Morgunblaðið - 22.10.1977, Síða 12

Morgunblaðið - 22.10.1977, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977 ÁUTAMkl „Langtímaverkefni lýðræðislegra stjórnmála er takmörkun ríkisvaldsins, en ekki valið á valdsmönnunum." eftir HANNES GISSURARSON Verkefni til langs tíma og skamms Stjórnmálamennirnir eru stundum svo önnum kafnir við að leysa skammtímaverk- efni, að þeir gleyma hinum, sem eru til langs tíma, hugsjónum sínum um breyttan og bættan heim, þeir hugsa í kjörtímabilum, en ekki kynslóðabilum eins og stjórnmálafor- ingjarnir En þeir verða að gefa sér tíma til umhugsunar, reyna að finna andann, sem falinn er í bókstafnum, ella fá þeir ekki fulla yfirsýn yfir stjórnmálin, breytast i fylgis- öfiunarvélar án fyrirhyggju Þeir verða að gera sér grein fyrir kostum stjórnmálakerf- anna, kunna að gera stjórnmálaskoðunum skil. Er valið um „vinstri" stefnu og „hægri" stefnu? íhaldsstefnu, frjálslyndisstefnu og jöfnunarstefnu? Lýðræði og einræði? Það held ég ekki, þessi orð koma ekki við kjarn- ann Greinarmunur langtímastjórnmála er, þegar allt kemur til alls, á lýðræðisstefnu og alræðisstefnu (en alræði er kallað „totalitarianism" á enskri tungu). í þessari grein ætla ég þess vegna að fara fáeinum orðum um muninn á lýðræðisskipulagi og alræðisskipulagi, enda er hann mælikvarði stjórnmálanna að mínu viti, vald á þessum hugtökum er nauðsynlegt í stjórnmálum Vandi stjórnmálanna Greinarmunur lýðræðis og aíræðis er annar en greinarmunur lýðræðis og ein- ræðis Þeir, sem gera greinarmun á lýðræði og einræði, hafa í huga þann vandann, hverjir eigi að ráða ríkinu Önnur lausn hans er, að lýðurinn eigi að ráða, afl atkvæða, en hin, að einn maður eða hópur þeirra eigi að ráða Og þeir kalla sig „lýðræðissinna", sem telja, að lýðurinn eigi að ráða En þessa lausn mörkin í stjórnmálum á milli lýðræðis og alræðis. Það felst ekki í lýðræðislegum stjórnmálaskoðunum, að meiri hlutinn hafi í flestu eða öllu rétt fyrir sér, að almennings- álitið sé óskeikult Þess vegna falla þau rök gegn lýðræðisskipulaginu, að lýðræði sé eða geti orðið harðstjórn höfðatölunnar, óháð allri skynsemi Lýðræðissinnar þurfa ekki að vísa til vandmeðfarinna hugtaka eins og þjóðarvilja og almenningsálits, þau felast ekki í skilgreiningu lýðræðis. Það er einnig algengt, að lýðræðisskipulaginu sé kennt um verðbólguna og annað böl íslendinga. og dreifa verður ákvörðunarvaldinu til allra einstaklinganna, til þess að mistökin komi niður á sem fæstum öðrum 'en þeim, sern þau gera. (Ahættan dreifist með valdinu.) En rétta úrræðið er alls ekki að safna valdinu til ríkisins, fá „sterka stjórn" og menn, sem „þora" — að margfalda mistök sín. Ríki ótakmarkaðs valds Stjórnskipulag íslendinga er ekki nægilega lýðræðislegt, þó að ekki verði um það deilt i fullri alvöru, að ísland sé lýðræðisríki og Sósíalistafélag íslendinga i austantjalds- löndunum) Skúli Magnússon reit i éinni þeirra um stjórnarfarið i Kina: „Allt vald er i honum innan handar að breiða þar yfir honum innan handar að breiða þar yfir Öll Öll smávægileg og tilviljunarkennd spillihg og óréttlæti, sem hreinlega getur stafað af mannlegum breyskleika, margfaldast sjálf- krafa með þúsundföldum hraða, því að eng- inn er til að hafa þar eftirlit á Ekkert afl er til i landinu, sem getur myndað mótvægi gegn gerræði flokksins, haldið honum innan viss ramma Hver einstaklingur er eins og sprek i ólgusjó, getur engu valdið um framtið sina, getur aðeins lotið boði að ofan." Þessi lýsing ber sára lifsreynslu sameignarsinnans með sér, og Rauðu bókina verða allir áhugamenn um stjórnmál að lesa. Fjölskyldan þjónar flokknum í alræðisríkinu er ekki til friðland, mennirn- ir mega ekki lifa einkalífi. Alræðisríkið reynir ekki einungis að gera ytra frelsi þegna sinna að engu, heldur einnig innra frelsi þeirra, siðferðilegt sjálfræði þeirra, og það er ógn- vænlegast við það Það er sú skepna, sem reynir að slíta alla þá þræði, sem liggja á milli mannssálna og safna þeim í hendur sínar, gera mennina að viljalausum verkfær- um. Ríkið reynir að slíta samband foreldra og barna, því að það er þvert á tryggðabandið til ríkisins. í Ráðstjórnarríkjunum og öðrum sælulöndum sameignarinnar er börnunum gert að njósna um foreldra sína, ef þau hugsa ekki og tala að vild valdhafanna, og fá fyrir það nafnbæturnar „hetjur verkalýðsins", og bræður Ijóstra hver upp um annan. Fjöl- skyldan má ekki keppa við alræðisríkið um hylli þegnanna, hún verður að þjóna flokkn- um og ríkinu. Kenna á mönnum flokksfræðin í æsku, skipuleggja líf þeirra, leik og starf, í þágu flokksins. Börnin eiga til dæmis ekki að lesa venjulegar barnasögur um afa og ömmur, um vorið og blómin, heldur sögur „Verkefnið i lýðræðisríkinu íslandi er ekki að skipta um valdsmenn rikisins" LÝÐRÆÐIOG ALRÆÐI % ;* .v. .-ák. ... ... tw** *» í > !• *%**$%:: „Valdhafar airæðisrtkisins ráða öllu, vald þeirra er ótakmarkaö . má gagnrýna, því að hún er í raunínni ekki lausn á neinum vanda stjórnmálánna. Hvað er fengið með því. að lýðurinn eigi að ráða? Hvað felst í því? Hver er lýðurmn? Er það lýðræðislegt, að hann mismuni einstakling- um og mmnihlutahópum, að meiri hlutinn kúgi minni hlutann? Er það lýðræðislegt, að meiri hlutinn kjósi einræði? Það er að minnsta kosti ekki óhugsandi, ef emungis er miðað við þessa skilgreiningu lýðræðis, Af þessum þversögnum má ráða, að langtima- stjórnmálin verður að taka öðrum tökum, lýðræði verður að skilgreína með tilvísun til annarrar andstæðu þess en einræðis, valinn hefur verið rangur umræðuvettvangur. Vandi stjórnmálanna er ekki sá hverjir eigi að ráða, lýðurinn eða einvaldarnir, því að sjálfræði einstaklinganna er sjálfsagt Vandinn er hinn, hverju ríkið á að ráða, hvað kemur valdhöfunum við Tvær lausnir eru til á honum Önnur er sú, að valdhafarnir eigi að ráða því einu, sem nauðsynlegt er til tryggingar frelsi einstaklinganna, en hin, að þeir eigi að ráða öllu Fyrri lausnina velja lýðræðissinnar, seinni lausnina alræðissinn- ar Lýðræðissinnar telja, að skipuleggja verði fyrir frelsið, en ekki gegn því, að rikisvaldið sé ill nauðsyn, en ríkið ekki handhafi sann- leikans Samningar eða ofbeldi Að þessum vanda stjórnmálanna má koma orðum á annan hátt Þeir, sem telja valið um lýðræði eða einræði í stjórnmálum, hugsa sér lýðinn eða almenning sem einstakling, sem hafi einn vilja, eina vitund. En það er hann ekki, hann er hópur ólíkra einstaklinga, þeir hafa mismunandi skoðanir. þarfir og þrár Og frelsi þeirra til þess er frumgildi stjórnmálanna, en ekki trúin á „lýðinn". Lýðræðisskipulagið er i rauninni reglugrind utan um sjálfsákvörðunarrétt einstakling- anna, Skipulagið er nauðsynlegt, vegna þess að frjálsa einstaklingana greinir á og tvær aðferðir eru til þess að jafna ágreininginn: samningar eða ofbeldi Lýðræði er aðferð samningamannanna, en einungis að vissu marki, því að ekki má semja af mönnum frelsið Til þess eru samningarnir, reglur ríkisins, að tryggja frelsið án þess að fórna friðnum Og þess vegna er vandinn sá, hverju ríkið eigi að ráða, um hvað það eigi að setja reglur. Langtímaverkefni stjórnmálanna er takmörkun valdsins, en ekki valið á valds- mönnunum Að dreifa ákvörðunarvaldinu Mörg þrætuefni manna á islandi verða að engu, þegar þeir gera sér fulla grein fyrir réttum skilningi orðsins „lýðræði", draga „sterka stjórn" vanti, ménn, sem „þori að taka ákvarðanir" En það er mikill mis- skilníngur, Verkefnið er alls ekki að skipta um valdsmenn ríkisins, því að engin ástæða er til þess að ætla, að málskrafsmönnum fjölmiðlanna (eða ríkislyndum róttæklingum) takist betur að stjórna en valdhöfunum, heldur að takmarka ríkisvaidið Langtíma- verkefnið er takmórkun valdsins, en ekki notkun þess Þeir kjósendur, sem taka frelsi einstaklingsins fram yfir vald báknsins, eiga að kjósa þá stjórnmálaflokka sem þeir treysta til þess að takmarka rikisvaldið, og þá stjórn- málamenn, sem þeir treysta til þess að gera sem fæst mistök. Allir menn gera mistök, margar ákvarðanir einstaklinga eru rangar, réttarrlki En mörgum jslendingum dylst hinn kostur stjórnmálanna, sem er alræðisskipu- lag kommúnista og nazista Þeir búa ekki i návígi við berlínarmúrana, sjá ekki yfir gaddavírsgirðingarnar til alræðisríkjanna, hafa litla sem enga reynslu af hryðjuverkum I nafni hugmyndafræðinnar. En þeim er bollt að minnast þeirra Kommúnistarlkin eru alræðisríki nútlmans, þv! að valdhafar þeirra viðurkenna ekki, að til sé réttur einstaklings- ins, þeir ráða öllu, vald þeirra er ótakmarkað. Leyniskýrslur S.Í.A.-manna, sem voru islenzkir námsmenn i sameígnarríkjunum, eru fróðlegar heimildír um alræðisskipulagið, en i þær náðu lýðræðissinnar og birtu i Rauðu bókinni árið 1963 (S í A var flokksins og kvæði i anda þess, sem birt var á „barnasiðu" Þjóðviljans fyrir skömmu: Að þjóna Alþýðunni er að vinna fyrir alla ekki bara sjálfan sig og skipta réttlátlega að vera til gagns fyrir alla Alþýðuna. Kommúnismi er að þjóna Alþýðunni Að ná valdi á sálinni Alræðissinnar reyna einnig að slita sam- band einstakllngsins við aðrar hugsjónir sin- ar, fá þá til þess að missa trúna, þvi að söfnuðurinn keppir við rikið um sál manns- ins, en á henni reynir alræðisríkið að ná valdi. í sálinni er síðasta viðnámið við alræð- isríkínu. Ef það nær valdi á henni, er úti um manninn sem sjálfstæða siðferðisveru Það greinir alræðisriki nútimans frá rikjum fyrra alda, að það er vopnað fullkomnum vélum, og martröð skálda eins og Orwells og Huxleys var, að þvi tækist það, sem djöfull- inn reyndi i þjóðsögum miðalda: að ná valdr á sálum mannanna. Liðsmenn „Stóra bróð- ur" i skáldsögu Orwells, 1984, sem höfðu á öllu gætur, náðu valdi á sál söguhetjunnar, hún elskaði „Stóra bróður" að bókarlokum. Vesturlandabúar mega ekki gleyma þvi, að stjórnarfarið i Ráðstjórnarrikjunum á tímum Stalíns — þess manns, sem „mat manngild- ið ofar öllu öðru" að sögn Einars Olgeirsson- ar í Þjóðviljanum 7. marz 1953 — fór nærri þvi, sem Orwell sagði frá i skáldsögu sinni. Og enn er það ógnvekjandi Maelikvarði stjórnmálanna Orwell var þó of svartsýnn, Andófsmenn- irnir í Ráðstjórnarríkjunum, Solsjenitsyn, Sakharov, Medvedev-bræðurnir, Búkovský, Amalrik og aðrir menn, eru til vitnis um það, að sextug alræðisstjórn hefur ekki dregið siðferðisaflið úr öllum einstaklingunum Þeir eru von Vesturlanda. Og þeir hafa kennt vesturlandabúum að nota réttan mælikvarða stjórnmálanna, sem er frá fullkomnu alræðis- riki til þess rikis fullkomins einstaklingsfrels- is, sem landkönnuðír hugans hafa enn ekki fundið ísland er lýðræðisriki, þegar mæli- kvarðinn er lagður á stjórnskipulag Islend- ínga, en ekki er langt frá Ráðstjórnarrikjun- um og Kina í hið fullkomna alræðisriki. En skipulag okkar er að færast nær alræðisrik- inu, þó að hægt fari. Lýðræði felur ekki einungis i sér réttinn til frelsis, heldur einnig þá skyldu að bregðast þvi ekki, að missa ekki móðmn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.