Morgunblaðið - 30.09.1977, Side 30

Morgunblaðið - 30.09.1977, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1977 í Stórkostlegt! 1 ARTHUR Stewart, fram- kvæmdastjóri Glentoranliðsins var að vonum í sjöunda himni er Morgunblaðið ræddi við hann að loknum leiknum i gær- kvöldi. Hann átti varla til orð yfir markvörzlu Sigurðar Dags- sonar. — Ég var farinn að halda að við kæmum aldrei knettinum framhjá honum. Hvert skotið af öðru hafnaði í> höndum hans, hvert tækifærið af öðru rann út ( sandinn vegna markvörzlu hans. Það er aðeins hægt að lýsa þessari frammi- stöðu Sigurðar með einu orði: Stðrkostlegt. Dr. Yuri Ilitehev, þjálfari Valsmanna, sagði eftir leikinn: — Ég var búinn að lýsa því yfir fyrir leikinn að við mynd- um leika sóknarknattspyrnu, og það gerðum við. Auðvitað er ég óánægður með það að við sk.vldum ekki sigra i þessum leik, en ég var búinn að reikna með erfiðum leik og átti jafn- vel von á Glentoranliðinu sterk- ara en það reyndist vera. Þetta var prúðmannlega leikinn leik- ur, enda hélt hollenzki dómar- I inn Glentoran-leikmönnunum í I skefjum, gagnstætt því sem I norski dómarinn gerði-i leikn- lum í Reykjavík. Mynd úr fyrri leik Glentorans og Vals. Skot Inga Bjarnar smýgur framhjá marki írska liðsins. 1 gærkvöldi komst Ingi eitt sinn i opið færi, en þá fór skot hans rétt framhjá marki Glentorans, eins og þegar þessi mynd var tekin. Frábær frammistaða Sigurðar nægði Valsmönnum ekki í Betfast í gærkvöldi Frá Colin McAlpin í Belfast DRAUMAR Valsmanna um að komast i 2. umferð Evrópubikar- keppninnar í knattspyrnu eru úr sögunni. 1 gærkvöldi töpuðu þeir seinni leik sinum í Evrópukeppni meistaraliða fyrir norður-írsku meisturunum Glentoran á síðustu stundu og mest fyrir hreina óheppni. Ekki þar fyrir að Glen- toran átti mun meira f leiknum í Belfast í gærkvöldi, og átti opnari og fleiri marktækifæri en Valur, en frábær markvarzla Sigurðar Dagssonar hefði átt að færa Vats- mönnum framlengingu í leiknum og þá er aldrei að vita hvernig farið hefði. Það var á 78. minútu leiksins sem óhappið mikla henti Vals- menn, og sneri leiknum þeim í óhag. Og sá óheppni var mark- vörðurinn Sigurður Dagsson. Glentoran fékk þá hornspyrnu á Val sem Jamison tók. Sendi hann vel fyrir markið þar sem Sigurður Dagsson kom á móti knettinum og hugðist slá hann frá. En á síðustu stundu breytti knötturinn um stefnu vegna gol- unnar og lenti í handlegg Sigurð- ar og hrökk þaðan i markið. Þetta var sannarlega svart and- artak fyrir hinn frábæra mark- vörð Valsliðsins sem staðið hafði sig sem hetja i leiknum og verið bezti maður vallarins. Sem fyrr greinir sótti Glen- toran meira í þessum leik, og gengu sóknirnar mest upp kant- ana, þaðan sem síðan var sent fyrir markið. Tókst Glentoran þannig nokkrum sinnum í leikn- um að skapa sér verulega hættu- leg færi, en allt kom fyrir ekki hjá liðinu. Sigurður Dagsson var bókstaflega alls staðar. Hann varði skot Glentoranleikmanna, jafnvel þótt þau væru af örstuttu færi, og greip mjög vel inn í þegar sendingar komu inn að marki hans. Valsmenn geta sannarlega verið hreyknir af Sigurði éftir þennan leik — hann var ekki að- eins hetja þeirra, heldur vann hug og hjörtu 7.000 áhorfenda að leiknum. ÞÓTT Glentoran væri betri aðil- inn í leiknum í gærkvöldi, áttu Valsmenn mjög góða spretti inn á milli, og léku oft skínandi góða knattspyrnu. Eftir gangi leiksins hefði ekki verið ósanngjarnt að þeir hefðu skorað mark — jafnvel mörk í þessum leik. Reyndist Ingi Björn Albertsson oft erfiður við- fangs fyrir vörn Glentorans, en hann hafði ekki heppnina með sér að þessu sinni. rifjuð upp þá sóttu Valsmenn nokkuð stift fyrstu mínúturnar, en gekk illa að finna leiðina gegn- um vörn Glentoran-liðsins. Leik- urinn komst síðan fljótt í jafn- vægi og á 10. minútu fékk Glentoran mjög gott tækifæri, en þá sýndi Sigurður Dagsson í fyrsta sinn en ekki síðasta sinn snilli sína í þessum leik. Varði hann þá skot Dickenson af stuttu færi, Sigurður hélt reyndar ekki knettinum og einn af leikmönn- um Glentorans náði að skjóta aft- ur, en þá tókst Grimi Sæmundsen að skalla frá á linunni. Á 12. minútu var svo aftur hætta á ferðum við Valsmarkið. Feeney komst þá í gott færi, og átti hörkuskot á markið, en aftur var Sigurður réttur maður á rétt- um stað og varði stórglæsilega. dæminu snúið við og stórhætta var við mark Glentorans. Ingi Björn náði þá knettinum og komst í gott færi, en Matthews i marki Glentorans varði með mikl- um ágætum. Á 22. minútu var minnisbókin enn á lofti. Dýri Guðmundsson ætlaði þá að senda knöttinn til Sigurðar markvarðar, en tókst ekki betur til en svo að Feeney komst inn í sendinguna og var skyndilega í góðu færi. Skot hans varði Sigurður á ótrúlegan hátt og þremur mínútum síðar varði enn Sigurður gott skot frá Feeney. Nokkur ró færðist yfir leikinn eftir þessa lotu, og voru flestir búnir að sætta sig við markalaus- an fyrri hálfleik er Glentoran náði óvænt forystu i leiknum. Jamison tók þá hornspyrnu og sendi knöttinn hátt fyrir markið, og aldrei þessu vant var Valsvörn- in illa á verði og Robson tókst að ná til knattarins og skora af mjög stuttu færi. Skeði þetta á 34. mín- útu leiksins. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins átti svo Ingi Björn gott tækifæri til þess að jafna, en skot hans af stuttu færi lenti i fang Matthews. Valsmenn byrjuðu seinni hálf- leikinn mjög vel og höfðu góð tök á leiknum, án þess þó að geta skapað sér færi. Lék liðið mjög vel saman úti á vellinum, en þeg- ar nær dróg markinu fór að ganga verr, enda vörn Glentoran-liðsins jafnan mjög vel á verði. Snemma í hálfleiknum skall eitt sinn hurð nærri hælum við Valsmarkið. Dýri Guðmundsson braut þá á Caskey rétt utan vita- teigslinunnar og dæmd var auka- spyrna á Val. Feeney tók auka- spyrnuna og sendi knöttinn með hörkuskoti framhjá varnarvegg Valsmanna. En Sigurður flaug á eftir knettinum, sem köttur, og varði. Á 61. minútu fékk Valur sitt bezta tækifæri i leiknum. Ingi Björn Albertsson brautzt þá fram- hjá varnarmanni Glentorans og komst í mjög gott færi. Skot hans fór hins vegar rétt framhjá mark- inu, þar sem Matthews markvörð- ur var kominn úr jafnvægi. Á 77. mínútu sýndi Sigurður svo markvörzlu sem maður hafði Framhald á bls. 18 Svo helztu tækifæri leiksins séu Á 17. mínútu var hins vegar TVEIR NYLIÐARILANDSLIÐI SEM LEIKUR VIÐ KÍNVERJA GERT er ráð fyrir því að ís- lenzka handknattleikslandslið- ið leiki a.m.k. 17 landsieiki fram að úrslitakeppni heims- meistarakeppninnar í hand- knattleik sem hefst í Dan- mörku 26. febrúar n.k. og munu a.m.k. níu þessara leikja fara fram hérlendis. Verið get- ur að leikirnir verði fleiri, þannig að Ijóst má vera að verk- efni handknattleikslandsliðs- ins verða ærin, svo og undir- húningur liðsins fyrir HM, en gert er ráð fyrir að liðið æfi nær daglega í tæpa þrjá mán- uði. Fyrstu handknattleikslands- leikirnir verða i næstu viku, en þá kemur hingað í heimsókn landslið kinverska alþýðu- veldisins og leikur hér tvo leiki. Fer fyrri leikurinn fram á Akranesi 4. október og seinni leikurinn verður siðan i Laugardalshöllinni miðviku- daginn 5. október. Næsta verk- efni íslenzka landsliðsins verð- ur svo Norðurlandamótið sem fram fer í Laugardalshöllinni um mánaðarmót okt. — nóvem- ber, en í byrjun nóvember fer liðið síðan i 18 daga keppnis- ferð til útlanda og mun þá leika tvo landsleiki við Vestur- Þjóðverja, tvo við Pólverja og tvo við Svía. í desember verður leikið hér heima við Hollend- inga eða Frakka og Ungverja og i janúar verða tveir lands- leikir við Norðmenn ytra. Á blaðamannafundi HSÍ- stjórnarinnar í gær kom fram, að ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir leik- menn sem nú leika með erlend- um liðum verði kvaddir í lands- liðið. Sagði Birgir Björnsson, formaður landsliðsnefndar, að þeir leikmenn sem eru með þýzkum liðum kæmu ekki til greina fyrr en eftir 17. desem- ber vegna þýzku 1. deildar keppninnar, og hvað þá yrði, væri ekki hægt að segja um á þessu stigi málsins. Nær enginn tími hefur gefist til undirbúnings liðsins fyrir leikina við Kínverja i næstu viku, en islenzka liðið sem leika mun þá leiki hefur verið valið og er það skipað eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Gunnar Einarsson, Haukum Kristján Sigmundsson, Víkingi Aðrir leikmenn: Jón H. Karlsson, Val Geir Hallsteinsson, FH Björgvin Björgvinsson, Vikingi Ölafur Einarsson, Vikingi Þorbergur Aðalsteinsson, Vikingi Viggó Sigurðsson, Vikingi Magnús Guðmundsson, Víkingi Árni Indriðason, Vikingi Þórarinn Ragnarsson, FH Þorbjörn Jensson, Val Bjarni Guðmundsson, Val Jón P. Jónsson, Val. Tveir þeirra leikmanna sem leika munu gegn Kinverjum hafa ekki leikið landsleiki fyrr. Eru það Valsmennirnir Jón Pétur Jónsson og Þorbjörn Jensson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.