Morgunblaðið - 22.10.1977, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977
Menn verða að halda
vöku sinni í umf erðinni
Slysaalda gengur nú yfir og
enginn veit á hvers húsi hún
brotnar á næsta degi. Furðu gegn-
ir hvað fólk virðist gefa þessum
hörmungum lítinn gaum, allt of
margir virðast álíta að aldan muni
aðeins brotna á húsi nágrannans,
en ekki á þeirra eigin dyrum.
Frásagnir af dauða og limlest-
ingum á fólki, er næstum daglegt
brauð í fjölmiðlum (Mætti þar
gæta oft meiri nærgætni í frá-
sögnum.) Nefndar eru 100 mill-
jónir króna í sektagreiðslur, fyrir
að fara ekki eftir lögboðnum ör-
yggisreglum. Svimháar tölur
nefndar vegna skemmdra og eyði-
lagðra ökutækja.
Hvað þarf til, svo að fólk
rumski, bæði akandi og gangandi,
og geri sér Ijóst að það þarf að
vera fullkomlega vakandi á um-
ferðaræðum, þarf að beita allri
athygli sinni hæfni og skynsemi
til að geta komist með mannleg-
um hætti leiðar sinnar ef vel á að
fara. Það verður einnig að hafa
Sími27210
Opið laugardag 1—6.
Skipasund 2 hb.
60 fm kjallaraibúð Verð 6 millj.
Útb. 4 millj.
Hverfisgata —
risibúð
Snotur 2ja herb. risíbúð við
Hverfisgötu. Verð aðeins 4 millj.
Útb 3 mtllj
Gaukshólar 5—6 hb.
Glæsileg endaíbúð. Bílskúr.
Skipti á raðhúsi i sama hverfi
æskileg
Arahólar 4 hb.
íbúð á 7. hæð. Bílskúrssökklar.
íbúðin er með óvenju skemmti-
legum innréttmgum Mikið út-
sýni. Verð 1 2,5 millj
Asparfell
3ja herb. ibúðir.
Fellsmúli 4 hb.
Endaíbúð á 4. hæð. Verð um 1 3
millj.
Brekkuhvammur —
sérhæð
Um 90. fm. Stór bílskúr. Sér
inngangur. Fallegur garður Verð
um 1 1 millj.
Mosfellssveit
Fokhelt einbýlishús. Fullgert ein-
býlishús við Byggðaholt. Stór
bílskúr. Verð um 20 millj.
Snorrabraut 3 hb.
íbúð á 2. hæð. Stórar stofur,
aukaherb. i kjallara. (búðin er öll
endurnýjuð. Góðteppi. Snyrtileg
sameign. Verð 9 til 10 millj.
Æskileg skipti á 2ja herb. íbúð
helst i vesturbæ.
Hraunbær 2 hb.
2ja herb. ibúð við Hraunbæ
Fálkagata 4 hb.
Ibúð á 2. hæð. Verð 1 3 millj.
Vesturberg
4ra herb ibúð á jarðhæð. Skipt-
anlegar greiðslur. Laus 1 5. mai
1978.
Dúfnahólar 3 hb.
75 fm ibúð á 3. hæð. íbúðin
þarfnast að nokkru standsetning-
ar/Verð aðeins 8,2 millj.
i smíðum
2ja herb. íbúð við Hlíðarveg
Kópavogi. Aðeins 3 íbúðir í hús-
mu. íbúðin er með suður svölum
og sér inngangi. Teikningar i
skrifstofunni.
Kjartansgata 4 hb.
Litið niðurgrafin kjallaraíbúð. Ný
eldhúsinnrétting og teppi. Tvö-
falt gler. Skipti æskileg á 2ja
herb. íbúð.
Seltjarnarnes
60 fm íbúð í tvíbýlishúsi. Eignar-
lóð Útb. um 5' millj.
EIQNAVER Sr
LAUGAVEGI 178 isoch<xisuío.i.i SIMI27210
hugfast að samferðafólkið i um-
ferðinni þarf líka að komast leið-
ar sinnar. Það er hættulegt að
togast á um forgang i umferðinni.
Hagi samferðafólkið sér ógæti-
lega er þörfin enn brýnni að
halda vöku sinni og reyna að
bjarga því sem bjargað verður.
Minútubrot mega ekki skipta máli
i því að komast á áfangastað
hverju sinni, án þess að valda
öðrum eða sjálfum sér tjóni.
Margir halda því fram að
ástandið i umferðinni nú og oft
áður sé spegilmynd af samskipt-
um manna i dag. Ómennsk frekja
og ósvifni sitji i hásæti hjá allt of
mörgum. Valdniðsla og marg-
slunginn ódrengskapur sé ekkert
óvenjulegt fyrirbæri. Virðingar-
leysi riði fyrir verðmætum ekki
sist í almanna eign, böðlast sé
áfram i hamslausri lifskjara-
græðgi og hver reyni að hrifsa til
sin sem mest án tillits til annarra
en sjálfs sín. Kátbrosleg yfirborðs
og sýndarmennska tölti þar með á
götunni.
Hér verður enginn dómur á það
lagður, hvað þeir sem þessu halda
fram hafa mikið til síns máls.
Eg vil benda á það, að þótt
hópurinn sé allt of stór sem vand-
ræðum veldur, þá er hinn miklu
stærri, sem öryggisreglum fylgir
og sannar að hægt er að komast
árum saman leiðar sinnar óhappa-
laust i umferðinni og hagar sér
eftir aðstæðum hverju sinni.
Það eru ekki langar frásagnir í
fjölmiðlum um prúðmennin i um-
ferðinni, þótt hver og einn mæti
þeim daglega.
I
Arni Einarsson lögfr
Ólafur Thoroddsen lögfr.
J
OPIÐ í DAG 9 — 7
ÆSUFELL
95 fm. íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi.
Mikil sameign. Verð 8.5 millj.
Útb. 6.5 millj.
HELGALAND
MOSFELLSSVEIT
Parhús á tveimur hæðum ca
140 fm. Innbyggður bílskúr 30
fm. Afhendist tilbúið undir tré-
verk og málningu. Verð ca. 16
millj.
IÐNAÐARHÚSNÆÐI
BÚÐARGERÐI
Hæð og kjallari. grunnflötur ca.
40 fm. Nánari upplýsingar á
skrifstofunni.
FÝFUSEL — RAÐHÚS
227 fm. endaraðhús á þrem
hæðum Afhendist fullfrágengið.
Unnt að hafa 2ja herb. íbúð á
jarðhæð. Skipti á fokheldu ein-
býlishúsi eða sérhæð koma til
greina.
FLÚÐASEL — RAÐHÚS
Tvær hæðir og kjallari, grunn-
flötur 76 fm. Afhendist ýmist
fokhelt eða tilbúið undir tréverk
og málningu. Verð' 9.5 millj.
fokhelt en 13—13.5 millj. til-
búið undir tréverk og málningu.
GLÆSILEGT
EINBÝLISHÚS
á einni hæð 180 fm. Tvöfladur
bilskúr. Teikningar á skrifstof-
unni.
SÆVIÐARSUND
3ja herb. ibúð á jarðhæð. Sér
inngangur, sér hiti, 95 fm. Verð
ca. 9 millj.
SAFAMÝRI
Stór 2ja herb. íbúð i kjallara. Sér
inngangur.
SPORÐAGRUNN
4ra herb. íbúð 110 fm. Sér
inngangur, sér hiti. Glæsileg
ibúð. Uppl. á skrifstofunni.
Skipti á stærri eign koma til
greina.
SKIPASUND
80 fm. íbúð á 1. hæð í tvíbýlis-
húsi. Útb. ca 5 millj. .
Pétur Gunnlaugsson, lögfr
Laugavegi 24,
símar 28370 og 28040.
Samvinnutryggingar eiga mikl-
ar þakkir skilið fyrir að meta
réttilega þá sem komast í
ótaminni umferð óhappalaust
leiðar sinnar. Veita þeim viður-
kenningar og verðlaun. Halda
uppi starfsemi Klúbbanna örugg-
ur akstur, sem dreifðir eru um
allt land og hafa komið mörgu
góðu til leiðar. Rekið áróður fyrir
bættri umferðarmenningu og
hvatt alla til að fara eftir lögboðn-
um öryggisreglum og á þann hátt
stutt við bakið á lögregluyfirvöld-
um sem við umferðarvandann
glíma og umferðarráði.
Hinir árlegu fundir klúbbanna
um umferðarmál eru nú hafnir,
vonandi verða þeir vel sóttir og
þátttakendur komi á framfæri við
fulltrúa landssambandsins, sem
verða frummælendur á fundun-
um, ábendingum um það sem þeir
telja að verða mætti til úrbóta i
umferðinni. Það verður þakksam-
lega þegið og komið á framfæri
við rétta aðila. Klúbbfundirnir
eru einu fundirnir sem haldnir
eru árlega um allt land um um-
ferðarmál, ættu allir sem því við
koma að sækja þá og vera virkir
þátttakendur í þeim.
Reykvíkingar hafa á siðari ár-
um alltaf fyllt sali Hótel-Borgar
er klúbbfundurinn í Reykjavík
hefur verið haldinn þar og sýnt
með því lofsverðan áhuga.
Eitt af áhugamálum stjórnar
klúbbsins i Reykjavik, eru endur-
bætur á merkingum gatna og
húsa i borginni. Hér er um mikið
og fjárfrekt verk að ræða, ber að
færa þeim ráðamönnum borgar-
innar sem að þessum málum
vinna þakkir fyrir það átak sem
gert hefur verið. Vonandi verður
fjárframlagið aukið verulega til
þessa nauðsynja verks svo enn
stærri áföngum verði náð sem
fyrst.
Þörf er á að veruleg fjölgun
verði i lögregluliði borgarinnar
frá þvá sem nú er, svo þeir ágætu
menn sem við umferðarvandann
glíma geti stóraukið gangandi lög-
gæslu. Sivökul og leiðbeinandi
löggæsla mun skila meiri árangri
en sektir, þó þeim verði að beita
við þá sem engum leiðbeiningum
geta tekið og hunsa allar öryggis-
reglur. Spurning er hvort ekki
ætti að beita ökuleyfissviptingum
meira en nú er gert við slíka
ökumenn.
Þó okkar ágætu læknar á Slysa-
deild Borgarspítalans og á öðrum
spítölum vinni mörgum sinnum
ótrúleg afrek við að bjarga lífi
stórslasaðs fólks, sem flutt er til
þeirra af blóðvöllum akbrautanna
og koma því aftur til vinnufærs
bata, þá er hópurinn of stór sem
aldrei nær sér að fullu og sumir i
blóma lífsins, verða örkumla-
menn ævilangt, þött allt sé gert,
sem mannleg þekking og geta nær
til.
Það er skylda hvers einasta
þjóðfélagsþegns, hvert sem hann
er gangandi eða akandi i umferð-
inni að skipa sér i hóp góðra veg-
farenda, geri hver og einn það, er
lausn umferðarvandans á næsta
leiti.
Við í stjórn klúbbsins i Reykja-
vák höldum því fram, að aldrei sé
svo þröngt í bifreiðinni að ekki sé
rúm fyrir systurnar þrjár kurt-
eisi, varúð og tiliitssemi.
Kristmundur J. Sigurðsson.
MMH
Óskast Æsufell — Asparfell
Höfum kaupanda að 2ja—3ja herb. íbúð í
Æsufelli — Asparfelli eða annarsstaðar í Breið-
holti íbúðirnar þurfa ekki að losna fyrr en næsta
vor.
Óskast raðhús
Höfum kaupendur að raðhúsum í Breiðholti,
skipti á fullbúnum eignum með milligjöf
möguleg.
OPIÐ KL. 1—6 LAUGARDAG.
|fó|CIGNAVCR SC
II—Zí—II LAUGAVEGI 178 (bolholtsmegin) SÍMI 27210
Einbýlishús
á Seltjarnarnesi
Vorum að fá í sölu einbýlishús við Lindarbraut.
I húsinu, sem er 145 fm að grunnfleti á einni
hæð, eru fjögur svefnherb., húsbóndaherb,
dagstofa, borðstofa, sjónvarpsherb., eldhús
með búri, þvottaherb, og geymsla, auk þess
er 35 fm bílskúr, lóð er fullfrágengin.
Fasteignasalan Norðurveri
Hátúni 4a
Símar: 21870 og 20998.
Hilmar Valdimarsson, fasteignaviðskipti
Jón Bjarnason hrl.
Hafnarfjörður:
Atvinnuleysis-
skráning og
bótagreiðsla
féll niður í
verkfallinu
„STARFSMENN bæjarins mættu
allir til vinnu í morgun og allt
gengur nú sinn eðlilega gang,‘‘
sagði Kristinn Ó, Guðmundsson,
bæjarstjóri í Hafnarfirði, i sam-
tali við Mbl. í gærkvöldi. Aðspurð-
ur um það hvort einhver vanda-
mál hefðu safnast fyrir í verkfall-
inu sagði Kristinn að það væri
helzt að atvinnuleysisskráning
hefði fallið niður og atvinnulaust
fólk því ekki fengið bætur á með-
an, en verkfallsnefnd BSRB hefði
ekki veitt undanþágu til atvinnu-
leysisskráningar fyrr en á siðasta
degi verkfalisins.