Morgunblaðið - 22.10.1977, Side 11

Morgunblaðið - 22.10.1977, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977 11 nöfn eins og Ljóóaljóð, Píslar- vottur, Harmalandslag, Skips- brot, Strönd og haf, Æðstiprest- ur, Dómararnir. Af þessu má nokkuó ráða um innihald þeirra 60 verka, sem þessi sýn- ing hefur að bjóða. Með sýning- unni er vönduð sýningarskrá, sem bæði hefur ágætar myndir og fróðlegt lesmál eftir Sun Axelsson. Þar er fjálglega fjall- að um list Tom Krestensens, og vísa ég til þeirra skrifa, ef fólk vill meira vita um tilgang listar Tom Krestensens. Hann mun á næstunni halda sýningu í hinu þekkta Gallerí 15 við Moss við Óslóarfjörðinn. Ekki get ég neitað þvi, að mér finnst Tom Krestensen vera nokkuð dökk- ur í sumum þessara verka, og það fer heldur ekki milli mála, að á stundum verður um of vart við návist Francis Bacons, en það er langt frá því að um stæl- ingu sé að ræða, þegar betur er að gáð. Ætli það sé ekki hluti af tiðarandanum, sem einnig leið- ir hugann að Giocometti ein- staka sinnum, þegar þessi sýn- ing er skoðuð. Þetta eru vel unnin verk, sem flest hafa að innihaldi vissan óhugnað en eins og ég hef áður sagt í þessu skrifi, eru það hræsni og mannvonska, sem verða fyrir svipu listamanns- ' ins. Eftirtektarverð sýning, sem stingur í stúf við flest það, sem fram kemur i myndlist hjá okk- ur eins og stendur. Það er þvi full ástæða til að benda fólki á þessa sérstæðu sýningu og þakka fyrir að fá tækifæri til að kynnast list Tom Krestensens. Valtýr Pétursson. í SÚM hann hafi verið staðnum trúr, og raunar einn af þeim, sem gert hafa þetta gallerí þekkt. Tryggvi hefur þar að auki tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis; nú fyrir nokkrum dögum var hann einn þátttakenda i sýningunni Aug- liti til auglitís, sem hafði farið um öll Norðuriönd og valdið nokkru þrasi. Það er í sjálfu sér nokkur meðmæli fyrir þá sýn- ingu, og þótt ég persónulega væri lítið hrifinn, þá sýna hinar mismunandi skoðanir, að ekki var um dautt fyrirtæki að ræóa. Að sinni sýnir Tryggvi 28 verk í SÚM, og eru það aðallega ólíumálverk og klippmyndir. Ég er ekki frá þvi, aó mér finn- ist myndir Tryggva betri verk á þessari sýningu en til dæmis það, sem valið var eftir hann á fyrrnefndri sýningu, sem ný- lega er afstaðin. Tryggvi hefur á undanförnum árum skapað sér stíl, sem fáir hérlendis stunda, en hann hefur stundum verið nokkuð hrár í litnum. NU finnst mér það atriði standa til bóta, og hann fær meiri kraft og spennu í verk sin en áður var. Þetta finnst mér einnig um andlitsmyndir hans, en þar hef- ur hann sitt eigið lag og er ef til vill persónulegri á því sviði en sumum öðrum. Eitt af bestu verkum á þessari sýningu þótti mér nr. 22, Klondæk 11, og einnig er ágæt hugmynd að baki nr. 19, Breiðholt 13, nema hvað mér finnast vegir betri hjá Tryggva en þeir eru í reynd. Ég bendi einnig á verk nr. 6, 9, 23 og klippmynd af Þorsteini frá Hamri. Sums staðar má sjá sterk áhrif frá sumum meisturum okkar tíma, eins og i nr. 2, ,,Hellas“ þar sem Patrick Caul- field virðist ráða nokkru um ferðina. 1 uppstillingum Tryggva eru einnig áberandi áhrif, en er nokkuð við því að segja, ef vel er farið með efnið og réttur skilningur iagður í verkið? Tryggvi Ólafsson virðist dug- legur málari, sem tekur verk- efni sin af festu og gerir sitt besta. Það er skemmtilegt að vita til, að ungir menn, sem dvelja langdvölum erlendis, eru vinnuhestar, en ekki upp- étnir af ósiðum stórborgar og ágengum nUtimatsmiðum ann- arra þjóða. Þetta er snotur sýn- ing hjá Tryggva, sem ég hafði ánægju af að heimsækja. Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON Þ j óðhátíðarnæla Sólveigar fögru í Myntsafnarafélaginu eru nokkrir, sem safna alls kyns merkjum og nælum, barm- merkjum, félagsmerkjum o.s.frv. Eru þeir afar áhugasam- ir og hafa sett saman alveg ótrUlega góð söfn. I dag ætla ég samt að segja frá nælu, sem ég held enginn þeirra eigi enn. Hinn 3. ágUst 1874 var haldin þjóðhátíð í Reykjavík, til að minnast þess, að þá voru 1000 ár frá landnámi islands. Meðal viðstaddra var Kristján 9., kon- ungur Íslands og Danmerkur. Kom konungur til landsins með friðu föruneyti hinn 1. ágUst og hélt til baka hinn 11. ágUst. Ferðaðist hann um Suðurland og sat þjóðhátíð á Þingvöllum dagana 5.—7. ágUst. Á meðan konungur dvaldist hér i Reykjavík bjó hann i landshöfðingjahUsinu, en hafði jafnframt hUs latínuskólans (menntaskólans) til veizlu- halda. Hélt konungur þar nokkrar veizlur. Þjóðhátíðarnælan frá 1874 Þvermál 25 millimetrar. Meðal gesta Kristjáns 9. í einni veizlunni var tuttugu og tveggja ára stUlka, Sólveig Guð- laugsdóttir. Var hUn bæði fög- ur, og vel gefin; hUn var einnig forrík á þeirra tima mæli- kvarða. HUn var einkaerfingi að Öxney á Breiðafirði, sem þá var talin geysilega verðmæt hlunnindajörð. Þeir Guðlaugur Jónsson Mathiesen, faðir Sól- veigar, og Jón Sigurðsson for- seti, voru aldavinir og varð Jón síðar fjárhaldsmaður Sólveigar. í konungsveizlunni fékk Sól- veig fagran minjagrip, látUns- nælu, með áletruninni 874 ís- land 1874. Þar eð næla þessi er nU orðin all fágæt. en nokkur stykki eru þó til, vek ég athygli safnara á henni. Það er af Sólveigu fögru að segja, að hUn giftist árið 1878. Var hUn eftir það kölluð maddama Sólveig. Maður henn- ar var Þorsteinn Stefánsson faktor. Eins og venja var í þann tíma, fékk Þorsteinn yfirráð yf- ir eignum konu sinnar við gift- ingu. Hann veðsetti Öxney, keypti gamalt skip og lét breyta þvi í flutningaskip. Lá þaö við festar á Sundunum í Reykjavik, ferðbUið. Það hvarf. Hvort ein- hver brögð voru í tafli, og skip- inu var stolið og það selt á Englandi. Hvort það sökk á eftir RAGNAR BORG Maddama Sólveig Guðlaugs- dóttir leiðinni til Englands, en þar átti að tryggja það, þvi hérlend- is voru þá engin tryggingafélög, eða hvort það sökk bara þarna á legunni, er óvist. Hitt varð þó, að með skipsmissinum tapaði Þorsteinn aleigUnni, og maddama Sólveig missti Öxney. Sólveig missti mann sinn Ur tæringu eftir aðeins 9 ára ástUðlegt hjónaband. HUn erfði aldrei við hann hvernig fór með Öxney og auðinn hennar. Þegar maddama Sólveig var nU orðin ekkja, gerðist hUn matsölukona. Rak hUn matsölu og hélt kostgangara í mörg ár. IfUn ól upp frU Stefaniu leik- konu, ömmu mína og flutti tii hennar síðar. Maddama Sólveig varð háöldruð, lézt árið 1942, niræð. Næluna góðu varðveitir nU Emelía Borg, föðursystir min, ásamt mörgum góðum gripum. Þar á meðal er næla er frU Stefanía fékk við svipað tæki- færi og maddama Sóiveig sína, við konunggkomuna 1907, en frá þeirri nælu hefi ég áður sagt i þáttum þessum. ÞESSI RÝHINGARSALA VERÐUR EKKI Ckini IRTEIflM Ei\í Wlml CRlIW Herrabúðin er að hœtta, allt á að seljast. Því er eins gott að standa klár á endasprettinum. Einn, tveir og. • Kórónaföt • Stakir jakkar • Skyrtur, óvenju fjölbreytt úrval • Blússur • Peysur • Sólfatnaður m.a. Safarijakkar • Sokkar, mikið úrval • Stakar buxur í miklu úrvali o.fl. yUULXkVLð'/VW VIO LÆKJARTORG Jg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.