Morgunblaðið - 30.09.1977, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1977
23
Minning:
Einar M. Einarsson
fyrrum skipherra
sem félagsheild og einstaklinga.
Eins og verða vill, hefur það sjálf-
sagt ekki ætíð gert sér svo glögga
grein fyrir því sem skyldi, hve
erfitt og vandasamt það hefur oft
verið að sigla þar milli skers og
báru og þjóna tveimur herrum:
gæta réttar og hagsmuna
stofnunarinnar annars vegar og
starfsfólksins hins vegar. Hann
gerði sér hins vegar glögga grein
fyrir þvi, að i víðasta skilningi fer
þetta saman. Fáum eða engum úr
starfsmannahópnum mun nú
blandast hugur um, að Gunnar
hafi borið hag þeirra og velferð
fyrir brjósti og viljað veg þeirra
og stofnunarinnar sgm mestan.
Hann sýndi það i verki með vel-
vild sinni og dugnaði, og því skal
honum tjáð þökk þeirra og hlý-
hugur að leiðarlokum.
Ekki skulu höfð um það mörg
orð, I hverju þetta, birtist, en
öllum sem til Gunnars leituðu,
var hann reiðubúinn að veita þá
úrlausn, sem hann mátti, og gilti
það jafnt um einstaklingsbundinn
vanda og óskir og áhugamál
starfsfólksins alls. I félagsstarfi
þess og á mannfundum var hann
tillögugóður og gladdist með þvi á
góðu dægri, enda hlýr, spaug-
samur og glaðlyndur að eðlisfari,
þó að hann gæti verið fastur fyrir,
þegar við átti. Hann endurskoðaði
lengi reikninga starfsmanna-
félagsins, breytti uppsetningu
þeirra í skýrara horf og lagði
félaginu oft svipað lið, þegar til
hans var leitað, og vékst ævinlega
vel við, þegar um það var beðið.
Slíkt þykir kannski ekki tíðindum
sæta, en það segir sina sögu um
lipurð hans og góðan vilja, þegar
þess er gætt, hve hann var oft
önnum kafinn, bæði á vinnustað
sinum og utan hans.
Nú situr hann ekki lengur á
sinum stað og svarar í símann.
Skýrslurnar og talnadálkarnir
hlaðast upp á borðinu hans.
Reiknivélin þegir, og það kemur í
hlut annarra að taka við þeim
flóknu og vandasömu verkefnum,
sem voru daglegt viðfangsefni
hans. Hann var víkingur til vinnu
og dró ekki af sér, kappsamur,
glöggur og fljótvirkur, ör i skapi
að eðlisfari, en sáttfús og vinhlýr,
svo að gott var að starfa i návist
hans.
Nú finnst okkur, að gaman
hefði verið að kynnast manninum
Gunnari Vagnssyni betur en tóm
gafst til í dagsins önn. En við
héldum, að dagar hans yrðu svo
miklu fleiri, að við gætum það
seinna. Eitthvað svipað vonaði
hann líka sjálfur, því að hann
hafði orð á þvi, að veikindafríið í
sumar hefði öðrum þræði orðið
sér hálfgert ævintýri, því að hann
hefði þá loksins fengið tíma til að
láta ýmislegt eftir sér, sem
honum vannst ekki tími til að
sinna endranær.
Hann var af vestfirzku alþýðu-
fólki kominn i ættir fram og varð-
veitti bjarman úr lifsreynslu þess
og viðhorfum og sameinaði hana
haldgóðri menntun og dugnaði,
samfélaginu öllu til góðs. í einka-
lífi sinu var hann gæfumaður,
barst ekki á og lifði kyrrlátu og
heilbrigðu lífi. Hann sameinaði i
framkomu sinni hógværð og ein-
urð og kunni því hvarvetna að
koma fram á eðlilegan og
óþvingaðan hátt, en sóttist hvorki
eftir vegtyllum né metorðum að
fyrrabragði. Utan starfs síns átti
hann sér ýmis áhugamál, sem
spegluðu skapgerð hans, upplag
og lifsviðhorf. Hann var öðrum til
fyrirmyndar um röskleik, lipurð
og drenglund.
Samstarfsfólk hans kveður
hann með virðingu og trega og
vottar ástvinum hans samúð.
F.h. Starfsmannafélags
Rikisútvarpsins
Hjörtur Pálsson
Knattspyrnufélagið Valur kveður
í dag Gunnar Vagnsson, en hann
lézt 23. sept. s.l. aðeins 59 ára að
aldri. Gunnar hafði átt við nokkra
vanheilsu að stríða. En þrátt fyrir
það kom andlát hans samverka-
mönnunum, vinunum og félögun-
um næsta á óvart. En vill ekki svo
jafnan verða við timamót lifs og
dauða?
Með fráfalli Gunnars Vagns-
sonar á Valur á bak að sjá einum
úr hópi sinna beztu félaga. Allt
frá þvi að hann skipaði sér undir
merki Vals, fyrir áratugum síðan,
hefir hann staðið þar traustur og
trúr i fylkingarbrjósti, og var svo
allt til aldurtilastundar.
Valsmönnum almennt var það
brátt ljóst, að í Gunnari Vagns-
syni höfðu þeir eignast dugandi
og áhugasaman félagsmálamann,
sem kunni að taka rétt á málum
og fylgja þeim eftir, hvort heldur
var innanfélags eða utan. í félags-
starfinu, sem með hverju ári varð
æ umfangsmeira, óx hann með
verkefnunum.
Um árabil var Gunnar for-
maður Vals auk þess sem hann
átti sæti í stjórninni sem með-
stjórnandi. Hvort heldur var sem
formaður eða meðstjórnandi vissi
hann vilja sinn og stefndi liði sinu
alls ótrauður að settu marki.
Dugnaður hans, réttsýni og traust
i hvívetna var óumdeilanlegt.
Drengskapur hans var alltaf sam-
ur við sig, hvort heldur var í leik
eða starfi.
Auk hinna ýmsu stjórnarstarfa,
gegndi Gunnar ýmiss konar öðr-
um trúnaðarstörfum, m.a. fulltrúi
í K.R.R. og í IBR með ritstjóri
Valsblaðsins um árabil o.fi.
Um leið og við þökkum Gunnari
Vagnssyni, vini og félaga, sam-
starfið og hans mikilsverða fram-
lag til félagsmálanna i Val um
áratugaskeið, kveðjum við hann
sem samferðamann á vegamótum.
Leiðir skilja að sinni. En þakkir
okkar og vinarkveðjur fylgja
Gunnari eftir um leið og hann
leggur upp í síðasta áfangann,
sem oss öllum er fyrirbúinn.
Vér látum í ljós innilega samúð
vora með konu hans og börnum
og öðrum ættingjum. Gunnars
verður ætið minnst sem eins bezta
sonar Vals. Sveinn Zoéga.
Birting
afmælis-
og minning-
argreina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast I sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ifnubili.
I dag verður til moldar borinn
frá Fossvogskirkju Einar M.
Einarsson, fyrrum skipherra hjá
Landhelgisgæzlunni, en hann
andaðist að Hrafnistu 18. septem-
ber s.l., þar sem hann hafði dval-
izt 10 síðustu æviár sín.
Faðir minn heitinn sigldi með
Einári er hann var skipherra á
varðskipinu Ægi I. og sagði hann
okkur bræðrunum margar sögun-
ar af áræðni Einars í baráttunni
við landhelgisbrjóta og dugnaði
hans við bjarganir við erfiðar að-
stæður, og bar mikla virðingu
fyrir Einari sem persónu.
• A þeim 6 árum sem Einar var
skipherra á v/s Ægi I. gustaði
mjög um nafn hans, því hann var
umtalaður maður meðal almenn-
ings og umdeildur maður meðal
ráðamanna hérlendis og erlendis.
Einar M. Einarsson var fæddur
2. maí 1892 i Ólafsvik, sonur Ein-
ars Markússonar, fyrrum ríkisfé-
hirðis, og Guðrúnar Lýðsdóttur.
14 ára gamall hélt Einar til
Reykjavíkur og hugðist leggja
stund á trésmiðanám, en sjórinn
mun alltaf hafa heillað huga
hans, þannig að eftir tveggja ára
smíðanám, lagði hann smíðatólin
á hilluna og hélt til sjós, fyrst á
fiskibáta og siðar á stærri skip.
Arið 1918 lauk Einar prófi frá
Farmannadeild Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík og réðst þá sem
stýrimaður i millilandasiglingar,
til að öðlast skipstjórnarréttindi.
Arið 1920 var hann ráðinn stýri-
maður á björgunarskipið Þór,
sem Vestmannaeyingar höfðu af
sinum alkunna dugnaði ráðist i að
kaupa til björgunarstarfa. Ríkið
keypti svo seinna Þór, eins og
alkunnugt er, og gerði það að
varð- og björgunarskipi og vopn-
aði það fallbyssu. Einar var á v/s
Þór til ársins 1926. A þeim tíma
hafði hann leyst af sem skipherra
í tvo mánuði, og sýndi þá strax
hvað I honum bjó, þvi fyrsta mán-
uðinn tók hann 10 togara og færði
til hafnar, en seinni mánuðinn
var hann i gæzlu á netasvæði
Vestmannaeyinga, en eins og
þeim er kunnugt, sem til þekkja,
þá þurfti mikla árvekni við neta-
pössun ef ekki átti að verða stór-
tjón fyrir sjómennina vegna
ágangs erlendra togara.
Arið 1926 hélt Einar til Eng-
lands og var þar á enskum varð-
skipum við að kynna sér björgun-
arstörf, auk þess sem hánn ferð-
aðist um Norðurlönd, Þýzkaland
og Frakkland til að kynna sér
björgunarstörf.
Varðskipið Ægir I. var smiðað-
ur í Kaupmannahöfn árið 1929 og
hafði Einar eftirlit með smíði
varðskipsins fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar. Hann varð síðan
fyrsti skipherrann á v/s Ægi I.,
sigldi honum út til íslands óg hóf
þá strax gæzlustörf.
Þar hófst hinn mikli styr um
Einar eins og áður er getið, en
árið 1932 var hann settur i land út
af hinu svokallaða „Belgaum-
máli“, en það mál lognaðist úfaf
eftir að Hæstiréttur hafði vísað
málinu frá.
1 október 1934 tók Einar aftur
við skipherrastöðu á v/s Ægi I.
En Adam var ekki lengi í Paradís,
því árið 1937 var honum „vikið
frá störfum um stundarsakir"
eins og það var orðað. En Einar
hafði þá, átta mánuðum áður,
verið skipaður í starfið til 6 ára.
Hvað þarna gerðist hefur aldrei
fengizt á hreint frá því opinbera,
en almannarómur á þeim tima
sagði, að honum hefði verið vikið
frá störfum vegna þess að hann
hefði stundað gæzlustörfin of vel.
- Á þessum árum sem Einar var
skipherra á v/s Ægi I„ þ.e.
1929—1932 og 1934—1937, tók
hann 48 togara og færði til hafnar
og bjargaði um 20 skipum á sama
tíma.
Þau ár sem Einar er stýrimaður
og skipherra hjá íslenzku Land-
helgisgæzlunni, er Landhelgis-
gæzlan að mótast og íslenzka land-
helgin í sárum eftir óblíða með-
ferð erlendra fiskiskipa um ára-
raðið og þá sérstaklega togara og
dragnótabáta. Þetta gerði Einar
sér grein fyrir og sýndi því
ákveðna og einarða framkomu í
starfi sinu. Hanri bar hag Land-
helgisgæzlunnar sér fyrir brjósti
og vildi efla hana á allan hátt
henni til framdráttar og virðing-
ar. Hann vildi að Landhelgisgæzl-
an hefði á að skipa stórum og
hraðskreiðum varðskipum, svo
landhelgisbrjótum stæði stuggur
af, en sjófarendum á hafinu
öryggi.
Eins og áður er getið bjargaði
Einar um 20 skipum úr sjávar-
háska og strandi, oft við erfiðar
aðstæður, og sýndi þar trausta og
örugga sjómennsku.
Einar M. Einarsson var auk ís-
lenzku Fálkaorðunnar sæmdur
ýmsum erlendum heiðursmerkj-
um fyrir björgunarafrek og sér-
stakar viðurkenningar fékk hann
frá brezkum, dönskum og frönsk-
um útgerðarmönnum fyrir björg-
unarstörf.
Ég held að eftirfarandi orð lýsi
manninum Einari M. Einarssyni
bezt, en þau sagði frú ein við mig
eftir andlát Einars, en hún hafði
þekkt Einar lengi og verið honum
vinur í raun síðustu æviár hans.
— Einar skipherra var heill og
grandvar í öllu sínu lífi, sannsög-
ull og með eindæmum æðrulaus i
andstreyminu. Sá er aldrei æðrast
ræður yfir yfirburða skapstill-
ingu.
Ég vona að þessar fáu minning-
arlinur minar um Einar M. Ein-
arsson, fyrrum skipherra hjá
Landhelgisgæzlunni, manninn,
sem styrinn stóð mest um á sinum
tíma, verði til þess að hann liggi
ekki lengur óbættur hjá garði.
Um leið og ég votta ættingjum
og vinum Einars M. Einarssonar
mina dýpstu samúð, lyfti ég hendi
og geri honör fyrir minningu Ein-
ars M. Einarssonar.
Helgi Hallvarðsson.
Föstudagur til fjár
**aðeins 3 dagar eftir •
Með því að sækja iðnkynninguna
færð þú afsláttarkort sem gilda í fjölda
verslana og verksmiðja.
Viljir þú versla á staðnum býðst þér
kynningarafsláttur af verði margrar
vöru.
Þessi föstudagur getur því orðið þér
til verulegs fjár.
Gjöf til gests dagsins:
Stóll frá Gamla Kompaníinu og allar
bækur Bókaklúbbs AB 22 bindi.
&*TÍ
I
IÐNKYNNING ,
ií LAUGARDALSHÖLL