Af einhverjum ástæðum lætur
hún þess ekki getið í grein sinni,
að bæði hún og aðrir þeir sem
ganga í BAB hafi 18 mánuði til
þess að fullnægja kaupskyldu
sinni og ef að líkum lætur þá
verða sennilega komnar út 2—3
bækur með samtölum Matthíasar
á þessum tima. Vissi verzlunar-
stjórinn þetta ekki, eða taldi hún
þetta heppilegri leið til að vekja
athygli á meintum rangindum i
sinn garð og viðskiptavina sinna.
Næst víkur hún að viðskipta-
háttum og tekur þar spaugilega
samlíkingu um bílaklúbba og
náttúrulækningafélagið. Ég geri
ráð fyrir að fleiri hugsi líkt og ég,
að ekki myndi ég hika við að
ganga í bílaklúbb. þar sem ég
þyrfti ekki að greiða neitt félags-
gjald, fengi sent heim ókeypis
fréttabréf klúbbsins, fengi
30—50% ódýrari viðgerð og hana
framkvæmda heima hjá mér, og
síðan fengi ég að viðgerð lokinni
afhentan gíróseðil fyrir greiðsl-
unni, sem ég gæti að skaðlausu
geymt að borga fram yfir næstu
mánaðamót. Nei, Sissa, ég held að
ég yrði alls ekki einn i þessum
klúbbi þinum.
í kaflanum sem snýr aðallega
að Matthiasi vini hennar dróttar
hún því að tæplega sjö þúsund
meðlimum BAB, „að þeir séu það
ósjálfstæðir í vali bóka, og þeir
kjósi að láta umræddan bóka-
klúbb velja handa sér bækur" og
ekki hefurhúntrúáaðþettagóða
fólk leggi á sig að lesa „úrvals-
fóðrið“. Slæmt er að heyra, ef
einn af þjálfaðri verzlunarstjór-
um í íslenzkri bókabúð huesar á
þennan hátt. Finnst mér lítt fýsi-
legt að verða var við slíkan hugs-
unarhátt hjá forstöðumanni bóka-
verzlunar. Enda er slík aðdróttun
til islenzkra bókamanna ekki
svaraverð og má telja furðulegt
að sjá verk eins og Gróður jarðar
eftir Knut Hamsun. Sjóarinn sem
hafið hafnaði eftir Yukio
Mishima, Mátturinn og dýrðin eft-
ir Graham Greene, Bjargvættur-
inn i grasinu eftir J.D. Salinger,
Bróðir minn Húni eftir Guðmund
Daníelsson, Síöasta kvöld í hafi
eftir Jón Dan, að ógleymdu ís-
lenzku ljóðasafni í 6 bindum (4
komin út) í umsjón Kristjáns
Karlssonar, sem spannar yfir ísl.
ljóðagerð frá upphafi til vorra
'daga, fá slíka dóma hjá þeim sem
maður skyldi þó ætla að bæri gott
skynbragð á bækur og bókmennt-
ir.
Að endingu vil ég láta þess get-
ið, að um alla Evrópu eru reknir
stórir og myndarlegir bókaklúbb-
ar og hefur verið svo lengi. Bók-
salar telja að þarna sé verið að
gera tilraun til að útrýma þeim,
og rísa í byrjun upp gegn slikum
klúbbum, en alls staðar hefur
reynslan orðið sú, að þessir klúbb-
ar hafa aukið lestrar- og bóka-
áhuga hjá fólki á öllum aldri, og
er það trú min og vissa, að svo
verði einnig hér á íslandi. Þar
eigum við Sissa samleið, og tím-
inn mun leiða það i ljós, aó við
erum að vinna að sameiginlegu
marki, að hefja bókina til vegs og
virðingar á íslandi.
Með kveðju,
BÓKAKLUBBUR
ALMENNA BÓKAFÉLAGSINS
Anton Örn Kærnested
SKAL
Þegar viö fluttum í okkar stórglæsilega húsnæ
Grensásvegi 13 bættum við
þjónustuna um allan helming. Sérgrein
okkar er nú 1. flokks þjónusta og sala á öllum
hugsanlegum geröum gólfteppa.
Því höfum við ákveðið að skipta um nafn og kalla
verzlunina Teppaland en ekki Innréttingabúðina.
■■
GRENSÁSVEGI 13
SÍMAR 83577 OG 83430.