Morgunblaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1977
L
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannssón.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Umfcrðarslysin
Frá því var greint í fréttum nýverið, að 25 íslendingar
hefðu látið lífið í umferðinni hér á landi það sem af er
þessu ári. Á sama tima á síðastliðnu ári höfðu 13 manns beðið
bana í umferðarslysum. Slysatíðni hefur því aukizt verulega á
þessu ári. Við þessi dauðaslys bætast svo öll hin umferðarslysin,
sem valdið hafa meiri og minni likamlegum meiðslum eða
örkumlum, sem á stundum setja ævilangar hömlur á líf viðkom-
anda. Ökumenn, sem verða fyrir þvi óláni að valda öðrum tjóni,
meiðslum eða dauða, bíða og oft á tíðum sálarleg örkuml, sem
sízt eru léttbærarí en þau likamlegu. Verðmætatjón í umferðar-
slysum, sem árlega nemur miklum fjárhæðum, er vart hægt að
nefna samtímis þeim hörmungum, sem umferðarslys valda á lífi
og högum einstaklinga og fjölskyldna, er fyrir verða Það er
fyllilega tímabært, eftir slysatíðni siðustu vikna, að staldra við og
hugleiða, hvað valdi og hverjar séu tiltækar fyrirbyggjandi
aðgerðir
Það er mikið mannfall fámennri þjóð, er 25 íslendingar bíða
bana í umferðinni á 9 mánuðum, sem eru tæplega 3 dauðsföll í
piánuði hverjum Nú fara i hönd haustmánuðir og skammdegi,
sem sumir telja helzta slysatima ársins Myrkur, votviðri, ísing og
snjór hafa áhrif á akstursskilyrði, sem oftar en skyldi er ekki tekið
nægjanlegt tillit til, hvorki varðandí búnað bifreiðar né stjórnun
hennar. Skammdegi og veðurfar kunna og að hafa áhrif á
hugarástand manna, sem komið getur fram í akstri Það verður
þvi ekki um of hvatt til varúðar, tillitssemi og háttvísi i
umferðinni, samhliða því að halda út í yztu æsar umferðarreglur,
sem settar eru til að tryggja öryggi ökumanna og annarra
vegfarenda
Enginn veit, hver næstur á um sárt að binda vegna örkumla
eða ástvinamissis í umferðinni. Allir vita hins vegar, eða ættu að
vita, hvernig þeim ber að haga sér i umferðinni, ef þeir vilja
forðast slys, bæði á sjálfum sér og öðrum. Þvi miður eru frekja og
tillitsleysi við aðra oft ráðandi i huga stjórnanda bifreiðar, — að
þvi er virðist — sem leitt getur til sviplegra afleiðinga. Og
sumum líggur svo mikið á i umferðinni, var eitt sinn sagt, að þeir
mega ekki vera að því að lifa.
Það fyrsta sem ökumanni ber að hafa í huga er að búnaður
bifreiðar hans sé í góðu lagi, miðað við akstursaðstæður, sem
fyrir hendi eru hverju sinni. í annan stað ber honum að halda í
heiðri þær umferðarreglur, er tryggja eiga öryggi hans og
annarra. Siðast en ekki sízt ber honum að sýna háttvísi og
tillitssemi í umferðinni, varðveita hugarró sína og létta lund
Brosið í umferðinni, sem íslendingar hagnýttu sér er hægri
umferð var upp tekin í landinu, hefur enn mikilvægu hlutverki að
gegna.
Bezta vörnin gegn umferðarslysum er einhuga samstaða
akandi og gangandi vegfarenda um að gera allt sem í mannlegu
valdi stendur til að tryggja slysalausa umferð Þessa samstöðu
geta fjölmiðlar, blöð, útvarp og sjónvarp, vakið og viðhaldið.
Stanzlaus og hnitmiðaður áróður, sem stefnir að því marki, getur
áorkað miklu, öllum til góðs
ísland og Sakharov.
r
Island og Sakharov
Morgunblaðið leitaði eftir í því að blaðamaður þess,
sem var í för með Geir Hallgrimssyni, forsætisráðherra, i
opinberri heimsókn hans til Sovétrikjanna, fengi að hafa viðtal
við rússneska vísindamanninn Andrei Sakharov Drög voru lögð
að slíku viðtali við sovézka sendiráðið í Reykjavík og beiðni sett
fram við upplýsingadeild sovézka utanríkisráðuneytisins í
Moskvu. Þessum tilmælum var eindregið eytt — af hálfu
sovézkra embættismanna
I frétt Morgunblaðsíns af þessum atburði segir viðkomandi
blaðamaður: ,,l Moskvu er engin símaskrá til þannig að ekki gafst
kostur á að komast í samband við Sakharov með þeim hætti
enda þótt sími væri í gistihúsinu þar sem ég dvaldist Hins vegar
mun vera til sérstök simaskrá, sem erlend sendiráð i borginni
hafa komið sér upp . Mun hún vera prentuð í Lundúnum og
síðan send í stjórnarpósti til Moskvu. Yfir þetta þarfaþing komst
ég ekki "
Blaðafulltrúi rússneska sendiráðsins í Reykjavik, Victor Elisev,
ráðlagði Morgunblaðinu eindregið að hverfa frá því að hafa
samband við andófsmanninn Andrei Sakharov Slíkt gæti orðið
til að eyðileggja hina opinberu heimsókn íslenzka forsætisráð-
herrans til Sovétríkjanna, eíns og hann orðaði það Auk þess gaf
hann i skyn að þessi heimskunni rússneski vísindamaður og
Nóbelsverðlaunahafi „væri truflaður".
Dagblaðið Tíminn segir svo um þetta atvik
„Framkoma af þvi tagi sem fulltrúar sovézkra stjórnvalda hafa
viðhaft i þessu máli hljóta íslendingar að fordæma og frábiðja sér
trakteringar af þessu tagi. Það öfugsnúna viðhorf til sjálfsagðra
og einfaldra mannréttinda, sem fram kemur í þessari frásögn, á
sér v.onandi fáa formælendur hérlendis. Og satt að segja geta
menn ekki séð að Sovétmenn sjálfir hafi minnstu þörf fyrir
smásmygli af þessu tagi, jafnvel þótt ekki sé höfð í huga sú
kúgun, sem þar i landi viðgengst að öðru leyti"
Þannig tekur dagblaðið Timinn undir gagnrýni Morgunblaðs-
ins, sem fram var sett m.a. af þessu tilefni. Það kemur svo engum
á óvart, þótt annað dagblað, sem einnig hefur látið til sín heyra af
sama tilefni, sé enn í ,,kópíu"-hlutverki af forskriftarblöðum sínum
á Volgubökkum.
Valgarð Briem hrl.:
Umferðarslys
Að undanförnu hefur mikið
verið rætt og ritað um hin tiðu
ög alvarlegu umferðarslys í
landinu og ekki af ástæðulausu.
Einstakir aðilar hafa eftir
mætti reynt að vekja athygli á
því, hve hér sé um alvarlegt
mál að ræða og vafalaust hefur
sú viðleitni borið nokkurn
árangur.
Ekki er þó óeðlilegt að veg-
farendur spyrji hvort hér sé
nóg að gert og sjálfsagt finnst
flestum að svo sé ekki.
Engum einum aðila verður
með réttu kennt um, að ekki
skuli meira gert gegn þessum
vágesti en orðið er.
Til þarf að koma samstillt
skipulegt átak margra afla ef
árangurs er að vænta svo um
munar.
A næsta vori eru 10 ár liðin
siðan hægri umferð var tekin
upp í landinu.
Fiestir, sem um þau mál
hugsuðu um þessar mundir fyr-
ir 10 árum, báru nokkurn ugg í
brjósti, að sú grundvallarbreyt-
ing á háttum vegfarenda, sem
hægribreytingin hlaut að
verða, myndi hafa i för með sér
verulega fjölgun umferðar-
slysa, ef ekki yrði sérstaklega
gegn þeirri hættu snúizt.
Breytingin úr vinstri í hægri
umferð var rétt um garð gengin
í Svíþjóð og vitað var, að veru-
legu fjármagni hafði þar í landi
verið varið til þess að draga úr
slysahættu samfara breyting-
unni.
Þeir, sem hér á landi undir-
bjuggu hægri umferð, fylgdust
náið með undirbúningi og
framkvæmd breytingarinnar í
Svíþjóð, til þess að draga af
henni sem mestan lærdóm.
Eitt af því fyrsta, sem af því
leiddi, var beiðni framkvæmda-
nefndarinnar til dómsmálaráð-
herra um að fá sérstaka fjár-
veitingu er nam 10 milljónum
króna til þess að auka umferð-
aröryggið og draga úr slysa-
hættu.
Þetta þótti mikið fé fyrir 10
árum, en tilgangurinn þótti
réttlæta að verja því fé með
þessum hætti og var fjárveit-
ingín veitt.
Öllu þessu fé var markvisst
varið í þeim tilgangi að bæta
svo þekkingu vegfarenda í um-
ferðarmálum og hafa þau áhrif
á hegðun vegfarenda að um-
ferðaröryggi yrði ekki minna
eftir breytinguna þrátt fyrir þá
aukningu í slysahættu sem
breytingin hlyti að hafa í för
með sér.
Tölur um tíðni umferðarslysa
eftir hægribreytinguna virðast
sýna, að þetta hafi tekist og
heldur meira en það, því að í
stað þess að slysum- fjölgaði
eins og mátt hefði búast við, þá
dró verulega úr þeim.
í raun og veru bjó þjóðin
nokkur næstu árin eftir breyt-
inguna að þeirri fræðslu og um-
ferðaráróðri, sem hægri um-
ferðinni fylgdi.
Menn geta varla efast um að
umræddum 10 milljónum
króna hafi verið vel varið. Sú
fjárfesting skilaði sér margfalt
árin á eftir í beinhörðum pen-
ingum að ekki sé talað um sárs-
auka og sorg sem slys valda og
aldrei verður mælt.
Um leið og ég minni nú á
þessi sannindi, leyfi ég mér að
beina þeim tilmælum til þeirra
sem það mái snertir, hvort það
ástand sem nú hefur skapast i
umferðarmálum þjóðarinnar
réttlæti ekki aðgerðir í likingu
við það sem gert var fyrir 10
árum.
Fjár er vant til margra hluta.
Samt virðist ástæða til að
kanna, hvort nú sé ekki ástæða
til. við gerð fjárlaga ársins 197H
að verja verulegu fjármagni,
hliðstætt því og gert var fyrir
10 árum, til þess að vinna gegn
umferðarslysum og bæta um-
ferðaröryggið.
Ef sú aðgerð tækist, má ætla
að hennar nyti næstu árin og
vegna þeirrar reynslu sem nú
er til af skipulagningu slíks
starfs má gera meira fyrir sömu
fjármuni en hægt var þegar allt
þurfti að skipuleggja frá
grunni fyrir 10 árum.
Ætla má að þeir aðilar, menn
og félög, sem þá lögðu hönd á
plóginn myndu enn fáanlegir
til samstarfs eftir því sem
hverjum og einum er unnt.
Sú hreyfing, sem koma þarf á
í þessum málum verður ekki án
frumkvæðis hins opinbera og
hún kostar verulegt fé. Getur
rikissjóður séð af þeim fjár-
munum?
Reykjavík 29.9 1977
Valgarð Briem.
240 ljósastillingum, en gamla
kerfið bauð aðeins upp á 144 still-
ingar. Kristinn sagðist vera mjög
ánægður með þetta kerfi, en það
kæmist í notkun í áföngum og
eins og áður sagði er fyrsti áfangi
þess þegar tilbúinn.
Kristinn sagði að ljósastillingar
fyrir hvert leikhúsverk væri hægt
að vinna á tölvu í tækjunum og
síðan taka þau upp á segulband,
og væri þannig tilbúið fyrir
hverja sýningu. Kerfið væri búið
góðum öryggisbúnaði og mjög
vandað og ættu leikhúsgestir ekki
að verða varir við minnstu breyt-
ingar á sviðslýsingu eftir tilkomu
þessa búnaðar.
Að sögn Sveins Einarssonar.
Þjóðleikhússtjóra, mun gamla
kerfið vera það síðasta sinnar teg-
undar sem notað hefur verið í
leikhúsheiminum. Hann sagði
ennfremur að það hefði verið
mikið baráttumál starfsmanna
leikhússíns að fá ljósakerfið end-
urnýjað, enda væri endingartími
slíks tækjabúnaðar venjulega 10
tíl 15 ár. Sagði Sveinn að hann og
aðrir starfsmenn leikhússins
væru stjórnvöldum mjög þakklát-
ir fyrir að hafa hrugðizt svo vel
við um lausn þessa vanda.
í sumar hefur verið unnið að
því að setja þetta nýja kerfi upp
og hefur Kristinn Daníelsson
ljósameistari Þjóðleikhússins
haft umsjón með verkinu. Að-
spurður sagði Kristinn að ljósa-
menn leikhússins hefðu að mestu
unnið að verkinu, en þeir hefðu
Kristinn Daníelsson, ljósameistari Þjóðleikhússins, við nýja Ijósakerf-
ið.
Nýtt ljósakerfi í
Þjóðleikhúsinu
— það eldra hefur sungið sitt
síðasta eftir 30 ára notkun
í ÞJOÐLEIKHÚSINU var í gær-
kvöldi formlega tekið í notkun
nýtt Ijósakerfi. Það Ijósakerfi,
sem áður var notað, er það sem
komið var fyrir f upphafi í Þjóð-
leikhúsinu t>ða fyrir tæpum 30
árum. Erfitt var orðið að nýta það
og hætt að framleiða varahluti í
slík kerfi.
notið aðstoðar manna frá brezka
fyrirtækinu Rank Strand, en það
er framleiðandi þessa tækjabún-
aðar. Kerfið hefur einkennisstaf-
ina MMS og gefur möguleika á