Morgunblaðið - 22.10.1977, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.10.1977, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÖBER 1977 Ritstjóri og ráðherra Lýður Björnsson: BJÖRN RITSTJÓRI. 206 bls. tsafold. Rvík. 1977. ISAFOLD heldur verðuglega upp á hundrað ára afmælið með því að gefa út bók um stofnand- ann, Björn Jónsson. Höfundur- inn, Lýður Björnsson, er sagn- fræðingur og hefur áður sent frá sér bók í flokknum >»menn í öndvegi«. Þar að auki er hann sveitungi Björns og byrjar bók- ina sem slíkur — rekur minn- ing sína um hvar og hvenær hann heyrði Björns fyrst getið heima í sveitinni. Á-æskuárum Lýðs var á lífi fólk sem kunni að segja frá Birni Jónssyni ung- um þar vestra; ekki svo að það myndi hann sjálft en hafði fróð- leik sinn beint frá öðrum sem mundu svo langt. En Björn fæddist 1846 í Djúpadal í Gufu- dalssveit. Nú gerast þeir fáir sem muna Björn Jónsson. Um stjórnmálin á því tímabili, sem hann kom mest við sögu, hefur hins vegar mikið verið ritað á seinni árum, Lýður Björnsson. sjálfstæðisbaráttuna, samn- ingaþófið við dani upp úr alda- mótum, »uppkastið«, ráðherra- tíð þeirra Hannesar Hafstein og Björns og þar fram eftir götun- um. Birni hefur gjarnan verið stillt upp við hlið Hannesar. Það er eðlilegt. Þeir urðu fyrstu ráðherrarnir, þar að auki andstæðingar; og í vissum skilningi andstæður sem ein- staklingar. I samanburðinum hefur heldur hallað á Björn. Enda hafði Hannes forskotið, varð fyrsti ráðherrann og það í blóma aldurs síns þar sem Björn varð ekki ráðherra fyrr en kraftar hans voru teknir að þverra, átti þá enda skammt eftir ólifað. Næst stjórnmálunum var blaða- og bókaútgáfan minnis- stæðasti þátturinn í lífsstarfi Björns. Blaðamennska um alda- mót var starf sem reyndi á þol- rifin. Þar sem blöðin voru eini fjölmiðillinn voru hinir fáu blaðamenn undir sífelldri smá- sjá almennings. Andstæðingar sneru út úr prentvillunum hver fyrir öðrum og létu jafnvel ekki í friði einkalíf hver annars! Kröfurnar urðu því harðar, ekki síst á málfarssviðinu, það leiddi af sjálfu sér. Það sýnir áhuga Björns á móðurmálinu að hann samdi sjálfur og gaf út dálitla stafsetningarorðabók. Þetta voru sem sagt tímar hörku og baráttu, en einnig tímar þjóðlegrar endurreisnar, tímar málvöndunar; menn fág- uðu stíl sinn. Og Isafold var biað sem margir iásu og hvert mannsbarn á landinu kannaðist Bindindishreyfingin átti sitt blómaskeið um aldamót. Ekki Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON við. Stjórnmálin voru þá hvati blaðaútgáfunnar, alveg eins og nú, og því verður blaða- mennska Björns naumast skilin frá þátttöku hans í stjórnmál- um. I bókaútgáfu hafði Björn Jónsson jafnt þjóðleg sem al- þýðleg sjönarmið fyrir augum, gaf t.d. út Þjóðsögur Jóns Árna- sonar í einkar hentugri lestrar- útgáfu. Þá hvíldi sú kvöð á bókaútgei'anda að sjá þjóðinni fyrir skemmtiefni. En áhugamál Björns Jónsson- ar voru fleiri en þau sem beint snertu störf hans. Hann var t.d. eldheitur bindindismaður. Og eilífðarmálin urðu honum hug- leikin er árin færðust yfir. var við að búast að þvílíkur hugsjónamaður sem Björn Jónsson var léti slík mál af- skiptalaus. Einnig á þvi sviði gat hann verið andstæðingur Hannesar Hafstein. Bindindi var þá naumast talið til einka- mála er öðrum kæmi ekki við. Lýður segir þá sögu að »Einar H. Kvaran hafi eitt sinn á fyrstu starfsdögum sínum mætt timbraður til vinnu i ísafoldar- prentsmiðju. Á Björn þá að hafa hreytt út úr sér eftirfar- andi setningu: »Hér gildir sú regla, að starfsmenn ísafoldar eiga að vera bindindismenn.« Samskiptin við Björn höfðu þau áhrif á Einar, að hann gekk fljótlega í stúku eftir að hann réðst til Isafoldar og bragðaði síðan ekki dropa af víni.« Þá verður saga spiritismans vart svo rakin að ekki sé getið fylgis Björns Jónssonar við þá stefnu. Aðstöðu sinnar og álits vegna mun hann öðrum fr.emur hafa stuðlað að útbreiðslu hennar hérlendis svo hún hreif hér hugi mun fleiri en annars staðar þekktist. Þar runnu í einn og sama farveginn gömul íslensk þjóðtrú og erlend tísku- stefna. Lýður segir að »áhugi á slíku og trú á tilvist eilífðar- vera« hafi verið »mikil í átthög- um hans og eimdi lengi eftir af því.« Bók Lýðs er fábrotin en greinagóð og að því leyti samin í anda Björns Jónssonar. Lýður styðst við prentaðar heimildir fyrst og fremst en einnig nokk- uð við skriflegar og munnlegar upplýsingar. Þetta er ekki bók skrifuð fyrir fræðimenn heldur unglinga og aðra sem hafa fyrirfram takmarkaða þekking á efninu. Bestir þykja mér þeir kaflarnir þar sem greint er frá einkalífi Björns, t.d. uppvexti vestra, skólagöngu, heimilislífi hér syðra og svo framvegis. Hitt, sem segir frá stjórnmála- starfi hans, verður á köflum saga málefnanna allt eins mikið og mannsins sem um átti að fjalla. Sú saga hefur verið rak- in oft og viða og er hvorki betur né verr sögð hér en annars st aðar. Orðfæri Lýðs er nokkuð gott en hefði þó á stöku stað mátt athugast betur. Til að mynda rakst ég á tátólógíu þar sem orðið »ráða« kemúr fyrir í ótal tilbrigðum hvað eftir annað, hér er partur af því: »Að þessu sinni ráðlagði hann Sigríði að ráða til sín ráðsmann, og fylgdi hún því ráði.« Þá finnst mér eitthvað bogið við wsnjókell- ingsfrí«. Annars er textinn víð- ast hvar þægilegur aflestrar. Nokkrar gamlar myndir eru í bókinni og vitna um hvort tveggja: Aldamótatískuna og bernskuskeið íslenskrar Ijós- myndunar. Sumar þessara mynda eru áður alkunnar en aðrar man ég varla eftir að hafa séð áður. Minningu Björns Jónssonar er verðugur sómi sýndur með þessari bók. Tom Krestensen I vinnustofu sinni. „Weltschmerz” í N orræna húsinu Tom Krestensen er fæddur í Danmörku, en hefur sest að í Svíþjóð og er nú orðinn sænsk- ur rikisborgari. Hann stendur á fimmtugu og hefur skapað sér nokkra sérstöðu meðal lista- manna á Norðurlöndum. Hann hefur sérstakan og persónuleg- an stíl, er hann notfærir sér á miskunnarlausan hátt til að fletta ofan af mannfólkinu: Fariseanum hippokratanum; hræsni, græðgi og fláttskap. Það er herkja í dómum hans, og hann notfærir sér yfirleitt mjög takmarkað litasvið til að tjá við- bjóð og sálarógeð þeirra, sem álíta sig hafa köllun til að kúga og þjarma að samborgara sín- um. Það eru miklar bókmenntir í þessum verkum, frásaga, sem ég leyfi mér að nefna þýska hugtakinu „Weltschmerz“, en svo saklausir erum við Islend- ingar, að ég held okkur hafi ekki dottið í hug sambærilegt hugtak í eigin máli. Hvað um það, í Norræna húsinu er nú á ferð mikill sársauki og ófagrar mannlýsingar, sem settar eru á svið með mikilli tækni og kunn- áttu. Tom Krestensen er auð- sjáanlega mjög upptekinn af viðfangsefnum sínum og lætur þ:u á stundum verða yfirsterk- ari sjálf& málverkinu. En þegar hann notar túss, svartan vatns- lit og blandaða tækni tekst hon- um yfirleitt miklu betur að leysa hið myndræna vandamál og stundum fellur bæði mynd- gerð og frásaga vel saman. Hér er á ferð sérlega óvenjuleg sýn- ing fyrir okkur hér í Reykjavík. Þeir eru fáir íslensku lista- mennirnir, sem vinna í þeim anda, sem einkennir verk Tom Krestensens. Þessi sýning er sérlega vel sett upp og ræður þar miklu um, að verkin eru unnin á mjög mismunandi hátt. Stundum tek- ur listamaðurinn gamlar hurðir og teiknar á þær með svörtum lit (túss/vatnslitir ofl.). Hann nær þannig mjög sérstæðri áferð og tilfinningu. Á einum stað eru það gamlar skrifborðs- skúffur, sem hann gerir „trip- tík“ úr, sem bera helgiblæ með óhugnanlegum mannverum á svörtum grunni. Borðplötuna- af sama skrifborði hefur hann einnig notað til myndgerðar. Stærsti partur þessarar sýning- ar heitir „Þeir sannfærðu" og er mikil myndröð, þar sem kennir margra grasa. Þar rekst maður á hofmóðuga guðsmenn, kardinála og líklegast söguper- sónur, sem hafa hálsbúnað frá fyrri öld. Allt er þetta fólk ímynd hræsni og heimsins virðugleika, mannleg ádeila, byggð á veraldarharmi ein- staklingsins. Önnur verk bera Tryggvi Ólafsson Tryggvi Ólafsson er til heim- ilis í Kaupmannahöfn og hefur verið það 'engi. Hann hefur þó ætíð komið heim við og við til að halda sýningar og til að skreyta sjúkrahús í Norðfirði, svo að eitthvað sé nefnt. Nú heldur hann sýningu á nýjum verkum sínum í Galleri SUM og er það fimmta sýningin, sem hann heldur í því galleríi. Það má því með sanni segja, að I Tryggvi Olafsson við nokkur málverka sinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.